10 staðreyndir um verðbólgu
Fréttir af verðhækkunum hafa verið áberandi í efnahagsumræðu síðustu mánaða. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um verðbólguna og söguleg áhrif hennar á Íslandi.
Kjarninn 5. febrúar 2022
Af hverju er húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs?
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlægja svokallaðan húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs til að draga úr verðbólgunni. Hvað mælir þessi liður nákvæmlega og hvers vegna er hann í vísitölunni núna?
Kjarninn 4. febrúar 2022
Sprenging í nýtingu á séreignarsparnaði til að borga niður húsnæðislán skattfrjálst
Alls hafa Íslendingar ráðstafað 110 milljörðum króna af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán frá 2014. Þessi ráðstöfun hefur fært þeim sem geta og kjósa að nýta sér hana tæplega 27 milljarða króna í skattafslátt.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Nær allir sem flytja til Íslands koma með flugi og fara þar af leiðandi um Leifsstöð.
Erlendir ríkisborgarar eru 18 prósent íbúa í Reykjavík en fimm prósent íbúa í Garðabæ
Erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um tæplega 34 þúsund á áratug, eða 162 prósent. Reykjavík verður nýtt heimili langflestra þeirra og fjórði hver íbúi í Reykjanesbæ er nú erlendur.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Johnson sloppinn fyrir horn en endanlegrar skýrslu um veisluhöld beðið
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu sérstaks saksóknara um veisluhöld í Downingstræti sýna að stjórnvöldum sé treystandi til að standa við skuldbindingar sínar. Margir þingmenn eru á öðru máli.
Kjarninn 1. febrúar 2022
16,6 miljónir Suður-Afríkubúa eru fullbólusettir eða um 28 prósent landsmanna.
Einkennalausir þurfa ekki að fara í einangrun
Miklar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hafa verið gerðar í Suður-Afríku enda talið að um 60-80 prósent íbúanna hafi fengið COVID-19. Enn er of snemmt að svara því hvort ómíkrón muni marka endalok faraldurs kórónuveirunnar.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk
Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.
Kjarninn 31. janúar 2022
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Viðskiptaþvinganir gætu leitt til neyðarástands í sumum ESB-löndum
Hugsanlegt er að Evrópusambandið loki á allan innflutning á jarðgasi frá Rússlandi vegna hugsanlegrar innrásar í Úkraínu. Sambandið kemst líklega af án rússnesks gass í tvo mánuði, en nokkur aðildarríki gætu þó orðið illa úti vegna þess.
Kjarninn 30. janúar 2022
Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Metoo-bylting hafin í Marokkó
Fjöldi kvenkyns háskólanema í Marokkó hefur rofið þögnina og greint frá þvingunum kennara til kynlífs gegn því að fá góðar einkunnir. Dæmi eru um að konur hafi verið reknar úr háskólum hafi þær ekki farið að vilja kennaranna.
Kjarninn 30. janúar 2022
Per Christensen var formaður verkalýðsfélagsins 3F er upp komst um hans tvöfalda líf.
110 prósent formaður
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli Dana en fréttir af skrautlegu einkalífi danska verkalýðsforkólfsins Per Christensen. Orðatiltækið að leika tveim skjöldum er kannski nærtækasta lýsingin.
Kjarninn 30. janúar 2022
Skoska brugghúsið BrewDog hefur vakið athygli síðustu ár fyrir fyrstaflokks handverksbjór. James Watt, annar stofnandi bjórrisans, hefur  verið sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu af tugum starfsmanna BrewDog í Bandaríkjunum.
„Bjórpönkari“ sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu
James Watt, eigandi og annar stofnandi skoska handverksbjórrisans Brewdog hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun og valdníðslu af fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins.
Kjarninn 29. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Tíu eftirminnileg atriði á tímum sóttvarnaaðgerða
Tvö áru síðan óvissustigi vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst lýst yfir á Íslandi. Á þessum tíma hefur veiran haft ýmis áhrif á daglegt líf landsmanna. Hér eru tíu atriði sem vert er að rifja upp þegar leiðin út úr faraldrinum virðist loks greið.
Kjarninn 29. janúar 2022
Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Mörg bílastæði á borgarlandi ranglega merkt sem einkastæði undir viðskiptavini
Fjölmörg bílastæði sem standa á borgarlandi við Ármúla, Síðumúla og Grensásveg eru merkt sem einkastæði verslana. „Verslanir hafa ekki leyfi til að merkja sér stæði á borgarlandi,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg, sem hyggst skoða málið nánar.
Kjarninn 29. janúar 2022
Leiðtogi Chega-flokksins, André Ventura, er hér fyrir miðju.
Öfga-hægriflokkur gæti náð fótfestu í Portúgal
Portúgalir ganga að kjörkössunum á sunnudag, einu og hálfu ári á undan áætlun. Samkvæmt skoðanakönnunum gæti öfgaflokkurinn Chega bætt þar töluvert við sig og orðið þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Kjarninn 28. janúar 2022
Á undanförnum árum hefur útflutningur á óunnum fiski frá Íslandi aukist allnokkuð.
Fimm ára gamall fiskútflytjandi velti 7,3 milljörðum árið 2020
Gunnar Valur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Atlantic Seafood, segir að mikill vöxtur fyrirtækisins á árinu 2020 skýrist einna helst af COVID-19. Fyrirtækið er orðið eitt það stærsta í útflutningi á óunnum fiski frá Íslandi.
Kjarninn 28. janúar 2022
Sólveig Anna býður sig aftur fram til formanns Eflingar – Ætla að „umbylta félaginu“
Baráttulistinn, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, mun sækjast eftir því að stýra Eflingu. Hópurinn vill stórauka áhrif Eflingar innan verkalýðshreyfingarinnar og taka upp sjóðsfélagslýðræði í lífeyrissjóðum.
Kjarninn 28. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
Kjarninn 27. janúar 2022
Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja aftur fram eigið frumvarp um skattaafslátt til fjölmiðla
Á sama tíma og ráðherra fjölmiðlamála í ríkisstjórn, sem inniheldur meðal annar Sjálfstæðisflokkinn, hefur boðað aðgerðir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla hafa nokkrir þingmenn eins stjórnarflokksins lagt fram eigið frumvarp um málið.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Sveitarfélög á Austurlandi vilja svör um virkjanakosti
Byggðaráð Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar vilja fá úr því skorið hvaða virkjanakosti í landshlutanum eigi að nýta. Lýst er yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem rammaáætlun er komin í.
Kjarninn 25. janúar 2022
Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða
Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998.
Kjarninn 25. janúar 2022
16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Partýstandið í Downingstræti: Sérstakur saksóknari með 16 samkomur til rannsóknar
Brot á sóttvarnareglum í Downingstræti 10 eru til rannsóknar hjá Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, og búist er við að skýrsla hennar verði birt eftir helgi. En hvað er það nákvæmlega sem Gray er að rannsaka og hvaða völd hefur hún?
Kjarninn 23. janúar 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar
Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu úr vernd í biðflokk.
Kjarninn 23. janúar 2022
Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Take the money and run
Fólk grípur til ýmissa ráða í því skyni að drýgja heimilispeningana. Danski myndlistarmaðurinn Jens Haaning bætti jafngildi tæpra ellefu milljóna íslenskra króna í budduna. Aðferðin hefur vakið mikla athygli, enda var það tilgangurinn.
Kjarninn 23. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Áfram verður hægt að fá virðisaukaskatt af hinum ýmsu viðhaldsverkefnum á íbúðarhúsnæði endurgreiddan langt fram á næsta ár. Ráðstöfunin kostar ríkið rúma 7 milljarða króna og var lítið rökstudd í fjárlagavinnunni á þingi.
Fá rök sett fram til réttlætingar á margmilljarða skattaendurgreiðslum
Óljós ávinningur af aukinni innheimtu tekjuskatts eru helstu rökin sem lögð hafa verið fram af hálfu þeirra stjórnmálamanna sem lögðu til og samþykktu að verja milljörðum króna í að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna fram eftir ári.
Kjarninn 21. janúar 2022
Segja Búlandsvirkjun eiga „fullt erindi í nýtingarflokk“
Að mati HS orku ætti að endurmeta þá þætti sem taldir voru neikvæðir og urðu til þess að Búlandsvirkjun í Skaftá var sett í verndarflokk þingsályktunartillögu að rammaáætlun. Tillagan verður lögð fram á Alþingi í fjórða sinn á næstunni.
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Stríðið um SÁÁ og það sem samtökin mega rukka ríkissjóð fyrir
Harðvítugar deilur eru um hvort SÁÁ hafi verið heimilt að fá greiðslur úr ríkissjóði fyrir þjónustu á tímum kórónveirufaraldurs sem var með öðru sniði en áður.
Kjarninn 19. janúar 2022
Sautján líkkistur og ein þeirra mjög smá
„Ameríski draumur margra brann til ösku“ í eldsvoða í blokk í Bronx-hverfinu í New York nýverið, segir borgarstjórinn. Í húsinu bjuggu innflytjendur, flestir frá Gambíu.
Kjarninn 18. janúar 2022
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Vani og þreyta kunni að skýra breyttan skilning á neyðarstigi almannavarna
Neyðarástand almannavarna vegna COVID-19 er í gildi, enn eina ferðina. Sálfræðingur segir að vani og þreyta á ástandinu kunni að skýra breytt mat almennings á hættustigi almannavarna.
Kjarninn 17. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásókn í peningaseðla- og myntir hefur aukist hægar á síðustu mánuðum.
Minnsta aukning á reiðufé í umferð í átta ár
Töluvert hefur dregið úr aukningu reiðufjár í umferð á síðustu mánuðum, eftir að seðlar og mynt urðu eftirsóttari í byrjun faraldursins. Margt bendir til þess að faraldurinn hafi leitt til minni viðskipta með reiðufé.
Kjarninn 15. janúar 2022
Fjöldi svokallaðra draugafluga, þar sem flugvélum er flogið án farþega,  gæti verið floginn á næstu mánuðum.
Rifist um draugaflug
Flugfélagið Lufthansa segist þurfa að fljúga tómum vélum á milli flugvalla til að halda sínum flugvélastæðum í vetur. Önnur flugfélög eru þó andvíg slíkum flugferðum og segja þær bæði slæmar fyrir neytendur og umhverfið.
Kjarninn 14. janúar 2022
Reikna má með því að stór hluti bíla sem komu nýir á götuna á árunum 2015-2021 verði enn í bílaflota landsmanna árið 2030.
Bara pláss fyrir 10-30 þúsund nýja jarðefnaeldsneytisbíla í flotann
Einungis um 130 þúsund fólksbílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti mega vera á götunni árið 2030, ef markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum eiga að ganga eftir. Yfir hundrað þúsund brunabílar hafa komið nýir á götuna undanfarin sex ár.
Kjarninn 14. janúar 2022
Frumvarpsdrög veiti stétt dómara of mikið vald yfir skipan dómara
Nýdoktor í lögfræði gerir athugasemdir við breytingar á lagaákvæðum um skipan dómara sem settar eru fram í frumvarpsdrögum frá dómsmálaráðuneytinu. Drögin voru sett fram á Þorláksmessu og athugasemdafrestur vegna þeirra rann út í gær.
Kjarninn 11. janúar 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík eins og hún lítur út í dag.
155 þúsund tonn af kolum þarf til framleiðslunnar árlega
Mati á umhverfisáhrifum endurbóta á kísilverinu í Helguvík er lokið. Miðað við fulla framleiðslu mun losun gróðurhúsalofttegunda frá verksmiðjunni jafngilda 11 prósentum af heildarlosun Íslands árið 2019.
Kjarninn 11. janúar 2022
Rússneskt herlið mætir á alþjóðaflugvöllinn í Almaty í Kasakstan, sem mótmælendur tóku yfir í síðustu viku.
Hvað er að gerast í Kasakstan?
Fjölmennum mótmælum í Kasakstan hefur verið mætt með harkalegum aðgerðum frá einræðisstjórn landsins og hernaðaríhlutun frá Rússum. Hvað olli þessu ástandi?
Kjarninn 9. janúar 2022
Novak Djokovic hefur kært yfirvöld í Ástralíu fyrir að meta vegabréfsáritun hans ógilda. Djokovic, sem er óbólusettur, fékk undanþágu til að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en áströlsk yfirvöld segja læknisfræðilegar ástæður ófullnægjandi.
Novak Djokovic: Baráttumaður eða forréttindapési?
Tennisstjarnan Novak Djokovic er í varðhaldi á flóttamannahóteli í Melbourne þar sem vegabréfsáritun hans var ekki tekin gild við komuna til landsins. Málið hefur vakið upp margar spurningar, ekki síst um bólusetningar og forréttindastöðu frægs fólks.
Kjarninn 9. janúar 2022
Danska freigátan Esbern Snare.
Einfætti maðurinn og gæsluvarðhaldið
Það er ekki daglegt brauð að maður grunaður um að undirbúa sjórán sé leiddur fyrir dómara í Kaupmannahöfn. Slíkt gerðist þó sl. föstudag. Maðurinn var handtekinn eftir skotbardaga á Gíneuflóa en situr nú í gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 9. janúar 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni.
Kjarninn 7. janúar 2022
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Ísland bjóði upp á „skálkaskjól“ fyrir netglæpi
Vararíkissaksóknari segir „hreint galið“ að glæpamenn hafi vettvang „í túnfætinum hjá okkur, til að fremja glæpi sína undir nafnleynd“ og vísar þar til þjónustu nokkurra netþjónustufyrirtækja sem hýsa starfsemi sína hér á landi.
Kjarninn 7. janúar 2022
Eitt ár er frá árásinni á þinghús Bandaríkjanna.
Ár frá árásinni á bandaríska þingið – Biden segir Trump hafa reynt að gera út af við lýðræðið
Árið 2021 átti að marka nýtt upphaf en hófst með látum þegar hópur fólks réðst inn í þinghúsið í Washington. En hver er staðan í dag, ári eftir árásina?
Kjarninn 6. janúar 2022
Valdamenn í viðskiptalífinu falla hver af öðrum vegna ásakana um kynferðisbrot
Ung kona hefur sakað Ara Edwald, forstjóra Ísey Skyr, Hreggvið Jónsson, stjórnarformann og aðaleiganda Veritas, og Þórð Má Jóhannesson, stjórnarformann Festi, um kynferðisofbeldi. Í dag hafa allir mennirnir stigið til hliðar úr ábyrgðarstöðum.
Kjarninn 6. janúar 2022
Úttekt segir að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun
Úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsustofnuninni í Hveragerði er lokið. Niðurstaðan er sú að háar fjárhæðir hafi verið teknar út úr stofnuninni með hætti sem ekki er lögmætur og kostnaði vegna þessa velt yfir á sjúklinga.
Kjarninn 6. janúar 2022
Eitt þeirra félaga sem var skráð á markað í fyrra, og hækkaði mikið í virði, er Síldarvinnslan.
Markaðsvirði veðsettra íslenskra hlutabréfa var 273 milljarðar króna í lok síðasta árs
Samanlagt virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands jókst um rúmlega þúsund milljarða króna á síðasta ári. Virði þeirra bréfa sem eru veðsett hefur ekki verið hærra síðan fyrir hrun en hlutfallsleg veðsetning hefur ekki verið lægri frá 2017.
Kjarninn 5. janúar 2022