Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, á yfir höfði sér áratuga fangelsisvist fyrir að svíkja fjárfesta. Blóðskimunartækni sem átti að geta greint hundruð sjúkdóma reyndist ekki sönn og Holmes blekkti fjölda fjárfesta.
Þráði að „uppgötva eitthvað sem mannkynið vissi ekki að væri mögulegt“
Hún var „yngsti kvenkyns milljarðamæringurinn sem byrjaði frá grunni“, „næsti Steve Jobs“ og útnefnd ein af áhrifamestu einstaklingum ársins 2015 af Time Magazine. Elizabeth Holmes var á toppnum en hefur nú verið sakfelld fyrir að svíkja fjárfesta.
Kjarninn 4. janúar 2022
Í Reykjavík búa 36 prósent landsmanna – Þar eru byggðar 71 prósent almennra íbúða
Frá árinu 2016 hefur ríkissjóður úthlutað 18 milljörðum króna í stofnframlög í almenna íbúðakerfið, sem er ætlað að sjá fólki með lægri tekjur fyrir öruggu húsnæði og er rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Kjarninn 4. janúar 2022
Kauphöll Íslands.
Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði
Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.
Kjarninn 3. janúar 2022
Jarðfræðingurinn Christian Knudsen hefur rannsakað danska „gullvinnslu“ í sand- og malarnámum ásamt Bjarne Overgaard.
Gulldraumar
Draumurinn um að finna gull hefur iðulega látið hjörtu slá örar. Slíkir draumar rætast sjaldnast en tveir danskir karlar eru þess fullvissir að þeirra gulldraumur geti ræst.
Kjarninn 2. janúar 2022
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
Kjarninn 31. desember 2021
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Ársreikningur Samherja Holding undirritaður með fyrirvara – Óvissa um fjárhagsleg uppgjör vegna Namibíumáls
Samherji Holding, eitt stærsta fyrirtæki landsins sem hélt utan um Namibíustarfsemi Samherjasamstæðunnar, hefur birt valdar upplýsingar úr ársreikningi sínum. Þar segir að reikningurinn sé undirritaður með fyrirvara endurskoðanda.
Kjarninn 30. desember 2021
Árið á fasteignamarkaðnum
Hærra verð, minni sölutími og aukin aðsókn í fasta vexti. Hvað gerðist á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða?
Kjarninn 29. desember 2021
Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur.
Samgöngusáttmálinn „stóra málamiðlunin“ á milli öfganna í umræðunni
Skipulagsfræðingurinn Hrafnkell Á. Proppé hefur verið í forsvari fyrir borgarlínuverkefnið undanfarin ár. Hann er nýlega horfinn til annarra starfa, en ræðir við Kjarnann um Borgarlínu, stöðu verkefnisins, sögu þess og framtíð.
Kjarninn 29. desember 2021
Nýja bylgjan sem skall á með látum
Eftir fyrstu metoo-bylgjuna árið 2017 héldu kannski einhverjir að samfélagið væri komið á rétta braut varðandi umræðu og aðgerðir í málefnum um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
Kjarninn 28. desember 2021
Árið 2021 var ár íslensku bankanna sem græddu á tá og fingri
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á gripu Seðlabanki Íslands og stjórnvöld til margháttaðra aðgerða til að gera bönkum kleift að takast á við versnandi efnahagsástand.
Kjarninn 27. desember 2021
„Það er alveg hluti af því að vera myndlistarmaður í dag að selja verkin sín“
Að mati stofnenda Multis hafa jólabasarar brotið niður múra milli myndlistar og almennings á nýliðnum árum. Multis tekur þátt í jólabasaraflóðinu í ár í sýningarrými við Hafnartorg í Reykjavík. „Við finnum að það er spennandi að vera þar sem fólk er.“
Kjarninn 27. desember 2021
453 einstaklingar og lögaðilar eiga fleiri en sex íbúðir á Íslandi
Á fimmta þúsund einstaklingar og lögaðilar eiga fleiri en eina íbúð á Íslandi. Framboð íbúða er í lágmarki og verð þeirra hefur hækkað gríðarlega.
Kjarninn 27. desember 2021
Notre Dame og pólitíkin
Baráttan vegna forsetakosninganna í Frakklandi í apríl á næsta ári er hafin og öll vopn dregin fram. Emmanuel Macron forseti er sakaður um að vilja gjörbreyta kirkjuskipi Notre Dame að innan. Kirkjan skemmdist mikið í eldi árið 2019.
Kjarninn 26. desember 2021
Kosningar sem skiluðu sömu ríkisstjórn eftir næst lengstu viðræður í þrjá áratugi
Ríkisstjórnin ríghélt í þingkosningum sem fram fóru á árinu en tók sér samt rúmlega tvo mánuði að endurnýja heitin. Frjálslyndu miðjunni mistókst illa að sveigja valdajafnvægið í sína átt og Miðflokkurinn beið fullkomið afhroð.
Kjarninn 25. desember 2021
Ólögleg viðskipti grafa undan loftslagsávinningi
F-gös eru manngerðar gróðurhúsalofttegundir sem hafa mikinn hnatthlýnunarmátt. Evrópusambandið hefur um árabil unnið að útfösun á þessum efnum sem einna helst eru notuð sem kælimiðlar.
Kjarninn 25. desember 2021
„Þetta getur verið góð fjárfesting, sérstaklega ef þú kaupir réttu verkin“
Þær Elísabet Alma og Helga Björg í Listval segja að vitundarvakning sé að eiga sér stað meðal almennings um gildi myndlistar, „bæði út frá menningarlegum sjónarmiðum en líka bara sem fjárfesting.“ Þær settu upp jólabasar í nýju sýningarrými í Hörpu.
Kjarninn 23. desember 2021
Prestur leystur tímabundið frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot – „Ég vil ekki sitja með þetta í hjartanu lengur“
Kona sem sakar prest um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir 10 árum gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir viðbrögð við ásökununum en hún hefur nú leitað til teymis kirkjunnar í von um að fá úrlausn sinna mála.
Kjarninn 22. desember 2021
Mun einvígi delta og ómíkron skera úr um framtíðina?
„Ef satt reynist að ómíkron valdi mildari einkennum, þá væri líklega heppilegast að sú gerð útrýmdi öllum hinum,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur. Verði það afbrigði allsráðandi yrði það „veiru-Eva“ fyrir SARS-CoV-2 kórónuveirur framtíðarinnar.
Kjarninn 22. desember 2021
Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða 11,7 milljarðar á næsta ári
Endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafa nífaldast síðan 2015. Hækkunin á endurgreiðslunum milli 2021 og 2022 er nánast sama upphæð og greidd var í heild þá. Skatturinn gerði athugasemdir við endurgreiðslurnar í vor.
Kjarninn 22. desember 2021
„Pörupiltarnir“ í gróðurhúsi íslenskrar myndlistar
„Sem betur fer verðum við aðeins betri í þessu með tímanum,“ segir Árni Már Erlingsson sem hefur rekið Gallery Port ásamt Skarphéðni Bergþórssyni í um sex ár. Þeim líkar að vera við Laugaveg og Skarpi nýtur þess að taka á móti fólki sem kemur „óvart“ inn.
Kjarninn 21. desember 2021
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ráðuneytið segir nei við frekari ívilnunum vegna tengiltvinnbíla
Þrenn hagsmunasamtök vildu að ívilnanir til að gera tengiltvinnbíla ódýrari yrðu framlengdar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur kostnaðinn vegna þessa á um 20 milljarða króna og segir ívilnanirnar ekki kostnaðarskilvirkar.
Kjarninn 21. desember 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja að virðisaukaskattur vegna viðhalds og íbúðaframkvæmda verði áfram felldur niður
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur varað við að átakið „Allir vinna“ verði framlengt. Ráðuneytið taldi það óþarft og sagði að framlenging gæti valdi ofþenslu. Samtök iðnaðarins vildu að átakið yrði framlengt. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna.
Kjarninn 21. desember 2021
Eigið fé sjö stjórnmálaflokka jókst um 732 milljónir eftir að þeir hækkuðu eigin framlög
Skömmu eftir kosningarnar 2017 ákváðu flestir stjórnmálaflokkar á þingi að framlög til þeirra úr ríkissjóði yrðu stórhækkuð. Þá voru fimm þeirra með neikvætt eigið fé. Nú eiga flestir þeirra digra sjóði.
Kjarninn 20. desember 2021
„Þetta rústaði svolítið jólunum í fyrra“
Veggir Ásmundarsalar hafa aldrei verið jafn þétt skipaðir og nú að sögn Aðalheiðar Magnúsdóttur, eiganda hússins. Aðalheiður ræðir við Kjarnann um starfsemina í húsinu og jólasýningarnar sem hún líkir við myndlistarannál.
Kjarninn 19. desember 2021
Fangelsun og brottrekstur af þingi
Inger Støjberg er vafalítið umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur á síðari árum. Framganga hennar á ráðherrastóli hefur nú kostað hana tveggja mánaða fangelsi og að líkindum brottrekstur af þingi. Slíkt er fáheyrt í Danmörku.
Kjarninn 19. desember 2021
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hækkaði um 34 prósent milli mánaða
Innkaupaverð olíufélaga á eldsneyti lækkað um 20 prósent milli mánaða en viðmiðunarverð á hverjum seldum bensínlítra lækkað einungis um tvær krónur á sama tíma. Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra hefur einungis einu sinni verið hærri á Íslandi.
Kjarninn 18. desember 2021
Frá Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Mynd úr safni.
Leik- og grunnskóli í Kópavogi kærir tvöföldun Suðurlandsvegar
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hefur kært tvöföldun Suðurlandsvegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Forsvarsmenn skólans telja sig ekki hafa neina tryggingu fyrir því að tengingar skólans við tvöfaldan veginn verði viðunandi.
Kjarninn 18. desember 2021
„Leyfa listinni að lýsa upp skammdegið“ á Ljósabasar Nýló
Ljósabasar Nýló er nú haldinn í þriðja sinn og rúmlega 200 verk um 70 félagsmanna eru til sölu á basarnum í Marshallhúsinu. Safnstjóri segir frábært að safnið hafi fengið fastan samastað í húsinu og hún spáir íslensku myndlistarsenunni bjartri framtíð.
Kjarninn 17. desember 2021
Rannsókn á Skeljungsmálinu og Procar-málinu lokið og þau komin til saksóknara
Umfangsmikil rannsókn á meintum stórfelldum efnahagsbrotum sem talið er að hafi verið framin þegar olíu­fé­lagið Skelj­ungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013, er lokið.
Kjarninn 16. desember 2021
Allir þurfa þak yfir höfuðið. Fjölmennir hópar lágtekjufólks greiða mjög hátt hlutfall launa sinna í leigu og eiga litla möguleika á að eignast húsnæði að óbreyttu.
52 þúsund íbúðir í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð
Hlutfall þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár. Um 13 prósent leigjenda einkarekinna leigufélaga eða á almenna markaðnum greiða yfir 70 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.
Kjarninn 14. desember 2021
Tíu staðreyndir um íslenska húsnæðismarkaðinn
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á skömmum tíma, sölutími íbúða hefur aldrei verið styttri og fleiri en nokkru sinni áður borga yfir ásettu verði fyrir húsnæði. Hvað er eiginlega að gerast íslenska húsnæðismarkaðnum?
Kjarninn 13. desember 2021
Oddagarðar við Sæmundargötu eru á meðal þeirra stúdentagarða sem eru í eigu Félagsstofnunar stúdenta.
Fasteignir Félagsstofnunar stúdenta eru metnar á um 42 milljarða króna
Félagsstofnun stúdenta, sem rekur 1.495 leigueiningar, hagnaðist um 4,8 milljarða á síðasta rekstrarári. Framkvæmdastjórinn segir að þegar búið sé að draga frá viðhaldskostnað og afborganir á lánum frá matsvirðishækkun sé reksturinn nánast á núlli.
Kjarninn 13. desember 2021
Stytti mál sitt eftir að hafa verið auðmýktur þegar Jón Gnarr sagði hann leiðinlegan
Bjórkælir var fjarlægður úr verslun ÁTVR vegna þess að Björgólfur Guðmundsson bað um það. Sigmundur Davíð var eitt sinn eini maðurinn sem þótti harðari andstæðingur Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en Gísli Marteinn Baldursson.
Kjarninn 12. desember 2021
Fröken Klukka
Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.
Kjarninn 12. desember 2021
Segist leiðast „pólitískt mont“ og að Borgarlínan sé stærsti áfanginn á ferlinum
Í nýrri bók Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, „Nýja Reykjavík“ rekur hann margt sem átti sér stað á bakvið tjöldin í stjórnmálum síðustu ára, og hefur ekki áður komið fram. Hann hrósar pólitískum andstæðingum, sérstaklega leiðtogum ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 11. desember 2021
Skerðing til bræðslna: Bilanir, byggðalína og brölt undan veirukreppu
Aflskortur vegna bilana og viðhalds véla í virkjunum ásamt flutningstakmörkunum á byggðalínunni valda því að ekki er hægt að fullnægja allri eftirspurn á rafmagni í augnablikinu. Við getum líka kennt veðrinu um.
Kjarninn 11. desember 2021
Félag Þorsteins Más og Helgu á 61,7 milljarða króna í hreinum eignum
Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hlut forstjóra Samherja og fyrrverandi eiginkonu hans í Samherja Holding á að uppistöðu tvær eignir: hlutinn í áðurnefndu félagi og lán upp á 33,5 milljarða króna sem þau veittu börnum sínum.
Kjarninn 10. desember 2021
Verne Global rekur gagnaver á Suðurnesjum. Fyrirtækið hyggst hætta starfsemi í rafmyntariðnaði á næstu mánuðum.
Landsvirkjun takmarkar sölu á orku til rafmyntavinnslu
Orkusala Landsvirkjunar til gagnavera nemur um 100 MW um þessar mundir. Til samanburðar er uppsett afl Vatnsfellsvirkjunar 90 MW. Um helmingur af starfsemi gagnaveranna tengist greftri eftir rafmyntum.
Kjarninn 9. desember 2021
Það sem KSÍ gerði vitlaust og sýndi „merki þöggunar- og nauðgunarmenningar“
KSÍ fékk upplýsingar um meinta hópnauðgun tveggja landsliðsmanna fyrir ellefu árum síðan í byrjun júní síðastliðinn. Eftir tilkynningu þar um frá starfsmanni sambandsins, tengdamóður þolandans, var meðal annars rætt við annan gerandann.
Kjarninn 7. desember 2021
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 í síðustu viku. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið.
Kjarninn 7. desember 2021
Ráðuneytið spurði hagsmunasamtök og komst að þeirri niðurstöðu að brottkast væri „óverulegt“
Kjarninn greindi frá því í morgun að drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti, sem hófst í byrjun árs, skilaði því að brottkastsmálum fjölgaði úr um tíu á ári í 120. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki talið brottkast vandamál.
Kjarninn 6. desember 2021
Stór skip sem smá hafa verið staðin að meintu ólögmætu brottkasti afla það sem af er árinu, í alls 120 aðskildum málum.
Fjöldi brottkastsmála margfaldaðist eftir að Fiskistofa fór að nota dróna
Veiðieftirlitsmenn hjá Fiskistofu hafa á undanförnum áratug oftast skráð um eða innan við tíu mál sem varða brottkast afla á ári hverju. Í upphafi þessa árs var byrjað að notast við dróna í eftirliti. Málin eru nú orðin fleiri en 120 talsins.
Kjarninn 6. desember 2021
Nokkrar tillögur um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi komnar fram
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa kynnt frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða á fyrstu dögum nýs þings. Öll snúa þau að því að endurskilgreina hvað teljist tengdir aðilar.
Kjarninn 6. desember 2021
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021