Fröken Klukka

Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.

Klukka
Auglýsing

Í ágúst árið 1937 greindu íslenskir fjöl­miðlar (dag­blöð og útvarp) frá því að Land­sím­inn hefði fest kaup á tal­vél frá sænska fyr­ir­tæk­inu L.M. Erics­son. Þegar hringt yrði í til­tekið síma­númer (03) myndi rödd umsvifa­laust til­kynna hvað klukkan væri. Þetta þóttu mikil tíð­indi. Í nóv­em­ber þetta sama ár mátti lesa í dag­blöð­unum að Fröken Klukka, sem líka var kölluð Ung­frú Klukka, væri tekin til starfa. Hall­dóra Briem, sem þá stund­aði nám í Sví­þjóð, léði klukk­unni rödd sína. Í umfjöllun Nýja Dag­blaðs­ins mátti lesa að rödd ung­frú Hall­dóru væri bæði fögur og hrein og hún, ung­frú­in, myndi vafa­laust verða vin­sæl meðal Reyk­vík­inga. Hall­dóra, sem var fyrst íslenskra kvenna til að læra arki­tektúr bjó og starf­aði í Sví­þjóð að námi loknu en hún lést árið 1993, átt­ræð að aldri.

Halldóra Briem léði fyrstu Ungfrú Klukku rödd sína. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að læra arkitektúr.

Frönsk upp­finn­ing

Fyrsta tal­vélin var fundin upp í Frakk­landi árið 1933. Tækið vakti mikla athygli og sér­fræð­ingar síma­fyr­ir­tækja í mörgum löndum lágu yfir þessu nýja tækni­undri. Svíar voru fljótir að not­færa sér þessa nýju tækni og þar tók Fröken Ur til starfa árið 1934. Curt Ahlberg verk­fræð­ingur hjá L.M.Er­ics­son í Stokk­hólmi end­ur­bætti árið 1936 frönsku upp­finn­ing­una. Það var í höf­uð­stöðvum L.M.Er­ics­son sem áður­nefnd Hall­dóra Briem las inn á tal­vél­ina. Lesa þurfti inn 90 mis­mun­andi upp­tök­ur, 24 klukku­stunda­töl­ur, 60 mín­útu­tölur og sex sek­úndu­töl­ur, eina fyrir hverjar tíu sek­únd­ur. Sam­tals 90 upp­tökur sem tal­vél­in, með sinni tækni, gat spilað í 8640 mis­mun­andi útgáf­um. Það er athygl­is­vert að aðeins voru fjögur ár frá því að tal­vélstæknin var fundin upp þangað til Hall­dóra Briem gat upp­lýst Reyk­vík­inga um hvað tím­anum liði.

Auglýsing

Vin­sæl og mikið notuð

Spá Nýja Dag­blaðs­ins um vin­sældir klukk­unnar og ung­frú Hall­dóru reynd­ust rétt­ar. Reyk­vík­ingar kunnu sann­ar­lega að not­færa sér að geta með einu sím­tali fengið að vita hvað klukkan væri. Sem dæmi um vin­sældir Fröken Klukku má nefna að árið 1953 hafði hún svarað 22 millj­ónum upp­hring­inga, það sam­svarar um það bil hálfri annarri milljón á ári. Eitt dag­blað­anna nefndi að meðal þeirra sem hvað ánægð­astir voru með þjón­ustu Fröken Klukku á fyrstu „starfs­árum“ hennar væru lög­reglu­þjón­ar, úrsmiðir og slökkvi­liðs­menn, sem alltaf, eins og blaðið komst að orði, var verið að spyrja hvað klukkan væri.

Ekki gátu allir lands­menn tekið upp tólið og hringt í fröken­ina. Sá lúxus var í fyrstu bund­inn við Reykja­vík, sem einn staða hafði sjálf­virkan síma (kom 1932). Næst í sjálf­virku síma­röð­inni var Akur­eyri, árið 1950.

Þrjár kon­ur, einn karl, fjögur síma­númer

Eins og áður var getið var það Hall­dóra Briem sem var fyrsta rödd Frökenar Klukku. Árið 1963 var upp­haf­legu gler­plöt­unum sem geymdu hljóðið skipt út og sam­tímis skipti Fröken Klukka um rödd. Nú var það rödd Sig­ríðar Haga­lín leikkonu sem upp­lýsti þann sem hringdi um réttan tíma. 1993 var enn skipt um búnað og rödd, sú nýja var rödd Ingi­bjargar Björns­dóttur leikkonu. Árið 2013 heyrð­ist í fyrsta skipti karl­manns­rödd svara þegar hringt var í klukk­una, sú rödd til­heyrir Ólafi Darra Ólafs­syni. Hann situr enn við sím­ann, ef svo mætti að orði kom­ast. Fröken Klukka er því orðin karl­mað­ur.

Í upp­hafi var núm­erið hjá Fröken Klukku 03, síðar breytt­ist það í 04, enn síðar í 155 en í dag er núm­erið 511 0155. Þrátt fyrir tækninýj­ungar er íslenska klukku­þjón­ustan sem sé enn til staðar þótt þörfin fyrir hana sé ekki sú sama og áður fyrr.

Frø­ken Klokken

Árið 1939 hafði danska síma­fé­lagið Kjøben­havns Telefon Akti­e-Selskab, KTAS, keypt tal­vél hjá L.M.Er­ics­son. Ung kona, Anna Sommer -Jen­sen las þá inn á vél­ina í höf­uð­stöðvum L.M.Er­ics­son í Stokk­hólmi. Danska útvarp­ið, Stats­radi­of­on­ien (eins og það hét þá) hóf starf­semi árið 1925 og hafði frá upp­hafi sent út mors­merki á heilu tímun­um, þegar fréttir voru sagð­ar. Fimm stutt „dut“ og eitt langt. Þegar Frø­ken Klokken kom til sög­unnar hætti danska útvarpið að senda út mors­merkið en rödd Anna Sommer-J­en­sen til­kynnti Dönum oft á dag hvað tím­anum liði, í upp­hafi frétta.

Talvél frá L.M. Ericsson. Mynd: Wikipedia

Árið 1970 var tal­vél­inni frá 1939 skipt út og á sama tíma skipti Frø­ken Klokken um rödd og heyrð­ist nú aðeins einu sinni á dag í útvarp­inu: í upp­hafi útvarps­frétta klukkan átta að morgni. Nýja röddin til­heyrði Mari­anne Germer, sem um nokk­urra ára skeið hafði verið þulur í danska útvarp­inu. Í des­em­ber 1991 hætti rödd Frø­ken Klokken að heyr­ast í útvarp­inu en áfram en áfram var vita­skuld hægt að hringja í 0055 og fá að vita, nákvæm­lega, hvað klukkan væri.

Nú hefur Frø­ken Klokken lagt á, í síð­asta sinn

Frø­ken Klokken, Fröken Klukka, Fröken Ur og hvað þær nú hétu allar komu í góðar þarfir á sínum tíma. En nú eru breyttir tímar, lang­flestir með far­síma í vas­an­um, eða á hand­leggnum og úr sem ganga rétt kosta lítið og fást víða.

Danska Frø­ken Klokken hætti að svara á mið­nætti 30. nóv­em­ber sl. Í Nor­egi var hætt að bjóða upp á þjón­ust­una árið 2007, Fröken Ur í Sví­þjóð svarar enn, Finnar hafa getað hringt í klukk­una frá árinu 1936 og fá enn svar og hér á Íslandi svarar klukkan þegar hringt er í núm­erið sem nefnt var framar í þessum pist­li, 511 0155.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar