Fröken Klukka

Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.

Klukka
Auglýsing

Í ágúst árið 1937 greindu íslenskir fjöl­miðlar (dag­blöð og útvarp) frá því að Land­sím­inn hefði fest kaup á tal­vél frá sænska fyr­ir­tæk­inu L.M. Erics­son. Þegar hringt yrði í til­tekið síma­númer (03) myndi rödd umsvifa­laust til­kynna hvað klukkan væri. Þetta þóttu mikil tíð­indi. Í nóv­em­ber þetta sama ár mátti lesa í dag­blöð­unum að Fröken Klukka, sem líka var kölluð Ung­frú Klukka, væri tekin til starfa. Hall­dóra Briem, sem þá stund­aði nám í Sví­þjóð, léði klukk­unni rödd sína. Í umfjöllun Nýja Dag­blaðs­ins mátti lesa að rödd ung­frú Hall­dóru væri bæði fögur og hrein og hún, ung­frú­in, myndi vafa­laust verða vin­sæl meðal Reyk­vík­inga. Hall­dóra, sem var fyrst íslenskra kvenna til að læra arki­tektúr bjó og starf­aði í Sví­þjóð að námi loknu en hún lést árið 1993, átt­ræð að aldri.

Halldóra Briem léði fyrstu Ungfrú Klukku rödd sína. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að læra arkitektúr.

Frönsk upp­finn­ing

Fyrsta tal­vélin var fundin upp í Frakk­landi árið 1933. Tækið vakti mikla athygli og sér­fræð­ingar síma­fyr­ir­tækja í mörgum löndum lágu yfir þessu nýja tækni­undri. Svíar voru fljótir að not­færa sér þessa nýju tækni og þar tók Fröken Ur til starfa árið 1934. Curt Ahlberg verk­fræð­ingur hjá L.M.Er­ics­son í Stokk­hólmi end­ur­bætti árið 1936 frönsku upp­finn­ing­una. Það var í höf­uð­stöðvum L.M.Er­ics­son sem áður­nefnd Hall­dóra Briem las inn á tal­vél­ina. Lesa þurfti inn 90 mis­mun­andi upp­tök­ur, 24 klukku­stunda­töl­ur, 60 mín­útu­tölur og sex sek­úndu­töl­ur, eina fyrir hverjar tíu sek­únd­ur. Sam­tals 90 upp­tökur sem tal­vél­in, með sinni tækni, gat spilað í 8640 mis­mun­andi útgáf­um. Það er athygl­is­vert að aðeins voru fjögur ár frá því að tal­vélstæknin var fundin upp þangað til Hall­dóra Briem gat upp­lýst Reyk­vík­inga um hvað tím­anum liði.

Auglýsing

Vin­sæl og mikið notuð

Spá Nýja Dag­blaðs­ins um vin­sældir klukk­unnar og ung­frú Hall­dóru reynd­ust rétt­ar. Reyk­vík­ingar kunnu sann­ar­lega að not­færa sér að geta með einu sím­tali fengið að vita hvað klukkan væri. Sem dæmi um vin­sældir Fröken Klukku má nefna að árið 1953 hafði hún svarað 22 millj­ónum upp­hring­inga, það sam­svarar um það bil hálfri annarri milljón á ári. Eitt dag­blað­anna nefndi að meðal þeirra sem hvað ánægð­astir voru með þjón­ustu Fröken Klukku á fyrstu „starfs­árum“ hennar væru lög­reglu­þjón­ar, úrsmiðir og slökkvi­liðs­menn, sem alltaf, eins og blaðið komst að orði, var verið að spyrja hvað klukkan væri.

Ekki gátu allir lands­menn tekið upp tólið og hringt í fröken­ina. Sá lúxus var í fyrstu bund­inn við Reykja­vík, sem einn staða hafði sjálf­virkan síma (kom 1932). Næst í sjálf­virku síma­röð­inni var Akur­eyri, árið 1950.

Þrjár kon­ur, einn karl, fjögur síma­númer

Eins og áður var getið var það Hall­dóra Briem sem var fyrsta rödd Frökenar Klukku. Árið 1963 var upp­haf­legu gler­plöt­unum sem geymdu hljóðið skipt út og sam­tímis skipti Fröken Klukka um rödd. Nú var það rödd Sig­ríðar Haga­lín leikkonu sem upp­lýsti þann sem hringdi um réttan tíma. 1993 var enn skipt um búnað og rödd, sú nýja var rödd Ingi­bjargar Björns­dóttur leikkonu. Árið 2013 heyrð­ist í fyrsta skipti karl­manns­rödd svara þegar hringt var í klukk­una, sú rödd til­heyrir Ólafi Darra Ólafs­syni. Hann situr enn við sím­ann, ef svo mætti að orði kom­ast. Fröken Klukka er því orðin karl­mað­ur.

Í upp­hafi var núm­erið hjá Fröken Klukku 03, síðar breytt­ist það í 04, enn síðar í 155 en í dag er núm­erið 511 0155. Þrátt fyrir tækninýj­ungar er íslenska klukku­þjón­ustan sem sé enn til staðar þótt þörfin fyrir hana sé ekki sú sama og áður fyrr.

Frø­ken Klokken

Árið 1939 hafði danska síma­fé­lagið Kjøben­havns Telefon Akti­e-Selskab, KTAS, keypt tal­vél hjá L.M.Er­ics­son. Ung kona, Anna Sommer -Jen­sen las þá inn á vél­ina í höf­uð­stöðvum L.M.Er­ics­son í Stokk­hólmi. Danska útvarp­ið, Stats­radi­of­on­ien (eins og það hét þá) hóf starf­semi árið 1925 og hafði frá upp­hafi sent út mors­merki á heilu tímun­um, þegar fréttir voru sagð­ar. Fimm stutt „dut“ og eitt langt. Þegar Frø­ken Klokken kom til sög­unnar hætti danska útvarpið að senda út mors­merkið en rödd Anna Sommer-J­en­sen til­kynnti Dönum oft á dag hvað tím­anum liði, í upp­hafi frétta.

Talvél frá L.M. Ericsson. Mynd: Wikipedia

Árið 1970 var tal­vél­inni frá 1939 skipt út og á sama tíma skipti Frø­ken Klokken um rödd og heyrð­ist nú aðeins einu sinni á dag í útvarp­inu: í upp­hafi útvarps­frétta klukkan átta að morgni. Nýja röddin til­heyrði Mari­anne Germer, sem um nokk­urra ára skeið hafði verið þulur í danska útvarp­inu. Í des­em­ber 1991 hætti rödd Frø­ken Klokken að heyr­ast í útvarp­inu en áfram en áfram var vita­skuld hægt að hringja í 0055 og fá að vita, nákvæm­lega, hvað klukkan væri.

Nú hefur Frø­ken Klokken lagt á, í síð­asta sinn

Frø­ken Klokken, Fröken Klukka, Fröken Ur og hvað þær nú hétu allar komu í góðar þarfir á sínum tíma. En nú eru breyttir tímar, lang­flestir með far­síma í vas­an­um, eða á hand­leggnum og úr sem ganga rétt kosta lítið og fást víða.

Danska Frø­ken Klokken hætti að svara á mið­nætti 30. nóv­em­ber sl. Í Nor­egi var hætt að bjóða upp á þjón­ust­una árið 2007, Fröken Ur í Sví­þjóð svarar enn, Finnar hafa getað hringt í klukk­una frá árinu 1936 og fá enn svar og hér á Íslandi svarar klukkan þegar hringt er í núm­erið sem nefnt var framar í þessum pist­li, 511 0155.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar