Mynd: Birgir Þór Harðarson borgarstjoraskipti-2014_14437614205_o.jpg
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Stytti mál sitt eftir að hafa verið auðmýktur þegar Jón Gnarr sagði hann leiðinlegan

Bjórkælir var fjarlægður úr verslun ÁTVR vegna þess að Björgólfur Guðmundsson bað um það. Sigmundur Davíð var eitt sinn eini maðurinn sem þótti harðari andstæðingur Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en Gísli Marteinn Baldursson. Jón Gnarr sendi Davíð Oddssyni stuðningskveðju vegna þess að hann óttaðist voðaverk og Dagur B. Eggertsson einsetti sér að stytta mál sitt eftir að hafa verið auðmýktur þegar Jón Gnarr sagði að hann væri leiðinlegur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók Dags, „Nýja Reykjavík“.

Í nýrri bók Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, „Nýja Reykja­vík“ rekur hann fjöl­margt sem átti sér stað á bak­við tjöldin í stjórn­málum síð­ustu ára, og hefur ekki áður komið fram. 

Þar fjallar hann meðal ann­ars um átta ára tíma­bil í borg­ar­stjórn þar sem fyrri hluti þess átti þátt í að rífa niður traust á borg­ar­stjórn­mál og síð­ari hlut­inn veitt Reykja­vík­ur­borg nýtt upp­haf. 

Fyrra tíma­bil­ið, frá 2006 til 2010, er eft­ir­minni­legt vegna þess að þá sátu fjórir meiri­hlutar í borg­inni. Það síð­ara er eft­ir­minni­legt fyrir Jón Gnarr og Besta flokk­inn.

Eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2006 var mynd­aður meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í Reykja­vík. Tólf ára þaul­setu Reykja­vík­ur­list­ans var lokið og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn loks kom­inn aftur við stýrið í höf­uð­borg­inni, undir stjórn Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­sonar borg­ar­stjóra.

Í bók Dags segir að upp­haf þessa tíma hafi lit­ast af furðu­legum ákvörð­unum Vil­hjálms. Ein sú furðu­leg­asta var þegar hann lét fjar­lægja bjór­kæli úr ÁTVR í Aust­ur­stræti. Í við­tali við Blaðið í sept­em­ber 2007 sagði Vil­hjálmur að málið „sner­ist um það að úti­gangs­menn í mið­bænum hafa komið sér fyrir eins og setu­lið niðri í Aust­ur­stræti þar sem þeir áreita fólk, stökkva jafn­vel að því og þrífa í það og krefja um pen­ing fyrir bjór. Síðan fara þeir inn í áfeng­is­versl­un­ina og kaupa sér bjór í stykkja­tali. Ég var að tala um þennan vanda. Það var ákvörðun áfeng­is­versl­un­ar­innar að fjar­lægja kæl­inn. Eftir á að hyggja hefði ég hugs­an­lega mátt nálg­ast þetta mál með öðrum hætti en ég er ekki full­kom­inn frekar en aðr­ir. Þetta mál reynd­ist mér hins vegar alls ekk­ert erfitt. Eftir stendur að úti­gangs­menn í Aust­ur­stræti angra fólk og slíkt fram­ferði þarf að stöðv­a.“

Í bók­inni rifjar Dagur upp þetta mál. Dagur segir þar að í ljós hafi komið að „Björgólfur Guð­munds­son, sem þá var stjórn­ar­for­maður Lands­bank­ans, hafi rek­ist á Villa úti á götu og beðið hann um þetta.“

„Til í allt - án Villa“

Það var svo að lokum REI-­málið svo­kall­aða sem sprengdi fyrsta meiri­hluta Sjálf­stæð­is­manna og Fram­sókn­ar­manna á þessu kjör­tíma­bili og leiddi af sér 100 daga meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Frjáls­lynda flokks­ins. Dagur segir í bók­inni að það hafi verið Ólafur F. Magn­ús­son, efsti maður Frjáls­lynda flokks­ins sem var í veik­inda­leyfi á þessum tíma, sem hafi fyrst ljáð máls á sam­starf­inu við sig. „Ég man að hann orð­aði það þannig að það myndi ekk­ert gera hann glað­ari en ef hann gæti endað stjórn­mála­feril sinn með því að gera mig að borg­ar­stjóra.

Þegar verið var að klára myndun meiri­hlut­ans biðu Sjálf­stæð­is­menn í Höfða eftir Birni Inga Hrafns­syni, þáver­andi sam­starfs­manni sínum í meiri­hluta og odd­vita Fram­sóknar í borg­inni, til að reyna að sætta mál­in. Björn Ingi mætti aldrei á fund­inn þar sem hann í Breið­holti að mynda nýja meiri­hlut­ann. Þegar ljóst var að Björn Ingi var ekki að fara að skila sér fékk hann SMS frá einum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem í stóð: „ Til í allt - án Villa“. 

Í fjöl­miðlum hefur því verið haldið fram að Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir hafi sent skila­boðin en Dagur nefnir hana ekki í bók­inn­i. 

Bauð Ólafi F. að eyða jól­unum heima hjá sér

Dagur segir að hann og Ólafur F. Magn­ús­son hafi verið í miklu sam­bandi í gegnum allan þennan tíma, þrátt fyrir að Ólafur væri í veik­inda­leyf. Þegar það hefði stefnt í það að Ólafur yrði einn á jól­un­um, þar sem hann var að ganga í gegnum skiln­að, hafi Dagur og Arna eig­in­kona hans boðið honum að vera hjá sér sem hann hafi þáð í fyrstu, en síðan hætt við. Þess í stað hafi Dagur keyrt Ólaf heim til móður sinnar þar sem hann eyddi hátíð­un­um. 

Um miðjan jan­úar hafi Dagur fengið óvænt sím­tal frá blaða­manni þar sem hann var spurður hvort Ólafur væri í meiri­hluta­við­ræðum við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Síðar hafi komið í ljós að Sjálf­stæð­is­menn hefðu verið að vinna í Ólafi lengi. „Hann sagði mér síðan sjálfur að Kjartan Magn­ús­son borg­ar­full­trúi hafi byrjað að hringja í sig og bjóða gull og græna skóga á meðan að hann var enn inniliggj­andi inni á geð­deild.“

Skammlífur meirihluti var myndaður þar sem Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Ólafur hafi á end­anum farið að gera allskyns kröf­ur. „Lengst gekk það í því að kaupa húsin tvö á Lauga­vegi 4 og 6, sem var gert á yfir­verði, þvert á fyr­ir­liggj­andi mat fast­eigna­sala. Verk­tök­unum sem áttu húsin var boðið heim til Vil­hjálms Þ. þar sem kaupin voru hand­söluð að Ólafi F. við­stöddum fyrir meiri­hluta­skipt­in. Þetta var gjaldið fyrir sam­starfið við Ólaf F. Húsa­kaup, ekki hrossa­kaup.“

Mestu óheil­indin sem hann hefur upp­lifað í póli­tík

Dagur seg­ist aldrei hafa orðið vitni af jafn miklum óheil­indum í póli­tík. „Mér fannst blasa við að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var að leika ljótan leik, einkum gagn­vart Ólafi.“

Nýr meiri­hluti var mynd­aður þar sem Ólafur var gerður að borg­ar­stjóra framan af í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Síðar átti hann að skipta við Vil­hjálm. 

Í bók Dags er rifjað upp að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks hafi hrunið við þá meiri­hluta­mynd­un, fór úr um 40 í 25 pró­sent. Hann segir frá könnun sem inn­an­hús­menn í Sjálf­stæð­is­flokknum hefðu látið gera sem sýndi að 40 pró­sent svar­enda vildu Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur í emb­ætt­ið, þar á eftir kom nafn Gísla Mart­eins Bald­urs­sonar en Vil­hjálmur naut ein­ungis stuðn­ings átta pró­sent þátt­tak­enda. 

Síð­sum­ars þetta ár var hringnum lok­að, fjórði meiri­hlut­inn og sá sami og hóf kjör­tíma­bilið var mynd­að­ur, en nú með Hönnu Birnu sem borg­ar­stjóra. Dagur segir að sér hafi alltaf grunað að það hafi verið áætlun Sjálf­stæð­is­manna með sam­starf­inu við Ólaf F. Það hafi ein­ungis verið gert til að sprengja 100 daga meiri­hlut­ann. 

Sig­mundur Davíð sagður einn mesti and­stæð­ingur flug­vall­ar­ins

Dagur segir að van­geta til að takast á við erfið vanda­mál hafi ein­kennt starf meiri­hluta Sjálf­stæð­is­manna og Fram­sókn­ar­manna síð­ari hluta kjör­tíma­bils­ins, sem lauk 2010. Hrunið lit­aði auk þess allt lands­lag­ið.

Í skipu­lags­málum hafi í raun ekk­ert gerst mark­vert annað en það að Fram­sókn hefði skipað nýjan full­trúa í skipu­lags­ráð. Sá heitir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf stjórnmálaþátttöku sína í skipulagsráði Reykjavíkur.
Mynd: Bára Huld Beck

Dagur segir að hann hafi hringt í sig í kjöl­farið til að greina sér frá því að hann væri ekki Fram­sókn­ar­maður en vildi þiggja sætið vegna þess að hann deildi þeirri sýn á mála­flokk­inn sem hann og Gísli Mart­einn Bald­urs­son höfðu á hann. „Sig­mundur hringdi líka í Gísla sem sagði mér þá að Sig­mundur væri sá eini sem hann þekkti sem væri harð­ari and­stæð­ingur Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni en hann sjálf­ur.“

Það hafi enda farið svo að á þessum tíma hafi þriðja flug­braut­in, sem síðar var nefnd neyð­ar­braut í miklum deilum um til­veru henn­ar, verið tekin af deiliskipu­lagi. Dagur segir Sig­mund þó lítið hafa haft sig í frammi í ráð­inu. Hann hafi mætt stop­ult og sagt fátt. „Það hlýtur að telj­ast nokkuð magnað af manni sem gefur sig út fyrir að hugsa mikið um skipu­lags­mál að gera fátt annað á tveimur árum í skipu­lags­nefnd Reykja­víkur en að drekka kaffi og borða bakk­elsi og leggja af flug­braut sem hann hefur síðar sagst elska.“

Jón Gnarr sendi Davíð Odds­syni stuðn­ings­kveðju

Þegar kosið var næst til borg­ar­stjórn­ar, árið 2010, var Jón Gnarr og Besti flokk­ur­inn mættur til leiks. Traust til hefð­bund­inna stjórn­mála­flokka var við frost­mark, enda skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis ný komin út, og Dagur segir að Jón hafi verið „lauk­réttur maður á hár­réttum stað á kór­réttum tíma“. Kosn­inga­bar­áttan var hár­beitt ádeila Besta flokks­ins á hefð­bundin stjórn­mál. Hún hverfð­ist um Jón sem sagð­ist ætla að svíkja öll kosn­inga­lof­orð og Dagur segir aðra þátt­tak­endur hafa verið eins og statista í heim­ild­ar­mynd­inni sem gerð var um bar­áttu Jóns og Besta flokks­ins.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi lagt alla áherslu á Hönnu Birnu á hvítum jakka. „Þegar stutt var til kosn­inga fór Besti flokk­ur­inn með him­in­skautum í könn­un­um. Hanna Birna bað mig um að hitta sig í ráð­hús­inu. Ábyrgir stjórn­mála­flokkar þyrftu að taka sig saman og forða borg­inni frá þeirri hættu sem staf­aði frá Jóni Gnarr og alvöru­leysi hans.“ 

Jón Gnarr var litríkur borgarstjóri sem vakti athygli út um allan heim.
Mynd: Anton Brink

Dagur seg­ist ekki hafa verið sann­færð­ur, hvorki um að Sjálf­stæð­is­flokk­inn ætti erindi í meiri­hluta né að Jón Gnarr væri hættu­leg­ur. Á end­anum hafi stór­sigur Besta flokks­ins verið það besta sem gat komið fyrir borg­ina. Hann hafi veitt henni nýtt upp­haf. „Jóni og Besta flokknum tókst á ótrú­legan hátt að virkja reið­ina og djúp­stæð von­brigðin í sam­fé­lag­inu á jákvæðan hátt. Á meðan önnur lönd kusu hægri popúlista og öfga­menn til áhrifa hafi Rey­kvik­ingar valið grínista og lista­fólk til for­ystu.

Hann sagði mér seinna að hann hefði tekið ákvörðun um að gera eitt­hvað í mál­unum þegar hann sá fólk safn­ast saman fyrir utan Seðla­bank­ann eftir Hrun og beina reiði sinni að Davíð Odds­syni, seðla­banka­stjóra og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og borg­ar­stjóra. Jón sendi Davíð stuðn­ings­kveðju en fékk ekk­ert svar. Jón ótt­að­ist að reiðin myndi leiða til voða­verka.“

Sýndi auð­mýkt og tók sjálfan sig í gegn

Dagur segir í bók­inni að það séu tvær leiðir til að takast á við ósig­ur. Önnur sé að hætta, en hin sé að læra af ósigrin­um. „Ég man eftir að hafa verið boðið á frum­sýn­ingu á kvik­mynd Besta flokks­ins um kosn­inga­bar­átt­una í bíó. Í einni af loka­sen­unum segir Jón eitt­hvað á þá leið að ég sé áreið­an­lega fínn en aug­ljós­lega ótrú­lega leið­in­leg­ur. Og aðrir í hópnum hlæj­a.“

Dagur seg­ist hafa ýtt þessu frá sér, en samt munað áfram. „Kannski af því að þetta var auð­mýkj­andi. Ég var nýbú­inn að gera Jón að borg­ar­stjóra. Ég ákvað að taka því einmitt þannig, að auð­mýkt. Kannski má segja að ég hafi brugð­ist rétt við þessu. Ég horfð­ist í augu við að ég var far­inn að tala eins og stjórn­mála­mað­ur, alltaf með lærða fra­sa, allt og lang­orð­ur. Þannig að ég ein­setti mér að stytta mál mitt. Ég hætti að svara sjálf­krafa og tamdi mér meira manna­mál, hætti að koma mér á fram­færi að fyrra bragði en beið frekar eftir því að fjöl­miðlar vildu við­töl [...] Ég tók sjálfan mig í gegn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar