Líkin í lestinni og fangarnir fjórir

Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.

Esbern Snere.jpeg
Auglýsing

Þegar turn­klukka kirkj­unnar í Frederiks­havn á Norð­ur- Jót­landi sló tólf á hádegi 24. októ­ber síð­ast­lið­inn leysti áhöfnin á frei­gát­unni Esbern Snare land­fest­ar. Skipið var að leggja í lang­ferð, fimm mán­aða úthald fjarri ætt­jörð­inni. Áhöfn­in, 175 manns, vissi að mán­uð­irnir framundan yrðu ekki nein skemmti­ferð, ferð­inni var heitið til Gíneuflóa.

Mik­il­væg en hættu­leg sigl­inga­leið

Gíneu­fló­inn er gríð­ar­mik­ill flói undan vest­ur­strönd Afr­íku, um það bil 2.350.000 fer­kíló­metr­ar, jafn­gildir rétt tæp­lega 23 sinnum stærð Íslands.

Gíneu­flói er mik­il­væg sigl­inga­leið en dag­lega fara þar um hund­ruð skipa. Fló­inn er jafn­framt tal­inn ein hættu­leg­asta sigl­inga­leið í heimi. Það er þó hvorki veð­ur­far né blind­sker sem ógna sæfar­end­um, heldur sjó­ræn­ingj­ar.

Auglýsing

Á síð­asta ári voru skráð 130 sjó­rán í Gíneuflóa, það eru um það bil 95% allra sjó­rána í heim­inum það ár. Þar við bæt­ast fjöl­margar til­raunir sjó­ræn­ingja til að ráð­ast á skip en ekki haft árangur sem erf­iði. Tjón vegna sjó­rána er talið nema jafn­gildi hund­ruðum millj­arða króna árlega.

Gíneuflói er vettvangur fjölda sjórána.

Það var á þessar slóðir sem för Esbern Snare var heitið þegar haldið var úr höfn 24. októ­ber. Um borð voru, auk hinnar venju­legu áhafn­ar, sér­þjálfaðir frosk­menn, og enn­fremur Sea­hawk þyrla.

Af hverju dönsk frei­gáta?

Danir eru í fimmta sæti þeirra þjóða sem gera út flest fragt­skip, í dag sigla um það bil 800 undir dönskum fána.

Dag­lega fara 30 – 40 dönsk skip um Gíneufló­ann. Á síð­asta ári urðu nokkur dönsk skip fyrir barð­inu á sjó­ræn­ingj­um, en áhafn­irnar sluppu í öll skiptin heilar á húfi.

Danski flot­inn hafði áður tekið þátt í gæslu á haf­svæð­inu við aust­ur­strönd Afr­íku, á Aden­flóa, og áhöfn Esbern Snare vissi vel við hverju mætti búast.

Ákvörð­unin um að senda danska frei­gátu til Gíneuflóa var til­kynnt á frétta­manna­fundi 16. mars sl. Þá til­kynntu Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra að rík­is­stjórnin hefði ákveðið að með haustinu yrði sent eitt her­skip til eft­ir­lits á þessu erf­iða og hættu­lega haf­svæði, eins og ráð­herr­arnir komust að orði.

Í við­tali við danska örygg­is- og varn­ar­mála­tíma­ritið OLFI lýsti Maria Skipper Schwenn, örygg­is­mála­stjóri Sam­taka dönsku skipa­út­gerð­anna, ánægju með ákvörðun dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún sagði að sjó­ræn­ingjar færi sig stöðugt upp á skaft­ið, þeir séu betur vopnum bún­ir, hafi betur búna báta til umráða og verði sífellt ill­skeytt­ari. Allt valdi þetta áhyggjum og ótta skips­hafna, fyrir utan þann kostnað sem fylgi þegar skip kom­ast ekki leiðar sinnar dögum og jafn­vel vikum sam­an.

Flókn­ara verk­efni

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi kom fram að eft­ir­lit á Gíneuflóa væri flókn­ara en á Aden­flóa. Á síð­ar­nefnda svæð­inu væri fyrst og fremst gegn­um­streym­is­um­ferð skipa sem hefðu ekki við­komu í höfnum á svæð­inu. Umferðin á Gíneuflóa væri meira þvers og kruss, eins og full­trúi sam­taka skipa­út­gerð­anna komst að orði. Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra minnt­ist sömu­leiðis á að land­helgi landa sem liggja að Gíneuflóa, 12 míl­ur, setji bar­átt­unni við sjó­ræn­ingja vissar skorð­ur. Danskt her­skip hafi ekki leyfi til að ráð­ast gegn, eða hand­taka fólk, í þessu til­viki sjó­ræn­ingja, innan 12 mílna land­helgi ann­arra landa.

Frétta­menn spurðu ráð­herrana um kostn­að­ar­hlið verk­efnis sem þessa. Svörin voru þau að verk­efni af þessu tagi kosti mikið og í varn­ar- og örygg­is­málum sé í mörg horn að líta. Varn­ar­mála­ráð­herr­ann sagði að flot­inn hefði ekki bol­magn til að halda úti mörgum skipum við eft­ir­lit og örygg­is­gæslu miss­erum og jafn­vel árum sam­an. Fjár­magn til þessa til­tekna verk­efn­is, sem stæði í fimm mán­uði væri tryggt.

Margt getur gerst á hafi úti. Vitað var fyrirfam að sigling dönsku freigátunnar um Gíneuflóann yrði engin skemmtisigling.

24. nóv­em­ber

Sigl­ing Esbern Snare suður til Gíneuflóa gekk vel og fátt bar til tíð­inda. Það breytt­ist hins vegar 24. nóv­em­ber, réttum mán­uði eftir að lagt var upp frá Dan­mörku. Þann dag fékk áhöfnin á Esbern Snare veður af því að ekki langt frá væri bátur á sigl­ingu. Þyrlan var send á loft og áhöfnin kom strax auga á umræddan bát. Um borð sáust átta menn og ýmiss konar bún­aður sem til­heyra „verk­færa­kassa“ sjó­ræn­ingja, t.d. stig­ar. Hrað­skreiður gúmmí­bát­ur, með sér­þjálf­uðu frosk­menn­ina var sendur áleið­is. Þegar gúmmí­bát­ur­inn var kom­inn í kall­færi við ókunna bát­inn kall­aði yfir­maður frosk­mann­anna gegnum gjall­ar­horn til áhafnar ókunna báts­ins. Þegar ekk­ert svar barst skaut áhöfn gúmmí­báts­ins við­vör­un­ar­skotum upp í loft­ið. Því var svarað með skot­hríð frá ókunna bátn­um. Eftir stuttan skot­bar­daga, þar sem fjórir úr áhöfn ókunna báts­ins lágu í valnum og sá fimmti sár, gáfust menn­irnir á ókunna bátnum upp, en bátur þeirra sökk í haf­ið. Lík hinna föllnu og þeir fjórir sem eftir lifðu voru fluttir um borð í Esbern Snare.

Allt eftir bók­inni

Lík­unum var komið fyrir í sér­stökum kæli- eða frysti­geymslum en föng­unum fjórum í sér­stökum „fanga­klef­um“ um borð. Um með­ferð fang­anna og hinna látnu er fylgt alþjóða­lög­um, sem Dan­mörk hefur skuld­bundið sig til að hlíta. Ef fang­arnir hafa sér­stakar mat­ar­venj­ur, eða vilja halda sér­stakar bæna­stundir og fleira í þeim dúr ber Dön­unum að virða allt slíkt.

Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken sagði Krist­ina Maria Siig háskóla­pró­fessor að sam­kvæmt haf­rétt­ar­lögum hefðu Dan­irnir verið í fullum rétti, ókunni bát­ur­inn hefði verið utan við 12 mílur og áhöfn hans hefði átt upp­tökin að átök­un­um. Þar að auki hefði danska þing­ið, Fol­ket­in­get, veitt áhöfn­inni á Esbern Snare leyfi til að beita valdi, í sjálfs­vörn, og ef ráð­ist yrði á dönsk skip.

25. nóv­em­ber, dag­inn eftir hand­töku þeirra fjög­urra sem lifðu af bar­dag­ann við Dan­ina, voru þeir úrskurð­aðir í 13 daga gæslu­varð­hald, í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar.

Vilja ekki rétta yfir mönn­unum í Dan­mörku

Dönsk stjórnvöld eru í vanda vegna fanganna, enda liggur enn ekki ljóst fyrir hvar verður réttað yfir þeim.

Ekki hefur verið upp­lýst um þjóð­erni átt­menn­ing­anna sem voru um borð í ókunna bátn­um. Ein­ungis sagt að þeir væru afrísk­ir. Dönsk stjórn­völd vilja gjarna losna við að rétta yfir föng­un­um. Enn sem komið er hefur ekk­ert ríki í Afr­íku lýst sig reiðu­búið til að taka við föng­un­um. Dönsk stjórn­völd eiga hins vegar í við­ræðum við „nokkur ríki“ eins það var orðað í svari við spurn­ingum blaða­manns. Ekki feng­ust nákvæm­ari svör um hvaða ríki það væru.

Engir samn­ingar

Danskir blaða­menn telja sig vita að dönsk stjórn­völd hafi verið í sam­bandi við stjórn­völd í Nígeríu varð­andi fang­ana.

En málið er ekki svo ein­falt að Danir geti, bara sisvona, afhent yfir­völdum í við­kom­andi landi fang­ana. Fyrst verða dönsk stjórn­völd að full­vissa sig um að fang­arnir fengju rétt­láta máls­með­ferð, myndu ekki sæta pynt­ingum í heima­land­inu, og ekki hljóta dauða­dóm.

Lög­fræð­ing­ur­inn Rasmus Søl­berg, sér­fræð­ingur í sjó- og alþjóða­rétti sagði að dönsk stjórn­völd séu í vanda stödd varð­andi fang­ana. Engir samn­ingar hafi verið gerðir við ríki sem liggi að Gíneuflóa varð­andi hugs­an­lega fanga. Danir vilji kom­ast hjá að rétta yfir föng­unum í Dan­mörku. Hann benti á að Hol­lend­ingar hefðu fyrir nokkru hand­tekið sjó­ræn­ingja á Gíneuflóa og réttað yfir þeim í Hollandi. Það mál end­aði þannig að sjó­ræn­ingj­arnir sóttu um, og fengu, hæli í Hollandi. „Dönsk stjórn­völd kæra sig lítt um slíka jóla­gjöf,“ sagði Rasmus Søl­berg.

Eins og nefnt var í upp­hafi þessa pistils lónar Esbern Snare nokkuð frá landi á Gíneuflóa, utan 12 mílna land­helgi. Svar upp­lýs­inga­þjón­ustu flot­ans við spurn­ingu blaða­manns um hve lengi fang­arnir og líkin verði um borð í Esbern Snare var stutt og laggott „þangað til lausn er fund­in“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar