Líkin í lestinni og fangarnir fjórir

Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.

Esbern Snere.jpeg
Auglýsing

Þegar turn­klukka kirkj­unnar í Frederiks­havn á Norð­ur- Jót­landi sló tólf á hádegi 24. októ­ber síð­ast­lið­inn leysti áhöfnin á frei­gát­unni Esbern Snare land­fest­ar. Skipið var að leggja í lang­ferð, fimm mán­aða úthald fjarri ætt­jörð­inni. Áhöfn­in, 175 manns, vissi að mán­uð­irnir framundan yrðu ekki nein skemmti­ferð, ferð­inni var heitið til Gíneuflóa.

Mik­il­væg en hættu­leg sigl­inga­leið

Gíneu­fló­inn er gríð­ar­mik­ill flói undan vest­ur­strönd Afr­íku, um það bil 2.350.000 fer­kíló­metr­ar, jafn­gildir rétt tæp­lega 23 sinnum stærð Íslands.

Gíneu­flói er mik­il­væg sigl­inga­leið en dag­lega fara þar um hund­ruð skipa. Fló­inn er jafn­framt tal­inn ein hættu­leg­asta sigl­inga­leið í heimi. Það er þó hvorki veð­ur­far né blind­sker sem ógna sæfar­end­um, heldur sjó­ræn­ingj­ar.

Auglýsing

Á síð­asta ári voru skráð 130 sjó­rán í Gíneuflóa, það eru um það bil 95% allra sjó­rána í heim­inum það ár. Þar við bæt­ast fjöl­margar til­raunir sjó­ræn­ingja til að ráð­ast á skip en ekki haft árangur sem erf­iði. Tjón vegna sjó­rána er talið nema jafn­gildi hund­ruðum millj­arða króna árlega.

Gíneuflói er vettvangur fjölda sjórána.

Það var á þessar slóðir sem för Esbern Snare var heitið þegar haldið var úr höfn 24. októ­ber. Um borð voru, auk hinnar venju­legu áhafn­ar, sér­þjálfaðir frosk­menn, og enn­fremur Sea­hawk þyrla.

Af hverju dönsk frei­gáta?

Danir eru í fimmta sæti þeirra þjóða sem gera út flest fragt­skip, í dag sigla um það bil 800 undir dönskum fána.

Dag­lega fara 30 – 40 dönsk skip um Gíneufló­ann. Á síð­asta ári urðu nokkur dönsk skip fyrir barð­inu á sjó­ræn­ingj­um, en áhafn­irnar sluppu í öll skiptin heilar á húfi.

Danski flot­inn hafði áður tekið þátt í gæslu á haf­svæð­inu við aust­ur­strönd Afr­íku, á Aden­flóa, og áhöfn Esbern Snare vissi vel við hverju mætti búast.

Ákvörð­unin um að senda danska frei­gátu til Gíneuflóa var til­kynnt á frétta­manna­fundi 16. mars sl. Þá til­kynntu Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra að rík­is­stjórnin hefði ákveðið að með haustinu yrði sent eitt her­skip til eft­ir­lits á þessu erf­iða og hættu­lega haf­svæði, eins og ráð­herr­arnir komust að orði.

Í við­tali við danska örygg­is- og varn­ar­mála­tíma­ritið OLFI lýsti Maria Skipper Schwenn, örygg­is­mála­stjóri Sam­taka dönsku skipa­út­gerð­anna, ánægju með ákvörðun dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún sagði að sjó­ræn­ingjar færi sig stöðugt upp á skaft­ið, þeir séu betur vopnum bún­ir, hafi betur búna báta til umráða og verði sífellt ill­skeytt­ari. Allt valdi þetta áhyggjum og ótta skips­hafna, fyrir utan þann kostnað sem fylgi þegar skip kom­ast ekki leiðar sinnar dögum og jafn­vel vikum sam­an.

Flókn­ara verk­efni

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi kom fram að eft­ir­lit á Gíneuflóa væri flókn­ara en á Aden­flóa. Á síð­ar­nefnda svæð­inu væri fyrst og fremst gegn­um­streym­is­um­ferð skipa sem hefðu ekki við­komu í höfnum á svæð­inu. Umferðin á Gíneuflóa væri meira þvers og kruss, eins og full­trúi sam­taka skipa­út­gerð­anna komst að orði. Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra minnt­ist sömu­leiðis á að land­helgi landa sem liggja að Gíneuflóa, 12 míl­ur, setji bar­átt­unni við sjó­ræn­ingja vissar skorð­ur. Danskt her­skip hafi ekki leyfi til að ráð­ast gegn, eða hand­taka fólk, í þessu til­viki sjó­ræn­ingja, innan 12 mílna land­helgi ann­arra landa.

Frétta­menn spurðu ráð­herrana um kostn­að­ar­hlið verk­efnis sem þessa. Svörin voru þau að verk­efni af þessu tagi kosti mikið og í varn­ar- og örygg­is­málum sé í mörg horn að líta. Varn­ar­mála­ráð­herr­ann sagði að flot­inn hefði ekki bol­magn til að halda úti mörgum skipum við eft­ir­lit og örygg­is­gæslu miss­erum og jafn­vel árum sam­an. Fjár­magn til þessa til­tekna verk­efn­is, sem stæði í fimm mán­uði væri tryggt.

Margt getur gerst á hafi úti. Vitað var fyrirfam að sigling dönsku freigátunnar um Gíneuflóann yrði engin skemmtisigling.

24. nóv­em­ber

Sigl­ing Esbern Snare suður til Gíneuflóa gekk vel og fátt bar til tíð­inda. Það breytt­ist hins vegar 24. nóv­em­ber, réttum mán­uði eftir að lagt var upp frá Dan­mörku. Þann dag fékk áhöfnin á Esbern Snare veður af því að ekki langt frá væri bátur á sigl­ingu. Þyrlan var send á loft og áhöfnin kom strax auga á umræddan bát. Um borð sáust átta menn og ýmiss konar bún­aður sem til­heyra „verk­færa­kassa“ sjó­ræn­ingja, t.d. stig­ar. Hrað­skreiður gúmmí­bát­ur, með sér­þjálf­uðu frosk­menn­ina var sendur áleið­is. Þegar gúmmí­bát­ur­inn var kom­inn í kall­færi við ókunna bát­inn kall­aði yfir­maður frosk­mann­anna gegnum gjall­ar­horn til áhafnar ókunna báts­ins. Þegar ekk­ert svar barst skaut áhöfn gúmmí­báts­ins við­vör­un­ar­skotum upp í loft­ið. Því var svarað með skot­hríð frá ókunna bátn­um. Eftir stuttan skot­bar­daga, þar sem fjórir úr áhöfn ókunna báts­ins lágu í valnum og sá fimmti sár, gáfust menn­irnir á ókunna bátnum upp, en bátur þeirra sökk í haf­ið. Lík hinna föllnu og þeir fjórir sem eftir lifðu voru fluttir um borð í Esbern Snare.

Allt eftir bók­inni

Lík­unum var komið fyrir í sér­stökum kæli- eða frysti­geymslum en föng­unum fjórum í sér­stökum „fanga­klef­um“ um borð. Um með­ferð fang­anna og hinna látnu er fylgt alþjóða­lög­um, sem Dan­mörk hefur skuld­bundið sig til að hlíta. Ef fang­arnir hafa sér­stakar mat­ar­venj­ur, eða vilja halda sér­stakar bæna­stundir og fleira í þeim dúr ber Dön­unum að virða allt slíkt.

Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken sagði Krist­ina Maria Siig háskóla­pró­fessor að sam­kvæmt haf­rétt­ar­lögum hefðu Dan­irnir verið í fullum rétti, ókunni bát­ur­inn hefði verið utan við 12 mílur og áhöfn hans hefði átt upp­tökin að átök­un­um. Þar að auki hefði danska þing­ið, Fol­ket­in­get, veitt áhöfn­inni á Esbern Snare leyfi til að beita valdi, í sjálfs­vörn, og ef ráð­ist yrði á dönsk skip.

25. nóv­em­ber, dag­inn eftir hand­töku þeirra fjög­urra sem lifðu af bar­dag­ann við Dan­ina, voru þeir úrskurð­aðir í 13 daga gæslu­varð­hald, í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar.

Vilja ekki rétta yfir mönn­unum í Dan­mörku

Dönsk stjórnvöld eru í vanda vegna fanganna, enda liggur enn ekki ljóst fyrir hvar verður réttað yfir þeim.

Ekki hefur verið upp­lýst um þjóð­erni átt­menn­ing­anna sem voru um borð í ókunna bátn­um. Ein­ungis sagt að þeir væru afrísk­ir. Dönsk stjórn­völd vilja gjarna losna við að rétta yfir föng­un­um. Enn sem komið er hefur ekk­ert ríki í Afr­íku lýst sig reiðu­búið til að taka við föng­un­um. Dönsk stjórn­völd eiga hins vegar í við­ræðum við „nokkur ríki“ eins það var orðað í svari við spurn­ingum blaða­manns. Ekki feng­ust nákvæm­ari svör um hvaða ríki það væru.

Engir samn­ingar

Danskir blaða­menn telja sig vita að dönsk stjórn­völd hafi verið í sam­bandi við stjórn­völd í Nígeríu varð­andi fang­ana.

En málið er ekki svo ein­falt að Danir geti, bara sisvona, afhent yfir­völdum í við­kom­andi landi fang­ana. Fyrst verða dönsk stjórn­völd að full­vissa sig um að fang­arnir fengju rétt­láta máls­með­ferð, myndu ekki sæta pynt­ingum í heima­land­inu, og ekki hljóta dauða­dóm.

Lög­fræð­ing­ur­inn Rasmus Søl­berg, sér­fræð­ingur í sjó- og alþjóða­rétti sagði að dönsk stjórn­völd séu í vanda stödd varð­andi fang­ana. Engir samn­ingar hafi verið gerðir við ríki sem liggi að Gíneuflóa varð­andi hugs­an­lega fanga. Danir vilji kom­ast hjá að rétta yfir föng­unum í Dan­mörku. Hann benti á að Hol­lend­ingar hefðu fyrir nokkru hand­tekið sjó­ræn­ingja á Gíneuflóa og réttað yfir þeim í Hollandi. Það mál end­aði þannig að sjó­ræn­ingj­arnir sóttu um, og fengu, hæli í Hollandi. „Dönsk stjórn­völd kæra sig lítt um slíka jóla­gjöf,“ sagði Rasmus Søl­berg.

Eins og nefnt var í upp­hafi þessa pistils lónar Esbern Snare nokkuð frá landi á Gíneuflóa, utan 12 mílna land­helgi. Svar upp­lýs­inga­þjón­ustu flot­ans við spurn­ingu blaða­manns um hve lengi fang­arnir og líkin verði um borð í Esbern Snare var stutt og laggott „þangað til lausn er fund­in“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar