Mynd: Bára Huld Beck

453 einstaklingar og lögaðilar eiga fleiri en sex íbúðir á Íslandi

Á fimmta þúsund einstaklingar og lögaðilar eiga fleiri en eina íbúð á Íslandi. Framboð íbúða er í lágmarki, verð þeirra hefur hækkað gríðarlega og hlutfall ráðstöfunartekna verst settu hópa landsins sem fer í húsnæðiskostnað er orðið þannig að það flokkast sem íþyngjandi.

Alls eiga 71 ein­stak­lingar og 382 lög­að­ilar fleiri en sex íbúð­ir, 155 ein­stak­lingar og 101 lög­að­ilar eiga fimm íbúðir og 579 ein­stak­lingar og 165 lög­að­ilar eiga fjórar íbúð­ir. Fjöldi þeirra ein­stak­linga sem eiga þrjár íbúðir er 2.974 og fjöldi lög­að­ila sem eiga sama magn íbúða er 285. Þá eiga 16.501 ein­stak­lingur og 688 lög­að­ilar tvær íbúð­ir. 

Þetta kemur fram í svari Þjóð­skrár við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Vert er að taka fram að ein­stak­lingur eða lög­að­ilar geta verið eig­endur að sömu eign­un­um. 

Þjóð­skrá hóf að birta upp­lýs­ingar um eign­ar­hald íbúða í síð­asta mán­uði. Í þeim tölum sem stofn­unin birtir á heima­síðu sinni má sjá hversu margar þeirra þeirra 148.425 íbúða sem telj­ast full­búnar á Íslandi voru í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ila sem áttu bara eina íbúð og hversu margar voru í eigu aðila sem áttu fleiri en eina íbúð. 

Mikil breyt­ing frá því fyrir hrun

Í töl­unum má sjá að 35,1 pró­sent íbúða var í eigu ein­stak­linga eða lög­að­ilar sem áttu fleiri en eina íbúð, alls 52.079 íbúð­ir. Það hlut­fall hefur hald­ist nokkuð stöðugt á síð­ustu árum en hefur hækkað skarpt frá því sem var fyrir 15 árum, þegar 28,5 pró­sent íbúða voru í eigu aðila sem áttu fleiri en eina íbúð. 

Íbúðir sem eru í eigu ein­stak­l­inga sem eiga fleiri en eina íbúð, og þar af leið­andi eignir umfram þá sem þeir búa í, eru nú 30.713. Þeim hefur fjölgað um 9.031 frá árinu 2006, eða 41 pró­­sent. Ef horft er lengra aft­­ur, til árs­ins 2000, hefur þeim fjölgað um 13.838, eða 82 pró­­sent.

Til sam­an­­burðar hefur þeim ein­stak­l­ingum sem eiga eina íbúð fjölgað um tólf pró­­sent frá árinu 2006 og um tæp­­lega 22 pró­­sent frá alda­­mót­­um.

Íbúðir sem eru í eigu lög­­að­ila sem eiga fleiri en eina íbúð, til að mynda leigu­fé­laga, eru nú 21.366 tals­ins. Árið 2006 voru þær 12.503 og því hefur þeim fjölgað um 71 pró­­sent á 15 árum. Frá ald­­ar­­mótum hefur þeim fjölgað um 12.213, eða 133 pró­­sent. 

Hátt í fimm þús­und kenni­tölur eiga fleiri en tvær íbúðir

Eftir að Þjóð­skrá hóf að birta töl­urnar um þá sem áttu fleiri en eina íbúð óskaði Kjarn­inn eftir því að fá upp­lýs­ingar um frekara nið­ur­brot á þeim þannig að hægt væri að sjá hversu margir ættu fleiri en tvær íbúð­ir. 

Í svörum stofn­un­ar­innar kom fram að 3.779 ein­stak­lingar ættu slíkt magn af íbúðum og 933 lög­að­il­ar. Alls áttu 226 ein­stak­lingar fleiri en fimm íbúðir og 483 lög­að­il­ar. 

Ljóst er þó að í ein­hverjum til­vikum eiga ein­stak­lingar og lög­að­ilar sömu íbúð­ina sam­an. Það getur til að mynda verið þannig að ein­stak­lingur eigi hlut í henni á eigin kenni­tölu en svo á lög­að­ili, sem sami ein­stak­lingur getur sann­ar­lega átt en hefur aðra kenni­tölu, átt það sem upp á vantar í eign­inni.

Þannig eru fjöldi kennitalna sem eiga íbúðir á Íslandi 186.327 tals­ins en full­búnar íbúðir á land­inu eru, líkt og áður sagði, 148.425. Af því má ráða að 37.902 íbúðir séu í eigu fleiri en eins aðila. 

Þær kenni­tölur sem eru skráðar fyrir fleiri en einni íbúð eru alls 21.901 en fjöldi íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð eru 52.079. 

Greiðslu­­byrði sem telj­­ast má íþyngj­andi

Í árlegri könnun Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar (HMS) á íslenska leig­u­­mark­aðn­­um, sem fram­­kvæmd var frá júní til sept­­em­ber 2021 og nær til ein­stak­l­inga 18 ára og eldri sem eru á leig­u­­mark­aði á land­inu öllu, kom fram að hlut­­fall ráð­­stöf­un­­ar­­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu sé nú 45 pró­­sent. Það var 40 pró­­sent 2019. Sam­­kvæmt HMS gefur það hlut­­fall til kynna mjög mikla greiðslu­­byrði að með­­al­tali sem telj­­ast megi íþyngj­andi. Í umfjöllun um könn­un­ina er þó tekið fram að aukn­ing­una á hlut­­fall­inu megi að hluta til skýra með því að tekju- og eigna­­meiri leigj­endur náðu að kom­­ast af leig­u­­mark­aði og yfir í eigið hús­næði á tíma­bil­inu.

Í sömu könnun kom fram að leigj­endur hjá einka­reknum leigu­fé­lögum og ein­stak­l­ingum á almennum mark­aði voru með næst­hæsta hlut­­fall þeirra sem greiddu 70 pró­­sent eða meira af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum sínum í leigu, eða 13 pró­­sent. Ein­ungis leigj­endur á stúd­­enta­­görð­um, að upp­i­­­stöðu náms­­menn með lágar tekj­­ur, voru með hærra hlut­­fall þeirra sem greiddu svo stóran hluta ráð­­stöf­un­­ar­­tekna í leigu, eða 15 pró­­sent.

Hlut­­fall þeirra sem greiddi helm­ing eða meira af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum sínum í leigu var hins vegar lang­hæst hjá einka­reknum leigu­fé­lög­un­um, sam­tals 44 pró­­sent. Til sam­an­­burðar var það hlut­­fall 26 pró­­sent hjá  óhagn­að­­ar­drifnum leigu­fé­lögum og 23 pró­­sent hjá þeim sem leigðu af ætt­­ingjum eða vin­­um.

Kalla eftir stór­átaki í hús­næð­is­­málum

Í umsögn sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varp kallar Alþýð­u­­sam­­band Íslands (ASÍ) eftir stór­átaki í hús­næð­is­­málum og lýsir yfir veru­­legum von­brigðum með litla umfjöllun og skort á aðgerðum til að bregð­­ast við stöð­unni á hús­næð­is­­mark­aðn­­­um. Þar segir að íslenskur leig­u­­mark­aður sé óskipu­lagður og hlut­­fall óhagn­að­­ar­drif­ins hús­næðis lít­ið, leigj­endur njóti tak­­mark­aðrar verndar og hafa veika samn­ing­­stöðu. Í yfir­­lýs­ingu stjórn­­­valda til stuðn­­ings kjara­­samn­ingum 2019 hafi verið boð­aðar umbóta­að­­gerðir á leig­u­­mark­aði sem ekki hafi verið fylgt eft­­ir. 

ASÍ segir frum­varpið gera ein­ungis ráð fyrir 2,9 pró­­sent aukn­ingu í hús­næð­is­­stuðn­­ing og að ekki séu gerðar breyt­ingar á fyr­ir­liggj­andi for­­sendu um fjár­­­mögnun upp­­­bygg­ingu óhagn­að­­ar­drif­inna leig­u­í­­búða, þrátt fyrir að allir stjórn­­­mála­­flokkar hafi verið sam­­mála fyrir kosn­­ingar um þörf­ina á auknum fram­lögum til almenna íbúða­­kerf­is­ins. „Fyr­ir­­séð er að leig­u­­mark­aður verði fyrir áhrifum hækk­­unar hús­næð­is­verðs, auk­ins hag­­vaxt­­ar, fjölg­unar ferða­­manna og auknum búferla­­flutn­ing­­um. Leig­u­verð hækk­­aði þannig umfram verð­lag á árunum 2011- 2019, og umfram vísi­­tölu launa.

Sam­­kvæmt tölum frá OECD sem vitnað er í í umsögn ASÍ eru um 43 pró­­sent af leigj­endum í neðsta tekju­fimmt­ungi að glíma við íþyngj­andi hús­næð­is­­kostn­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinn
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar