Ylja er fyrsta færanlega neyslurýmið á Íslandi þar sem fólki, 18 ára og eldra, býðst að sprauta sig með vímuefnum í æð í öruggu umhverfi.
Fyrsta neyslurýmið á Íslandi endurspegli viðhorfsbreytingu á skaðaminnkun
Ylja, fyrsta neyslurýmið á Íslandi, tók til starfa í vikunni. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir viðhorf til hugmyndafræði sem byggir á skaðaminnkun hafa breyst til hins betra og vonast til að Ylja komi til með að fækka lyfjatengdum andlátum.
Kjarninn 12. mars 2022
Heildaraflaverðmæti íslenskra útgerða var 162 milljarðar í fyrra og hefur aldrei verið meira
Árin sem kórónuveirufaraldurinn herjaði á heiminn hafa verið tvö af þeim best í sögu íslensks sjávarútvegs. Virði þess afla sem útgerðir hafa veitt hefur vaxið ár frá ári og aukinn loðnukvóti mun nær örugglega gera 2022 að mjög góðu ári líka.
Kjarninn 12. mars 2022
„Ónýta blokkin“ í Þorlákshöfn
Íbúar og húsfélag í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn undirbúa málsókn vegna galla og skemmda í íbúðum og sameign. Íbúi í húsinu segir húsið þekkt sem „ónýtu blokkina í Þorlákshöfn“ og skammast sín fyrir að búa þar.
Kjarninn 11. mars 2022
Íslenska ríkið tekur 146,5 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni sem hefur aldrei kostað fleiri krónur
Bensínverð er sums staðar komið yfir 300 krónur á lítra. Viðmiðunarverð á þessu mest notaða eldsneyti íslenskra heimila hefur hækkað um meira en helming frá því í maí 2020, og hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 10. mars 2022
Markaðsvirði Icelandair Group lækkað um 30 milljarða á innan við mánuði
Stríðið í Úkraínu hefur orsakað gríðarlegar hækkanir á eldsneytisverði. Flugfélög finna verulega fyrir því enda hefur verðið á þotueldsneyti hækkað um tugi prósenta á nokkrum dögum.
Kjarninn 9. mars 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka.
Sigurður Hannesson með 1,5 milljónir á mánuði fyrir stjórnarformennsku í Kviku
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins gegnir stjórnarformennsku í Kviku banka samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri stærstu aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins. Hann er þriðji launahæsti stjórnarformaður Kauphallarinnar.
Kjarninn 8. mars 2022
Úkraínskir þjóðernissinnar marsera hér um götur Kænugarðs þann 1. janúar síðastliðinn, í minningargöngu á afmælisdegi úkraínska þjóðernissinnans Stepan Bandera.
Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum
Hópur þjóðernissinnaðra sjálfboðaliðahermanna sem kalla sig Azov-hreyfinguna varð formlegur hluti af þjóðvarðliði Úkraínu árið 2014. Úkraína á þó ekki við meira öfgahægri- eða nýnasistavandamál að etja en ýmsar margar nágrannaþjóðir landsins.
Kjarninn 6. mars 2022
Með „blússandi ADHD“ á meðal villtra dýra Afríku
Mótorhjól. Fjórhjól. Bátar. Bílar og bodaboda. Þrír félagar frá Íslandi nýttu ýmsa fararskjóta á ferðalagi um hið ægifagra Úganda. Þeir gengu með nashyrningum og simpönsum, sáu hlébarða uppi í tré og lentu í árekstri við flóðhest.
Kjarninn 6. mars 2022
Húsbóndinn í Kreml
Er Vladimir Pútín með öllum mjalla eða er hann orðinn snarruglaður? Þetta er spurningin sem heimurinn spyr sig þessa dagana. Enginn veit svarið. Ýmsir sem til hans þekkja segja hann ekki sama mann og fyrir örfáum árum.
Kjarninn 6. mars 2022
Úkraínskt flóttafólk hefur þurft að bíða í tugi klukkustunda til að komast yfir landamærin til Póllands.
Þangað fer flóttafólkið frá Úkraínu
Rúmlega milljón Úkraínumanna hefur nú flúið heimaland sitt vegna innrásar Rússa og talið er að allt að fjórar milljónir muni yfirgefa landið áður en yfir lýkur. Evrópusambandið hyggst taka flóttafólki frá Úkraínu opnum örmum.
Kjarninn 5. mars 2022
Lúxuslosun hinna ríku ógnar loftslagsmarkmiðum
Hærri tekjur leiða til aukinnar neyslu og þar af leiðandi stærra kolefnisfótspors einstaklinga. Losun ríkustu 10 prósent jarðarbúa nægir ein og sér til að markmiði Parísarsáttmálans verði ekki náð. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Oxfam.
Kjarninn 5. mars 2022
„Þetta er borgin mín, ég mun ekki leyfa Rússum að yfirtaka hana“
None
Kjarninn 5. mars 2022
Verðbólga og vextir á Íslandi – Blikur á lofti eða ofmetið vandamál?
Þingmenn ræddu í sérstakri umræðu á Alþingi í vikunni samspil verðbólgu og vaxta – og höfðu þeir ýmislegt að segja um ástæður ástandsins sem nú er uppi og hver næstu skref ættu að vera.
Kjarninn 4. mars 2022
Hér má líta úkraínsku keppendurna á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í byrjun febrúar áður en ósköpin dundu á.
Ólympíuleikar fatlaðra að hefjast þrátt fyrir brot á ólympíska vopnahléinu
Þrátt fyrir að Rússland hafi brotið friðarsáttmála Ólympíuleikanna kemur það ekki í veg fyrir setningu Ólympíuleika fatlaðra í Peking í Kína í dag. Það var hins vegar ákveðið á síðustu stundu að Rússneskir keppendur fengju ekki að taka þátt í leikunum.
Kjarninn 4. mars 2022
Forstjórarnir með 5,6 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra – Sextánföld lágmarkslaun
Forstjórar skráðra félaga á Íslandi héldu áfram að hækka í launum í fyrra, nú um að minnsta kosti 8,5 prósent að meðaltali. Hækkun á milli ára er vel umfram ein lágmarkslaun. Þá á eftir að taka tillit til kaupauka og kauprétta á hlutabréfum.
Kjarninn 3. mars 2022
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, klappaði Volodímír Zelenskí, forseta Úkraínu, lof í lófa eftir ávarp hans á Evrópuþinginu. Von der Leyen segir stund sannleikans vera að renna upp í Evrópu.
Innrásin í Úkraínu markar nýtt upphaf í Evrópu
Aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á Evrópuþinginu á þriðjudag en fram undan er langt og strangt aðildarferli, óháð stríðsátökum. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir innrásina marka nýtt upphaf í Evrópu.
Kjarninn 3. mars 2022
Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu.
Sex staðreyndir um Zelenskí
Fyrst lék hann forseta. Svo varð hann forseti. En að vera forseti í Úkraínu í dag er ekkert grín. Hinn ungi Volodímír Zelenskí hefur sýnt óbilandi föðurlandsást og staðfestu sem aðrir þjóðarleiðtogar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Kjarninn 28. febrúar 2022
Danskar rjómabollur. Á ofanverðri 19. öld fluttu danskir bakarar þann sið að borða bollur í föstuinngangi með sér til Íslands.
Hvað varð um bolluvöndinn?
Alsiða var í eina tíð að börn vektu foreldra sína með flengingum á bolludag en bolluvöndurinn hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum. Vöndurinn er ekki útdauður enn að sögn þjóðfræðings, þó minna fari fyrir flengingum en áður.
Kjarninn 27. febrúar 2022
Úkraínu hefur tekist að veita rússneska hernum gott viðnám.
Von bundin við samningaviðræður eftir að Pútín setti kjarnorkuvopn í viðbragðsstöðu
Samninganefnd úkraínskra stjórnvalda hefur samþykkt að funda með samninganefnd þeirrar rússnesku. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað hersveit sinni sem sér um kjarnavopn að vera í viðbragðsstöðu.
Kjarninn 27. febrúar 2022
Kamila Valieva, 15 ára listdansskautari frá Rússlandi, varð ein helsta stjarna vetrarólympíuleikanna í Beijing. Ástæða þess er þó umdeild.
Andleg heilsa sem hinn sanni ólympíuandi
Sögulegir sigrar og stórbrotin íþróttaafrek eru ekki það sem vetrarólympíuleikanna í Beijing verður minnst fyrir. Hvernig keppendur brugðust við erfiðum áskorunum og áhrif þeirra á andlega heilsu er það sem stendur upp úr eftir leikana.
Kjarninn 27. febrúar 2022
UNICEF og WHO telja áróður þurrmjólkurframleiðenda hafa áhrif á lágt hlutfall brjóstagjafar í heiminum.
Framleiðendur þurrmjólkur herja enn á óléttar konur og foreldra
Frá því að Nestlé-hneykslið var afhjúpað fyrir meira en fjórum áratugum hefur sala á þurrmjólk meira en tvöfaldast í heiminum en brjóstagjöf aðeins aukist lítillega.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Fylgið við flokkana: Hverjir sækja hvert?
Maskína birti á dögunum nýja skoðanakönnun um fylgi flokka á landsvísu til Alþingis. Kjarninn rýndi í bakgrunnsbreytur könnunarinnar og tók saman hvert stjórnmálaflokkarnir sem keppast um hylli almennings sækja fylgi sitt um þessar mundir.
Kjarninn 26. febrúar 2022
Ásmundur Einar Daðason, Hafdís Helga Ólafsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
Íslenska ríkið fellur frá málarekstrinum gegn Hafdísi Helgu og greiðir henni miskabætur
Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu 2020 að Lilja Alfreðsdóttir hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Á meðal þess sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir í úttekt sinni er það að fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi fengið að fljóta með þyrlu Gæslunnar til starfa í Reykjavík eftir að hafa verið í hestaferð úti á landi.
Olíukaup í Færeyjum, flugferðir ráðamanna og flugvél sem er sjaldnast heima
Ríkisendurskoðun finnur að ýmsum atriðum í rekstri Landhelgisgæslu Íslands í nýrri úttekt sem Alþingi bað um og kynnt var fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni. Flogið var með ráðamenn þjóðarinnar tíu sinnum í loftförum LHG á árunum 2018-2020.
Kjarninn 25. febrúar 2022
Gríðarlega langar bílalestir í Kænugarði. Aðeins í aðra áttina. Út úr bænum.
Mannfall hafið – „Stríðsglæpamenn fara beint til helvítis, sendiherra“
Fólk hljóp um götur í örvæntingu er árásir hófust í Úkraínu í morgun. Mannfall hefur þegar orðið og rússneskir hertrukkar eru komnir yfir landamærin. Árásir eru gerðar úr lofti og fólk reynir að flýja.
Kjarninn 24. febrúar 2022
Veggjaldaáætlanir í vinnslu – horft til gjaldtöku í Fossvogsdal og Elliðaárvogi
Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um álagningu flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, en slík gjöld eiga að standa undir stórum hluta fjármögnunar Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins næsta rúma áratuginn. Það er þó eitt og annað í pípunum.
Kjarninn 23. febrúar 2022
Óeirðarlögregla mætti mótmælendum í Ottawa um helgina og handtók fjölda þeirra.
Sundrung í Kanada eftir umsátur vörubílstjóra og aðgerðir lögreglu
Kanadísk stjórnvöld bundu enda á þriggja vikna mótmæli vörubílstjóra í höfuðborg landsins um helgina. Mótmælin voru mjög óvinsæl á meðal almennings í landinu, en viðbrögðin við þeim hafa einnig mætt mikilli gagnrýni.
Kjarninn 21. febrúar 2022
Blóðtaka úr fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum á Íslandi í fyrra.
Blóðtöku hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar
Á fimm ára tímabili hefur blóðtöku fylfullra hryssa verið hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar dýranna. Að auki hafa þrír blóðmerarbændur á sama tímabili ákveðið að hætta blóðtöku vegna vægari athugasemda Matvælastofnunar.
Kjarninn 21. febrúar 2022
Fjarar undan „nýfrjálshyggjuafbrigði“ samkeppnisréttar?
Nýjar hugmyndir um iðkan samkeppnisréttar hafa á undanförnum árum brotist fram í umræðu fræðimanna. Haukur Logi Karlsson nýdoktor ræddi við Kjarnann um þessar hugmyndir um hvernig beita megi samkeppnislögum, sem hann skoðar nú í rannsóknum sínum.
Kjarninn 20. febrúar 2022
Nýi Leopard A7 skriðdrekinn, sem danski herinn hefur pantað frá Þýskalandi.
Skriðdrekar og skrifræði
Það er ekki nóg að eiga nýleg tæki og tól. Slíkur búnaður þarf að vera í lagi þegar til á að taka. Stór hluti skriðdreka danska hersins er úr leik, vegna seinagangs og skrifræðis.
Kjarninn 20. febrúar 2022
„Meta, Metamates, Me,“ eru ný einkunnarorð samfélagsmiðlarisans Meta og hvetur Mark Zuckerberg starfsmenn til að tala um sig sem „Metamates“.
Metamates: Töff gælunafn eða endalok krúttlegrar hefðar tæknigeirans?
Mark Zuckerberg vill að starfsmenn Meta kalli sig Metamates. Ákveðin gælunafnamenning hefur verið ríkjandi í tæknigeiranum vestanhafs en starfsfólk Meta hefur skiptar skoðanir. „Við erum alltaf að breyta nafninu á öllu og það er ruglandi.“
Kjarninn 19. febrúar 2022
Nýtt Íslandsmet í bensínverði og landinn flýr í rafmagn
Heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu hefur ekki verið hærra í sjö ár. Hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra er yfir 50 prósent en hlutdeild olíufélaga í honum hefur lækkað skarpt síðustu mánuði.
Kjarninn 19. febrúar 2022
Atli Viðar Thorstensen, Jón Gunnarsson og Guðríður Lára Þrastardóttir.
Skyndilega nýr tónn hjá ráðherra – „Við höfum alltaf staðið í þeirri trú að það yrði útboð“
Dómsmálaráðuneytið hefur ítrekað sagt Rauða krossinum að til standi að bjóða út talsmannaþjónustu við umsækjendur um vernd. En ráðherra mætti í fjölmiðla og nefndi aðrar leiðir. „Það er raunveruleg hætta á því að fólk verði fyrir ákveðnum réttarspjöllum.“
Kjarninn 18. febrúar 2022
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð
Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Novak Djokovic segist frekar vera tilbúinn að fórna fleiri risatitlum í tennis en að láta bólusetja sig. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ekki á móti bólusetningum en tilbúinn að fórna fleiri titlum
„Ég var aldrei á móti bólusetningnum,“ segir Novak Djokovic, fremsti tennisspilari heims, í viðtali þar sem hann gerir upp brottvísunina frá Melbourne í janúar. „En ég hef alltaf stutt frelsi til að velja hvað þú setur í líkama þinn.“
Kjarninn 15. febrúar 2022
Hver er „danska leiðin“ í málefnum fjölmiðla?
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðlamála lýsti því yfir á dögunum að hún vildi horfa til Danmerkur sem fyrirmyndar við mótun fjölmiðlastefnu fyrir Ísland. En hvernig er þessi „danska leið“?
Kjarninn 15. febrúar 2022
Amir Locke, 22 ára svartur karlmaður, er á meðal þeirra 80 sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur skotið til bana á þessu ári. 1.055 létu lífið af völdum lögreglu í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Aldrei fleiri drepnir af lögreglu í Bandaríkjunum
Frá árinu 2015 hefur lögreglan í Bandaríkjunum skotið 7.082 manns til bana. Í fyrra voru dauðsföllin 1.055 og hafa aldrei verið fleiri. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar eru svartir en þeir eru nær fjórðungur þeirra sem lögregla skýtur til bana.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Vonarstjörnur á hlutabréfamarkaði dofna
Áhugi fjárfesta á ýmsum fyrirtækjum sem hafa vaxið hratt í faraldrinum er byrjaður að dvína, en virði líftæknifyrirtækja, ásamt streymisveitum og samfélagsmiðlum, hefur minnkað hratt á síðustu vikum.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Pútín Rússlandsforseti hefur margoft sagt, síðast í samtali við forseta Ungverjalands fyrir nokkrum dögum, að sá möguleiki að Úkraína fengi aðild að NATO myndi ógna öryggi Evrópu.
Hvað er Pútín að pæla?
Liðssafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu að undanförnu hefur vakið margar spurningar. Enginn veit svarið þótt margir óttist að Rússar ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Forseti Rússlands þvertekur fyrir slíkt.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Lestur Fréttablaðsins kominn niður fyrir 30 prósent í fyrsta sinn
Lestur stærsta dagblaðs landsins, sem er frídreift inn á 75 þúsund heimili fimm daga í viku, hefur helmingast á áratug og aldrei mælst minni. Nýir eigendur hafa fjárfest 1,5 milljarði króna í útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur og hálfu ári.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Tíu staðreyndir um banka sem græddu mjög mikið af peningum í fyrra
Hagnaður þriggja stærstu banka landsins jókst um 170 prósent milli ára. Stjórnvöld og Seðlabankinn gripu til aðgerða við upphaf faraldurs sem leiddu til þess að hagnaðartækifæri þeirra jukust mikið. Bankarnir ætla að skila tugum milljarða til hluthafa.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda
Páll Kvaran vildi hafa áhrif, menntaði sig í þróunarfræðum og hefur síðustu ár unnið að verkefnum sem stuðla að bættum kjörum bænda við miðbaug. Og svo bruggar hann bjór í fyrsta handverksbrugghúsi Úganda.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ekki sýnilegur vilji til að hækka bankaskatt á ný.
Fátt bendir til þess að hugmyndir Lilju um bankaskatt hafi stuðning innan ríkisstjórnar
Hækkun á bankaskatti var síðast lögð til í desember síðastliðnum á Alþingi. Þá lá þegar fyrir að bankar landsins myndu skila miklum hagnaði á síðasta ári. Tillögunni var hafnað. Vaxtamunur banka er enn hár í alþjóðlegum samanburði.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Viðtal eða áróðursæfing?
Tennisstjarnan Peng Shuai segir í viðtali við L'Equipe að færsla þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi byggi á misskilningi. Kínverska ólympíunefndin hafði milligöngu um viðtalið, sem vekur upp fleiri spurningar en svör.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Tugir milljarða streyma óskattlagðir út af íslenska fjölmiðlamarkaðinum en RÚV styrkir stöðu sína
Erlend fyrirtæki sem borga ekki skatta á Íslandi taka til sín 40 prósent af auglýsingatekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Á átta árum hafa næstum 50 milljarðar króna flætt til þeirra, og út af íslenska markaðnum.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Laun forstjóra Icelandair hækkuðu um næstum helming milli ára þrátt fyrir yfir 13 milljarða tap
Þrátt fyrir að Icelandair Group hafi tapað 13,7 milljörðum króna í fyrra hækkuðu laun forstjóra félagsins um næstum helming á árinu. Icelandair Group hefur fengið milljarða úr opinberum sjóðum til að koma sér í gegnum faraldurinn.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Hvert liggur leið eftir ómíkron-bylgjuna?
Næsta afbrigði kórónuveirunnar mun eflaust koma á óvart
Við höfum lært margt. En við eigum einnig ennþá fjölmargt eftir ólært. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er gott dæmi um það. En verður það sá bjargvættur út úr faraldrinum sem við óskum? Við getum ekki verið svo viss.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum,  The Joe Rogan Experience.
„Ég er bara manneskja sem sest niður og talar við fólk“
Hvernig gat uppistandari, grínleikari, bardagaíþróttalýsandi og hlaðvarpsstjórnandi komið öllu í uppnám hjá streymisveitunni Spotify? Joe Rogan er líklega með umdeildari mönnum um þessar mundir. En hann lofar bót og betrun. Sem og Spotify.
Kjarninn 6. febrúar 2022
Árið 2017 voru heim­il­is­lausir í Dan­mörku um það bil eitt þús­und. Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­merkur frá Aust­ur-Evr­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­um.
Er betl mannréttindi?
Það getur varðað fangelsisvist að standa fyrir utan aðalbrautarstöðina í Kaupmannahöfn og rétta fram tóman pappabolla. Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt litháískan mann í 60 daga fangelsi fyrir betl. Málið gæti komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 6. febrúar 2022