Óflokkað

„Ónýta blokkin“ í Þorlákshöfn

Íbúar og húsfélag í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn undirbúa málsókn vegna margs konar galla og skemmda í íbúðum og sameign. Íbúi í húsinu segir húsið þekkt sem „ónýtu blokkina í Þorlákshöfn“ og skammast sín fyrir að búa þar. Eigandi Pró hús ehf., sem stóð að byggingu blokkarinnar fyrir rúmum tveimur árum, segir málið hafa reynst erfitt. Hann sakar byggingarfulltrúa í Ölfusi um valdníðslu og einelti en lofar lagfæringum með vorinu.

Vatnsleki. Sprungur í veggj­um. Sprungur í lofti. Brot í par­k­eti. Brotnar flís­ar. Ónýt klæðn­ing.

Þetta er aðeins brot af þeim skemmdum og göllum sem íbúar í Sam­byggð 14 í Þor­láks­höfn hafa tekið eftir í íbúðum sínum frá því að þau fluttu inn á vor­mán­uðum 2020. Hús­fé­lagið og nokkrir íbúar Sam­byggðar und­ir­búa nú mál­sókn vegna skemmd­anna.

Bygg­ing­ar­að­ili húss­ins hefur lofað bót og betrun en sakar bygg­ing­ar­full­trúa í Ölf­usi um vald­níðslu og ein­elti fyrir að tefja úttekt á öðru fjöl­býl­is­húsi, Sam­byggð 18, sem fyr­ir­tækið lét byggja. Fyr­ir­tækið sé í fjár­hags­vand­ræðum vegna þess og hefur því ekki getað lag­fært skemmdir í Sam­byggð 14.

Fjöl­býl­is­húsið við Sam­byggð 14 er með fyrstu hús­unum sem blasa við þegar ekið er inn í Þor­láks­höfn. Húsið var reist sum­arið 2019 og er fyrsta fjöl­býl­is­húsið sem byggt er í Þor­láks­höfn í tutt­ugu ár.

Pró hús ehf. standa að bygg­ingu húss­ins, sem er for­unnið í Rúm­en­íu. Um nýja nálgun var að ræða hér á landi, burð­ar­virki húss­ins er úr stál­p­rófíl og við kom­una til lands­ins þurfti ein­ungis að skrúfa það sam­an. Upp­setn­ing húss­ins var í höndum starfs­manna verk­smiðj­unnar í Rúm­eníu en eft­ir­lit í höndum íslenskra fag­að­ila. Bygg­ing­ar­kostn­aður var því minni en áður þekkt­ist og voru íbúðir húss­ins, sem allar eru tveggja her­bergja og afhentar með öllum inn­rétt­ingum og tækj­um, aug­lýstar til sölu á 14,6- 14,9 millj­ónir króna.

Bæj­ar­stjór­inn sann­færður um að blokkin myndi slá í gegn

Í frétta­til­kynn­ingu sem Pró hús sendi frá sér þegar bygg­ing­ar­leyfi lá fyrir kom fram að eig­endur Pró húsa, þar á meðal Jón Valur Smára­son, hefðu í nokkur ár leitað leiða til að bjóða upp á góðan raun­hæfan val­kost fyrir íslenskan fast­eigna­markað „þar sem gott verð og gæði fara sam­an“.

Bygg­ing húss­ins var kynnt í jan­úar 2019. Rætt var við Elliða Vign­is­son, bæj­ar­stjóra í Ölf­usi, og Jón Val, eig­anda Pró húsa, í kvöld­fréttum Stöðvar 2. Elliði sagð­ist „alveg viss um að nýja blokkin myndi slá í gegn í Þor­láks­höfn“. Það reynd­ist rétt, að minnsta kosti til að byrja með, og greindu Hafn­ar­fréttir frá miklum áhuga á íbúð­unum í lok jan­ú­ar, svo miklum að biðlistar höfðu mynd­ast hjá Fast­eigna­sölu Suð­ur­lands sem sá um söl­una. Í maí voru allar fimmtán íbúð­irnar seldar og til stóð að afhenda þær um haust­ið.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Jón Valur Smárason, eigandi Pró hús ehf.
Mynd: Ölfus

Sá tæki­færi í að fjár­festa í ódýrri íbúð í Þor­láks­höfn

Ástrós Helga Hilm­ars­dóttir er ein þeirra sem festi kaup á íbúð í Sam­byggð 14. Hún var áður búsett í Gauta­borg í Sví­þjóð og sá ákveðið tæki­færi í því að fjár­festa í ódýrri íbúð í Þor­láks­höfn. Hún hafði heyrt af íbúð­unum í fjöl­miðlum og minn­ist þess þegar bæj­ar­stjór­inn dásam­aði bygg­ingu blokk­ar­inn­ar.

Ástrós gekk frá kaup­samn­ingi sum­arið 2019 og stefnt var á afhend­ingu í sept­em­ber. Hún sá því fyrir sér að búa hjá föður sínum í stuttan tíma. Þegar leið á haustið var afhend­ingu íbúð­ar­innar ítrekað frestað, um tvær vikur í senn. Vik­urnar liðu og beið Ástrós fram í mars 2020 þar til hún fékk íbúð­ina loks afhenda. Þá var húsið síður en svo til­búið að utan en Ástrós ákvað að láta það ekki hafa áhrif, biðin eftir að flytja inn var nú þegar orðin það löng.

Ástrós hafði ein­ungis búið í íbúð­inni í nokkra daga þegar „fyrsta fúsk­ið“ kom í ljós. „Ég var að skúra og rakst í lista í eld­hús­inu sem hafði verið tyllt við inn­rétt­ing­una. Þá kemur í ljós að það vantar parket á hluta eld­húss­ins,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. Þegar Ástrós var ólétt af dóttur sinni varð hún svo fyrir því að skera sig á par­k­et­inu, sem brotnað hafði upp úr. „Þá hugs­aði ég að ég gæti ekki boðið ófæddri dóttur minni upp á þetta.“ Ástrós skipti út öllu par­k­et­inu í íbúð­inni og hafa aðrir íbúar einnig gripið til þess ráðs þar sem brotnað hefur upp úr par­k­et­inu.

„Þá hugsaði ég að ég gæti ekki boðið ófæddri dóttur minni upp á þetta,“ segir Ástrós Helga Hilmarsdóttir um það þegar hún skar sig á parketi í íbúð sinni í Sambyggð.
Mynd: Úr einkasafni.

Aðrar skemmdir sem Ástrós hefur orðið vör við í íbúð­inni eru fúgur í flísum sem hafa losn­að, sprungur í veggjum og leki, sem sést til að mynda á vatns­pollum í lofti.

Til að byrja með hafði Ástrós sam­skipti við Pró hús ef upp komu skemmdir og var við­mótið ávallt gott. „En ég átt­aði mig fljótt á því að það var ekk­ert að fara að ger­ast,“ segir Ástrós. Hún, ásamt gjald­kera hús­fé­lags­ins, hvöttu íbúa til að fá lög­fræð­ing í málið sem fyrst en ekki varð sam­staða meðal íbúa að fara þá leið, að minnsta kosti ekki strax. Þess í stað voru gerðir samn­ingar við Pró hús sem sneru að end­ur­bótum á ýmsum atriðum sem og frá­gangi á hús­inu að utan sem enn var ólok­ið. Þeir samn­ingar stóð­ust hins vegar aldrei. „Húsið var aldrei klárað og hann er enn að lof­a,“ segir Ástrós og á við Jón Val, eig­anda Pró húsa.

„Ó, býrðu í ónýtu blokk­inn­i?“

Ástrós seg­ist löngu búin að missa trú á því að tjónið verði bætt eða að hún losni ein­hvern tím­ann út úr þeirri stöðu sem hún er. „Ég er föst í pínku­lít­illi íbúð með fjöl­skyld­unni. Mér líður eins og mér sé haldið í gísl­ing­u,“ segir Ástrós, sem telur stöð­una von­lausa.

Hún segir engan til­bú­inn að bera ábyrgð og allir vísi hver á ann­an, hvort sem um er að ræða Pró hús eða bæj­ar­yf­ir­völd. Tæp þrjú ár eru frá því að Ástrós gekk frá kaupum á íbúð­inni síðan þá hefur hún verið reið, pirruð, von­svikin og leið. Kaup sem áttu að vera sniðug reynd­ust síður en svo vera það. Þá segir Ástrós að það komi fyrir að hún hálf skammist sín fyrir að búa þarna. Hún vill helst ekki fá heim­sóknir nema frá sínum allra nán­ustu. „Og ef ég fer í rækt­ina og er að spjalla við fólk úr bænum og segi þeim hvar ég bý fæ ég að heyra: „Ó, býrðu í ónýtu blokk­inn­i?““

Klæðning á svalalofti og -gólfi hefur molnað og sprungur eru í lofti í nokkrum íbúðum.
Mynd: Samsett/Aðsend

Ástrós er komin með eigin lög­mann ásamt því að taka þátt í und­ir­bún­ingi mál­sóknar hús­fé­lags­ins en hún er hæfi­lega bjart­sýn á fram­hald­ið. „Það er eng­inn sem vill snerta þetta mál,“ segir hún og bætir við: „Það væri í raun betra að rífa húsið en reyna að laga það.“

Kjarn­inn hafði sam­band við lög­mann hús­fé­lags­ins sem stað­festi að und­ir­bún­ingur að mál­sókn er haf­inn hjá hús­fé­lag­inu. Sem stendur er unnið að ástands­skoðun ásamt sér­fróðum aðila. Næsta skref verður að fá dómskvatt mat á hús­inu. Meðal skemmda sem upp hafa komið og teknar voru til greina við ástands­skoð­un­ina er leki og sprungur í loft­um, brot í par­k­eti, leki á bað­her­bergjum og brot í flís­um. Ýmsar skemmdir hafa einnig komið upp í sam­eign húss­ins, klæðn­ing á lofti á svölum hefur til að mynda molnað nið­ur, svala­hand­rið ryðgað og bráða­birgða­hand­rið sem sett voru í stað­inn hafa nokkur fokið í óveðri í vet­ur.

Sakar bygg­ing­ar­full­trúa um vald­níðslu og ein­elti

Jón Valur Smára­son, eig­andi Pró húsa, full­yrðir í sam­tali við Kjarn­ann að flestir íbúar í Sam­byggð 14 séu sátt­ir, viti stöðu mála og séu róleg­ir.

Molnað hefur úr klæðningu á svölum.

„Það er verið að vinna í því að leysa þetta og ég á von að það verði klárað með vor­inu. Þá verður farið í að lag­færa það sem þarf að lag­færa í Sam­byggð­inni. Við ætlum að taka fulla ábyrgð á hús­inu, það hefur aldrei komið neitt annað til,“ segir hann.

Hann við­ur­kennir að eftir bygg­ingu húss­ins hafi ýmis­legt komið í ljós sem betur hefði mátt fara. Helsta ástæða þess að ekki hafi verið farið í lag­fær­ingar á blokk­inni er fjár­skortur fyr­ir­tæk­is­ins og segir Jón Valur að hann stafi fyrst og fremst af því að bygg­ing­ar­full­trúi sveit­ar­fé­lags­ins neiti að fram­kvæma örygg­is­út­tekt á Sam­byggð 18, öðru fjöl­býl­is­húsi sem Pró hús eru með í bygg­ingu.

„Þessir erf­ið­leikar gera okkur fjár­þurfi. Við erum búnir að afhenda 14 íbúðir en bygg­ing­ar­full­trúi heldur hús­inu skráðu fok­heltu og frystir þar af leið­andi greiðslur sem við áttum von á að fá síð­asta sum­ar,“ segir Jón Val­ur.

Sam­byggð 18 er skráð á bygg­ing­ar­stig 4 og telst því fok­helt. Íbúðir voru afhentar síð­asta sumar en bygg­ing­ar­full­trúi Ölf­uss gerði athuga­semd síð­asta haust um að stál­virki fjöl­býl­is­húss­ins upp­fylli ekki skil­yrði sam­kvæmt tær­ing­ar­flokki í gild­andi bygg­ing­ar­reglu­gerð. Byggir hann ákvörðun sín meðal ann­ars á 12 athuga­semdum sem verk­fræði­stofa gerði við örygg­is­út­tekt.

Jón Valur kærði ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála í sept­em­ber í fyrra. Í kærunni sakar Jón Valur bygg­ing­ar­full­trú­ann um vald­níðslu, ein­elti og brot á reglu­gerð­um, sem og brot á með­al­hófs­reglu.

Kærunni var vísað frá þar sem úrskurð­ar­nefndin mat sem svo að ekki væri um stjórn­valds­á­kvörðun að ræða og er Sam­byggð 18 enn á bygg­ing­ar­stigi 4. „Það er engan veg­inn ásætt­an­legt að bygg­ing­ar­full­trúi skuli stoppa loka­út­tekt á húsi og segja að hann treysti ekki burð­ar­virki í húsi sem hann er sjálfur búinn að horfa á út um glugg­ann byggj­ast upp, byggða eftir sam­þykktum teikn­ingum og teikn­ingum sem hann hefur sjálfur stimpl­að. Að mínu viti virð­ist þetta vera hug­ar­burður bygg­ing­ar­full­trú­a,“ segir Jón Val­ur, sem seg­ist þó allur að vilja gerður til að leysa málin með eðli­legum hætti.

„Það er stefnt að því og ég reikna með að það verði með vor­inu, í góðri sátt og sam­vinnu við bygg­ing­ar­full­trúa Þor­láks­hafnar og þá sem þar ráða. En ef bygg­ing­ar­full­trúi „blokker­ar“ hvert verk­efni á fætur öðru, stoppar greiðsl­ur, og gerir allt eins erfitt og hægt er, þá geta komið upp vanda­mál,“ segir Jón Val­ur.

Bær­inn ekki aðili að deilum milli kaup­enda og selj­anda

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp koma deilu­mál vegna íbúða­bygg­inga í Þor­láks­höfn. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í febr­úar hefur inn­við­a­ráðu­neyt­inu borist kæra vegna gjald­töku sveit­ar­fé­lags­ins á umsóknum um bygg­inga­lóð­ir. Úthlut­un­ar­ferlið sjálft var einnig gagn­rýnt fyrir póli­tísk hags­muna­tengsl og er ráðu­neytið hvatt til að taka ferlið til rann­sókn­ar.

Varð­andi fjöl­býl­is­húsin tvö í Sam­byggð segir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölf­usi, málin alfarið á borði bygg­ing­ar­full­trúa, sem sé sjálf­stætt stjórn­vald og heyri því ekki fag­lega undir bæj­ar­stjórn.

„Við erum ekki aðilar að sam­skiptum milli fram­kvæmda­að­ila og kaup­enda, enda komum hvergi þar nærri. Okkar hlut­verk í þessu er úthlutun lóða og bygg­ing­ar­eft­ir­lit eins og í öðrum fram­kvæmd­um. Það er svo sem mjög leitt ef ein­hverjar deilur eru á milli selj­anda og kaup­enda en að öðru leyti eru þetta bara þessar hefð­bundnu fram­kvæmdir í sveit­ar­fé­lag­in­u,“ segir Elliði í sam­tali við Kjarn­ann.

Aðspurður hvernig bæj­ar­yf­ir­völd geti þá brugð­ist við í málum sem þessum, þar sem íbúar eru aug­ljós­lega mjög ósáttir við ástand íbúða sinna, segir Elliði að stöðugt sé verið að reyna að bæta þjón­ustu við íbúa. „Vel­ferð bæj­ar­búa er það sem við störfum við, en við erum ekki aðilar að deilum milli kaup­enda og selj­anda.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar