Root

Hver er „danska leiðin“ í málefnum fjölmiðla?

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðlamála lýsti því yfir á dögunum að hún vildi horfa til Danmerkur sem fyrirmyndar við mótun fjölmiðlastefnu fyrir Ísland. En hvernig er þessi „danska leið“?

Lilja Dögg Alfreðs­dóttir ráð­herra menn­ing­ar- og við­skipta lýsti því yfir á mál­þingi um opin­bera styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem haldið var í síð­ustu viku, að hún vildi fara „dönsku leið­ina“ í mál­efnum fjöl­miðla hér á landi. Kjarn­inn skoð­aði danska fjöl­miðlaum­hverfið og þessa dönsku leið, sem ráð­herr­ann sér fyrir sér að inn­leiða á Íslandi.

Tveir rík­is­reknir stór­miðlar á ljós­vaka­mark­aðnum

Rétt eins og hér á landi er rík­is­út­varp í Dan­mörku, Dan­marks Radio (DR), sem heldur úti sjón­varps- og útvarps­rásum auk frétta­vefs á net­inu. Það selur ekki aug­lýs­ing­ar, heldur er alfarið fjár­magnað með fram­lögum frá hinu opin­bera.

Þar með er þó ekki öll sagan sögð af fyr­ir­ferð danska rík­is­ins á fjöl­miðla­mark­aði, því það hefur frá því á önd­verðum níunda ára­tugnum einnig rekið TV2, áskrift­ar­sjón­varps­stöð sem er á aug­lýs­inga­mark­aði. Fram til árs­ins 2004 var rekstur aðal­rásar TV2 fjár­magn­aður með rík­is­fé, en í dag rennur ein­ungis opin­bert fé til stuðn­ings svæð­is­bundnum rásum TV2, sem eru all­nokkr­ar.

Til þess að fjár­magna rík­is­miðl­ana í Dan­mörku hefur lengi verið inn­heimt sér­stakt fjöl­miðla­gjald, en sú inn­heimtu­leið er reyndar slegin af frá og með þessu ári. Í stað­inn ákvað danska stjórnin að ráð­ast í það að lækka per­sónu­af­slátt skatt­greið­enda í Dan­mörku um ákveðna upp­hæð. Þessar breyt­ingar á skatt­kerf­inu eiga að duga fyrir öllum opin­berum fram­lögum til fjöl­miðla, bæði rík­is­miðla og svo fram­laga til einka­rek­inna miðla.

Fram­leiðslu- og nýsköp­un­ar­styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla

Ida Willig, pró­fessor í fjöl­miðla­fræðum við Hró­arskeldu­há­skóla, var með erindi um dönsku fjöl­miðla­stefn­una og það hvernig hið opin­bera stendur að styrk­veit­ingum við fjöl­miðla í Dan­mörku, á áður­nefndu mál­þingi, sem var á vegum Blaða­manna­fé­lags­ins og Rann­sókna­set­urs um fjöl­miðlun og boð­skipti við Háskóla Íslands.

Willig rakti í erindi sínu hvernig í Dan­mörku hefði löngum verið breiður stuðn­ingur á póli­tíska svið­inu við það að styðja við fjöl­miðla, til þess að leið­rétta þann mark­aðs­brest sem væri til staðar í fjöl­miðla­rekstri á litlu mál­svæði eins og því danska og tryggja öfl­uga lýð­ræð­is­lega umræðu í land­inu.

Dönsk stjórn­völd hafa stutt við einka­rekna fjöl­miðla með ein­hverjum hætti frá því um miðjan fyrsta ára­tug ald­ar­inn­ar. Upp­haf­legu fjöl­miðla­styrkirnir beindust ein­ungis að prent­miðl­um, en þar var um að ræða dreif­ing­ar­styrki til útgáfu­fyr­ir­tækj­anna.

Þegar komið var inn á síð­asta ára­tug var ákveðið að útvíkka styrki við einka­rekna miðla í Dan­mörku og formi styrkj­anna var breytt með lög­um, mediestøtteloven, sem tóku gildi árið 2014. Þá dreif­ing­ar­styrkjum fyrir prent­miðl­anna skipt út fyrir fram­leiðslu­styrki, sem gerði fjöl­miðla styrk­hæfa óháð því hvort þeim var dreift á prenti eða á net­inu. Ríkið byrj­aði að styrkja vinnslu fjöl­miðla­efn­is, en ekki papp­írs­kaup og dreif­ingu.

Þessir fram­leiðslu­styrkir eru langstærstur hluti styrkja­kök­unnar í Dan­mörku, en einnig eru sér­stakir nýsköp­un­ar­styrkir veittir til einka­rek­inna danskra miðla, sem bæði eru ætl­aðir til þess að styðja við nýja miðla og nýsköp­un­ar­verk­efni innan eldri miðla. Und­an­farin ár hefur fé verið veitt úr sjóðnum tvisvar á ári til nýmiðla og skil­greindra verk­efna hjá starf­andi fjöl­miðl­um.

Árið 2014 og nokkur ár þar á eftir voru líka veittir sér­stakir aðlög­un­ar­styrkir til fjöl­miðla sem höfðu verið styrk­hæfir sam­kvæmt eldra styrkja­kerfi, en þeir hafa fjarað út síð­an. Einnig voru skrif­aðir inn í lögin sér­stakir styrkir fyrir fjöl­miðla í alvar­legum rekstr­ar­vanda, en þeir hafa aldrei verið veitt­ir.

Stefnu­mörkun til fram­tíðar

Í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar lagði danska rík­is­stjórnin fram til­lögur að breyttri fjöl­miðla­stefnu, sem felur í sér nokkur nýmæli. Í frétta­til­kynn­ingu var haft eftir ráð­herra menn­ing­ar­mála, Ane Hals­boe-Jørg­en­sen, að lýð­ræð­is­legt sam­tal og neysla á fjöl­miðla­efni stæði á kross­göt­um, ekki síst vegna staf­rænnar þró­un­ar. Nýr fjöl­miðla­samn­ingur þyrfti þannig að snú­ast um annað og meira en ein­ungis útdeil­ingu fjár­muna.

„Við þurfum að styrkja mjög tæki­færi fjöl­miðla til þess að rækja lýð­ræð­is­legt hlut­verk sitt. Við þurfum að veita fjöl­miðl­unum tól til að takast á við staf­ræna þróun sem skellur á okkur af auknum krafti, ekki síst stað­bundnum miðlum og hér­aðsmiðl­um, sem auka tengsl fólks í nær­sam­fé­lag­inu og auka sam­stöðu á lands­vís­u,“ sagði ráð­herr­ann.

Það sem danska stjórnin ætlar sér er meðal ann­ars það að veita meira fé til stað­bund­inna miðla, til þess að koma í veg fyrir að í land­inu mynd­ist það sem kall­aðar eru „frétta­eyði­merk­ur“ – svæði þar sem fáir eða jafn­vel engir fjöl­miðlar eru starf­andi. Áformað er að hjálpa miðlum sem starfa utan stærstu fjög­urra borga lands­ins sér­stak­lega að fara í staf­ræna þróun og koma dreif­ingu sinni yfir á netið í auknum mæli.

Einnig stendur til að útvíkka fjöl­miðla­styrk­ina og gera aðra hluti en ein­ungis miðlun hins rit­aða orðs styrk­hæfa. Þannig er t.d. stefnt að því að gera miðlun fjöl­miðla­efnis í hlað­varps­formi styrk­hæfa.

Danska stjórnin ætlar sér einnig að byrja að skatt­leggja streym­isveitur um 5 pró­sent af veltu þeirra í Dan­mörku. Þessi skatt­heimta er nefnd menn­ing­ar­fram­lag í til­kynn­ingu dönsku stjórn­ar­innar og á féð að nýt­ast til fram­leiðslu á „dönsku gæða­efn­i.“

Danska stjórnin ætlar sér einnig að setja upp sér­staka rann­sókn­ar­stofnun um tækni og lýð­ræði, sem á að auka við þekk­ingu á áhrifum tæknirisanna á lýð­ræði og líð­an, auk þess að fara með ráð­gef­andi hlut­verk við stefnu­mót­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar