Sex staðreyndir um Zelenskí

Fyrst lék hann forseta. Svo varð hann forseti. En að vera forseti í Úkraínu í dag er ekkert grín. Hinn ungi Volodímír Zelenskí hefur sýnt óbilandi föðurlandsást og staðfestu sem aðrir þjóðarleiðtogar mættu taka sér til fyrirmyndar.

Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu.
Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu.
Auglýsing

Hetja á einni nóttu

Hinn 44 ára gamli Volodímír Zel­en­skí, lög­fræð­ingur og þekktur grínisti í heima­landi sínu Úkra­ínu, sem lék eitt sinn for­seta í vin­sælum sjón­varps­þáttum og tók svo við því emb­ætti í raun­veru­leik­an­um, hefur hlotið lof og dáð fyrir hug­rekki sitt og föð­ur­lands­ást. „Ég þarf skot­færi, ekki far,“ sagði hann er Banda­ríkja­menn buð­ust til að flytja hann burt úr hinni stríðs­hrjáðu Úkra­ínu. Stað­festa hans og til­finn­inga­ríkt símtal hans frá Kænu­garði á neyð­ar­fund Evr­ópu­sam­bands­ins, sló fast á strengi vest­ur­veld­anna sem settu í kjöl­farið sögu­legar þving­anir á Rúss­land og ákveðið að senda for­set­anum her­gögn. „Þetta var ákaf­lega, ákaf­lega til­finn­inga­ríkt,“ sagði emb­ætt­is­maður ESB sem heyrði sím­tal Zel­en­skí sem fékk tárin til að streyma hjá fund­ar­gest­um. For­set­inn sagði m.a. að mögu­lega væri þetta í síð­asta sinn sem við­staddir myndu sjá hann á lífi.

Auglýsing

Vildi verða sátta­semj­ari

Eitt af stefnu­málum hans í stóli for­seta var að sætt­ast við Rússa. Það var veru­legur hiti í sam­skiptum ríkj­anna árið sem hann náði kjöri, 2019. Rússar höfðu inn­limað Krím­skaga árið 2014 og um 15 þús­und manns höfðu fallið í þeim átök­um.

En Zel­en­skí komst ekki langt á þeirri braut. Hann náði reyndar að semja um fanga­skipti en slegið var á sátt­ar­hönd hans er hann neit­aði að fara að kröfum Pútíns um að draga sig frá vest­ur­veld­unum á hinu póli­tíska sviði. Halla sér ekki upp að erki­fj­endum Rússa, Banda­ríkja­mönn­um. Það var hann ekki til­bú­inn að gera.

Óvin­sæll í aðdrag­anda stríðs­ins

Zelenskí er lögfræðimenntaður en fetaði leiklistarbrautina og varð vinsæll leikari. Mynd: EPA

En Zel­en­skí var ekki endi­lega hátt skrif­aður hjá leið­togum vest­ur­veld­anna eða löndum sínum áður. Hann hafði verið gagn­rýndur fyrir að taka ekki harðar á spill­ingu í land­inu og einnig fyrir að gera lítið úr hót­unum Rússa í garð Úkra­ínu áður en af inn­rásinni varð.

Hann gagn­rýndi m.a. Joe Biden for­seta Banda­ríkj­anna fyrir stöðugar við­var­anir hans um að Rússar hyggðu á inn­rás. Sagði hann orð Bidens ótíma­bær og að þau gætu valdið skelf­ingu meðal Úkra­ínu­manna.

Þá vildu um 60 pró­sent Úkra­ínu­manna ekki að hann biði sig fram til for­seta á ný. Nú er komið allt annað hljóð í landa hans og yfir 90 pró­sent þeirra styðja hann.

Hið „full­komna sím­tal“

Zelenskí og Angela Merkel. Mynd: EPA

Zel­en­skí vakti fyrst athygli á alþjóða­vísu í valda­tíð Don­alds Trump. Trump hringdi í hann árið 2019 og bað hann að grafa upp eitt­hvað mis­jafnt á Joe Biden og son hans. Þetta var í aðdrag­anda banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna. Trump sagði þetta hafa verið „full­komið sím­tal“ sem seinna varð til þess að full­trúa­deild Banda­ríkja­þings ákærði hann fyrir emb­ætt­is­af­glöp, fyrir að hafa notað stöðu sína sem for­seti í per­sónu­legum til­gangi og hóta því að draga úr fjár­stuðn­ingi til her­mála í Úkra­ínu.

Zel­en­skí neit­aði að gagn­rýna sím­tal Trumps og sagð­ist ekki vilja skipta sér af inn­an­rík­is­póli­tík ann­arra ríkja.

Gyð­ingur verður sam­ein­ing­ar­tákn

Er herir Pútíns for­seta Rúss­lands hófu inn­rás­ina í Úkra­ínu sagð­ist Zel­en­skí vera „skot­mark númer eitt“. Hann var þar með orð­inn „Úkra­ínu­maður númer eitt“ í augum heims­byggð­ar­inn­ar. Í ljósi sög­unnar er gríð­ar­legur stuðn­ingur við hann í heima­land­inu ein­stakur og í raun nokkuð óvenju­leg­ur.

Hann ólst upp í Sov­ét­ríkj­unum í rúss­nesku mæl­andi borg­inni Kryvyi Rih í aust­ur­hluta Úkra­ínu. And­rúms­loft Sov­ét­tím­ans mót­aði hann. Hann er af gyð­inga­ættum og var fjöl­skyldan að ein­hverju leyti utan­garðs jafn­vel þótt þau væru hámennt­uð, móðir hans verk­fræð­ingur og faðir hans stærð­fræð­ing­ur. Á hans heima­slóðum var fjand­semi í garð gyð­inga mik­il. Fjöldamorð þýskra nas­ista og aðskiln­að­ar­hópa í Sov­ét­ríkj­unum á gyð­ingum í Babi Yar árið 1941, er mörgum enn ofar­lega í huga. Tæp­lega 34 þús­und gyð­ingar voru drepnir á aðeins tveimur dög­um.

Zelenskí tekur við embætti forseta Úkraínu í apríl árið 2019. Mynd: EPA

Zel­en­skí sagð­ist í við­tali árið 2020 vera kom­inn af „dæmi­gerðri sov­éskri gyð­inga­fjöl­skyldu“ og að flestir gyð­ingar í Sov­ét­ríkj­unum hefðu ekki verið sér­stak­lega trú­rækn­ir.Í frétta­skýr­ingu The Atl­antic um málið segir að þessi orð beri það ef til vill fyrst og fremst með sér að trú­rækni var ekki mögu­leg. Bæna­hús gyð­inga voru sem dæmi að mestu lokuð þar til í lok níunda ára­tugar síð­ustu ald­ar.

Allt frá átt­unda ára­tugnum og til þess tíunda yfir­gáfu um 1,5 millj­ónir gyð­inga Sov­ét­rík­in. Zel­en­skí og fjöl­skylda hans voru í minni­hluta þeirra gyð­inga sem ákváðu að verða um kyrrt.

Sov­ét­ríkin lið­ust í sund­ur, Úkra­ína varð sjálf­stætt ríki og gyð­ingar gátu farið að iðka trú sína. Úr þessu breytta and­rúms­lofti spratt for­seta­efnið Zel­en­skí. Fyrst í hlut­verki gyð­ings sem varð for­seti í sjón­varps­þætti og svo sem einmitt það sama í raun og veru eftir stór­sigur í kosn­ingum árið 2019.

Nú þegar Zel­en­skí er orð­inn sam­ein­ing­ar­tákn Úkra­ínu­manna finnst gyð­ingum í land­inu, sem í gegnum tíð­ina hafa sætt ofsókn­um, þeir loks til­heyra.

Ósvik­inn þjóð­ar­leið­togi

Zel­en­skí er fjöl­skyldu­mað­ur. Hann gift­ist arki­tekt­inum Olenu árið 2003 og saman eiga þau sautján ára dóttur og níu ára son. Sjálfur er hann nú staddur í Kænu­garði og seg­ist hvergi ætla að fara. Hann hefur svo bætt því við að fjöl­skyldan sé enn í Úkra­ínu. Að hún sé ekki á flótta líkt og tug­þús­undir ann­arra.

Zelenskí neitar staðfastlega að yfirgefa Úkraínu.

„Stríðið hefur breytt hinum fyrr­ver­andi grínista úr afdala­legum stjórn­mála­manni með rang­hug­myndir um mik­il­leika sinn í ósvik­inn þjóð­ar­leið­toga,“ skrifar Melinda Har­ing, sér­fræð­ingur í utan­rík­is­málum Evr­asíu-­ríkja.

Þótt hægt sé að gagn­rýna hann fyrir að fara ekki hraðar í umbætur heima fyrir og styrkja landa­mæri Úkra­ínu að Rúss­landi með öllum ráðum síð­ustu mán­uði hefur hann sýnt „gríð­ar­legt hug­rekki“, neitað að sitja í skjóli í skot­byrgi heldur verið sýni­legur og farið um víg­velli með her­mönnum sín­um. „Hann hefur sýnt stað­fasta föð­ur­lands­ást sem fáir áttu lík­lega von á frá rúss­nesku­mæl­andi Aust­ur-Úkra­ínu­mann­i,“ skrif­aði Har­ing enn frem­ur.

Undir þessa skoðun hafa margir tekið síð­ustu daga. Stað­festa Zel­en­skís þykir aðdá­un­ar­verð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar