Sex staðreyndir um Zelenskí

Fyrst lék hann forseta. Svo varð hann forseti. En að vera forseti í Úkraínu í dag er ekkert grín. Hinn ungi Volodímír Zelenskí hefur sýnt óbilandi föðurlandsást og staðfestu sem aðrir þjóðarleiðtogar mættu taka sér til fyrirmyndar.

Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu.
Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu.
Auglýsing

Hetja á einni nóttu

Hinn 44 ára gamli Volodímír Zel­en­skí, lög­fræð­ingur og þekktur grínisti í heima­landi sínu Úkra­ínu, sem lék eitt sinn for­seta í vin­sælum sjón­varps­þáttum og tók svo við því emb­ætti í raun­veru­leik­an­um, hefur hlotið lof og dáð fyrir hug­rekki sitt og föð­ur­lands­ást. „Ég þarf skot­færi, ekki far,“ sagði hann er Banda­ríkja­menn buð­ust til að flytja hann burt úr hinni stríðs­hrjáðu Úkra­ínu. Stað­festa hans og til­finn­inga­ríkt símtal hans frá Kænu­garði á neyð­ar­fund Evr­ópu­sam­bands­ins, sló fast á strengi vest­ur­veld­anna sem settu í kjöl­farið sögu­legar þving­anir á Rúss­land og ákveðið að senda for­set­anum her­gögn. „Þetta var ákaf­lega, ákaf­lega til­finn­inga­ríkt,“ sagði emb­ætt­is­maður ESB sem heyrði sím­tal Zel­en­skí sem fékk tárin til að streyma hjá fund­ar­gest­um. For­set­inn sagði m.a. að mögu­lega væri þetta í síð­asta sinn sem við­staddir myndu sjá hann á lífi.

Auglýsing

Vildi verða sátta­semj­ari

Eitt af stefnu­málum hans í stóli for­seta var að sætt­ast við Rússa. Það var veru­legur hiti í sam­skiptum ríkj­anna árið sem hann náði kjöri, 2019. Rússar höfðu inn­limað Krím­skaga árið 2014 og um 15 þús­und manns höfðu fallið í þeim átök­um.

En Zel­en­skí komst ekki langt á þeirri braut. Hann náði reyndar að semja um fanga­skipti en slegið var á sátt­ar­hönd hans er hann neit­aði að fara að kröfum Pútíns um að draga sig frá vest­ur­veld­unum á hinu póli­tíska sviði. Halla sér ekki upp að erki­fj­endum Rússa, Banda­ríkja­mönn­um. Það var hann ekki til­bú­inn að gera.

Óvin­sæll í aðdrag­anda stríðs­ins

Zelenskí er lögfræðimenntaður en fetaði leiklistarbrautina og varð vinsæll leikari. Mynd: EPA

En Zel­en­skí var ekki endi­lega hátt skrif­aður hjá leið­togum vest­ur­veld­anna eða löndum sínum áður. Hann hafði verið gagn­rýndur fyrir að taka ekki harðar á spill­ingu í land­inu og einnig fyrir að gera lítið úr hót­unum Rússa í garð Úkra­ínu áður en af inn­rásinni varð.

Hann gagn­rýndi m.a. Joe Biden for­seta Banda­ríkj­anna fyrir stöðugar við­var­anir hans um að Rússar hyggðu á inn­rás. Sagði hann orð Bidens ótíma­bær og að þau gætu valdið skelf­ingu meðal Úkra­ínu­manna.

Þá vildu um 60 pró­sent Úkra­ínu­manna ekki að hann biði sig fram til for­seta á ný. Nú er komið allt annað hljóð í landa hans og yfir 90 pró­sent þeirra styðja hann.

Hið „full­komna sím­tal“

Zelenskí og Angela Merkel. Mynd: EPA

Zel­en­skí vakti fyrst athygli á alþjóða­vísu í valda­tíð Don­alds Trump. Trump hringdi í hann árið 2019 og bað hann að grafa upp eitt­hvað mis­jafnt á Joe Biden og son hans. Þetta var í aðdrag­anda banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna. Trump sagði þetta hafa verið „full­komið sím­tal“ sem seinna varð til þess að full­trúa­deild Banda­ríkja­þings ákærði hann fyrir emb­ætt­is­af­glöp, fyrir að hafa notað stöðu sína sem for­seti í per­sónu­legum til­gangi og hóta því að draga úr fjár­stuðn­ingi til her­mála í Úkra­ínu.

Zel­en­skí neit­aði að gagn­rýna sím­tal Trumps og sagð­ist ekki vilja skipta sér af inn­an­rík­is­póli­tík ann­arra ríkja.

Gyð­ingur verður sam­ein­ing­ar­tákn

Er herir Pútíns for­seta Rúss­lands hófu inn­rás­ina í Úkra­ínu sagð­ist Zel­en­skí vera „skot­mark númer eitt“. Hann var þar með orð­inn „Úkra­ínu­maður númer eitt“ í augum heims­byggð­ar­inn­ar. Í ljósi sög­unnar er gríð­ar­legur stuðn­ingur við hann í heima­land­inu ein­stakur og í raun nokkuð óvenju­leg­ur.

Hann ólst upp í Sov­ét­ríkj­unum í rúss­nesku mæl­andi borg­inni Kryvyi Rih í aust­ur­hluta Úkra­ínu. And­rúms­loft Sov­ét­tím­ans mót­aði hann. Hann er af gyð­inga­ættum og var fjöl­skyldan að ein­hverju leyti utan­garðs jafn­vel þótt þau væru hámennt­uð, móðir hans verk­fræð­ingur og faðir hans stærð­fræð­ing­ur. Á hans heima­slóðum var fjand­semi í garð gyð­inga mik­il. Fjöldamorð þýskra nas­ista og aðskiln­að­ar­hópa í Sov­ét­ríkj­unum á gyð­ingum í Babi Yar árið 1941, er mörgum enn ofar­lega í huga. Tæp­lega 34 þús­und gyð­ingar voru drepnir á aðeins tveimur dög­um.

Zelenskí tekur við embætti forseta Úkraínu í apríl árið 2019. Mynd: EPA

Zel­en­skí sagð­ist í við­tali árið 2020 vera kom­inn af „dæmi­gerðri sov­éskri gyð­inga­fjöl­skyldu“ og að flestir gyð­ingar í Sov­ét­ríkj­unum hefðu ekki verið sér­stak­lega trú­rækn­ir.Í frétta­skýr­ingu The Atl­antic um málið segir að þessi orð beri það ef til vill fyrst og fremst með sér að trú­rækni var ekki mögu­leg. Bæna­hús gyð­inga voru sem dæmi að mestu lokuð þar til í lok níunda ára­tugar síð­ustu ald­ar.

Allt frá átt­unda ára­tugnum og til þess tíunda yfir­gáfu um 1,5 millj­ónir gyð­inga Sov­ét­rík­in. Zel­en­skí og fjöl­skylda hans voru í minni­hluta þeirra gyð­inga sem ákváðu að verða um kyrrt.

Sov­ét­ríkin lið­ust í sund­ur, Úkra­ína varð sjálf­stætt ríki og gyð­ingar gátu farið að iðka trú sína. Úr þessu breytta and­rúms­lofti spratt for­seta­efnið Zel­en­skí. Fyrst í hlut­verki gyð­ings sem varð for­seti í sjón­varps­þætti og svo sem einmitt það sama í raun og veru eftir stór­sigur í kosn­ingum árið 2019.

Nú þegar Zel­en­skí er orð­inn sam­ein­ing­ar­tákn Úkra­ínu­manna finnst gyð­ingum í land­inu, sem í gegnum tíð­ina hafa sætt ofsókn­um, þeir loks til­heyra.

Ósvik­inn þjóð­ar­leið­togi

Zel­en­skí er fjöl­skyldu­mað­ur. Hann gift­ist arki­tekt­inum Olenu árið 2003 og saman eiga þau sautján ára dóttur og níu ára son. Sjálfur er hann nú staddur í Kænu­garði og seg­ist hvergi ætla að fara. Hann hefur svo bætt því við að fjöl­skyldan sé enn í Úkra­ínu. Að hún sé ekki á flótta líkt og tug­þús­undir ann­arra.

Zelenskí neitar staðfastlega að yfirgefa Úkraínu.

„Stríðið hefur breytt hinum fyrr­ver­andi grínista úr afdala­legum stjórn­mála­manni með rang­hug­myndir um mik­il­leika sinn í ósvik­inn þjóð­ar­leið­toga,“ skrifar Melinda Har­ing, sér­fræð­ingur í utan­rík­is­málum Evr­asíu-­ríkja.

Þótt hægt sé að gagn­rýna hann fyrir að fara ekki hraðar í umbætur heima fyrir og styrkja landa­mæri Úkra­ínu að Rúss­landi með öllum ráðum síð­ustu mán­uði hefur hann sýnt „gríð­ar­legt hug­rekki“, neitað að sitja í skjóli í skot­byrgi heldur verið sýni­legur og farið um víg­velli með her­mönnum sín­um. „Hann hefur sýnt stað­fasta föð­ur­lands­ást sem fáir áttu lík­lega von á frá rúss­nesku­mæl­andi Aust­ur-Úkra­ínu­mann­i,“ skrif­aði Har­ing enn frem­ur.

Undir þessa skoðun hafa margir tekið síð­ustu daga. Stað­festa Zel­en­skís þykir aðdá­un­ar­verð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar