Þangað fer flóttafólkið frá Úkraínu

Rúmlega milljón Úkraínumanna hefur nú flúið heimaland sitt vegna innrásar Rússa og talið er að allt að fjórar milljónir muni yfirgefa landið áður en yfir lýkur. Evrópusambandið hyggst taka flóttafólki frá Úkraínu opnum örmum.

Úkraínskt flóttafólk hefur þurft að bíða í tugi klukkustunda til að komast yfir landamærin til Póllands.
Úkraínskt flóttafólk hefur þurft að bíða í tugi klukkustunda til að komast yfir landamærin til Póllands.
Auglýsing

Sam­kvæmt tölum sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar gáfu út fyrir helgi hafa milljón manns yfir­gefið Úkra­ínu síðan inn­rás Rússa hófst fyrir rúm­lega viku síðan og hefur Evr­ópu­sam­bandið skuld­bundið sig til þess að taka við öllum þeim sem þaðan flýja. Talið er að allt að fjórar millj­ónir muni yfir­gefa heima­land­ið.

Flótta­fólk frá Úkra­ínu flykk­ist nú yfir landa­mærin til nágranna­ríkja sinna á borð við Pól­land, Slóvak­íu, Ung­verja­land og Mold­óvu, auk þess sem nokkur fjöldi hefur brugðið á það ráð að halda til Rúss­lands og örfáir til Hvíta-Rúss­lands.

Fjöldi úkra­ínsks flótta­fólks sem leitað hefur til ákveð­inna nágranna­ríkja sam­kvæmt SÞ:

Pól­land 505,582

Ung­verja­land 139,686

Mold­óva 97,827

Slóvakía 72,200

Rúm­en­ía 51,261

Rúss­land 47,800

Hvíta-Rúss­land 357

Þá er talið að um 90.000 flótta­menn hafi þegar lagt leið sína þaðan til ann­arra ríkja í Evr­ópu.

Auglýsing
Flestir þeir sem flúið hafa Úkra­ínu það sem af er hafa lagt leið sína til Pól­lands, þar sem rað­irnar við landamæra­stöðvar eru svo langar að fólk bíður í allt að 60 klukku­stundir úti í kuld­anum eftir að kom­ast yfir landa­mær­in, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Þeir sem hafa freistað þess að leita skjóls í Rúm­eníu hafa þurft að bíða allt að 20 klukku­stund­ir. Þá eru fjöl­margir sem ekki hefur tek­ist að koma sér burt frá úkra­ínskum borgum og að landa­mær­un­um.

Þrátt fyrir að flótta­fólk­inu sé ekki skilt að hafa með sér papp­íra er mælst er til þess að, hafi það tök á, það hafi með sér vega­bréf eða önnur skil­ríki og fæð­ing­ar­vott­orð barna sem með þeim ferðast, auk heil­brigð­is­vott­orða. Til þess að fá stöðu flótta­fólks verður það að hafa úkra­ínskan rík­is­borg­ara­rétt eða lög­heim­ili í Úkra­ínu. Tals­vert hefur verið gagn­rýnt hvernig komið hefur verið fram við erlenda rík­is­borg­ara í Úkra­ínu síðan inn­rás Rússa hóf­st, en inn­flytj­end­um, sér­stak­lega inn­flytj­endum frá Afr­íku, hefur verið mein­aður aðgangur að almenn­ings­sam­göngum sem flytja borg­ara í burtu frá átaka­svæð­um, auk þess sem þeir hafa lent í vand­ræðum þegar þeir reyna að kom­ast yfir landa­mærin til ann­arra ríkja.

Í Pól­landi, sem og öðrum nágranna­ríkjum Úkra­ínu, getur flótta­fólk svo haft aðsetur í sér­stökum mót­töku­stöðvum hafi það ekki ætt­ingja eða vini til að leita húsa­skjóls hjá. Þar fá þeir mat og heil­brigð­is­þjón­ustu. Í Ung­verja­landi og Rúm­eníu fær flótta­fólkið fjár­hags­að­stoð til mat­ar­inn­kaupa, auk þess sem börn á flótta frá Úkra­ínu kom­ast í skóla á svæð­inu. Í Tékk­landi fær flótta­fólk frá Úkra­ínu sér­staka vega­bréfs­á­ritun sem gefur þeim land­vist­ar­leyfi.

Pól­land og Slóvakía hafa þegar biðlað til Evr­ópu­sam­bands­ins um aðstoð vegna þess fjölda flótta­fólks sem þangað streym­ir. Þýska­land og Grikk­land hafa þegar brugð­ist við með því að senda tjöld, teppi og grímur til Slóvak­íu, auk þess sem Frakk­land hefur sent lyf og annan heil­brigð­is­búnað til Pól­lands.

Fjölda­vernd

Evr­ópu­sam­bandið und­ir­býr nú reglu­gerð sem mun gefa öllum Úkra­ínu­mönnum sem flýja Úkra­ínu sér­staka fjölda­vernd þar sem þeir fá rétt­indi til að búa og starfa innan aðild­ar­ríkj­anna 27 í allt að þrjú ár. Þá hljóti þeir jafn­framt rétt­indi til fram­færslu­styrkja, hús­næð­is­að­stoð­ar, heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­unar barna. Jón Gunn­­ar­s­­son, dóms­­mála­ráð­herra Íslands, ætl­­ar að fylgja í fót­spor Evr­ópu­sam­bands­ins með því að virkja 44. grein út­­lend­inga­laga, sem heim­il­ar fjölda­vernd flótta­­manna frá til­­­tekn­um svæð­um, að því er fram kom í sam­tali hans við mbl.is í vik­unni.

Þá ætla Banda­ríkin einnig að veita flótta­fólki frá Úkra­ínu sams­konar vernd til 18 mán­aða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar