Innrásin í Úkraínu markar nýtt upphaf í Evrópu

Aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á Evrópuþinginu á þriðjudag en fram undan er langt og strangt aðildarferli, óháð stríðsátökum. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir innrásina marka nýtt upphaf í Evrópu.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, klappaði Volodímír Zelenskí, forseta Úkraínu, lof í lófa eftir ávarp hans á Evrópuþinginu. Von der Leyen segir stund sannleikans vera að renna upp í Evrópu.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, klappaði Volodímír Zelenskí, forseta Úkraínu, lof í lófa eftir ávarp hans á Evrópuþinginu. Von der Leyen segir stund sannleikans vera að renna upp í Evrópu.
Auglýsing

„Við erum hér í skugga stríðs Pútíns. Stríðs sem við hófum ekki. Stríðs sem er hrylli­leg inn­rás á full­valda, sjálf­stætt rík­i,“ sagði Roberta Mesola, for­seti Evr­ópu­þings­ins, við upp­haf þing­fundar Evr­ópu­þings­ins í Brus­sel í fyrra­dag..

Þingið kom sér­stak­lega saman til að ræða inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Volodímír Zel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, og Ruslan Stef­anchuk, for­seti úkra­ínska þings­ins, ávörp­uðu þingið frá Kænu­garði.

Auglýsing

Mesola for­dæmdi inn­rás­ina og sagði úkra­ínsku þjóð­ina eiga stuðn­ing Evr­ópu vísan, sam­bandið muni styðja lög­sögu Alþjóða­glæpa­dóm­stóls­ins og rann­sókn á stríðs­glæpum gegn Úkra­ínu. „Við munum draga hann [Pútín] til ábyrgð­ar,“ sagði Mesola.

Zel­en­skí skrif­aði undir form­lega umsókn um aðild að Evr­ópu­samn­bandinu á mánu­dag, fjórum dögum eftir að inn­rás rúss­neska hers­ins hófst. Í ávarpi sínu á Evr­ópu­þing­inu óskaði hann enn á ný eftir stuðn­ingi Evr­ópu. „Við erum að berj­ast fyrir rétt­indum okk­ar, frelsi og lífi, og sem stendur að lifa af. Við erum einnig að berj­ast fyrir því að vera jafn­ingjar Evr­ópu,“ sagði Zel­en­skí. Atkvæða­freiðsla um umsókn­ina fór fram á þing­inu og var hún sam­þykkt með miklum meiri­hluta: 637 atkvæðum gegn 13. 26 sátu hjá.

Öll torg í Úkra­ínu verða frelsis­torg

Zel­en­skí flutti ávarp sitt milli árása rúss­neska hers­ins, sem beindust þá einna helst að borg­inni Kar­kív, næst stærstu borg Úkra­ínu, þar sem sprengjum var meðal ann­ars varpað á Frelsis­torgið þar í borg. „Héðan í frá verður hvert ein­asta torg í borgum Úkra­ínu kallað Frelsis­torg,“ sagði for­set­inn, og ítrek­aði að þingið og leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna yrðu nú að sanna að sam­bandið standi með Úkra­ínu. „Við höfum sannað styrk okk­ar. Við höfum sýnt að við erum alveg eins og þið. Sýnið að þið standið með okk­ur. Sýnið að þið yfir­gefið okkur ekki. Sannið að þið séuð Evr­ópu­bú­ar. Þá mun lífið hafa betur gegn dauð­anum og ljósið mun sigra myrkrið,“ sagði Zel­en­skí, áður en hann lauk ávarp sínu á orð­unum Slava Ukra­ini: Dýrð sé Úkra­ínu.

Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Evrópuþingið frá Kænugarði.

Úkra­ína er að verja landa­mæri hins sið­mennt­aða heims

Ruslan Stef­ant­sjúk, for­seti úkra­ínska þings­ins, sagði Úkra­ínu vera að verja landa­mæri hins sið­mennt­aða heims. „Ef Úkra­ína fellur er engin leið að vita hvar Rússar munu stöðv­a,“ sagði Stef­ant­sjúk, sem und­ir­strik­aði að besta leiðin til að sýna Úkra­ínu stuðn­ing væri að við­ur­kenna vilja rík­is­ins að vera hluti af Evr­ópu.

Charles Michel, for­seti leið­toga­ráðs ESB, sagði inn­rás Rússa land­stjórn­mála­leg hryðju­verk. Hann full­viss­aði Evr­ópu­þing­menn um að ráðið myndi fara ítar­lega yfir „al­var­lega, tákn­ræna, póli­tíska, og að mínu mati, lög­mæta beiðni“ Úkra­ínu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, ítrek­aði orð sín frá því á mánu­dag þegar hún sagði Úkra­ínu „vera eitt af okk­ur“ og að ríkið ætti heima í Evr­ópu­sam­band­inu. Leið­togar allra flokka á Evr­ópu­þing­inu tóku til máls og voru sam­mála um að inn­rásin marki nýtt upp­haf í Evr­ópu og í raun heim­inum öll­um.

Engin flýti­með­ferð í boði

Þrátt fyrir stríðs­á­tök og yfir­gnæf­andi stuðn­ing við umsókn­ar­að­ild Úkra­ínu að sam­band­inu mun umsóknin þó ekki fá neina flýti­með­ferð. „Það er langur vegur fram und­an,“ sagði von der Leyen. „Eng­inn getur hins vegar efast um að fólk sem sýnir jafn mikið hug­rekki til að standa vörð um evr­ópsk gildi eigi heima í Evr­ópu­fjöl­skyld­unn­i,“ bætti hún við.

Líkur benda til þess að orð von der Leyen séu fyrst og fremst tákn­ræn. Umsókn­ar­ferli í Evr­ópu­sam­bandið er langt og strangt og getur tekið allt að ára­tug líkt og dæmin sanna. Pól­land sótti til að mynda fyrst um árið 1994 en fékk inn­göngu form­lega tíu árum síð­ar, 2004.

Til að full­gilda aðild umsókn­ar­ríkis þarf sam­þykki allra aðild­ar­ríkj­anna, sem nú eru 27. Ríkið þarf auk þess að aðlag­ast sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins og inn­leiða yfir 80 þús­und blað­síður af reglum og reglu­gerðum sam­bands­ins.

Flýti­með­ferð þykir einnig ólík­leg sökum fjölda aðild­ar­um­sókna sem enn eru óaf­greidd­ar, til að mynda frá Alban­íu, Bosníu og Serbíu. Auk þess hefur útganga Bret­lands úr sam­band­inu og heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar gert sam­band­inu erfitt fyrir að sinna sínum hefð­bundnu verk­efn­um, svo sem að útvíkka sam­band­ið.

Vilji Úkra­ínu er hins vegar skýr en flókið og tíma­frekt reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins virð­ist standa í vegi. Þó orð von der Leyen séu tákn­ræn þá eru þau skýr. Hún sagði stund sann­leik­ans vera að renna upp í Evr­ópu. „Við getum ekki litið á öryggi sem sjálf­sagðan hlut, við verðum að fjár­festa í því,“ sagði hún og bætti við að ef ætlun Pútíns væri að sundra ESB, NATO og alþjóða­sam­fé­lag­inu hefði honum tek­ist hið gagn­stæða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar