Innrásin í Úkraínu markar nýtt upphaf í Evrópu

Aðildarumsókn Úkraínu að Evrópusambandinu var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á Evrópuþinginu á þriðjudag en fram undan er langt og strangt aðildarferli, óháð stríðsátökum. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir innrásina marka nýtt upphaf í Evrópu.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, klappaði Volodímír Zelenskí, forseta Úkraínu, lof í lófa eftir ávarp hans á Evrópuþinginu. Von der Leyen segir stund sannleikans vera að renna upp í Evrópu.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, klappaði Volodímír Zelenskí, forseta Úkraínu, lof í lófa eftir ávarp hans á Evrópuþinginu. Von der Leyen segir stund sannleikans vera að renna upp í Evrópu.
Auglýsing

„Við erum hér í skugga stríðs Pútíns. Stríðs sem við hófum ekki. Stríðs sem er hrylli­leg inn­rás á full­valda, sjálf­stætt rík­i,“ sagði Roberta Mesola, for­seti Evr­ópu­þings­ins, við upp­haf þing­fundar Evr­ópu­þings­ins í Brus­sel í fyrra­dag..

Þingið kom sér­stak­lega saman til að ræða inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Volodímír Zel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, og Ruslan Stef­anchuk, for­seti úkra­ínska þings­ins, ávörp­uðu þingið frá Kænu­garði.

Auglýsing

Mesola for­dæmdi inn­rás­ina og sagði úkra­ínsku þjóð­ina eiga stuðn­ing Evr­ópu vísan, sam­bandið muni styðja lög­sögu Alþjóða­glæpa­dóm­stóls­ins og rann­sókn á stríðs­glæpum gegn Úkra­ínu. „Við munum draga hann [Pútín] til ábyrgð­ar,“ sagði Mesola.

Zel­en­skí skrif­aði undir form­lega umsókn um aðild að Evr­ópu­samn­bandinu á mánu­dag, fjórum dögum eftir að inn­rás rúss­neska hers­ins hófst. Í ávarpi sínu á Evr­ópu­þing­inu óskaði hann enn á ný eftir stuðn­ingi Evr­ópu. „Við erum að berj­ast fyrir rétt­indum okk­ar, frelsi og lífi, og sem stendur að lifa af. Við erum einnig að berj­ast fyrir því að vera jafn­ingjar Evr­ópu,“ sagði Zel­en­skí. Atkvæða­freiðsla um umsókn­ina fór fram á þing­inu og var hún sam­þykkt með miklum meiri­hluta: 637 atkvæðum gegn 13. 26 sátu hjá.

Öll torg í Úkra­ínu verða frelsis­torg

Zel­en­skí flutti ávarp sitt milli árása rúss­neska hers­ins, sem beindust þá einna helst að borg­inni Kar­kív, næst stærstu borg Úkra­ínu, þar sem sprengjum var meðal ann­ars varpað á Frelsis­torgið þar í borg. „Héðan í frá verður hvert ein­asta torg í borgum Úkra­ínu kallað Frelsis­torg,“ sagði for­set­inn, og ítrek­aði að þingið og leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna yrðu nú að sanna að sam­bandið standi með Úkra­ínu. „Við höfum sannað styrk okk­ar. Við höfum sýnt að við erum alveg eins og þið. Sýnið að þið standið með okk­ur. Sýnið að þið yfir­gefið okkur ekki. Sannið að þið séuð Evr­ópu­bú­ar. Þá mun lífið hafa betur gegn dauð­anum og ljósið mun sigra myrkrið,“ sagði Zel­en­skí, áður en hann lauk ávarp sínu á orð­unum Slava Ukra­ini: Dýrð sé Úkra­ínu.

Volodímír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði Evrópuþingið frá Kænugarði.

Úkra­ína er að verja landa­mæri hins sið­mennt­aða heims

Ruslan Stef­ant­sjúk, for­seti úkra­ínska þings­ins, sagði Úkra­ínu vera að verja landa­mæri hins sið­mennt­aða heims. „Ef Úkra­ína fellur er engin leið að vita hvar Rússar munu stöðv­a,“ sagði Stef­ant­sjúk, sem und­ir­strik­aði að besta leiðin til að sýna Úkra­ínu stuðn­ing væri að við­ur­kenna vilja rík­is­ins að vera hluti af Evr­ópu.

Charles Michel, for­seti leið­toga­ráðs ESB, sagði inn­rás Rússa land­stjórn­mála­leg hryðju­verk. Hann full­viss­aði Evr­ópu­þing­menn um að ráðið myndi fara ítar­lega yfir „al­var­lega, tákn­ræna, póli­tíska, og að mínu mati, lög­mæta beiðni“ Úkra­ínu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, ítrek­aði orð sín frá því á mánu­dag þegar hún sagði Úkra­ínu „vera eitt af okk­ur“ og að ríkið ætti heima í Evr­ópu­sam­band­inu. Leið­togar allra flokka á Evr­ópu­þing­inu tóku til máls og voru sam­mála um að inn­rásin marki nýtt upp­haf í Evr­ópu og í raun heim­inum öll­um.

Engin flýti­með­ferð í boði

Þrátt fyrir stríðs­á­tök og yfir­gnæf­andi stuðn­ing við umsókn­ar­að­ild Úkra­ínu að sam­band­inu mun umsóknin þó ekki fá neina flýti­með­ferð. „Það er langur vegur fram und­an,“ sagði von der Leyen. „Eng­inn getur hins vegar efast um að fólk sem sýnir jafn mikið hug­rekki til að standa vörð um evr­ópsk gildi eigi heima í Evr­ópu­fjöl­skyld­unn­i,“ bætti hún við.

Líkur benda til þess að orð von der Leyen séu fyrst og fremst tákn­ræn. Umsókn­ar­ferli í Evr­ópu­sam­bandið er langt og strangt og getur tekið allt að ára­tug líkt og dæmin sanna. Pól­land sótti til að mynda fyrst um árið 1994 en fékk inn­göngu form­lega tíu árum síð­ar, 2004.

Til að full­gilda aðild umsókn­ar­ríkis þarf sam­þykki allra aðild­ar­ríkj­anna, sem nú eru 27. Ríkið þarf auk þess að aðlag­ast sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins og inn­leiða yfir 80 þús­und blað­síður af reglum og reglu­gerðum sam­bands­ins.

Flýti­með­ferð þykir einnig ólík­leg sökum fjölda aðild­ar­um­sókna sem enn eru óaf­greidd­ar, til að mynda frá Alban­íu, Bosníu og Serbíu. Auk þess hefur útganga Bret­lands úr sam­band­inu og heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar gert sam­band­inu erfitt fyrir að sinna sínum hefð­bundnu verk­efn­um, svo sem að útvíkka sam­band­ið.

Vilji Úkra­ínu er hins vegar skýr en flókið og tíma­frekt reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins virð­ist standa í vegi. Þó orð von der Leyen séu tákn­ræn þá eru þau skýr. Hún sagði stund sann­leik­ans vera að renna upp í Evr­ópu. „Við getum ekki litið á öryggi sem sjálf­sagðan hlut, við verðum að fjár­festa í því,“ sagði hún og bætti við að ef ætlun Pútíns væri að sundra ESB, NATO og alþjóða­sam­fé­lag­inu hefði honum tek­ist hið gagn­stæða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar