Hálf milljón manna hefur flúið Úkraínu

Á sama tíma og yfir 60 kílómetra löng lest af rússneskum hertrukkum nálgast Kænugarð og loftvarnaflautur eru þandar í hverri úkraínsku borginni á fætur annarri hefur hálf milljón manna flúið landið. Og sífellt fleiri leggja af stað út í óvissuna.

Fjölskylda frá Úkraínu bíður þess að komast yfir landamærin til Póllands
Fjölskylda frá Úkraínu bíður þess að komast yfir landamærin til Póllands
Auglýsing

Yfir hálf milljón manna hefur flúið Úkra­ínu síðan að inn­rás Rússa hófst. Flestir hafa flúið til Pól­lands, að sögn Fil­ippo Gar­di, fram­kvæmda­stjóra Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Stofn­unin á von á að um fjórar millj­ónir manna flýi Úkra­ínu á næstu dögum og vik­um.

Hún sagði enn­fremur að í gær, mánu­dag, hefðu að minnsta kosti 102 almennir borg­arar fallið í stríð­inu en úkra­ínsk stjórn­völd sögðu fjöld­ann vera 352, þar af sextán börn.

Auglýsing

BBC greindi frá því snemma í morgun að yfir 60 kíló­metra löng lest af rúss­neskum her­trukkum nálg­að­ist höf­uð­borg­ina Kænu­garð. Þetta megi sjá á gervi­hnatta­mynd­um.

Langar raðir fólks- og lang­ferða­bíla hafa síð­ustu daga verið í landamæra­stöðvar að nágranna­löndum Úkra­ínu. Að minnsta kosti 281 þús­und hafa flúið til Pól­lands, yfir 84.500 til Ung­verja­lands, um 36.400 til Mold­óvu, 32.500 til Rúm­eníu og um 30 þús­und til Slóvak­íu. Að auki hefur ótil­greindur fjöldi fólks flúið til ann­arra landa. New York Times greinir frá því að 129 þús­und manns hafi yfir­gefið aust­ur­héruð Úkra­ínu og farið yfir landa­mærin til Rúss­lands. Mjög fáir, lík­lega um 500 manns, hafa flúið til Hvíta-Rúss­lands.

Í Úkra­ínu gilda her­lög sem felur m.a. í sér að úkra­ínskir karl­menn á aldr­inum 18-60 ára mega ekki yfir gefa land­ið. Til er ætl­ast að þeir grípi til vopna.

Fyrir marga flótta­menn er við­koma í næstu nágranna­löndum Úkra­ínu aðeins fyrsti áfanga­staður á lengra ferða­lagi, lík­lega oft­ast til ann­arra Evr­ópu­landa. Yfir­völd í Rúm­eníu hafa til dæmis sagt, að því er fram kemur í frétt Reuters, að um helm­ingur allra þeirra sem komið hafa til lands­ins frá Úkra­ínu hafi þegar haldið leið sinni áfram.

Flótt­inn mikli frá Úkra­ínu er þegar far­inn að jafn­ast á við það sem átti sér stað í stríð­inu á Balkan-skaga á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Sá stóri munur er þó á að nú er flótta­fólki mætt með opnum örm­um.

En ekki hefur öllum enn tek­ist að flýja. Á það m.a. við fjöld­ann allan af náms­mönnum frá Afr­íku­ríkjum við úkra­ínska háskóla. Utan­rík­is­ráð­herra Sómalíu seg­ist hafa sett sig í sam­band við pólsk yfir­völd til að liðka fyrir flutn­ingi um 300 Sómala þang­að. Ferðir þeirra yfir evr­ópsk landa­mæri eru þrautin þyngri á frið­ar­tím­um. Á stríðs­tím­um, líkt og nú, hafa fjöl­margar fregnir borist af hinu sama.

Gríðarlegur fólksfjöldi er við landamærastöðvar í Úkraínu á leið út úr landinu. Mynd: EPA

Þús­undir ungra Afr­íku­búa eru í námi við háskóla í Úkra­ínu. Flestir eru þeir frá Níger­íu, Gana, Ken­ía, Suð­ur­-Afr­íku, Eþíópíu og Sómal­íu. Utan­rík­is­ráð­herra Nígeríu sagði á Twitter í fyrra­dag að úkra­ínskir landamæra­verðir væru að hindra för níger­ískra rík­is­borg­ara til nágranna­ríkja. Utan­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu sagði slíkt ekki mark­visst vera að eiga sér stað. Þeir ættu að geta flúið líkt og aðrir en bað um bið­lund vegna þess ófremd­ar­á­stands sem ríkti við landamæra­stöðv­arn­ar. Hann fyr­ir­skip­aði landamæra­vörðum í kjöl­farið að leyfa öllum útlend­ing­um, hverrar þjóðar sem þeir væru, að yfir­gefa Úkra­ínu.

Utan­rík­is­ráð­herra Gana greindi svo frá því í gær að náms­menn þaðan hefðu ekki átt í erf­ið­leikum með að kom­ast yfir landa­mær­in. Pólsk yfir­völd sögðu það ekki rétt að mark­visst væri reynt að koma í veg fyrir að Afr­íku­búar kæmu þang­að. „Landamæra­verðir við pólsku landa­mærin hjálpa öllum að flýja átaka­svæðin í Úkra­ínu. Þjóð­erni eða rík­is­borg­ara­réttur skiptir þar engu máli.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent