Mynd: Pexels

Nýtt Íslandsmet í bensínverði og landinn flýr í rafmagn

Heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu hefur ekki verið hærra í sjö ár. Hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra er yfir 50 prósent en hlutdeild olíufélaga í honum hefur lækkað skarpt síðustu mánuði. Bílum sem ganga fyrir rafmagni að öllu leyti eða hluta fjölgar gríðarlega.

Við­mið­un­­ar­verð á bens­ín­verði hér­­­lendis er nú 270,9 krónur á lítra og hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Það hefur hækkað um 40 pró­­sent frá því í maí 2020 og um 29 pró­sent á 14 mán­uð­u­m. 

Alls renna 139,6 krónur af hverjum seldum lítra, 51,5 pró­­­sent, til íslenska rík­­­is­ins vegna virð­is­auka­skatts, almenns bens­ín­gjalds, sér­­­staks bens­íns­gjalds og kolefn­is­gjalds. Hlutur olíu­­­­­fé­laga í hverju seldum lítra er 43,2 krón­­­ur, en hann lækkar um 26,5 pró­­sent í krónum talið frá því í des­em­ber 2021. 

Það sem eftir stendur er svo lík­­­­­legt inn­kaupa­verð sem í dag nemur 88,1 krónur á lítra, en það hefur hækkar um rúm­lega 27 pró­­­sent á tveimur mán­uð­um.

Hlutur olíu­­­­­fé­lags­ er reikn­aður sem afgangs­­­stærð þegar búið er að draga frá hlut­­­deild rík­­­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra og lík­­­­­leg­t inn­kaup­verð á honum frá reikn­uðu við­mið­un­­­ar­verði, enda hald­­­góðar upp­­­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­­­ar­liði olíu­­­­­fé­lag­anna ekki opin­ber­­­ar. 

Þetta má sjá í nýj­­­ustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við hug­­­bún­­­að­­­ar­­­fyr­ir­tækið Seið. Við­mið­un­­­ar­verðið miðar við næst­lægstu verð­­­­tölu í yfir­­­­lit­i síð­­­unnar Bens­ín­verð.is, sem Seiður heldur úti, til að forð­­­­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­­­­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­­­­ar­verðið er þó ætið með lægstu verð­­­um.

Flytjum inn allt jarð­efna­elds­­neyti

Ísland fram­­­leiðir vit­an­­­lega ekk­ert jarð­efna­elds­­­neyti heldur flytur það allt inn. Bíl­­ar sem nota jarð­efna­elds­­­neyti er enn í miklum meiri­hluta hér­lend­is. Sam­­­kvæmt tölum Hag­­­stofu Íslands voru bensín og dísel­bíl­arnir um 320 þús­und í lok árs 2020. 

Sveifl­­­urnar á heims­­­mark­aðs­verði á olíu hafa verið gríð­­­ar­­­leg­­ar á und­an­förnum mán­uðum en verð á olíu og bens­íni hefur ekki verið jafn­hátt og það er um þessar mundir í sjö ár. Verðið fór niður í 20 dali á tunnu í apríl 2020, fór yfir 86 dali á tunnu í októ­ber. Nú er það um 92 krónur á tunnu.

Hækk­­­andi heims­­­mark­aðs­verð á olíu hefur því bein áhrif á veskið hjá lands­­­mönnum þegar það kemur fram í smá­­­sölu­verð­inu hér­­­­­lendis og hækkar auk þess verð­­­bólgu, sem er nú 5,7 pró­­­sent. Há verð­­­bólga hefur leitt til þess að Seðla­­­banki Íslands hefur hækkað vexti um úr 0,75 pró­­­sent­u­­­stig í 2,75 pró­sent frá því í maí í fyrra. 

Fjöldi bíla sem ganga fyrir raf­­­­­magni að öllu leyti eða hluta hefur hins vegar vaxið hratt hér­lendis á skömmum tíma. Í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­inn var fjöld­i tengilt­vinn­bíla kom­inn upp í 13.226 en fjöldi bíla sem gengu bara fyrir raf­magni var um tíu þús­und.

Í nýlegum tölum frá Bíl­greina­sam­band­inu, sem birtar eru á vef Félags íslenskra bif­reið­ar­eig­enda, kemur fram að á fyrstu sex vikum árs­ins 2022 hafi nýskrán­ingar á bílum alls verið 1.244. Það er rúm­lega 51 pró­sent fleiri bílar en voru nýskráðir á sama tíma í fyrra. Þar af voru 33,6 pró­sent tengilt­vinn­bíl­ar, 33,4 pró­sent raf­magns­bílar og hybrid­bílar voru 15,2 pró­sent. Dísil­bílar voru 9,2 pró­sent nýskráðra en bens­ín­bílar ein­ungis 8,5 pró­sent. 

Gögn og aðferða­fræði

Hér að ofan er birt nið­ur­staða útreikn­inga og áætl­unar á því hvernig verð á lítra af bens­íni skipt­ist milli aðila í fram­setn­ingu GRID.

  • Við­mið­un­ar­verð er fengið frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Seið ehf. sem meðal ann­ars heldur úti síð­unni Bens­ín­verð.is og fylgst hefur með bens­ín­verði á flestum bens­ín­stöðum lands­ins dag­lega síðan 2007. Miðað er við næst­lægstu verð­tölu í yfir­lit­inu til að forð­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.
  • Hlutur rík­is­ins liggur ljós fyrir út frá sköttum sem eru ýmist fastir og hlut­falls­leg­ir. Upp­lýs­ingar um breyt­ingar á skatta­lögum eru fengnar frá Við­skipta­ráði sem fylgst hefur með slíkum breyt­ingum um ára­bil.
  • Lík­legt inn­kaupa­verð er reiknað útfrá verði á bens­íni til afhend­ingar í New York-höfn í upp­hafi mán­aðar frá banda­rísku orku­stofn­un­inni EIA og mið­gengi doll­ars gagn­vart íslenskri krónu í yfir­stand­andi mán­uði frá Seðla­banka Íslands. Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­punkti vegna lag­er­stöðu, skamm­tíma­sveiflna á mark­aði o.s.frv. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­upp­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­um. Mis­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­leitt mjög lít­ill.
  • Hlutur olíu­fé­lags er loks reikn­aður sem afgangs­stærð enda hald­góðar upp­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­ar­liði olíu­fé­lag­anna ekki opin­ber­ar. Hafa ber í huga að þar sem við­mið­un­ar­verð er með lægstu verðum á hverjum tíma er þessi liður ef til vill ein­hverju hærri sé litið til heild­ar­við­skipta með bensín á Íslandi.

Verð­upp­lýs­ingar mið­ast við verð­lag hvers tíma. Gögnin eru upp­færð mán­að­ar­lega í kringum 15. hvers mán­að­ar. Fyr­ir­vari er gerður um skekkju­mörk sem þó ættu í mesta lagi að nema fáeinum krónum á útreikn­aða liði. Ábend­ingar um vill­ur, lag­fær­ingar og betrumbætur skal senda á gogn@kjarn­inn.is og er tekið fagn­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar