„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð

Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.

Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
Auglýsing

Andrew prins og Virg­inia Giuf­fre gerðu sam­komu­lag utan dóm­stóla í gær. Giuf­fre steig fram fyrir rúmum tveimur árum þar sem hún sagði barn­a­níð­ing­inn og auð­jöf­ur­inn Jef­frey Ep­­stein hafi gert hana út til Bret­lands árið 2001 þar sem hún hafi meðal ann­ars verið þvinguð af Epstein til að hafa kyn­­mök við Andrew prins.

­Mála­ferli hafa staðið yfir gegn Andrew í New York þar sem hann er sak­aður um að hafa nauðgað Giuf­fre þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára göm­ul. Með sam­komu­lag­inu er málið látið niður falla. Andrés féllst á greiða ákveðna upp­hæð og við­ur­kennir að Giuf­fre sé fórn­ar­lamb mis­notk­un­ar. Þá felur sam­komu­lagið einnig í sér að Andrés greiði ákveðna upp­hæð til góð­gerða­sam­taka Giuf­fre sem standa vörð um fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­of­beld­is.

Lisa Bloom, lög­fræð­ingur Giuf­fre, segir nið­ur­stöð­una stór­sigur. „Þetta er gríð­ar­stór sigur fyrir Virg­ini­u,“ segir Bloom, sem hefur einnig tekið að sér mál nokk­urra fórn­ar­lamba Epstein. Bloom segir nið­ur­stöð­una ekki síst sigur „venju­legs fólk gegn hinum ríku og valda­miklu“. Stað­reyndin er þó sú að prins­inn sver af sér alla ábyrgð og neitar enn öllum ásök­un­um.

„Við­bjóðs­leg­­asti dans­­ari sem ég hef séð á æv­inni“

Giuf­fre, sem er banda­rísk, er í hópi kvenna sem saka Epstein um man­sal. Í við­tali við Panorama, frétta­skýr­inga­þátt BBC, í des­em­ber 2019, greindi hún frá fyrstu kynnum hennar af Andrew, sem voru í gegnum Ghislaine Maxwell, þáver­andi kær­ustu Epstein.

Andrew prins, Virginia Giuffre og Ghislaine Maxwell um svipað leyti og meint kynferðisbrot prinsins áttu sér stað.

Maxwell fór með Giu­f­fre á næt­­ur­­klúbb­inn Tramp í London þar sem prins­inn bauð henni upp í dans. „Hann er við­bjóðs­leg­­asti dans­­ari sem ég hef séð á æv­inn­i,“ sagði Giu­f­fre í við­tal­inu þar sem hún lýs­ir því hvernig svita­­drop­ar spýtt­ust í all­ar átt­ir frá prins­in­­um. Þegar þau yf­ir­­gáfu næt­­ur­­klúbb­inn sagði Maxwell henni að gera það sama og hún gerði fyr­ir Ep­­stein. „Mér varð óglatt,“ sagði Giu­f­fre. Seinna sama kvöld þving­aði hann hana til kyn­maka, að sögn Giuf­fre, á heim­ili Maxwell. Andrew hefur ávallt neitað að hafa átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi við Giuf­fre og brást við frá­sögn hennar meðal ann­ars með því að segja að hann gæti ekki svitnað sökum áfalls sem hann varð fyrir í Falklandseyja-­stríð­inu.

Auglýsing
Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu lög­fræð­inga Andrews og Giuf­fre segir að Andrew sjái eftir að hafa ving­ast við Epstein. Það stang­ast á við þar sem fram kom í við­tali við hann í BBC New­snight árið 2019.

Tveir millj­arðar í sátta­greiðslu?

Nán­ari útskýr­ingar á hvað felst í raun og veru í sam­komu­lag­inu hafa ekki verið gerðar opin­ber­ar. Tel­egraph seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að um 12 millj­óna punda greiðslu sé að ræða, eða sem nemur rúmum tveimur millj­örðum króna, og að hluti greiðsl­unnar muni koma frá bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Í upp­hafi árs, þegar mála­ferlin stóðu sem hæst, afsal­aði Andrew sér titlum sínum innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar og breska hers­ins. Í til­kynn­ingu frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni kom fram að Andrew myndi verja sig sem almennur borg­ari. Hann ber ekki lengur tit­il­inn her­tog­inn af York og þá skal ekki ávarpa hann sem yðar hátign. Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að ákvörð­unin hafi verið tekin með sam­þykki Elísa­betar Eng­lands­drottn­ing­ar, móður Andrews.

Andrew fær líf­eyri frá kon­ungs­lega sjó­hernum auk reglu­legra greiðslna frá sjóði drottn­ing­ar, Duchy of Lancest­er. Lög­mað­ur­inn Kate Macnab segir það eðli­lega kröfu að vita hvort greiðslan muni koma úr opin­berum sjóðum eða einka­sjóð­um. Þá bendi tals­maður sam­tak­anna Repu­blic, sem eru mót­fallin breska kon­ungs­veld­inu, að skatt­greið­endur eigi rétt á að vita hvaðan pen­ingar sem nýttir verða í greiðsl­una koma.

Krafta Andrews ekki óskað í kon­ungs­höll­inni

Þó svo að einka­máli Giuf­fre gegn Andrew sé lokið með dómsátt­inni en Giuf­fre mun mögu­lega geta borið vitni í öðrum mál­um. Gloria All­red, banda­rískur lög­maður sem hefur varið fórn­ar­lömb Epstein, segir sam­komu­lagið ekki úti­loka aðkomu Giuf­fre að öðrum dóms­mál­um. „Sak­­sókn­­ari gæti ákveðið að leggja fram kæru um glæp­­sam­­legt at­hæfi og þá gæti Virg­inia borið vitni, verði óskað eftir því,“ segir All­red.

Fram­tíð Andrews innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar er enn óljós. Hann hefur ekki komið opin­ber­lega fram svo mán­uðum skiptir og eftir að hann afsal­aði sér titlum sínum er hann ekki lengur „yðar hátign“. Í umfjöllun Tel­egraph segir að honum hafi verið ráð­lagt af ráð­gjöfum kon­ungs­hall­ar­innar að hafa hljótt um sig að minnsta kosti út árið. Krafta hans innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar sé ekki ósk­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent