„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð

Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.

Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
Auglýsing

Andrew prins og Virg­inia Giuf­fre gerðu sam­komu­lag utan dóm­stóla í gær. Giuf­fre steig fram fyrir rúmum tveimur árum þar sem hún sagði barn­a­níð­ing­inn og auð­jöf­ur­inn Jef­frey Ep­­stein hafi gert hana út til Bret­lands árið 2001 þar sem hún hafi meðal ann­ars verið þvinguð af Epstein til að hafa kyn­­mök við Andrew prins.

­Mála­ferli hafa staðið yfir gegn Andrew í New York þar sem hann er sak­aður um að hafa nauðgað Giuf­fre þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára göm­ul. Með sam­komu­lag­inu er málið látið niður falla. Andrés féllst á greiða ákveðna upp­hæð og við­ur­kennir að Giuf­fre sé fórn­ar­lamb mis­notk­un­ar. Þá felur sam­komu­lagið einnig í sér að Andrés greiði ákveðna upp­hæð til góð­gerða­sam­taka Giuf­fre sem standa vörð um fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­of­beld­is.

Lisa Bloom, lög­fræð­ingur Giuf­fre, segir nið­ur­stöð­una stór­sigur. „Þetta er gríð­ar­stór sigur fyrir Virg­ini­u,“ segir Bloom, sem hefur einnig tekið að sér mál nokk­urra fórn­ar­lamba Epstein. Bloom segir nið­ur­stöð­una ekki síst sigur „venju­legs fólk gegn hinum ríku og valda­miklu“. Stað­reyndin er þó sú að prins­inn sver af sér alla ábyrgð og neitar enn öllum ásök­un­um.

„Við­bjóðs­leg­­asti dans­­ari sem ég hef séð á æv­inni“

Giuf­fre, sem er banda­rísk, er í hópi kvenna sem saka Epstein um man­sal. Í við­tali við Panorama, frétta­skýr­inga­þátt BBC, í des­em­ber 2019, greindi hún frá fyrstu kynnum hennar af Andrew, sem voru í gegnum Ghislaine Maxwell, þáver­andi kær­ustu Epstein.

Andrew prins, Virginia Giuffre og Ghislaine Maxwell um svipað leyti og meint kynferðisbrot prinsins áttu sér stað.

Maxwell fór með Giu­f­fre á næt­­ur­­klúbb­inn Tramp í London þar sem prins­inn bauð henni upp í dans. „Hann er við­bjóðs­leg­­asti dans­­ari sem ég hef séð á æv­inn­i,“ sagði Giu­f­fre í við­tal­inu þar sem hún lýs­ir því hvernig svita­­drop­ar spýtt­ust í all­ar átt­ir frá prins­in­­um. Þegar þau yf­ir­­gáfu næt­­ur­­klúbb­inn sagði Maxwell henni að gera það sama og hún gerði fyr­ir Ep­­stein. „Mér varð óglatt,“ sagði Giu­f­fre. Seinna sama kvöld þving­aði hann hana til kyn­maka, að sögn Giuf­fre, á heim­ili Maxwell. Andrew hefur ávallt neitað að hafa átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi við Giuf­fre og brást við frá­sögn hennar meðal ann­ars með því að segja að hann gæti ekki svitnað sökum áfalls sem hann varð fyrir í Falklandseyja-­stríð­inu.

Auglýsing
Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu lög­fræð­inga Andrews og Giuf­fre segir að Andrew sjái eftir að hafa ving­ast við Epstein. Það stang­ast á við þar sem fram kom í við­tali við hann í BBC New­snight árið 2019.

Tveir millj­arðar í sátta­greiðslu?

Nán­ari útskýr­ingar á hvað felst í raun og veru í sam­komu­lag­inu hafa ekki verið gerðar opin­ber­ar. Tel­egraph seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að um 12 millj­óna punda greiðslu sé að ræða, eða sem nemur rúmum tveimur millj­örðum króna, og að hluti greiðsl­unnar muni koma frá bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Í upp­hafi árs, þegar mála­ferlin stóðu sem hæst, afsal­aði Andrew sér titlum sínum innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar og breska hers­ins. Í til­kynn­ingu frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni kom fram að Andrew myndi verja sig sem almennur borg­ari. Hann ber ekki lengur tit­il­inn her­tog­inn af York og þá skal ekki ávarpa hann sem yðar hátign. Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að ákvörð­unin hafi verið tekin með sam­þykki Elísa­betar Eng­lands­drottn­ing­ar, móður Andrews.

Andrew fær líf­eyri frá kon­ungs­lega sjó­hernum auk reglu­legra greiðslna frá sjóði drottn­ing­ar, Duchy of Lancest­er. Lög­mað­ur­inn Kate Macnab segir það eðli­lega kröfu að vita hvort greiðslan muni koma úr opin­berum sjóðum eða einka­sjóð­um. Þá bendi tals­maður sam­tak­anna Repu­blic, sem eru mót­fallin breska kon­ungs­veld­inu, að skatt­greið­endur eigi rétt á að vita hvaðan pen­ingar sem nýttir verða í greiðsl­una koma.

Krafta Andrews ekki óskað í kon­ungs­höll­inni

Þó svo að einka­máli Giuf­fre gegn Andrew sé lokið með dómsátt­inni en Giuf­fre mun mögu­lega geta borið vitni í öðrum mál­um. Gloria All­red, banda­rískur lög­maður sem hefur varið fórn­ar­lömb Epstein, segir sam­komu­lagið ekki úti­loka aðkomu Giuf­fre að öðrum dóms­mál­um. „Sak­­sókn­­ari gæti ákveðið að leggja fram kæru um glæp­­sam­­legt at­hæfi og þá gæti Virg­inia borið vitni, verði óskað eftir því,“ segir All­red.

Fram­tíð Andrews innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar er enn óljós. Hann hefur ekki komið opin­ber­lega fram svo mán­uðum skiptir og eftir að hann afsal­aði sér titlum sínum er hann ekki lengur „yðar hátign“. Í umfjöllun Tel­egraph segir að honum hafi verið ráð­lagt af ráð­gjöfum kon­ungs­hall­ar­innar að hafa hljótt um sig að minnsta kosti út árið. Krafta hans innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar sé ekki ósk­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent