Maxwell berst ekki lengur gegn afhjúpun áttmenninganna

Það er nú undir dómara í New York komið hvort að nöfn áttmenninga sem tengjast með einum eða öðrum hætti Jeffrey Epstein verði gerð opinber.

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru góðir vinir.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru góðir vinir.
Auglýsing

Ghislaine Maxwell hefur ákveðið að láta af and­stöðu sinni við það að nöfn átt­menn­inga sem tengj­ast ásök­unum Virg­iniu Roberts Giuf­fre um kyn­ferð­is­brot auð­manns­ins Jef­frey Epsteins gegn sér verði birt. Menn­irnir átta tengj­ast einka­máli sem Giuf­fre höfð­aði gegn Epstein árið 2015. Mál­inu lauk utan dóm­stóla með sátt.

Hin breska Maxwell var náin Epstein í fjölda ára og var í síð­asta mán­uði fundin sek um fimm brot, m.a. man­sal stúlkna undir lög­aldri. Hún á yfir sér 65 ára fang­els­is­dóm. Epstein hafði verið ákærður fyrir kyn­ferð­is­brot gegn fjölda kvenna sem voru undir lög­aldri á árinum 1994-2004. Hann var færður í gæslu­varð­hald í fang­elsi í New York en svipti sig þar lífi áður en mála­ferlin hófust. Yfir­völd reyndu að hafa hendur í hári Maxwell en hún fór huldu höfði mán­uðum saman áður en hún var loks hand­sömuð í júlí 2020.

Auglýsing

Maxwell hefur barist gegn því að nöfn átt­menn­ing­anna sem fjallað var um í dóms­skjöl­unum í einka­máli Giuf­fre árið 2015 verði gerð opin­ber. En í bréfi sem lög­fræð­ingar hennar sendu dóm­ara í New York þann 12. jan­úar kemur fram að hún muni ekki halda þeirri and­stöðu sinni til streitu. Í bréf­inu kom fram að átt­menn­ing­arnir sem kall­aðir voru „Doe“ 17, 53, 54, 55, 73, 93 og 151 í mála­ferlunum gegn Maxwell hafi allir eigin lög­fræð­inga og geti því sjálfir varist opin­berun nafna sinna.

Lög­maður Guif­fre krafð­ist þess í síð­ustu viku að nöfn átt­menn­ing­anna yrðu gerð opin­ber. „Nú þegar dóms­mál­inu gegn Maxwell er lokið þá er lítil ástæða til að halda vernd yfir þeim feiki­lega miklu upp­lýs­ingum um mansals­hring Epsteins og Maxwell sem voru inn­sigl­aðar í fyrra mál­in­u,“ skrif­aði lög­fræð­ingur Guif­fre í beiðn­inni.

En hverjir eru þessir átta karl­ar? Lík­legt þykir að Andrew Breta­prins sé einn þeirra en Guif­fre hefur nú höfðað mál gegn honum fyrir meint kyn­ferð­is­t­brot er hún var enn á ung­lings­aldri. Lög­menn Andrews hafa kraf­ist þess að fá afhent gögn um geð­heilsu Guif­fre og halda því fram að minn­ingar hennar um brotin sem hún ásakar prins­inn um sé „falskar“.

Andrew, Guiffre og Maxwell á þeim tíma sem meint kynferðisbrot prinsins áttu sér stað.

Tveir átt­menn­ing­anna hafa sagt dómnum að þeir legg­ist ekki gegn því að nöfn þeirra verði birt. Aðrir hafa sagt að opin­berun á nöfnum þeirra muni valda þeim „óþæg­indum og skömm“. Allir voru menn­irnir nefndir á nafn í einka­máli Guif­fre á sínum tíma vegna tengsla sinna við Epstein og Maxwell eða báru vitni í því máli.

Guif­fre seg­ist hafa verið þvinguð af Epstein til að hafa kyn­mök við Andrew prins í þrí­gang. Hún var þá sautján ára göm­ul.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent