Maxwell berst ekki lengur gegn afhjúpun áttmenninganna

Það er nú undir dómara í New York komið hvort að nöfn áttmenninga sem tengjast með einum eða öðrum hætti Jeffrey Epstein verði gerð opinber.

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru góðir vinir.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru góðir vinir.
Auglýsing

Ghislaine Maxwell hefur ákveðið að láta af and­stöðu sinni við það að nöfn átt­menn­inga sem tengj­ast ásök­unum Virg­iniu Roberts Giuf­fre um kyn­ferð­is­brot auð­manns­ins Jef­frey Epsteins gegn sér verði birt. Menn­irnir átta tengj­ast einka­máli sem Giuf­fre höfð­aði gegn Epstein árið 2015. Mál­inu lauk utan dóm­stóla með sátt.

Hin breska Maxwell var náin Epstein í fjölda ára og var í síð­asta mán­uði fundin sek um fimm brot, m.a. man­sal stúlkna undir lög­aldri. Hún á yfir sér 65 ára fang­els­is­dóm. Epstein hafði verið ákærður fyrir kyn­ferð­is­brot gegn fjölda kvenna sem voru undir lög­aldri á árinum 1994-2004. Hann var færður í gæslu­varð­hald í fang­elsi í New York en svipti sig þar lífi áður en mála­ferlin hófust. Yfir­völd reyndu að hafa hendur í hári Maxwell en hún fór huldu höfði mán­uðum saman áður en hún var loks hand­sömuð í júlí 2020.

Auglýsing

Maxwell hefur barist gegn því að nöfn átt­menn­ing­anna sem fjallað var um í dóms­skjöl­unum í einka­máli Giuf­fre árið 2015 verði gerð opin­ber. En í bréfi sem lög­fræð­ingar hennar sendu dóm­ara í New York þann 12. jan­úar kemur fram að hún muni ekki halda þeirri and­stöðu sinni til streitu. Í bréf­inu kom fram að átt­menn­ing­arnir sem kall­aðir voru „Doe“ 17, 53, 54, 55, 73, 93 og 151 í mála­ferlunum gegn Maxwell hafi allir eigin lög­fræð­inga og geti því sjálfir varist opin­berun nafna sinna.

Lög­maður Guif­fre krafð­ist þess í síð­ustu viku að nöfn átt­menn­ing­anna yrðu gerð opin­ber. „Nú þegar dóms­mál­inu gegn Maxwell er lokið þá er lítil ástæða til að halda vernd yfir þeim feiki­lega miklu upp­lýs­ingum um mansals­hring Epsteins og Maxwell sem voru inn­sigl­aðar í fyrra mál­in­u,“ skrif­aði lög­fræð­ingur Guif­fre í beiðn­inni.

En hverjir eru þessir átta karl­ar? Lík­legt þykir að Andrew Breta­prins sé einn þeirra en Guif­fre hefur nú höfðað mál gegn honum fyrir meint kyn­ferð­is­t­brot er hún var enn á ung­lings­aldri. Lög­menn Andrews hafa kraf­ist þess að fá afhent gögn um geð­heilsu Guif­fre og halda því fram að minn­ingar hennar um brotin sem hún ásakar prins­inn um sé „falskar“.

Andrew, Guiffre og Maxwell á þeim tíma sem meint kynferðisbrot prinsins áttu sér stað.

Tveir átt­menn­ing­anna hafa sagt dómnum að þeir legg­ist ekki gegn því að nöfn þeirra verði birt. Aðrir hafa sagt að opin­berun á nöfnum þeirra muni valda þeim „óþæg­indum og skömm“. Allir voru menn­irnir nefndir á nafn í einka­máli Guif­fre á sínum tíma vegna tengsla sinna við Epstein og Maxwell eða báru vitni í því máli.

Guif­fre seg­ist hafa verið þvinguð af Epstein til að hafa kyn­mök við Andrew prins í þrí­gang. Hún var þá sautján ára göm­ul.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent