Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum

Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.

peningar
Auglýsing

Alls áttu þeir eignir umfram skuldir upp á 5.635 millj­arða króna í lok þess árs, en frá byrjun árs 2015 til loka árs 2020 juk­ust eignir lands­manna um 2.598 millj­arða króna, eða um 47,2 pró­sent, og eigið fé þeirra um 2.227 millj­arða króna, eða um 65,3 pró­sent. 

Alls áttu lands­menn um 8.104 millj­arða króna í lok árs 2020. Eignir þeirra juk­ust um 275 millj­arða króna á því ári, sem var mun minni eigna­aukn­ing en átt hafði sér stað árin á und­an. Árið 2017 juk­ust eignir lands­manna til að mynda um 817 millj­arða króna, þær juk­ust um 627 millj­arða króna árið 2018 og um 466 millj­arða króna árið 2019. 

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­­ar. 

Þar segir að á árunum 2015 til 2020 hafi fram­taldar eignir lands­manna auk­ist sam­tals um 2.598 millj­arð króna, eða 47,2 pró­sent, sem jafn­gildir átta pró­senta árlegri ávöxt­un. „Mikla hækkun eigna á und­an­förnum árum má að mestu rekja til hækk­unar fast­eigna­mats en nú bregður svo við að aðrar eignir en fast­eignir aukast um 154,9 millj­arða saman borið við 119,7 millj­arða hækkun fast­eigna.

Auglýsing
Í umfjöll­un­inni í Tíund er bent á að ein­ungis 43,6 pró­sent eigna­aukn­ing­ar­inn­ar  á árinu 2020 hafi verið vegna hækk­unar á fast­eigna­mats, sam­an­borið við 81 pró­sent á árinu 2019, en fast­eignir voru 73,3 pró­sent eigna lands­manna í lok árs 2020. Á árunum 1992 til 2001 var þetta hlut­fall 66,9 pró­sent að jafn­að­i. 

Lands­menn eiga ekki bara, þeir skulda líka. Heild­ar­skuldir þeirra voru 2.468 millj­arðar króna í lok árs 2020 og höfðu þá auk­ist um 121 millj­arða á króna á einu ári, eða um 5,2 pró­sent. Eignir juk­ust á sama tíma um 3,5 pró­sent sem þýðir að eigið fé lands­manna jókst um 153 millj­arða króna á árinu 2020. Alls áttu þeir eignir umfram skuldir upp á 5.635 millj­arða króna í lok þess árs, en frá byrjun árs 2015 til loka árs 2020 juk­ust eignir lands­manna um 2.598 millj­arða króna, eða um 47,2 pró­sent, og eigið fé þeirra um 2.227 millj­arða króna, eða um 65,3 pró­sent. 

Í Tíund er greint frá því að um 30,5 pró­sent eigna lands­manna hafi verið í skuld sem er hálfu pró­sentu­stigi meira en í árs­lok 2019. „Í botni krepp­unnar árið 2010 var þetta skulda­hlut­fall komið í 55,2 pró­sent en síðan hefur það lækkað ár frá ári og ef litið er fram hjá hækk­un­inni 2020 hefur það ekki verið lægra síðan í árs­lok árið 1994 en þá voru skuldir 22,4 pró­sent af eign­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent