Andleg heilsa sem hinn sanni ólympíuandi

Sögulegir sigrar og stórbrotin íþróttaafrek eru ekki það sem vetrarólympíuleikanna í Beijing verður minnst fyrir. Hvernig keppendur brugðust við erfiðum áskorunum og áhrif þeirra á andlega heilsu er það sem stendur upp úr eftir leikana.

Kamila Valieva, 15 ára listdansskautari frá Rússlandi, varð ein helsta stjarna vetrarólympíuleikanna í Beijing. Ástæða þess er þó umdeild.
Kamila Valieva, 15 ára listdansskautari frá Rússlandi, varð ein helsta stjarna vetrarólympíuleikanna í Beijing. Ástæða þess er þó umdeild.
Auglýsing

Nærri þrjú þús­und kepp­endur tóku þátt í 109 keppn­is­greinum á 24. vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum sem lauk í Beijing í Kína um síð­ustu helgi. Nor­egur fór heim með flestar gull­medal­í­ur, Finnar unnu til gull­verð­launa í fyrsta sinn þegar þeir lögðu Rússa í ísknatt­leik og breska kvenna­liðið í krullu hreppti fyrstu og einu gull­verð­laun Breta á leik­un­um.

Fjöldi gull­verð­launa og skipt­ing þeirra var hins vegar ekki það sem vakti mesta athygli á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Beijing. Alþjóða­ólymp­íu­nefndin hefur verið gagn­rýnd fyrir að hunsa alfarið and­lega og lík­am­lega heilsu íþrótta­fólks.

Í opnu bréfi sem birt­ist í Was­hington Post eftir Ric­hard W. Pound, sem hefur setið hvað lengst í alþjóða­ólymp­íu­nefnd­inni, full­yrðir hann að ólymp­íu­leikar geri heim­inn að betri stað og að nefndin setji ólymp­íu­fara ávallt í fyrsta sæti. Margt bendir hins vegar til þess að á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Beijing hafi ýmis­legt annað en vel­ferð íþrótta­fólks­ins verið í for­gangi, svo sem íburður og gróði, og hafi það ekki síst sést á and­legri heilsu kepp­enda. Pressan var ein­fald­lega óbæri­leg oft á tíð­um.

Auglýsing

Simone Biles átti að veita banda­rískum kepp­endum inn­blástur

Í her­búðum Banda­ríkj­anna fyrir leik­ana var and­leg heilsa kepp­enda sett í for­grunn. Simone Biles, fremsta fim­leika­kona heims, setti tón­inn á ólymp­íu­leik­unum í Tókýó síð­asta sumar þegar hún dró sig að hluta úr keppni þar sem hún sagð­ist þurfa að ein­beita sér að and­legri heilsu sinni. Ákvörðun Biles vakti heims­at­hygli og hlaut hún mikið lof fyr­ir að vekja at­hygli á and­­legri heilsu íþrótta­­fólks, þrátt fyrir að gagn­rýn­is­radd­irnar hafi ekki verið langt und­an.

Biles átti því að vera banda­rísku kepp­end­unum í Beijing hug­leikin þegar leik­arnir hófust í upp­hafi mán­að­ar­ins. Biles hafði veitt til­finn­ing­unum sem flest íþrótta­fólk upp­lifir rödd, til­finn­ingum á borð við efa, áhyggjur og að upp­lifa gríð­ar­lega pressu. Með því að tala opin­skátt um and­lega heilsu voru kepp­endur ekki lengur ber­skjald­að­ir. Biles minnti aðdá­end­ur, vini og fjöl­skyldu á að jafn­vel besta íþrótta­fólks heims hefur til­finn­ingar og upp­lifir ótta.

„Það sem Biles gerði var kröft­ugt og sendi okkur skýr skila­boð, að það er í lagi að vera ekki allt í lag­i,“ segir Anna Gasser í sam­tali við New York Times. Grasser hefur unnið til gull­verð­launa á snjó­bretti og keppti nú á sínum þriðju leik­um.

En það reyndi svo sann­ar­lega á and­lega heilsu banda­rísku kepp­end­anna, auk fjölda ann­arra, á leik­un­um.

„Nú er mér líka kalt á rass­in­um“

Mika­ela Shif­fr­in, ein fremsta skíða­kona heims í alpa­grein­um, var von­ar­stjarna Banda­ríkj­anna á leik­un­um, rétt eins og Biles var á sum­ar­ólymp­íu­leik­un­um. Hún gat orðið fyrst Banda­ríkja­manna til að vinna til þriggja gull­verð­launa á einu og sömu vetr­ar­leik­unum og var hún talin eiga raun­hæfa mögu­leika á því. Mörgum stóð því ekki á sama þegar hún keyrði út úr braut­inni í fyrstu keppn­is­grein­inni, stór­svigi. Dag­inn eftir gerð­ist það sama, hún skíðaði út úr braut­inni ofar­lega í brekkunni. Fjöl­miðlar veittu ógöngum Shif­frin athygli, of mikla að margra mati, og voru gagn­rýndir fyrir að sýna Shif­frin sitj­andi í brekkunni með kross­lagðar hendur yfir hnén.

Mikaela Shiffrin segist hafa lagt sig alla fram á leikunum, kannski um of. Mynd: EPA

Shif­frin tók þá ákvörðun eftir keppn­is­grein­arnar tvær að veita fjöl­miðlum ekki frek­ari við­töl. Hún tók alls þátt í sex greinum en náði sér ekki á strik og lauk leik­unum án verð­launa. Shif­frin gerði upp leik­ana að þeim loknum þar sem hún fór meðal ann­ars yfir það sem hún hugs­aði eftir að hafa skíðað út úr braut­inni. „Það er kannski ekki eins áhuga­vert og fólk vill halda. Mér var kalt og ég sett­ist í snjó­inn en hugs­aði um leið: Þetta var mjög slæm hug­mynd, nú er mér líka kalt á rass­inum og blaut - mér leið eins og væri föst.“

Shif­frin við­ur­kennir að hún hafi byrjað að efast um skíða­iðkun sína, ekki síst eftir að henni bár­ust mörg sví­virði­leg skila­boð eftir frammi­stöð­una. En hún ákvað að bregð­ast við með því að birta þau og taka þannig völdin af nettröll­un­um.

Of mikil pressa er ekki það sem varð Shif­frin að falli á leik­unum að hennar mati. „Það hræðir mig ekki að detta, sér­stak­lega þar sem ég datt þar sem ég var að leggja mig alla fram, kannski of mik­ið,“ segir Shif­fr­in, sem er stað­ráðin í að skíða á ný, og það fljót­lega. „Það er hægt að mis­takast án þess að vera mis­heppn­uð.“

Óbæri­leg pressa á 15 ára stúlku

Önnur keppn­is­grein sem vakti mikla athygli á leik­unum var list­dans á skaut­um. Það ætti ekki að koma á óvart, enda fangar greinin gjarnan athygli flestra, óháð áhuga á vetr­ar­í­þróttum yfir höf­uð.

Augu allra beindust fljótt að hinni 15 ára gömlu Kamilu Vali­evu. Stuttu eftir að leik­arnir hófust kom í ljós að Vali­eva hafði fallið á lyfja­prófi sem var tekið eftir rúss­neska meist­ara­mótið í des­em­ber. Nið­ur­stöð­urnar bár­ust hins vegar ekki fyrr en eftir að Vali­eva keppti í liða­keppn­inni en áður en keppni hófst í flokki ein­stak­linga.

Auglýsing

Lyfið sem greind­ist í sýni hennar er hjarta­lyfið tri­met­azi­dine sem getur aukið úhald. Alþjóða íþrótta­dóm­stóll­inn ákvað hins vegar að veita Vali­evu leyfi til að halda áfram keppni, meðal ann­ars sökum ungs aldur hennar og að það gæti valdið henni var­an­legum skaða að banna henni að taka þátt á leik­un­um.

Allt gerð­ist þetta á örfáum dögum og voru því allra augu á Vali­evu þegar hún steig á ísinn í ein­stak­lingskeppn­inni. Fyr­ir­komu­lag keppn­innar er með þeim hætti að fyrri dag­inn skauta kepp­endur svo­kall­aðar skyldu­æf­ingar og dag­inn eftir frjálsar æfing­ar. Sam­an­lögð ein­kunn gildir svo til að ákvarða árangur kepp­enda.

Valieva á ísnum í frjálsu æfingunum.

Vali­eva var efst eftir skyldu­æf­ingar en þegar kom að frjálsu æfing­unum var ljóst að hún var mjög stressuð, pressan var gríð­ar­leg og það fór ekki á milli mála að allir voru að fylgj­ast með henni. Vali­eva féll nokkrum sinnum á meðan æfing­unum stóð og fljót­lega varð ljóst að hún kæm­ist ekki á pall. Ein­hverjir önd­uðu þá léttar þar sem nú var mögu­legt að halda verð­launa­af­hend­ingu. Alþjóða­ólymp­íu­nefndin hafði nefni­lega gefið það út fyrir keppn­ina að verð­launa­af­hend­ing færi ekki fram ef Vali­eva yrði í einu af þremur efstu sæt­un­um.

Vali­eva brast í grát eftir að hún lauk keppni og við­brögð þjálf­ara hennar vöktu athygli en hún virt­ist skamma Vali­evu harð­lega fyrir frammi­stöð­una. Vali­eva kom þjálf­ara sínum til varnar á færslu á Instagram eftir leik­ana. „Með þér mér við hlið líður mér öruggri og finnst ég vera til­búin í hvaða áskorun sem er. Takk fyrir að hjálpa mér að vera sterk. Ég verð ein af þessum góð­u,“ skrifar hún í færsl­unni.

„Ég ætla aldrei að skauta aft­ur“

Tvær rúss­neskar skauta­drottn­ingar komust hins vegar á verð­launa­pall. Anna Shcher­bakova fékk gull og Alex­andra Trusova silf­ur. Báðar eru þær 17 ára. Við­brögð Trusovu vöktu athygli en hún var afar ósátt með nið­ur­stöð­una og lét þjálf­ar­ann sinn heyra það. „Allir fá gull­verð­laun nema ég. Ég hata skauta. Ég hata alla. Ég hata þessa íþrótt. Ég ætla aldrei að skauta aft­ur. Aldrei. Þetta er ömur­legt. Svona á þetta ekki að ver­a,“ sagði Trusova.

Trusova sem Wonder Woman, skömmu eftir að hún sagðist aldrei ætla að skauta aftur.

Aðspurð á blaða­manna­fundi eftir keppn­ina af hverju hún hefði grátið sagði Trusova að svarið væri ein­falt. „Af því bara. Ég vildi gráta og þess vegna grét ég. Ég hef verið ein í þrjár vik­ur, án mömmu minnar og hund­anna minna. Þess vegna grét ég,“ sagði hún.

Tak­mark­anir vegna COVID-19 settu settu óneit­an­lega auk­inn þrýst­ing á kepp­endur í ár, líkt og Trusova greindi frá. Kepp­endur nutu ekki stuðn­ings fjöl­skyldu og vina þar sem áhorf­endur voru ekki leyfðir á leik­un­um.

Trusova stóð þó ekki við stóru orðin og var mætt aftur á ísinn á loka­degi leik­ana, sem Wonder Woman á gala­sýn­ingu sem var hluti af loka­at­höfn leik­anna. Hvað hún var hins vegar að hugsa um á meðan sýn­ing­unni stóð liggur ekki fyr­ir.

Hávær krafa um að hækka lág­marks­aldur kepp­enda

Ungur aldur kepp­enda hefur líka verið til umræðu eftir leik­ana, sér­stak­lega í keppni á list­skaut­um. Vali­eva er aðeins 15 ára og mörgum þykir um of að leggja það á barn að keppa á Ólymp­íu­leik­um, hvað þá þegar lyfja­hneyksli bæt­ist ofan á allt sam­an.

15 ára er einmitt lág­marks­aldur Alþjóða­skauta­sam­bands­ins til að öðl­ast keppn­is­rétt en nú heyr­ast raddir þess efnis að hækka verði ald­ur­inn, meðal ann­ars frá kepp­endum og þjálf­urum í grein­inni. Þannig geti kepp­endur borið ábyrgð á sjálfum sér og haft meiri þroska í að takast á við press­una sem fylgir keppnum eins og ólymp­íu­leik­um.

Í þessu sam­hengi hefur verið litið til fim­leika á sum­ar­ólymp­íu­leikum þar sem með­al­aldur kven­kyns þátt­tak­enda hefur farið hækk­andi eftir að lág­marks­aldr­ur­inn var hækk­aður í 16 ár fyrir leik­ana í Sydney árið 2000.

Með­­al­aldur fim­leika­kvenna sem tóku þátt á Ólymp­­íu­­leik­unum í Tókýó í fyrra var 21 ár og 11 mán­uð­ir, sam­an­borið við 20 ár og níu mán­uðir í Ríó 2016 og er því um tölu­vert stökk að ræða. Með­­al­aldur í þess­­ari vin­­sæl­­ustu keppni hverra ólymp­­íu­­leika hefur ekki verið svona hár frá árinu 1964.

Simone Biles er 24 ára en ferli hennar er hvergi nærri lokið, svo lengi sem hún setur andlegu heilsuna í fyrsta sæti.

Oft hefur ungur aldur fim­­leika­kvenna verið gagn­rýnd­­ur, en svo virð­ist sem margar þjóðir sendi nú eldri fim­­leika­­konur til leiks en áður. Frá árinu 2000 hefur reglan verið sú að til að fá að keppa á ólymp­­íu­­leikum þurfi fim­­leika­­kona að hafa náð 16 ára aldri þegar hún kepp­­ir.

Óvíst er hvort hærri aldur kepp­enda á ólymp­íu­leikum komi til með að skila sér í betri and­legri heilsu kepp­enda. Margt annað virð­ist spila þar inn í. Sam­kvæmt könnun sem gerð var í Bret­landi í fyrra glíma um 24 pró­sent ólymp­íu­fara við and­legan heilsu­brest að ólymp­íu­leikum lokn­um. Aug­ljóst er þó síð­ustu tvennir ólymp­íu­leik­ar, í Tókýó og Beijing, hafa opnað umræð­una um and­lega heilsu ólymp­íu­fara.

Ætli hinn sanni ólymp­íu­andi muni fel­ast í áherslu á and­lega heilsu íþrótta­fólks í París 2024?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar