Frá oddvitakappræðum í gærkvöldi.
Meirihlutinn í Reykjavík á tæpasta vaði – Framsókn á fleygiferð
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur á um helmingslíkur á því að halda velli, samkvæmt síðustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Framsókn virðist ætla að ná inn fjórum fulltrúum í borgarstjórn.
Kjarninn 14. maí 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn gætu verið að sleppa því að svara skoðanakönnunum
Doktorsnemi í félagstölfræði telur ólíklegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði jafn lágt og kannanir sýna. Fyrir utan þætti eins og dræma kjörsókn ungs fólks, gæti Íslandsbankamálið hafa gert sjálfstæðisfólk afhuga skoðanakönnunum.
Kjarninn 13. maí 2022
„Staðan breytist frá degi til dags“
Flóttamannahópurinn frá Úkraínu er að vissu leyti öðruvísi en hinir sem hingað koma, segir forstöðumaður Fjölmenningarseturs, en ekki liggur fyrir hversu margir eru komnir í langtímahúsnæði. Búist er við 3.000 flóttamönnum á þessu ári.
Kjarninn 13. maí 2022
Stórsókn Pírata virðist ætla að halda meirihlutanum á floti
Sósíalistaflokkurinn bætir við sig einum manni í borgarstjórn samkvæmt nýjustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Sjálfstæðisflokkur tapar þremur mönnum, Viðreisn og Samfylkingin einum og Miðflokkurinn þurrkast út.
Kjarninn 12. maí 2022
Viljayfirlýsingar og loforðaflaumur í aðdraganda kosninga
Kjördagur sveitarstjórnarkosninga nálgast óðfluga.Svo mikið er víst, ekki síst þegar litið er til allra viljayfirlýsinga, lóðavilyrðasamninga og annarra samninga um uppbyggingu í húsnæðismálum sem undirritaðir hafa verið síðustu daga og vikur.
Kjarninn 12. maí 2022
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ og Þorgerður Arna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Blikastaðalands ehf. við undirritun samningsins í síðustu viku.
Styr um samningagerð við Arion í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Níu dögum fyrir sveitarstjórnarkosningar undirritaði Mosfellsbær samkomulag við félag í eigu Arion banka um uppbyggingu Blikastaðalandsins. Minnihlutinn í bæjarstjórn sat ýmist hjá eða greiddi atkvæði gegn samningnum og taldi þörf á meiri umræðu.
Kjarninn 12. maí 2022
Sjálfstæðisflokkurinn langstærsta aflið á sveitarstjórnarstiginu
Sjálfstæðisflokkurinn á 117 af þeim 405 fulltrúum sveitarstjórna sem þar sitja í kjölfar kosninga á milli tveggja eða fleiri lista í sveitarfélögum landsins. Í stærstu 22 sveitarfélögunum á flokkurinn hartnær 4 af hverjum 10 kjörnum fulltrúum.
Kjarninn 11. maí 2022
Vötnin á Ófeigsfjarðarheiði yrðu að uppistöðulónum með Hvalárvirkjun. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til aukna friðun fossa á svæðinu.
Rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar „áfram á fullu“
Áfram er unnið að því að Hvalárvirkjun í Árneshreppi verði að veruleika. Margar hindranir eru þó í veginum sem gætu haft áhrif á áformin, m.a. friðlýsingar og landamerkjadeilur. Málið liggur því ekki bara og sefur, líkt og oddviti hreppsins sagði nýverið.
Kjarninn 10. maí 2022
Sjálfstæðisflokkur stefnir í sögulegt afhroð en Samfylking og Píratar með pálmann í höndunum
Baráttan um borgina virðist ekki ætla að verða sérstaklega spennandi. Núverandi meirihluti mælist með þrettán borgarfulltrúa og um 55 prósent fylgi. Stærstu flokkarnir í meirihlutanum eiga aðra kosti kjósi þeir að mynda annarskonar meirihluta.
Kjarninn 10. maí 2022
Frá einum af fjölmörgum neyðarfundum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldnir hafa verið eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar. Allsherjarþingið samþykkti nýverið breytingartillögu á beitingu neitunarvalds fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu.
„Aldrei hugsunin að neitunarvaldinu yrði beitt með þessum hætti“
Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands segir beitingu Rússa á neitunarvaldi eftir að stríðið í Úkraínu hófst skólabókardæmi um mikilvægi þess að breyta öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Breytingin sem samþykkt var nýverið muni þó duga skammt.
Kjarninn 9. maí 2022
Skömmu eftir að brúin milli Nýhafnar og Kristjánshafnar var opnuð.
Kossabrúin
Kossabrúin svonefnda milli Nýhafnarinnar og Kristjánshafnar í Kaupmannahöfn er aðeins 6 ára gömul. Við smíði hennar fór allt sem hugsast gat úrskeiðis. Nú þarf að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir á brúnni.
Kjarninn 8. maí 2022
Halli sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á þremur árum
Rekstrarhalli íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk þrefaldaðist á jafnmörgum árum og var tæpir 9 milljarðar árið 2020. Til stendur að skipa starfshóp um tillögur varðandi kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokksins.
Kjarninn 7. maí 2022
Starfsfólk Landsbankans má ekki taka þátt í útboðum sem bankinn annast
Fjármálaeftirlitið rannsakar mögulega hagsmunaárekstra sem áttu sér stað þegar starfsmenn söluráðgjafa eða umsjónaraðila lokaðs útboðs í Íslandsbanka tóku sjálfir þátt í útboðinu.
Kjarninn 7. maí 2022
Stríðsrekstri Rússa í Úkraínu er mótmælt daglega víða um heim. Hér sjást mótmæli sem fóru fram í byrjun viku í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Ef útflutningur við stríðandi Evrópulönd stöðvast gæti tapið verið 20 milljarðar á ári
Bein áhrif innrásar Rússa í Úkraínu eru ekki mikil á íslensk viðskiptalíf. Marel gæti orðið fyrir þrýstingi frá lífeyrissjóðum að draga úr starfsemi sinni á svæðinu. Óbeinu áhrifin af stríðinu eru mikil, sérstaklega vegna hækkunar á eldsneyti og hrávöru.
Kjarninn 6. maí 2022
Mótmæli hafa staðið yfir nær stanslaust við Hæstarétt Bandaríkjanna frá því á mánudag þar sem þess er krafist að réttur kvenna til þungunarrofs verði virtur.
Ríkin þrettán sem geta bannað þungunarrof strax – verði meirihlutaálitið samþykkt
Réttur til þung­un­ar­rofs verður ekki lengur var­inn í stjórn­ar­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja verði það niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við dómi Roe gegn Wade frá 1973. Við það geta 13 ríki strax bannað þungunarrof.
Kjarninn 5. maí 2022
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson.
Segir Seðlabankann hafa öll spil á hendi til að hafa hemil á húsnæðismarkaðnum
Seðlabankastjóri sendi frá sér ákall til annarra, sérstaklega aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, um að vinna með bankanum gegn verðbólgunni. Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að aðgerðir til að milda áhrif verðbólgu verði ekki almennar.
Kjarninn 4. maí 2022
Mótmælandi með skýr skilaboð við Hæstarétt Bandaríkjanna í dag.
„Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt drög að meirihlutaáliti sem felst í að snúa við dómi sem snýr að stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. „Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld,“ segja leiðtogar demókrata á þingi.
Kjarninn 3. maí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Meirihlutinn næði þrettán borgarfulltrúum en Sjálfstæðisflokkur stefnir í verstu útreið sína frá upphafi
Píratar nánast tvöfalda fylgi sitt og Framsókn tekur til sín nær allt það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn tapar frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Staða Samfylkingarinnar og Pírata við myndun ýmis konar meirihluta virðist sterk.
Kjarninn 3. maí 2022
Tengsl á milli fjárframlaga til alþjóðastofnana og ráðninga Íslendinga
Fjárframlög íslenskra stjórnvalda til alþjóðastofnana og verkefna á þeirra vegum hafa aukist eftir að Íslendingar hófu þar störf. Utanríkisráðuneytið segir aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu skýra aukningu fjárframlaga.
Kjarninn 3. maí 2022
Það er dýrt að halda þaki yfir höfðinu.
Hlutfall þeirra heimila sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað eykst milli ára
Tekjuhæstu heimili landsins eru að spenna bogann í húsnæðiskaupum mun meira en þau gerðu 2020 og stærra hlutfall þeirra býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Staða leigjenda batnar á milli ára en staða eigenda versnar.
Kjarninn 2. maí 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
Lítil ást heimamanna á náttúrunni stingur mest
„Það þýðir ekki að guggna,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi í Skaftárhreppi sem berst gegn því að virkjað verði í Hverfisfljóti, einu yngsta árgljúfri heims.
Kjarninn 1. maí 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 1. maí 2022
Tíu staðreyndir um skoðun íslensku þjóðarinnar á sölu ríkisstjórnar á Íslandsbanka
Þann 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta á 52,65 milljarða króna. Kannanir hafa verið gerðar um skoðun þjóðarinnar á bankasölu.
Kjarninn 30. apríl 2022
Átta flokkar næðu inn í borgarstjórn samkvæmt nýjustu kosningaspánni.
Sjálfstæðisflokkurinn í frjálsu falli og Samfylkingin mælist stærst í Reykjavík
Sitjandi meirihluti í Reykjavík bætir við sig fylgi frá síðustu kosningum og gæti setið áfram kjósi hann svo. Framsóknarflokkurinn stefnir í að verða sigurvegari kosninganna og tekur nýtt fylgi sitt að mestu frá Sjálfstæðisflokknum.
Kjarninn 29. apríl 2022
Elon Musk, forstjóri Tesla, framkvæmdastjóri SpaceX og, ef allt gengur eftir, verðandi eigandi Twitter.
Hvað ætlar ríkasti maður heims að gera við Twitter?
Mörgum spurningum um framtíð Twitter er ósvarað eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti yfirtökutilboð Elon Musk. Verður ritskoðun afnumin? Verður tjáningarfrelsið algjörlega óheft? Mun Donald Trump snúa aftur?
Kjarninn 27. apríl 2022
Bankasýslan viðurkennir mistök – Umræðan sýni að almenningur hafi ekki skilið fyrirkomulagið
Bankasýsla ríkisins segir í minnisblaði til fjárlaganefndar að það hafi verið mikil vonbrigði að spurningar um mögulega bresti í framkvæmd lokaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka hafi vaknað strax í kjölfar þess.
Kjarninn 26. apríl 2022
Skipa á starfshóp til að stöðva notkun á félögum til að lækka skattgreiðslur
Ríkisstjórnin hefur opinberað hvernig skattmatsreglur verði endurskoðaðar til að koma í „veg fyrir óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“.
Kjarninn 26. apríl 2022
Emmanuel Macron var endurkjörinn forseti Frakklands í gær.
Macron ætlar að sameina sundrað Frakkland
Nýendurkjörinn Frakklandsforseti heitir að sameina sundrað Frakkland. Niðurstöður forsetakosninganna gefa þó til kynna að öfgavæðing franskra stjórnmála sé komin til að vera.
Kjarninn 25. apríl 2022
Núgildandi lög Evrópusambandsins í málaflokknum eru frá árinu 2000.
Það sem er ólöglegt í raunheimum verði það líka á netinu
Evrópskir löggjafar hafa samþykkt ný lög um tæknifyrirtæki sem þykja marka vatnaskil í því hvernig tekið er á stórum tæknifyrirtækjum sem þykja taka hagnað fram yfir siðferðislegar skyldur sínar. Fyrri löggjöf ESB í málaflokknum var frá árinu 2000.
Kjarninn 25. apríl 2022
Hér sést Heard ræða við lögmenn sína í dómsal og Depp í bakgrunn.
Ofbeldi, meiðyrði og afleiðingar í Hollywood
Amber Heard og Johnny Depp ber ekki saman um það hvort þeirra var ofbeldismaðurinn í sambandi þeirra. Nú takast þau á um það í annað sinn fyrir dómstólum þar sem þau saka hvort annað um alvarlegt ofbeldi.
Kjarninn 24. apríl 2022
Fólk á flótta er „ekki vara sem hægt er að útvista“
Áætlanir stjórnvalda í Bretlandi um að senda fólk sem þangað leitar að vernd til Afríkuríkisins Rúanda er brot á alþjóðalögum, segir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Ekki allt flóttafólk mun fá þessa meðferð og eru stjórnvöld sökuð um rasisma.
Kjarninn 24. apríl 2022
Þótt flestir vilji gjarna græna orku, eins og mylluorkan er kölluð, eiga myllurnar ekki „að vera hjá mér“.
Kirkjur og vindmyllur
Gamalt ákvæði í dönskum skipulagslögum veldur nú fjaðrafoki í tengslum við áform stjórnvalda varðandi raforkuframleiðslu með vindmyllum. Margir telja lagaákvæðið barn síns tíma en kirkjunnar menn eru ekki sama sinnis.
Kjarninn 24. apríl 2022
BTS hefur hlotið heimsfrægð og hefur komið suður-kóreskri menningu rækilega á kortið.
Greinir á um hvort tónlistargoð skuli undanþegin herskyldu
Kóreska poppsveitin BTS skilar milljörðum inn í kóreskt efnahagslíf og hefur vakið heimsathygli á menningu landsins, en nú gætu sjömenningarnir sem skipa hljómsveitina farið að þurfa að skipta úr sviðsgallanum og í herbúning.
Kjarninn 23. apríl 2022
Rasmus Paludan lætur ekki mikið yfir sér en hefur þó stofnað til mestu óeirða Svíþjóðar.
Maðurinn sem atti til mestu óeirða í sögu Svíþjóðar
Miklar óeirðir í Svíðþjóð hafa ratað í heimspressuna undanfarna daga. Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir þær fordæmislausar á sænskan mælikvarða og að lífi fjölda lögregluþjóna sé stefnt í hættu. Rót óeirðanna má hins vegar rekja til eins manns.
Kjarninn 23. apríl 2022
Drottningar Atlantshafsins falla
Lóan er komin! Tjaldurinn er mættur! Fyrstu kríurnar eru komnar! Tíðindi af komu farfugla eru vorboðinn ljúfi í huga okkar flestra. En þetta vorið kann flensa sem búast má við að þeir séu margir hverjir sýktir af að varpa skugga á gleðina.
Kjarninn 23. apríl 2022
Marine Le Pen fæddist í Frakklandi árið 1968 og þegar hún var fjögurra ára gömul stofnaði faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, öfgahægri stjórnmálaflokkinn National Front.
Marine Le Pen: Viðkunnanlegi kattaeigandinn sem gæti sett Evrópusamstarfið á hliðina
Í kjölfar ímyndarbreytingar hefur stuðningur við Marine Le Pen forsetaframbjóðanda í Frakklandi aukist. Þó helstu stefnumál hennar síðustu ár séu ekki í forgrunni má ætla að þau séu enn til staðar og gætu þau sett samstarf vestrænna þjóða í uppnám.
Kjarninn 23. apríl 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavík reiknaði með 3,3 milljarða tapi en hagnaðist þess í stað um 23,4 milljarða
Rekstur þess hluta Reykjavíkurborgar sem er fjármagnaður með skatttekjum gekk mun betur í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Miklar hækkanir á húsnæðisverði leiddu svo til þess að bókfært virði félagslegra íbúða jókst um 20,5 milljarða króna á einu ári.
Kjarninn 22. apríl 2022
Harry Bretaprins vill vernda ömmu sína – En fyrir hverju?
Harry Bretaprins vill vernda Elísabetu Englandsdrottningu. Fyrir hverju nákvæmlega er óljóst. Harry og Meghan hittu drottninguna nýlega og er þetta í fyrsta sinn sem Meghan kemur til Bretlands eftir að hjónin afsöluðu sér konunglegum titlum.
Kjarninn 21. apríl 2022
Gísli Marteinn Baldursson var fundarstjóri á framboðsfundi Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem fram fór á dögunum.
Einungis eitt framboð vill halda flugvellinum í Vatnsmýri
Á flugvöllurinn að víkja fyrir byggð? Styður þitt framboð Borgarlínu? Á Reykjavíkurborg að beita sér fyrir því að bílaumferð minnki innan borgarmarkanna? Svörin við þessum spurningum og fleirum voru kreist fram úr frambjóðendum í borginni á dögunum.
Kjarninn 21. apríl 2022
Flestir hafa heyrt milljarðamæringsins Elon Musk getið, en hann hefur farið mikinn í tækniheiminum undanfarin ár.
Togast á um framtíð Twitter
Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, hefur gert tilboð í samfélagsmiðilinn Twitter sem hljóðar upp á 43 milljarða bandaríkjadala. Enn er óljóst hvort kaupin gangi í gegn, en Musk ætlar sér stóra hluti með miðilinn nái hann yfirráðum.
Kjarninn 20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Armslengd í endalok Bankasýslu sem Bjarni vildi aldrei sjá
Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009 meðal annars til þess að tryggja að pólitíkusar væru ekki að skipta sér beint af eignarhaldi ríkisins á bönkum. Nú syngur þessi stofnun brátt hið síðasta, eftir að ríkisstjórnin rataði í vandræði.
Kjarninn 20. apríl 2022
Grefur Bitcoin undan loftslagsávinningi?
Virði Bitcoin hefur rokið upp og hafa margir trú á tækninni á bak við dreifðstýrðan rafrænan gjaldmiðil. Gagnrýnendur hafa lengi bent á gríðarlega orkunotkun rafmyntarinnar og efast um að hún geti orðið „græn“.
Kjarninn 18. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Þegar franskur stórbanki reyndist óþekktur þýskur banki
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
Kjarninn 17. apríl 2022
Ecco rekur 250 skóverslanir í Rússlandi en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum þar í landi nema ef sala dregst saman um tugi prósenta.
ECCO í mótvindi
Danski skóframleiðandinn ECCO sætir nú mikilli gagnrýni en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum í Rússlandi. Fjölmargir skósalar víða um heim hafa stöðvað viðskipti sín við ECCO.
Kjarninn 17. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Sendu bréf og fengu að kaupa Landsbanka Íslands
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
Kjarninn 16. apríl 2022
Ár af gámatruflunum
Truflanir í gámaflutningum á milli landa hafa valdið miklum usla um allan heim á síðustu tólf mánuðum, allt frá því að risaskipið Ever Given festist í Súesskurðinum. Nú eru blikur á lofti um frekari truflanir vegna smitbylgju og sóttvarna í Kína.
Kjarninn 15. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Kapphlaupið um kennitölurnar
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
Kjarninn 15. apríl 2022
Íhugaði að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása
Lenya Rún Taha Karim tók sæti sem varaþingmaður í lok síðasta árs en íhugaði alvarlega að skila inn kjörbréfinu vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu. Hún ákvað að halda áfram og vill vera fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir.
Kjarninn 15. apríl 2022
Skýrsla um „ruslakistu Seðlabankans“ sem átti að koma út 2018 hefur enn ekki verið skrifuð
Eftir bankahrunið var eignum sem féllu Seðlabankanum í skaut, og voru mörg hundruð milljarða króna virði, safnað saman í sérstakt félag, Eignasafn Seðlabanka Íslands. Þaðan voru þær svo seldar með ógagnsæjum hætti.
Kjarninn 14. apríl 2022
Framsókn á flugi í borginni en meirihlutinn heldur
Flokkarnir sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu að óbreyttu endurnýjað samstarf sitt. Góðar líkur eru þó á ýmiskonar fjögurra flokka mynstrum ef vilji er til að breyta.
Kjarninn 14. apríl 2022