Ef útflutningur við stríðandi Evrópulönd stöðvast gæti tapið verið 20 milljarðar á ári

Bein áhrif innrásar Rússa í Úkraínu eru ekki mikil á íslensk viðskiptalíf. Marel gæti orðið fyrir þrýstingi frá lífeyrissjóðum að draga úr starfsemi sinni á svæðinu. Óbeinu áhrifin af stríðinu eru mikil, sérstaklega vegna hækkunar á eldsneyti og hrávöru.

Stríðsrekstri Rússa í Úkraínu er mótmælt daglega víða um heim. Hér sjást mótmæli sem fóru fram í byrjun viku í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Stríðsrekstri Rússa í Úkraínu er mótmælt daglega víða um heim. Hér sjást mótmæli sem fóru fram í byrjun viku í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Auglýsing

Ekki er lík­legt að stríðs­á­tökin í Úkra­ínu hafi mikil bein áhrif á utan­rík­is­við­skipti Íslands þótt þau geti orðið nokkru fyrir ein­staka fyr­ir­tæki og atvinnu­grein­ar. 

Meg­in­uppi­staða útflutn­ings íslenskra fyr­ir­tækja til Rúss­lands hefur verið notuð skip, ýmsar iðn­að­ar­vörur og tæki til mat­væla­fram­leiðslu en sjáv­ar­af­urð­ir, einkum upp­sjáv­ar- og eld­is­fisk­ur, vega þyngst í útflutn­ingi til Úkra­ínu og Hvíta-Rúss­lands. 

Þá vógu komur rúss­neskra ferða­manna þyngst í þjón­ustu­út­flutn­ingi til þess­ara þriggja landa en veru­lega dró úr komum þeirra í kjöl­far far­sótt­ar­inn­ar. Annar þjón­ustu­út­flutn­ingur jókst hins vegar á móti, einkum tækni­þjón­usta og önnur við­skipta­þjón­usta.

Þetta kemur fram í nýjasta riti Pen­inga­mála sem Seðla­banki Íslands birti á mið­viku­dag.

Þar segir að ef öll við­skipti við löndin þrjú stöðvast gæti beint útflutn­ings­tap numið um 15 til 20 millj­örðum króna á ári. Tapið gæti mögu­lega orðið meira þar sem um fimm millj­arðar króna af sjáv­ar- og eld­is­af­urðum hafa verið fluttir árlega frá Íslandi til Úkra­ínu í gegnum Lit­háen und­an­farin ár. „Auk þess höfðu inn­lendir sölu­að­ilar gert ráð fyrir að hluti af auknum loðnu­kvóta í ár myndi fara á Úkra­ínu­mark­að. Á móti vegur þó að lík­lega tæk­ist að koma afurðum á aðra mark­aði þótt það gæti tekið lengri tíma og mögu­lega feng­ist lægra verð fyrir þær“.

Hins vegar sé útlit fyrir að aðrar sjáv­ar­af­urð­ir, einkum botn­fiskaf­urð­ir, hækki í verði vegna auk­innar eft­ir­spurnar eftir íslenskum sjáv­ar­af­urðum í kjöl­far fyr­ir­hug­aðrar hækk­unar inn­flutn­ings­tolla og skerts aðgengis rúss­neskra sjáv­ar­af­urða að alþjóða­mörk­uð­um. „Þá hefur Rússum verið vikið tíma­bundið úr Alþjóða­haf­rann­sókn­ar­stofn­un­inni (ICES). Rússar gætu brugð­ist við með því að loka á aðgengi ann­arra þjóða að rúss­neskri lög­sögu en Ísland hefur verið með tví­hliða samn­ing við Rússa um veiði­heim­ildir í Barents­hafi. Þær vega þó ekki þungt í heild­ar­afla Íslend­inga.“

Marel og Eim­skip þurfa að svara fyrir við­skipti í Rúss­landi

Ekki er úti­lokað að íslensk fyr­ir­tæki verði fyrir ann­ars konar beinum áhrifum vegna stríðs­ins en sam­drætti í við­skipt­um. Á meðal þeirra stóru íslensku fyr­ir­tækja sem eiga hags­muni undir í Rúss­landi eru Marel og Eim­skip, sem bæði eru skráð á hluta­bréfa­markað og eru að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Kjarn­inn greindi frá því snemma í mars að Eim­skip hefði dregið úr umsvifum sínum í Rúss­landi í ljósi stöð­unnar en Marel hefur ákveðið að setja öll ný verk­efni í Rúss­landi á ís. Fyr­ir­tækið heldur áfram að reka sölu- og þjón­ustu­skrif­stofu í land­inu þar sem starfa um 70 manns. Í upp­gjöri Marel fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2022, sem birt var í síð­ustu viku, segir að fyr­ir­tækið for­dæmi harð­lega hern­að­ar­að­gerðir rúss­neskra stjórn­valda í Úkra­ínu og fyrri afstaða ítrek­uð.

Auglýsing
Umsvif Marel í Rúss­landi og Úkra­ínu, tekjur fyr­ir­tæk­is­ins og pönt­un­ar­bók, eru um fjögur pró­sent af heild­ar­um­svifum þess. Í árs­hluta­reikn­ingnum segir að Marel fylgi öllum efna­hags­legum refsi­að­gerðum sem lagðar hafa verið á vegna stríðs­ins.

Í hluta­bréfa­grein­ingu Jak­obs­son Capi­tal sem send var áskrif­endum í síð­ustu viku var þessi staða til umræðu. Þar sagði að Marel og Eim­skip þyrftu að svara fyrir við­skipti sín í Rúss­landi jafn­vel þótt lítil væru. „Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru meðal stærstu eig­enda félag­anna og hafa allir stefnu í sam­fé­lags­legri ábyrgð líkt og félögin sjálf. Eim­skip hefur dregið úr umsvifum í Rúss­landi á meðan Marel hefur aðeins frestað frek­ari fjár­fest­ingu. Málið er aug­ljós­lega við­kvæmt og þögnin neyð­ar­leg. Á meðan þess­ari spurn­ingu er ósvarað er lík­legt að gengi Mar­els verði frekar undir þrýst­ingi til lækk­un­ar. Í það minnsta myndu margir telja að erfitt væri fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina að auka vægi sitt í félagi sem hefur ekki einu sinni dregið úr umsvif­um.“ 

Marel gerir athuga­semd við fram­setn­ingu Jak­obs­son Capi­tal og segir að fyr­ir­tækið hafi ekki frestað frek­ari fjár­fest­ingu. Þar séu engar fjár­fest­ingar fyr­ir­hug­að­ar. Um sé að ræða sölu­verk­efni.

Áhrifin á fram­færslu­kostnað minni hér á landi

Í Pen­inga­málum er líka fjallað um óbein áhrif stríðs­átak­anna og sagt að þau séu mik­il. Þar skipta mestu miklar verð­hækk­anir á orku­gjöfum og annarri hrá­vöru. „Kostn­aður fyr­ir­tækja eykst, inn­flutn­ings­verð hækkar og fram­færslu­kostn­aður heim­ila þar með einnig, sem hefur nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn eftir vöru og þjón­ustu. Aukin óvissa um efna­hags­horfur kann jafn­framt að draga enn frekar úr útgjalda- og fjár­fest­ing­ar­vilja inn -lendra heim­ila og fyr­ir­tækja.“

Á móti vegi hins vegar sterk eigna­staða heim­ila og mik­ill upp­safn­aður sparn­aður sem þau geta gengið á til að mæta hækkun verð­lags. „Áhrifin á fram­færslu­kostnað heim­ila verða einnig minni hér á landi en á meg­in­landi Evr­ópu þar sem vatns­afl og jarð­varmi eru notuð hér á landi til hús­hit­unar og raf­magns­fram­leiðslu fremur en olía og jarð­gas. Verð­hækkun mik­il­vægra útflutn­ings­af­urða eins og áls og sjáv­ar­af­urða vegur einnig á móti nei­kvæðum áhrifum mik­illar hækk­unar olíu- og hrá­vöru­verðs á við­skipta­kjör“.

Átökin kunna að draga úr ferða­vilja

Þá megi ætla að hægt verði að nálg­ast aðföng sem keypt hafa verið frá þessum lönd­um, eins og t.d. steypu­styrkt­ar­járn, timbur og kross­við, frá öðrum löndum þótt verðið gæti reynst hærra. „Í ein­hverjum til­vikum gæti þó reynst erfitt að finna sam­bæri­lega vöru ann­ars staðar frá og trufl­anir því varað lengur og verð­hækk­anir orðið meiri.“ 

Seðla­bank­inn segir að erfitt sé að meta hver áhrif átak­anna verði á inn­lenda ferða­þjón­ustu. Ólík­legt sé að beinu áhrifin verði mikil á árinu 2022 þar sem langstærstur hluti þeirra ferða­manna sem heim­sækja landið komi frá Banda­ríkj­unum og Vestur Evr­ópu. Átökin kunni þó að draga úr ferða­vilja ein­hverra þeirra. „Einnig kann aukin verð­bólga, minnk­andi kaup­máttur og hærra far­miða­verð sakir hækk­andi olíu­verðs að draga úr komum til lands­ins þrátt fyrir auk­inn ferða­vilja í kjöl­far aflétt­ingar ferða­tak­mark­ana vegna far­sótt­ar­inn­ar. Ekki er heldur lík­legt að truflun á flug­um­ferð vegna lok­unar loft­helgi Rúss­lands í kjöl­far stríðs­ins hafi víð­tæk áhrif hér á landi enda er ekki gert ráð fyrir miklum fjölda ferða­manna til lands­ins frá Asíu í ár.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar