Maðurinn sem atti til mestu óeirða í sögu Svíþjóðar

Miklar óeirðir í Svíðþjóð hafa ratað í heimspressuna undanfarna daga. Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir þær fordæmislausar á sænskan mælikvarða og að lífi fjölda lögregluþjóna sé stefnt í hættu. Rót óeirðanna má hins vegar rekja til eins manns.

Rasmus Paludan lætur ekki mikið yfir sér en hefur þó stofnað til mestu óeirða Svíþjóðar.
Rasmus Paludan lætur ekki mikið yfir sér en hefur þó stofnað til mestu óeirða Svíþjóðar.
Auglýsing

Tugir lög­reglu­manna eru særðir eftir mikil átök í Sví­þjóð und­an­farna daga sem ein­kennst hafa af óeirð­um, skemmd­ar­verkum og árásum á lög­reglu. Upp­tök óeirð­anna má rekja til eins manns sem hefur gert það að vana sínum að brenna Kór­an­inn, helg­asta rit íslams­trú­ar, og var hann raunar dæmdur til tveggja ára ferða­banns til Sví­þjóðar árið 2020 fyrir áætl­anir til slíks. Nú hefur hann hins vegar hlotið sænskan rík­is­borg­ara­rétt og hyggst bjóða sig fram í þing­kosn­ingum í Sví­þjóð. Kosn­inga­bar­átta hans er rétt að hefj­ast og mun hún einkum sam­an­standa af heim­sóknum til borga og bæja Sví­þjóðar þar sem mað­ur­inn hyggst brenna Kór­an­inn á hverjum við­komu­stað.

Mað­ur­inn sem um ræðir heitir Rasmus Palu­dan og er upp­runa­lega frá norð­an­verðu Sjá­landi í Dan­mörku, en faðir hans er sænskur og var það á þeim grund­velli sem hann fór fram á og fékk að end­ingu sænskan rík­is­borg­ara­rétt. Palu­dan er lærður lög­fræð­ingur og var meðal þeirra bestu í sínum árgangi við laga­deild Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Sam­kvæmt föður hans þurfti hann þó að taka sér hlé frá námi um tíma þegar hann lenti í reið­hjólaslysi og þurfti meðal ann­ars að gang­ast undir heila­skurð­að­gerð. Palu­dan starf­aði svo sem lög­maður og seinna sem lektor við sömu laga­deild og hann nam við áður en hann stofn­aði Harð­línu­flokk­inn (d. Stram Kurs) árið 2017.

Auglýsing
Hestu stefnu­mál Harð­línu­flokks­ins fel­ast í and­spyrnu við inn­flytj­endur sem ekki eru af vest­rænum upp­runa og þá sér­stak­lega við inn­flytj­endur af múslima­trú. Harð­línu­flokk­ur­inn bauð fram í fimm sveit­ar­fé­lögum í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í Dan­mörku það sama ár en hlaut færri en 200 atkvæði í hverju sveit­ar­fé­lagi fyrir sig sem kom í veg fyrir að fram­bjóð­endur flokks­ins fengju einu sinni sæti í nokk­urri nefnd á sveit­ar­stjórn­ar­stigi. Þá bauð flokk­ur­inn fram í tveimur af fimm umdæmum Dan­merkur án árang­urs.

Mikil athygli en tak­mark­aður póli­tískur árangur

Þó kosn­inga­bar­átta flokks­ins hefði verið með öllu árang­urs­laus þetta ár hélt Palu­dan ótrauður áfram og vakti einna helst athygli á Youtube þar sem voru birt einna helst mynd­skeið frá mót­mæla­fundum Harð­línu­flokks­ins. Palu­dan hélt alls 53 mót­mæla­fundi árið 2018 og flestir fóru þeir fram í hverfum inn­flytj­enda, svoköll­uðum gettó­um, og voru sér­stak­lega gerðir til þess að ögra múslim­um. Palu­dan náði þar til­ætl­uðum árangri, en á mót­mæla­fundi í Nør­rebro í Kaup­manna­höfn 14. apríl 2018, þar sem Palu­dan kastaði Kór­an­inum ítrekað í jörð­ina, varð hann loks fyrir árás skömmu eftir að fund­ur­inn hóf­st, auk þess sem ráð­ist var á lög­reglu af and­mót­mæl­end­um. Í kjöl­farið var Harð­línu­flokknum meinað að halda fleiri mót­mæla­fundi vegna ógnar við almanna­frið og hót­ana gegn Palu­d­an.

Árið 2019 bauð flokk­ur­inn svo fram í þing­kosn­ingum en náði ekki þeim 2% atkvæða sem þarf að lág­marki til að ná þing­sæti.

Þrátt fyrir alla ósigr­ana má engan bil­bug sjá á Palu­dan sem hefur haldið áfram aðgerðum sínum til þess að mót­mæla við­veru múslima í Dan­mörku og hefur fjöldi inn­flytj­enda verið dæmdir fyrir árásir ýmist gegn Palu­dan eða lög­reglu í tengslum við mót­mæla­fundi Palu­d­an. Palu­dan er undir nær stöð­ugu örygg­is­eft­ir­liti lög­reglu og nam kostn­aður dönsku lög­regl­unnar vegna þessa 100 millj­ónum danskra króna árið 2019, eða nærri 2 millj­örðum íslenskra króna.Svo virð­ist hins vegar vera að Palu­dan ætli nú að ein­beita sér að Sví­þjóð í ljósi afar tak­mark­aðs árang­urs stjórn­mála­flokks hans í Dan­mörku.

Glæpa­gengi not­færi sér hama­gang­inn

Svíar virð­ast hins vegar alls ekki á þeim bux­unum og hafa átök brot­ist út víða um landið vegna áforma Palu­dan um að brenna Kór­an­inn vítt og breitt um Svíð­þjóð. Lög­reglan veitir leyfi fyrir fjölda­sam­komum sem þessum, og hefur sænska lög­reglan hlotið tals­verða gagn­rýni fyrir að leyfa fjölda­sam­komur Rasmusar Palu­dan, sem séu til þess gerðar að ögra minni­hluta­hóp­um, og þá sér­stak­lega múslimum með því að kveikja í Kór­an­in­um. Talið er að þetta sé helsta ástæða þess að ofbeldið bein­ist í miklum mæli gegn lög­regl­unni, en þá eru einnig uppi kenn­ingar um að ótengdir glæpa­hópar nýti sér hama­gang­inn í kring um Palu­dan til þess að æsa til óeirða gagn­vart lög­regl­unni.

Hér má sjá ráðþrota sænskan lögregluþjón horfa á alelda strætisvagn í Malmö.

For­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Magda­lena And­ers­son, hefur for­dæmt atburða­rás­ina og segir óeirð­irnar nákvæm­lega það sem Palu­dan vilji. Aðal­mark­mið hans sé að snúa fólki gegn hverju öðru. Kosn­inga­ferð Palu­dan um Sví­þjóð hefur verið frestað um minnst eina viku vegna óeirð­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar