„Staðan breytist frá degi til dags“

Flóttamannahópurinn frá Úkraínu er að vissu leyti öðruvísi en hinir sem hingað koma, segir forstöðumaður Fjölmenningarseturs, en ekki liggur fyrir hversu margir eru komnir í langtímahúsnæði. Búist er við 3.000 flóttamönnum á þessu ári.

Flóttafólk frá Úkraínu maí 2022
Auglýsing

Upp­lýs­ingar um það hverju margir flótta­menn frá Úkra­ínu eru komnir í lang­tíma­hús­næði liggja ekki fyrir en það hefur reynst erfitt að halda utan um tölur um það hvar fólkið er statt þar sem margir leita hjálpar utan kerf­is­ins. Búist er við því að í heild­ina muni um 3.000 flótta­menn koma hingað til lands á þessu ári.

Nichole Leigh Mosty for­stöðu­maður Fjöl­menn­ing­ar­set­urs, sem veitir stuðn­ing við flutn­ing til og frá Íslandi, segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að þau séu ekki með yfir­sýn yfir það hversu margir flótta­menn frá Úkra­ínu séu komnir með hús­næði. Fólkið sé dreift víða um land allt og ekki séu allir sem til þeirra koma að til­kynna að þau hafi fundið hús­næði. Sumir hafi leigt hús­næði af einka­að­ila og aðrir fengið skjól yfir höf­uðið sam­hliða atvinnu.

Aðgerð­ar­­­stjóri teym­is um mót­­töku flótta­­fólks frá Úkra­ínu, Gylfi Þór Þor­steins­son, segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að vinnan við hús­næð­is­leit fyrir flótta­fólk hafi gengið ágæt­lega. Hann telur það þó ljóst að skortur á hús­næði geti orðið vanda­mál þegar líður á haust­ið.

Auglýsing

1.487 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd á þessu ári

Eftir að stríðið í Úkra­ínu braust út hafa 975 flótta­menn þaðan sótt um alþjóð­lega vernd hér á landi. Alls hafa 1.487 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd á Íslandi á tíma­bil­inu frá og með 1. jan­úar til og með 12. maí.

871 umsókn um alþjóð­­lega vernd barst stjórn­­völdum árið 2021 sem var fjölgun um 33 pró­­sent frá 2020 þegar umsókn­­irnar voru 654. Heims­far­aldur COVID-19 hafði tölu­verð áhrif á umsóknir um alþjóð­­lega vernd en fjöldi umsókna árið 2021 voru örlítið fleiri en árið 2019 þegar þær voru 867. Árið 2018 voru þær 800.

Fjöldi umsókna um alþjóð­­lega vernd tíföld­uð­ust á fjórum árum þegar þær fóru úr 118 árið 2012 í 1.132 árið 2016. Í kjöl­farið réð­ust stjórn­­völd í aðgerðir til að draga úr „fjölda ber­­sýn­i­­lega til­­hæfu­­lausum umsókn­um“ og fækk­­aði umsóknum í 1.096 árið 2017 og 800 árið á eft­­ir. Frum­varp um breyt­ingar á útlend­inga­lögum sem nú er í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda­var fyrst lagt fram að Sig­ríði Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, vorið 2018 og var þá fyrst og fremst við­brögð við mik­illi fjölgun umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd hér á landi, ekki síst frá fólki sem þegar hefur verið veitt vernd í öðrum ríkjum Evr­­ópu.

Útlend­inga­stofnun hefur aðeins upp­lýs­ingar um það hvar umsækj­endur um vernd dvelja á meðan þeir njóta þjón­ustu sem slík­ir. Stofn­unin hafi ekki upp­lýs­ingar um það hvar ein­stak­ling­arnir dvelja eftir að þjón­ust­unni lýk­ur.

Skortur á hús­næði gæti orðið vanda­mál þegar líður á haustið

Gylfi Þór segir að í fyrsta lagi þurfti að fjölga skamm­tíma­lausnum fyrir Útlend­inga­stofnun þar sem úrræði þeirra hafi verið nær á þrotum áður en stríðið í Úkra­ínu kom til. Í öðru lagi sé að finna svokölluð „skjól“, sem er milli­bú­setu­úr­ræði, þar sem fólk býr í allt að þrjá mán­uði. Í þriðja lagi sé verið að leita eftir hús­næði sem sveit­ar­fé­lög geta svo notað sem lang­tíma­úr­ræði.

Gylfi Þór Þorsteinsson Mynd: Almannavarnir

„Miðað við þann fjölda sem kom­inn er til lands­ins og ef við gefum okkur að sama flæði verði út árið, má búast við um 3.000 flótta­mönnum til lands­ins á þessu ári í það heila. Þá er ekki bara litið til Úkra­ínu, það er langtum meiri fjöldi en við höfum nokkurn tíma áður séð og því ljóst að skortur á hús­næði gæti orðið vanda­mál þegar líður inn í haust­ið. Eins og þekkt er, er hús­næð­is­skortur víðs­vegar um land­ið,“ segir Gylfi Þór.

Öðru­vísi hópur en þau eru vön – Almenn­ingur með faðm­inn opinn

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Fjöl­menn­ing­ar­setri eru bæði úrræðin sem skil­greind eru sem „skjól“ full en „staðan breyt­ist frá degi til dags“ þar sem mikil hreyf­ing er á fólki. 130 ein­stak­lingar eru nú á Bif­röst og 129 Hótel Swan á Vatns­stíg. Fjöl­menn­ing­ar­setur er með biðlista vegna fólks sem þarf að flytja úr 1. stigs hús­næði á vegum Útlend­inga­stofnun og/eða fólks sem gistir enn hjá fólk sem hefur tekið á móti þeim, á borð við vini, fjöl­skyldu­með­limi eða sjálf­boða­liða.

Nichole Leigh Mosty Mynd: Skjáskot

Nichole segir að flótta­manna­hóp­ur­inn frá Úkra­ínu sé að vissu leyti öðru­vísi en hinir sem hingað koma. Þetta fólk komi beint úr aðstæð­unum hingað til lands og fari jafn­vel strax í það að finna sér vinnu og hús­næði sjálft. Aðrir sem koma lengra að hafi verið í umsjón ann­arra ríkja og þurfi oft meiri aðstoð. „Það er ótrú­lega mik­ill munur á því að vera að koma úr flótta­manna­búðum en beint úr aðstæð­un­um,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. Hún bendir jafn­framt á að almenn­ingur sé með „faðm­inn opinn“ gagn­vart flótta­fólki frá Úkra­ínu en það eigi síður við um hinn hóp­inn. „Ég held ég hafi aldrei séð eins margar hendur og ég sé núna sem vilja koma fólki í skjól.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar