„Staðan breytist frá degi til dags“

Flóttamannahópurinn frá Úkraínu er að vissu leyti öðruvísi en hinir sem hingað koma, segir forstöðumaður Fjölmenningarseturs, en ekki liggur fyrir hversu margir eru komnir í langtímahúsnæði. Búist er við 3.000 flóttamönnum á þessu ári.

Flóttafólk frá Úkraínu maí 2022
Auglýsing

Upp­lýs­ingar um það hverju margir flótta­menn frá Úkra­ínu eru komnir í lang­tíma­hús­næði liggja ekki fyrir en það hefur reynst erfitt að halda utan um tölur um það hvar fólkið er statt þar sem margir leita hjálpar utan kerf­is­ins. Búist er við því að í heild­ina muni um 3.000 flótta­menn koma hingað til lands á þessu ári.

Nichole Leigh Mosty for­stöðu­maður Fjöl­menn­ing­ar­set­urs, sem veitir stuðn­ing við flutn­ing til og frá Íslandi, segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að þau séu ekki með yfir­sýn yfir það hversu margir flótta­menn frá Úkra­ínu séu komnir með hús­næði. Fólkið sé dreift víða um land allt og ekki séu allir sem til þeirra koma að til­kynna að þau hafi fundið hús­næði. Sumir hafi leigt hús­næði af einka­að­ila og aðrir fengið skjól yfir höf­uðið sam­hliða atvinnu.

Aðgerð­ar­­­stjóri teym­is um mót­­töku flótta­­fólks frá Úkra­ínu, Gylfi Þór Þor­steins­son, segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að vinnan við hús­næð­is­leit fyrir flótta­fólk hafi gengið ágæt­lega. Hann telur það þó ljóst að skortur á hús­næði geti orðið vanda­mál þegar líður á haust­ið.

Auglýsing

1.487 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd á þessu ári

Eftir að stríðið í Úkra­ínu braust út hafa 975 flótta­menn þaðan sótt um alþjóð­lega vernd hér á landi. Alls hafa 1.487 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd á Íslandi á tíma­bil­inu frá og með 1. jan­úar til og með 12. maí.

871 umsókn um alþjóð­­lega vernd barst stjórn­­völdum árið 2021 sem var fjölgun um 33 pró­­sent frá 2020 þegar umsókn­­irnar voru 654. Heims­far­aldur COVID-19 hafði tölu­verð áhrif á umsóknir um alþjóð­­lega vernd en fjöldi umsókna árið 2021 voru örlítið fleiri en árið 2019 þegar þær voru 867. Árið 2018 voru þær 800.

Fjöldi umsókna um alþjóð­­lega vernd tíföld­uð­ust á fjórum árum þegar þær fóru úr 118 árið 2012 í 1.132 árið 2016. Í kjöl­farið réð­ust stjórn­­völd í aðgerðir til að draga úr „fjölda ber­­sýn­i­­lega til­­hæfu­­lausum umsókn­um“ og fækk­­aði umsóknum í 1.096 árið 2017 og 800 árið á eft­­ir. Frum­varp um breyt­ingar á útlend­inga­lögum sem nú er í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda­var fyrst lagt fram að Sig­ríði Á. And­er­­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, vorið 2018 og var þá fyrst og fremst við­brögð við mik­illi fjölgun umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd hér á landi, ekki síst frá fólki sem þegar hefur verið veitt vernd í öðrum ríkjum Evr­­ópu.

Útlend­inga­stofnun hefur aðeins upp­lýs­ingar um það hvar umsækj­endur um vernd dvelja á meðan þeir njóta þjón­ustu sem slík­ir. Stofn­unin hafi ekki upp­lýs­ingar um það hvar ein­stak­ling­arnir dvelja eftir að þjón­ust­unni lýk­ur.

Skortur á hús­næði gæti orðið vanda­mál þegar líður á haustið

Gylfi Þór segir að í fyrsta lagi þurfti að fjölga skamm­tíma­lausnum fyrir Útlend­inga­stofnun þar sem úrræði þeirra hafi verið nær á þrotum áður en stríðið í Úkra­ínu kom til. Í öðru lagi sé að finna svokölluð „skjól“, sem er milli­bú­setu­úr­ræði, þar sem fólk býr í allt að þrjá mán­uði. Í þriðja lagi sé verið að leita eftir hús­næði sem sveit­ar­fé­lög geta svo notað sem lang­tíma­úr­ræði.

Gylfi Þór Þorsteinsson Mynd: Almannavarnir

„Miðað við þann fjölda sem kom­inn er til lands­ins og ef við gefum okkur að sama flæði verði út árið, má búast við um 3.000 flótta­mönnum til lands­ins á þessu ári í það heila. Þá er ekki bara litið til Úkra­ínu, það er langtum meiri fjöldi en við höfum nokkurn tíma áður séð og því ljóst að skortur á hús­næði gæti orðið vanda­mál þegar líður inn í haust­ið. Eins og þekkt er, er hús­næð­is­skortur víðs­vegar um land­ið,“ segir Gylfi Þór.

Öðru­vísi hópur en þau eru vön – Almenn­ingur með faðm­inn opinn

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Fjöl­menn­ing­ar­setri eru bæði úrræðin sem skil­greind eru sem „skjól“ full en „staðan breyt­ist frá degi til dags“ þar sem mikil hreyf­ing er á fólki. 130 ein­stak­lingar eru nú á Bif­röst og 129 Hótel Swan á Vatns­stíg. Fjöl­menn­ing­ar­setur er með biðlista vegna fólks sem þarf að flytja úr 1. stigs hús­næði á vegum Útlend­inga­stofnun og/eða fólks sem gistir enn hjá fólk sem hefur tekið á móti þeim, á borð við vini, fjöl­skyldu­með­limi eða sjálf­boða­liða.

Nichole Leigh Mosty Mynd: Skjáskot

Nichole segir að flótta­manna­hóp­ur­inn frá Úkra­ínu sé að vissu leyti öðru­vísi en hinir sem hingað koma. Þetta fólk komi beint úr aðstæð­unum hingað til lands og fari jafn­vel strax í það að finna sér vinnu og hús­næði sjálft. Aðrir sem koma lengra að hafi verið í umsjón ann­arra ríkja og þurfi oft meiri aðstoð. „Það er ótrú­lega mik­ill munur á því að vera að koma úr flótta­manna­búðum en beint úr aðstæð­un­um,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann. Hún bendir jafn­framt á að almenn­ingur sé með „faðm­inn opinn“ gagn­vart flótta­fólki frá Úkra­ínu en það eigi síður við um hinn hóp­inn. „Ég held ég hafi aldrei séð eins margar hendur og ég sé núna sem vilja koma fólki í skjól.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar