Ár af gámatruflunum

Truflanir í gámaflutningum á milli landa hafa valdið miklum usla um allan heim á síðustu tólf mánuðum, allt frá því að risaskipið Ever Given festist í Súesskurðinum. Nú eru blikur á lofti um frekari truflanir vegna smitbylgju og sóttvarna í Kína.

Ever Given
Auglýsing

Rúmt ár er liðið síðan eitt stærsta gáma­flutn­inga­skip heims, Ever Given, komst í heims­frétt­irnar eftir að hafa strandað í Súes­skurð­inum og setið þar fast í sex sól­ar­hringa.

Skips­strandið var fyrsta stóra fréttin af flösku­hálsum í alþjóð­legum vöru­við­skiptum í kjöl­far far­ald­urs­ins, en þeir hafa haft afdrifa­rík áhrif á heims­hag­kerfið síðan þá. Vegna þeirra hefur flutn­inga­kostn­aður á milli landa marg­faldast, sem er ein af ástæðum þess að verð­bólga hefur auk­ist hratt um allan heim.

Þrátt fyrir að dregið hafi úr áhrifum þess­ara flösku­hálsa eftir að þau náðu hápunkti í fyrra­haust, gætir þeirra enn í gáma­flutn­ing­um. Ekki er búist við að þessir hnökrar í vöru­flutn­ingum hætti í náinni fram­tíð, en útgöngu­bann í kín­verskum hafn­ar­borgum á síð­ustu vikum hafa haldið uppi flutn­ings­kostn­aði vegna seink­unar á afgreiðslu í mik­il­vægum gáma­höfn­um.

Auglýsing

Seink­anir leiða af sér aðrar seink­anir

Kjarn­inn greindi frá strandi Ever Given um pásk­ana í fyrra. Skip­ið, sem hafði um 20 þús­und gáma um borð þegar það strand­aði, lok­aði á alla umferð um Súes­skurð­inn í Egypta­landi á seinni hluta mars­mán­aðar 2021 og olli því að um 400 gáma­skip komust ekki leiðar sinn­ar.

Stuttu eftir að skip­inu var komið úr skurð­inum og umferð um hann sneri aftur í eðli­legt horf var­aði for­stjóri danska skipa­fyr­ir­tæk­is­ins Mærsk, Lars Mik­ael Jen­sen, við þvi að áhrif þess á vöru­flutn­inga yrðu skamm­líf.

Sam­kvæmt Jen­sen tæki mán­uði að vinda ofan af þeim trufl­unum sem skips­strandið hafði á alþjóð­legt flutn­inga­kerfi, þar sem seink­anir skipa munu leiða af sér aðrar seink­anir og umferð­ar­taf­ir. „Við munum sjá afleidd áhrif af þessu fram í seinni hluta maí­mán­að­ar,“ sagði hann í við­tali við Fin­ancial Times.

Jen­sen bætti einnig við að þessi áhrif myndu smita út frá sér og að leiða til hökts í vöru­fram­boði, þar sem evr­ópskir vöru­fram­leið­endur þyrftu að bíða lengur eftir aðföngum vegna seink­unar gáma­skip­anna.

Meiri eft­ir­spurn og færri starfs­menn

Skips­strandið mark­aði upp­haf auk­innar fram­boðs­spennu í vöru­flutn­ing­um, en líkt og sést á mynd hér að neðan hækk­aði gáma­flutn­inga­verð hratt á seinni hluta árs­ins. Ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey greindi frá stöð­unni í skýrslu í fyrra, en sam­kvæmt var spennan að mestu leyti til­komin vegna auk­innar eft­ir­spurnar eftir vörum og þjón­ustu í kjöl­far þess að áhrif far­ald­urs­ins fóru að fjara út.

Það hefur þó reynst höfnum og flutn­inga­fyr­ir­tækjum erfitt að manna nægi­lega margar stöður til að geta tekið á móti þess­ari eft­ir­spurn­ar­aukn­ingu hnökra­laust. Ann­ars vegar var hefur það verið vegna útbreiðslu smita af kór­ónu­veirunni, en sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda hafa leitt til tak­mörk­unar á starf­semi ýmissa hafna í Asíu nokkrum sinnum á síð­ustu mán­uð­um.

Einnig vildu færri vinna í vöru­flutn­ingum á sömu kjörum á áður, þar sem álagið á starfs­fólkið í grein­inni jókst sam­hliða auk­inni eft­ir­spurn og fram­boðs­hökti. Sam­kvæmt vef­miðl­inum Vox var mik­ill skortur á starfs­fólki í vöru­bíla­flutn­ingum í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu vegna þessa. Því hækk­aði kostn­að­ur­inn við gáma­flutn­inga á milli landa enn frek­ar.

Myndin hér að neðan sýnir Baltic Dry vísi­töl­una, sem er alþjóð­legur stað­all á flutn­inga­kostnað gáma­skipa. Eins og sést lækk­aði flutn­inga­kostn­að­ur­inn tölu­vert á fyrstu mán­uðum far­ald­urs­ins árið 2020, en fór svo aftur í sögu­legt með­al­tal þegar líða tók á árið.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Trading Economics.

Um mitt síð­asta ár stórjókst hins vegar flutn­ings­kostn­að­ur­inn. Hann náði hámarki í sept­em­ber í fyrra, en þá var hann orð­inn fjór­faldur því sem hann var á tíma­bil­inu 2017-2019. Á þessum tíma áttu gáma­skip erfitt með að koma varn­ingnum sínum á áfanga­stað á réttum tíma, en líkt og BBC greindi frá byrj­uðu langar biðraðir af skipum að mynd­ast fyrir utan helstu gáma­hafnir heims.

Vegna þess­ara vand­ræða fór að bera á skorti á ýmsum vörum sem eru fluttar á milli landa. Til að mynda átti hús­gagna­fram­leið­and­inn IKEA erfitt með að koma vör­unum sínum á réttan stað á réttum tíma, hér­lendis sem ann­ars stað­ar. Vöru­skort­ur­inn leiddi einnig til verð­hækk­ana á inn­fluttum vörum, en slíkar verð­hækk­anir hafa verið meg­in­drif­kraft­ur­inn í auk­inni verð­bólgu á ýmsum Vest­ur­löndum síð­ustu mán­uð­ina.

Smit­bylgja í Kína veldur áhyggjum

Á síð­ustu vikum hafa svo áhyggjur vaknað af nýjum vand­ræðum í alþjóð­legum gáma­flutn­ing­um. Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um í síð­asta mán­uði kom kín­verska rík­is­stjórnin á útgöngu­banni í hafn­ar­borg­inni Shenzhen vegna fjölg­unar kór­ónu­veirusmita þar, en borgin hefur að geyma fjórðu stærstu gáma­höfn heims.

Stuttu seinna var útgöngu­banni einnig komið á í Shang­hai eftir að smitum byrj­aði að fjölga þar einnig. Útgöngu­bannið í báðum borg­unum hefur leitt til skorts á hafn­ar­verka­mönnum og því tekur nú lengri tíma að afgreiða gáma­skipin sem fara um hafn­irn­ar. Sömu­leiðis hafa sótt­varn­ar­að­gerð­irnar valdið töfum á afgreiðslu vöru­bíl­stjóra í land­inu, svo lengri tíma tekur að fylla skip­in. Sam­kvæmt frétt Bloomberg biðu alls 477 gáma­skip afgreiðslu fyrir utan kín­verskar hafnir í vik­unni og hefur þeim fjölgað tölu­vert frá því í síð­asta mán­uði.

Hins vegar gæti verið að það dragi úr þessum trufl­unum á næst­unni, en yfir­völd í Shang­hai hafa lýst því yfir að útgöngu­bann­inu í borg­inni verði að hluta til aflétt á mánu­dag­inn. Hins vegar gæti það tekið nokkurn tíma að vinda ofan af þeim, en líkt og kemur fram í frétt Quartz um málið gæti gáma­skortur gert vart við sig um leið og fram­leiðsla og sam­göngur kom­ast í eðli­legt horf í Kína.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar