Sjálfstæðismenn gætu verið að sleppa því að svara skoðanakönnunum

Doktorsnemi í félagstölfræði telur ólíklegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði jafn lágt og kannanir sýna. Fyrir utan þætti eins og dræma kjörsókn ungs fólks, gæti Íslandsbankamálið hafa gert sjálfstæðisfólk afhuga skoðanakönnunum.

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins er oftar en ekki van­metið í skoð­ana­könn­unum sem fram­kvæmdar eru í aðdrag­anda kosn­inga hér­lend­is. Haf­steinn Ein­ars­son dokt­or­snemi í félags­töl­fræði telur að sú sé staðan einnig í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í Reykja­vík nú og segir að fyrir því geti verið ýmsar ástæð­ur.

„Eins og alltaf þegar við erum að skoða svona félags­fræði­leg fyr­ir­bæri eru skýr­ing­arnar fleiri en bara eitt­hvað eitt,“ segir Haf­steinn, sem dróg fram á Twitter í gær nokkrar ástæður fyrir því að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist iðu­legra lægra í könn­unum en raunin verður svo, þegar talið er upp úr kjör­köss­unum – og benti á að það hefði einnig verið raunin í Reykja­vík fyrir fjórum árum síð­an.

Nokkur umræða hefur spunn­ist um skoð­ana­kann­anir sem birtar hafa verið um stöðu mála í Reykja­vík nú í aðdrag­anda kosn­inga, en það vakti athygli í morgun að Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir, leið­ara­höf­undur Frétta­blaðs­ins, sagði að könnun sem rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Pró­sent vann fyrir sama blað virt­ist vera lítt mark­tæk.

Hafsteinn Einarsson doktorsnemi.

„Skoð­ana­kann­anir eru ekki kosn­inga­úr­slit. Það var því nokkuð skondið að sjá hvernig fjöl­miðlar slengdu því fram sem stór­frétt og leit­uðu til álits­gjafa þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 16 pró­sent í einni könnun – könnun sem flest bendir til að hafi verið lítið mark­tæk,“ skrifar Kol­brún í leið­ara í dag, en Frétta­blaðið sjálft slengdi fram nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar í fimm dálkum á for­síðu blaðs­ins í upp­hafi vik­unn­ar.

Hildur Björns­dóttir odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­inni sagði við mbl.is að þessi könn­un, sem sýndi flokk­inn minni en Pírata í Reykja­vík, væri ekki í takti við þær kann­anir sem hún hefði inn­sýn í, og á þá við kann­anir sem flokk­ur­inn hefur sjálfur látið vinna fyrir sig núna í aðdrag­anda kosn­inga.

„Það gæti verið að fylgið okk­ar sé bara ekki þátt­tak­andi í þess­um könn­un­um, en þetta er auð­vitað bara sam­­kvæm­is­­leik­ur og nið­ur­­­stöður munu svo rata upp úr kjör­köss­um á laug­­ar­dag,“ sagði Hildur við mbl.is á mánu­dag.

Erfið mál geri kjós­endur frá­hverfa skoð­ana­könn­unum

Það sem Hildur nefn­ir, að fylg­is­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins séu hrein­lega ekki þátt­tak­endur í sumum könn­unum þessa dag­ana, gæti verið að ein­hverju leyti rétt, að sögn Haf­steins, en það er þekkt erlendis frá að þegar nei­kvæð umræða er í kringum flokka eða fram­bjóð­endur eru stuðn­ings­menn þeirra ólík­legri til þess að svara könn­un­um.

Í umfjöllun banda­ríska fjöl­mið­ils­ins FiveT­hir­tyEight um þessa til­hneig­ingu kjós­enda er meðal ann­ars tekið það dæmi að árið 2016 voru yfir­lýstir stuðn­ings­menn Don­alds Trump ólík­legri til þess að taka þátt í skoð­ana­könn­unum en fylg­is­menn Hill­ary Clinton í kjöl­far þess að upp­taka af Trump að tala með niðr­andi hætti um konur rataði í frétt­ir. Á upp­tök­unni sagði Trump meðal ann­ars að þegar menn væru stjörn­ur, eins og hann, þá gætu þeir gert hvað sem er, jafn­vel gripið í klofið á þeim. „Grab them by the pus­sy. You can do anyt­hing.“

Sam­bæri­leg staða gæti átt við um Sjálf­stæð­is­flokk­inn nú, en umræða um útboðið á hluta af eign rík­is­ins á Íslands­banka hefur verið bæði hávær og nei­kvæð und­an­farnar vikur og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður flokks­ins setið undir harðri gagn­rýni. Málið hefur verið stórt frétta­mál í íslensku sam­hengi og Haf­steinn segir að það séu alltaf að koma fram betri vís­bend­ingar um að nei­kvæð umræða um stjórn­mála­flokka- og fólk geti haft áhrif á þátt­töku í skoð­ana­könn­unum og leitt til þess að nið­ur­stöður þeirra bjag­ast.

Auglýsing

„Kenn­ingin var áður að fólk væri kannski bara að ljúga og segð­ist ekki ætla að kjósa flokk­inn, en ég held að þetta sé miklu sterk­ari kenn­ing [að fólk sleppi því að svara] því það er mjög fátt sem bendir til þess að fólk ljúgi í skoð­ana­könn­un­um,“ segir Haf­steinn og bætir því við að það sé munur á svar­hlut­falli og þátt­töku á milli kann­ana.

„Svo það meikar ákveðið sens að þegar það komi upp ein­hver umræða, þá sé fólk tíma­bundið ólík­legra til að vilja yfir höfuð svara. Ef ein­hver hringir í þig eða sendir tölvu­póst með könnun þá ákveður þú að geyma það, eða sleppa því í þetta skipt­ið,“ segir Haf­steinn, sem telur þetta geta átt við um ein­hvern hluta þeirra sem munu þó mögu­lega fara á kjör­stað í Reykja­vík á morgun og veita D-list­anum atkvæði sitt.

Unga fólkið svarar könn­unum en mætir síður á kjör­stað

Annað atriði sem Haf­steinn nefnir að gæti leitt til van­mats á fylgi Sjálf­stæð­is­flokks í könn­unum er döpur kjör­sókn ungs fólks. Í könn­un­inni sem Frétta­blaðið birti á mánu­dag­inn sagð­ist meiri­hluti svar­enda sem voru undir 34 ára aldri ýmist ætla að kjósa Pírata eða Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík, á meðan ein­ungis sex pró­sent svar­enda á aldr­inum 18-24 ára sögð­ust ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2018 var heild­ar­kjör­sóknin í Reykja­vík 67,1 pró­sent, en hún var mjög breyti­leg eftir ald­urs­hóp­um. Hjá fólki á aldr­inum 18-29 ára var hún ein­ungis 50,7 pró­sent, tæp 60 pró­sent kjós­enda á aldr­inum 30-39 ára skil­uðu sér á kjör­stað en 75,4 pró­sent allra yfir fer­tugu. Ef kosn­inga­þátt­taka ungs fólks verður áfram léleg yrði það því ein mögu­leg skýr­ing á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái meira upp úr kjör­köss­unum en flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með í könn­un­um.

Miklar sveiflur milli skoð­ana­kann­ana og úrslita 2018

Árið 2018 voru tölu­verðar svipt­ingar frá skoð­ana­könn­unum í borg­inni og því sem svo kom upp úr kjör­köss­un­um. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins var þannig rúm 27 pró­sent í könn­unum en reynd­ist nær 31 pró­senti þegar yfir lauk og Sam­fylk­ingin var að mæl­ast með um 30 pró­sent, en end­aði á að fá tæp­lega 26 pró­sent.

Fylgi Vinstri grænna hrundi svo úr rúmum 11 pró­sentum niður í innan við fimm pró­sent á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar á meðan að Sós­í­alista­flokk­ur­inn stórjók við fylgi sitt.

„Ég vil sér­stak­lega draga fram Sós­í­alista­flokk­inn sem mæld­ist með hér um bil ekk­ert fylgi en var svo mjög öruggur inn og ekki fjarri því að ná inn öðrum manni. Mér fannst það mjög áhuga­vert, erum við að missa af ein­hverjum kjós­endum Sós­í­alista­flokks­ins og af hverju gæti það ver­ið?“ spyr Haf­steinn, sem svo veltir því upp hvort erlendir rík­is­borg­arar gætu verið umfram aðra lík­legir til að kjósa Sós­í­alista­flokk­inn. Sá kjós­enda­hópur er tölu­vert stærri nú en í síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þar sem nú hafa allir erlendir rík­is­borg­arar sem búið hafa á Íslandi síð­ustu þrjú ár kosn­inga­rétt, en árið 2018 hafði fólk þurft að hafa fimm ára búsetu á Íslandi til að mega að kjósa.

Kaupir ekki að net­kann­anir séu verri en aðrar

Í umræð­unni um kann­anir und­an­farna daga og þá sér­stak­lega könnun Pró­sents sem mældi Sjálf­stæð­is­flokk­inn með 16,2 pró­sent fylgi í borg­inni hefur nokkuð verið rætt um að net­kann­anir séu síður áreið­an­legar en kann­anir sem fram­kvæmdar eru í gegnum síma.

Auglýsing

Haf­steinn seg­ist ekki kaupa það „að netið sé eitt­hvað hræði­legt og það sé ekki hægt að gera kann­anir á net­in­u“, en vert er að taka fram að ekki allar kann­anir und­an­far­inna daga hafa verið net­kann­anir ein­göngu, til dæmis var könnun Mask­ínu frá því fyrr í vik­unni fram­kvæmd bæði með spurn­inga­lista á net­inu og sím­töl­um.

„Netið er ekki mið­ill fram­tíð­ar­inn­ar, það er mið­ill­inn sem við notum í dag og kann­anir verða að aðlaga sig að því hvaða tækni fólk er að nota. Það er alveg jafn mikil hætta á skekkju í síma­könn­unum og í net­könn­un­um,“ segir Haf­steinn en bætir svo við að það þurfi að passa sér­stak­lega upp á sam­setn­ingu hópanna sem könn­un­ar­fyr­ir­tækin halda úti, en öll helstu rann­sókna­fyr­ir­tæki lands­ins; Gallup, Mask­ína og Pró­sent senda net­kann­anir á stóra hópa fólks við gerð skoð­ana­kann­ana.

„Þetta er tak­mark­aður hópur og þú þarft að passa að það sé jafn­vægi þegar þú ert að safna í net­hóp­inn, að það sé fólk með ólíkan bak­grunn í hon­um,“ segir Haf­steinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar