ECCO í mótvindi

Danski skóframleiðandinn ECCO sætir nú mikilli gagnrýni en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum í Rússlandi. Fjölmargir skósalar víða um heim hafa stöðvað viðskipti sín við ECCO.

Ecco rekur 250 skóverslanir í Rússlandi en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum þar í landi nema ef sala dregst saman um tugi prósenta.
Ecco rekur 250 skóverslanir í Rússlandi en fyrirtækið hyggst ekki loka verslunum sínum þar í landi nema ef sala dregst saman um tugi prósenta.
Auglýsing

Kannski kann­ast ekki margir við nafnið Karl-Heinz Werner Toos­buy. Karl-Heinz var fæddur í Hol­te, norðan við Kaup­manna­höfn árið 1928. Hann lærði skó­smíði hjá Hertz sút­un­ar- og skó­verk­smiðj­unni í Kaup­manna­höfn en með­fram nám­inu þar lærði hann hönnun í kvöld­skóla. Eftir að nám­inu í skó­smíð­inni lauk réðst Karl-Heinz til fyr­ir­tæk­is­ins Tretorn á Hels­ingja­eyri og þaðan lá leiðin til Nordsko fyr­ir­tæk­is­ins í Ball­er­up.

Draum­ur­inn var þó að verða sjálf­stæður skófram­leið­andi og árið 1963 flutti Karl-Heinz ásamt eig­in­kon­unni Birte og dótt­ur­inni Hanne til Suð­ur­-Jót­lands. Karl-Heinz hafði aug­lýst eftir hús­næði undir litla skó­verk­smiðju í nokkrum svæð­is­blöðum á Jót­landi og gat þess í aug­lýs­ing­unni að hann hygð­ist fljót­lega ráða 20-40 starfs­menn. Hann fékk nokkur svör við aug­lýs­ing­unni en leist best á hús­næði í smá­bænum Bredebro, skammt frá landa­mær­unum að Þýska­landi. Karl-Heinz, sem var bæði bjart­sýnn og stór­huga, gerði sér grein fyrir að miklu skipti að skórnir sem hann ætl­aði sér að fram­leiða bæru ein­falt nafn. Eftir miklar vanga­veltur ákvað Karl-Heinz að skórnir skyldi heita ECCO. Löngu síðar sagði hann í við­tali að sér þætti þetta ítalska orð ECCO (sem þýðir sjáðu, eða sko) auð­skilið og alþjóð­legt.

Eins og áður var nefnt hafði Karl-Heinz lært hönnun með­fram skó­smíða­nám­inu. Hönnun ECCO skónna fór í fyrstu fram við „eld­hús­borðið heima“ eins og Karl-Heinz komst að orði.

Auglýsing

Hann taldi sig vita að fram­leiðslu­kostn­að­ur­inn yrði alltof mik­ill ef skórnir yrðu fram­leiddir í Dan­mörku. Hann leit­aði þess vegna til Indónesíu og Tælands með fram­leiðsl­una á yfir­leðr­inu en botn­ana lét hann fram­leiða í Portú­gal, þar sem skórnir voru jafn­framt settir sam­an.

Fyrst aug­lýstir sem ódýrir hvers­dags­skór

Þótt Karl-Heinz hafi frá upp­hafi ætlað sér að fram­leiða gæða­skótau vissi hann að ekki væri auð­velt að kom­ast inn á mark­að­inn. Rétta leiðin væri að kynna skóna sem ódýra hvers­dags­skó, síðan myndu skórnir sjálfir sjá um að aug­lýsa sig og þá tækju ,„betri“ skó­búðir við sér.

Þetta reynd­ist rétt. ECCO skórnir náðu fljótt vin­sældum og óhætt er að full­yrða að ECCO sé meðal þekkt­ustu vöru­merkja á sínu sviði og er nú í hópi stærstu skófram­leið­enda heims, með um 22 þús­und starfs­menn í mörgum lönd­um. ECCO sér­versl­anir um víða ver­öld skipta þús­und­um, en auk þess eru sér­stakar ,„ECCO deild­ir“ í tug­þús­undum versl­ana víða um heim. Fram­leiðslan fer fram í Slóvak­íu, Portú­gal, Tælandi, Indónesíu og Kína. Verk­smiðj­urnar eru nær allar í eigu ECCO sem á einnig sút­un­ar­verk­stæði í Hollandi, Indónesíu, Tælandi og Kína.

Skór fyrir alla, við öll tæki­færi

Karl-Heinz lagði frá upp­hafi áherslu á að fram­leiða skó sem væru í senn þægi­legir og end­ing­ar­góð­ir. Úrvalið jókst smám saman og óhætt er að segja að þar sé eitt­hvað fyrir alla, börn og full­orðna: spari­skór, götu­skór, göngu­skór, íþrótta­skór og inni­skór svo eitt­hvað sé nefnt. Auk þess fram­leiðir ECCO ýmis konar vörur úr leðri, til dæmis belti og tösk­ur.

Höf­uð­stöðvar ECCO eru enn í smá­bænum Bredebro (íbú­arnir um 1.500) og þar er stærsta ECCO skó­verslun í heimi. Íbúa­fjöld­inn í Bredebro dugir ekki til að halda uppi við­skiptum í slíkri stór­verslun en við­skipta­vin­irnir koma víða að, ekki síst frá Þýska­landi. Karl-Heinz lést árið 2004 en dóttirin Hanne (fædd 1957) tók þá við rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

Kong­elig hof­lever­andør

Um það bil eitt­hund­rað dönsk fyr­ir­tæki hafa leyfi til að merkja vörur sín­ar, bréfs­efni o.fl með dönsku kór­ón­unni og text­anum ,„kong­elig hof­lever­andør“, sem segir að við­kom­andi fyr­ir­tæki hafi ann­ast til­tekin verk­efni eða fram­leiði vöru sem fjöl­skyldan á Amali­en­borg kaupi.

List­inn er fjöl­breytt­ur, mat­væla­fram­leið­end­ur, hús­gagna-og skart­gripa­fyr­ir­tæki, brugg­hús svo fátt eitt sé nefnt. Fyr­ir­tæki sem hafa, um ára­bil, átt við­skipti við kon­ungs­fjöl­skyld­una geta sótt um útnefn­ing­una, sam­þykki fjöl­skyldan beiðn­ina gildir útnefn­ingin í fimm ár. ECCO er á þessum lista sem þýðir að í skó­skápum Dana­drottn­ingar og fjöl­skyld­unnar er að finna skó frá ECCO.

Karl-Heinz og ECCO fyr­ir­tæk­inu hefur hlotn­ast ýmis konar annar heið­ur, og í til­efni af 50 ára afmæli ECCO árið 2013 var stóru torgi í miðbæ Bredebro gefið nafnið Toos­buys Torv. Skó­búðin sem áður var getið stendur við torg­ið.

Rúss­land

Á síð­ustu árum hefur ECCO lagt aukna áherslu á ný mark­aðs­svæði. Þar á meðal Rúss­land. Árið 2020 lagði fyr­ir­tækið mikla fjár­muni í upp­bygg­ingu eigin versl­ana þar í landi, en fram til þess tíma hafði rekstur ECCO búð­anna verið í ann­arra hönd­um. Sam­tals eru versl­anir ECCO í Rúss­landi 250 tals­ins, sumar mjög stórar aðrar litl­ar. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa hætt, í bili að minnsta kosti, öllum við­skiptum við Rúss­land. ECCO hefur ekki verið í hópi þeirra fyr­ir­tækja sem snúið hafa baki við Rúss­um. Þetta hefur vakið hörð við­brögð í Dan­mörku og víð­ar. Stór versl­ana­fyr­ir­tæki hafa hætt öllum við­skiptum við ECCO og tekið vörur fyr­ir­tæk­is­ins úr hill­um, önnur hafa ákveðið að stöðva frek­ari inn­kaup á vörum frá ECCO.

For­svars­menn ECCO hafa í við­tölum sagt að fyr­ir­tækið ætli ekki að loka versl­unum sínum í Rúss­landi. ,,Við höfum skyldur gagn­vart starfs­fólki okkar í Rúss­landi og við ætlum ekki að bregð­ast þeim,“ sagði tals­maður ECCO í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske.

Við­skipta­rit­stjóri Berl­ingske sagði í pistli í blað­inu að þrátt fyrir þessa yfir­lýs­ingu gæti svo farið að stjórn­endur ECCO snúi við blað­inu og loki í Rúss­landi. ,,Ef sala á vörum fyr­ir­tæk­is­ins dregst sam­an, kannski um tugi pró­senta, er lík­legt að stjórn­endur ECCO breyti um kúrs. Við­skipta­hags­mun­irnir vegi þá þyngra en hags­munir starfs­fólks­ins í Rúss­land­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar