Ursula von der Leyen útskýrir raforkumarkarðinn á ráðstefnu í Slóveníu í gær.
Tíföld verðhækkun á rafmagni – „Tímabil ódýrrar orku er liðið“
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir takmarkanir raforkumarkaðar sambandsins hafa komið bersýnilega í ljós og að grípa þurfi til neyðarinngrips til að koma böndum á hækkandi orkuverð. „Tímabil ódýrrar orku er liðið,“ segir sérfræðingur.
Kjarninn 30. ágúst 2022
Þessi kisi er eitthvað hræddur; er eflaust að horfa á bíómynd sem er bönnuð innan 12.
Köttur um kött frá ketti til kattar
Hvað er svona merkilegt við kisur? Borgþór Arngrímsson kannaði hætti katta.
Kjarninn 30. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Tíu pólitískar áherslur sem komu fram á flokksráðsfundi Vinstri grænna
Vinstri græn eru m.a. í ríkisstjórn til að passa upp á að hlutir gerist ekki en dreymir um annað stjórnarsamstarf. Flokkurinn gagnrýnir forstjóralaun, vill leggja útsvar á fjármagnstekjur, taka auðlindagjöld af vindorku og hækka veiðigjöld.
Kjarninn 29. ágúst 2022
Bleika alda Inkanna
Önnur vinstri sveifla stendur yfir í Rómönsku Ameríku. Hún hófst með kjöri Andrés Manuel López Obrador í Mexíkó árið 2018 og hélt áfram með kjöri Gustavo Petro í Kólumbíu fyrr á þessu ári.
Kjarninn 28. ágúst 2022
Árið 1787 keypti Søren Gyldendal hús við Klareboderne í Kaupmannahöfn og þar er forlagið Gyldendal enn til húsa.
Gyldendal í vanda
Það er ekki allt í lukkunnar velstandi hjá hinu gamalgróna danska bókaforlagi Gyldendal. Fjölmargir þekktir höfundar hafa yfirgefið forlagið á síðustu árum og útgáfan dregist saman. Forstjórinn hefur verið rekinn.
Kjarninn 28. ágúst 2022
Donald Trump og Anthony Fauci.
„Skunkurinn í lautarferðinni“ yfirgefur Hvíta húsið
Hann leiddi bandarísku þjóðina í gegnum faraldra HIV, inflúensu, ebólu og COVID-19. Hans stærsta orrusta var þó ef til vill af allt öðrum toga: Við forsetann fyrrverandi, Donald Trump.
Kjarninn 27. ágúst 2022
Meirihluti ráðuneytisstjóra var skipaður án auglýsingar
Frá árinu 1954 hefur það verið meginregla í lögum á Íslandi að það skuli auglýsa opinberlega laus embætti hjá íslenska ríkinu. Eftir þessari meginreglu er þó ekki farið í mörgum tilvikum.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Einkaneysla vegna eyðslu á sparnaði og fleiri ferðamenn undirstaða aukins hagvaxtar
Hagvöxtur er meiri á Íslandi en áður var reiknað með vegna þess að heimilin eru að eyða sparnaði sínum og fjöldi ferðamanna er vel umfram spár. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað og húsnæðisverð er enn að hækka.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
VR krefst stórfelldrar aðkomu stjórnvalda að gerð kjarasamninga
Í kröfugerð VR er meðal annars farið fram á afnám verðtryggingar, skattalækkun á launafólk og lækkun á virðisaukaskatti á nauðsynjavörur. Félagið fer líka fram minnkandi skerðingar, niðurgreidda sálfræðiaðstoð og aukið sjóðsfélagalýðræði í lífeyrissjóðum.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Tíu staðreyndir um kólnandi íbúðamarkað á Íslandi
Verð á íbúðum á Íslandi hefur hækkað um meira fjórðung á einu ári. Vísir er að bólu á markaðnum. Nú eru skarpar stýrivaxtahækkanir og aðrar takmarkanir á lántöku þó farnar að bíta og markaðurinn að kólna.
Kjarninn 23. ágúst 2022
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 23. ágúst 2022
Tekjuójöfnuður jókst á Íslandi í fyrra og ráðstöfunartekjur efsta lagsins hækkuðu mest
Skattbyrði 90 prósent landsmanna jókst á árinu 2021 á meðan að skattbyrði þeirra tíu prósent landsmanna sem höfðu hæstu tekjurnar dróst saman. Mikil aukning í fjármagnstekjum var ráðandi í því að ráðstöfunartekjur efsta lagsins hækkuðu um tíu prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2022
Sárafáar athugasemdir bárust við skipulag 735 íbúða hverfis í Hafnarfirði
Á tæplega 33 þúsund fermetra svæði ofan við Suðurhöfnina í Hafnarfirði er verið að skipuleggja byggingu alls 735 íbúða í 25 stakstæðum fjölbýlishúsum. Fáar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillögu reitsins, sem auglýst var í sumar.
Kjarninn 22. ágúst 2022
Magdalena Andresson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gleðigöngu í Stokkhólmi sem fór fram í byrjun þessa mánaðar.
Munu Sósíaldemókratar halda völdum með „rauðgrænum“ stuðningi?
Viðbrögð Magdalenu Andersson forsætisráðherra við innrás Rússa í Úkraínu hafa styrkt stöðu viðkvæmrar minnihlutastjórnar Sósíaldemókrata. Þó virðist áframhaldandi forysta þeirra eftir kosningar velta á samstarfi við tvo mjög ólíka flokka.
Kjarninn 21. ágúst 2022
Tímarnir hafa sannarlega breyst frá því að Olsen Banden var og hét.
Tekjufall hjá bankaræningjum
Tæknilegar framfarir eru oftast taldar af hinu góða og gagnast öllum. Ekki er það þó algilt. Breytingar í meðferð fjármuna hafa gert bankaræningja nær atvinnulausa. Í fyrra var gerð 1 tilraun til bankaráns í Danmörku, þær voru 237 árið 1992.
Kjarninn 21. ágúst 2022
Teymi þjóðkirkjunnar hætt að kanna mál konu sem ásakaði prest um kynferðisbrot
Kona sem segir prest innan þjóðkirkjunnar hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir ellefu árum síðan leitaði til teymis kirkjunnar vegna þess í nóvember í fyrra. Presturinn var sendur í leyfi í kjölfarið.
Kjarninn 20. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að sama skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Fjallið Brekkukambur í Hvalfirði er 647 metrar á hæð þar sem það er hæst. Vindmyllurnar yrðu um 250 metra háar.
„Eins og að krota inn á málverk eftir Kjarval“
Ef vindorkuver Zephyr Iceland fær að rísa á Brekkukambi, hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar, mun það blasa við úr öllum áttum – gnæfa yfir sveitir, frístundabyggðir og útivistarsvæði. Íbúar segja nóg komið af „stórkarlalegri starfsemi“ í Hvalfirði.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ríkið lengir í lánum Vaðlaheiðarganga um 36 ár og eignast félagið að nánast öllu leyti
Þegar ákveðið varð að gera Vaðlaheiðargang átti að vera um einkaframkvæmd að ræða. Ríkið átti að lána fyrir framkvæmdinni en fá allt sitt til baka í eingreiðslu þremur árum eftir að þau yrðu opnuð.
Kjarninn 5. ágúst 2022
Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Hluthöfum Íslandsbanka fækkað um næstum tíu þúsund frá skráningu á markað
Sá hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hækkað um 33,6 milljarða króna frá því að hann var seldur. Sá hlutur sem ríkið seldi til 207 fjárfesta í lokuðu útboði í mars hefur hækkað um 4,3 milljarða króna.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Eitruð ræða Orbáns
Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands hefur reynt að lægja öldur vegna ræðu sem hann hélt í Rúmeníu undir lok júlímánaðar. Hann segist nú hreint ekki hafa verið að tala um að blöndun kynþátta væri óæskileg, þó að erfitt sé að lesa annað úr ræðunni.
Kjarninn 4. ágúst 2022
Vísir er með stóra hlutdeild í úthlutuðum þorskkvóta.
Kvóti Vísis var bókfærður á 13,4 milljarða í lok síðasta árs – Þungur gjalddagi lána á næsta ári
Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi á 31 milljarð króna. Kaupverðið virðist hátt miðað við að hagnað Vísis í fyrra og virði skipa og vinnslu. Það sem verið var að kaupa eru þó fyrst og fremst kvóti.
Kjarninn 3. ágúst 2022
Þessi langreyðartarfur var með alls fjóra sprengiskutla í sér, samkvæmt samtökunum Hard to Port. Á myndinni sjást þrír þeirra standa út úr dýrinu.
Fjórir sprengiskutlar notaðir til að granda einum langreyðartarfi
Hvalur 8, hvalveiðibátur Hvals hf., landaði í gær tveimur langreyðum í Hvalfirði. Annað dýrið var með hvorki fleiri né færri en fjóra sprengiskutla í sér við komuna til hafnar og hefur því líklega háð ansi langt dauðastríð.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Fjármagnstekjur þeirra sem búa á Seltjarnarnesi og í Garðabæ eru miklu hærri en annarra á höfuðborgarsvæðinu
Þeir sem tilheyra við­skipta- og atvinnulífselítunni eru mun líklegri til að búa á Seltjarnarnesi eða í Garðabæ en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Áttræður fyrir rétt út af smáaurum
Síðasta sumar þurfti áttræður Dani að mæta fyrir rétt. Stefnandinn var orkufyrirtæki sem vildi að maðurinn borgaði fyrir að segja upp samningi sem aldrei hafði verið gerður. Umboðsmaður neytenda sagði orkufyrirtækin einskis svífast.
Kjarninn 2. ágúst 2022
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Léleg arðsemi Landsbankans tilkomin vegna þess að bankinn á stóran hlut í Marel
Stóru bankarnir þrír birtu nýverið uppgjör sín vegna fyrri hluta ársins 2022. Hagnaður Íslandsbanka og Arion banka jókst milli ára og arðsemi þeirra var yfir markmiðum. Hagnaður og arðsemi Landsbankans dróst hins vegar verulega saman.
Kjarninn 1. ágúst 2022
Jonas Vingegaard á leið á Radhuspladsen þar sem honum var fagnað af samlöndum sínum.
Danski brekkumeistarinn sem kom sá og sigraði Tour de France
Danir hafa eignast nýja þjóðhetju í hjólreiðamanninum Jonasi Vingegaard, sem kom sá og sigraði Tour de France, sem fór einmitt af stað frá Danmörku þetta árið. En hver er þessi ungi Dani sem hefur óvænt skotist upp á stjörnuhiminn hjólreiðanna?
Kjarninn 31. júlí 2022
Árið 2008, þegar hundrað ár voru liðin frá því að Toblerone kom á markaðinn, voru mikil hátíðahöld í Sviss. En brátt mun áletrunin „of Switzerland“ hverfa af pakkningum súkkulaðistykkjanna heimsþekktu.
Súkkulaðifjallið verður ekki lengur „Toblerone of Switzerland“
Toblerone er án efa eitt þekktasta vörumerki súkkulaðiheimsins og jafnframt helsta einkennistákn svissneskrar sælgætisgerðar. Slagorðið „Toblerone of Switzerland“ hverfur brátt af umbúðunum en mynd af fjallinu Matterhorn og lögun góðgætisins halda sér.
Kjarninn 31. júlí 2022
Geðsjúkdómar geri fólk ekki sjálfkrafa að vanhæfum foreldrum
Fjöldi danskra einstaklinga og para sem sótt hefur um frjósemismeðfer hefur verið neitað um hana vegna geðrænna vandamála sem þó eru ekki lengur talin hafa áhrif á hæfni þeirra sem foreldra. Sérfræðingar segja hæfnismatið ófullnægjandi og kalla eftir brey
Kjarninn 30. júlí 2022
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, við vígsluathöfn nýs herskips í janúar síðastliðnum. Taívan hefur verið að auka varnir sínar vegna yfirvofandi átaka við Kína.
Er Taívan Úkraína Asíu?
Taívan hefur um áratugaskeið litið á sig sem sjálfstætt ríki þrátt fyrir takmarkaðan alþjóðlegan stuðning gegn kínverska stórveldinu, sem hyggst ná Taívan aftur á sitt vald með öllum ráðum.
Kjarninn 27. júlí 2022
Myndir af kynlífsathöfnum ekki krafa heldur örþrifaráð hinsegin hælisleitenda
Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að gögn í formi mynda og/eða myndskeiða af kynlífsathöfnum verði ekki lögð fram sem gögn í málum hinsegin hælisleitenda.
Kjarninn 26. júlí 2022
Frægastur danskra leikara
Hann fæddist í Kaupmannahöfn, lærði ballett og var atvinnudansari í 10 ár. Þrítugur að aldri lauk hann leikaranámi og er í dag frægastur allra danskra leikara. Heitir Mads Mikkelsen. Gleymska hafði einu sinni næstum orðið honum dýrkeypt.
Kjarninn 26. júlí 2022
Bann við þungunarrofi hefur alvarleg keðjuverkandi áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu
Fjölgun ófrjósemisaðgerða og tilfella þar sem læknar þurfa að fresta lífsbjargandi aðgerðum fyrir þungaða sjúklinga sína með alvarlegum afleiðingum er meðal þeirra keðjuverkandi áhrifa sem bann við þungunarrofi í Bandaríkjunum hefur.
Kjarninn 24. júlí 2022
Hattar voru eins konar einkennistákn danska tónlistarmannsins Povl Dissing, einkum ítalskir Borsalino hattar í seinni tíð.
Maðurinn með Borsalino hattinn er látinn
Honum var ekki spáð miklum frama á tónlistarbrautinni, til þess væri röddin alltof sérkennileg. En þeir spádómar rættust ekki og hann varð „sameign“ dönsku þjóðarinnar. Povl Dissing er látinn.
Kjarninn 24. júlí 2022
„Það er stórslys í uppsiglingu“
Tugir fólks sem ýmist býr í Norðurárdal og nágrenni hans eða á þangað reglulega erindi mótmæla harðlega hugmyndum um vindorkuver í dalnum. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir allt í biðstöðu þar til ríkið gefi tóninn fyrir nýtingu vindsins.
Kjarninn 23. júlí 2022
Bensínverð stendur í stað milli mánaða, innkaupaverð lækkar en hlutur olíufélaga eykst
Sá sem greiddi 15 þúsund krónur á mánuði í bensínkostnað í maí 2020 þarf nú að punga út rúmlega 137 þúsund krónum til viðbótar á ári til að kaupa sama magn af eldsneyti. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði skarpt milli mánaða en bensínlítrinn hækkaði samt.
Kjarninn 23. júlí 2022
Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa unnið að greiningu á framtíðarskipan húsnæðismála Stjórnarráðsins.
Lagt til á ríkisstjórnarfundi að kaupa hluta af höfuðstöðvum Landsbankans á sex milljarða
Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn eru nú að verða tilbúnar. Þær voru reistar þrátt fyrir nánast algjöra andstöðu hjá eigandanum, íslenska ríkinu. Byggingin átti að kosta níu milljarða króna en sá kostnaður er nú komin í tólf milljarða króna.
Kjarninn 22. júlí 2022
Kæling í vatnsúða í Andalúsíu.
Sex sjóðandi heitar staðreyndir um hitabylgjuna
Hann er runninn upp, dagurinn sem verður að öllum líkindum sá lang heitasti hingað til í sögu Bretlands. Hann kemur í kjölfar heitustu nætur sem sögur fara af. Banvæn hitabylgja sem geisar í Evrópu afhjúpar margt – meðal annars stéttaskiptingu.
Kjarninn 19. júlí 2022