Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto

Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.

grand-theft-auto-6.jpeg
Auglýsing

Rockstar Games hefur dansað á áhuga­verðri línu á þeim tutt­ugu árum síðan fyr­ir­tækið var stofn­að. Um er að ræða eitt virtasta tölvu­leikja­fyr­ir­tæki heims í dag, sem hefur fram­leitt marga af vin­sæl­ustu og sölu­hæstu tölvu­leikjum allra tíma. Leikur frá Rockstar hefur verið með ákveð­inn gæða­stimpil á sér; spil­arar vita að þeir eru að fá gæða­vöru í hend­urn­ar.

Fyr­ir­tækið hefur annan stimpil á sér, fyrir það að fram­leiða umdeilda og ofbeld­is­fulla leiki þar sem ævin­týra­gjarnir glæpa­menn hyggj­ast klífa met­orða­stig­ann í und­ir­heimun­um. Rockstar hefur kom­ist upp á kant við hags­muna­hópa á borð við kirkj­ur, for­eldra­sam­tök, rit­skoð­ara og heilu rík­is­stjórn­irnar með umdeildum og ofbeld­is­fullum leikjum sín­um.

Nú virð­ast nýir og breyttir tímar vera að ganga í garð hjá tölvu­leikj­aris­an­um.

Sam­kvæmt frétta­flutn­ing hefur verið hreinsað til á skrif­stof­un­um, stjórn­endur hafa unnið mark­visst að því að inn­leiða jákvæð­ari og skipu­lagð­ari starfsanda. Bæði fyrrum og núver­andi starfs­menn hafa birt ásak­anir af slæmum vinnu­að­stæð­um, þá sér­stak­lega kven­kyns starfs­menn sem lýsa kerf­is­bundnu ofbeldi í þeirra garð. 

Breyt­ing­arnar ná einnig yfir við­fangs­efni tölvu­leikj­anna. Næsti leikur í Grand Theft Auto ser­í­unni, titl­aður GTA 6, verður með einn kven­kyns spil­an­legan karakt­er, eitt­hvað sem hefur ekki verið í neinum leik þeirra hingað til. Einnig verður and­rúms­loft leikj­anna meira í takt við nútím­ann. GTA hefur ávallt verið svört ádeila á banda­rískt sam­fé­lag, en húmor leikj­anna er oftar en ekki á kostnað minni­hluta­hópa.  

Heim­ildir herma að leik­ur­inn verði kom­inn út innan tveggja ára, en níu ár er síðan síð­asti leikur í ser­í­unni kom út. Það er ljóst að mikil eft­ir­vænt­ing ríkir eftir leikn­um, en biðin hefur lengst vegna bættra vinnu­að­stæðna hjá starfs­mönnum Rockst­ar. 

Háðsá­deila á Banda­rískt sam­fé­lag

Í gegnum rúm­lega tutt­ugu og fimm ára sögu GTA hafa allar spil­an­legar per­sónur verið karl­kyns.  Lengst af var bara einn slíkur sem ferð­að­ist í gegnum sögu­svið síns leiks, iðu­lega byggt á banda­rískum borgum eins og Miami, Los Ang­eles eða New York, og vann sig upp met­orða­stig­ann í und­ir­heimun­um. Spil­arar hafa algjört frelsi í leikj­un­um, geta rænt bíl­um, skotið fólk á förnum vegi og flúið undan lög­regl­unni.

Auglýsing
Það hefur þó aldrei verið meg­in­inn­tak leikj­anna. Efni­viður leikj­anna hefur ávallt verið djúp háðsá­deila á Banda­rískt sam­fé­lag. Gert hefur verið stólpa­grín að neyslu­væð­ingu, skot­vopna­eign og stjörnu­dýrkun svo fátt eitt sé nefnt.

Í GTA 6 verður ein af spil­an­legum aðal­per­sónum leiks­ins kona af lat­neskum upp­runa. Fram hefur komið að leik­ur­inn verði undir áhrifum sögu Bonnie og Clyde, glæpap­ars sem fór ráns­hendi um mið­ríki Banda­ríkj­anna í Krepp­unni Miklu. Spil­an­legar per­sónur verða því lík­leg­ast tvær, ef marka má efni­við­inn.

Annað sem tekið hefur verið fram er yfir­færsla á and­rúms­lofti og við­fangs­efni leikj­anna. Aðal­per­sónan mun vissu­lega vera glæpa­maður sem rænir og ruplar á ofbeld­is­fullan hátt, en umhverfið í kring og aðrar per­sónur verða aðeins meira í takt við nútím­ann.

Svartur húmor, kven­fyr­ir­litn­ing og trans­fóbía

Leik­irnir eru þekktir fyrir raun­veru­lega og sann­fær­andi eft­ir­myndir í sögu­sviðum sín­um. Með hækk­andi gæðum eru borg­irnar áþekkar venju­legri borg. Öll fyr­ir­tæki sem sjást á förnum vegi eru með nafn og jafn­vel slag­orð. Þessi nöfn eru oftar en ekki orða­grín í kló­sett-húmors­stíl. Þar má nefna Brown Str­eak Rail­road eða Pharte Gas

Það sem hefur þótt gagn­rýn­is­vert er karllægur og svartur húmor sem hefur verið mjög ein­kenn­andi fyrir leik­ina frá upp­hafi. Gagn­rýnendur hafa kallað leik­ina kven­fyr­ir­lít­andi, hómó­fó­bíska og trans­fó­bíska. Auka­per­són­ur, sem annað hvort hjálpa eða standa í vegi fyrir aðal­per­sónum leikj­anna, eru margar hverjar ýktar stað­al­myndir af minni­hluta­hóp­um, eins og sam­kyn­hneigðum karl­mönnum eða inn­flytj­end­um. 

„Brand­ar­ar“ á kostnað kvenna lit­uðu helst leik­ina til að byrja með.

GTA 3 frá 2001 endar á því að aðal­per­són­an, Claude, bjargar kærust­unni sinni frá aðal­skúrkn­um. Loka­at­riðið sýnir þau tvö ganga hægt og rólega frá víg­vell­in­um, en kærastan talar Claude í kaf. Þegar skjár­inn verður svartur heyr­ist hleypt af byssu. 

Claude leiðir kærustuna sína Mariu í GTA 3.

And­rúms­loft leikj­anna batn­aði reglu­lega með árun­um, kol­svartur endir GTA 3 er til að mynda lík­leg­ast hápunktur kven­fyr­ir­lít­andi „brand­ara“ fyr­ir­tæk­is­ins. 

Það sem helst hefur verið umdeilt er frjáls­leg notkun leikja­hönn­uða á gríni á kostnað trans sam­fé­lags­ins. Síð­asti útgefni leik­ur­inn í ser­í­unni er GTA V, en hann kom út árið 2013. Til er fjöl­spil­un­ar­út­gáfa af leikn­um, GTA Online, þar sem hópar spil­ara eru saman á einum net­þjón.  Sá er reglu­lega upp­færður með nýjum auka­per­sónum og spil­an­legum athöfn­um. 

Frá 2013 hafa orðið tals­verðar bylt­ingar varð­andi orð­ræðu í garð minni­hluta­hópa. Síð­ustu ár hefur það helst verið trans sam­fé­lagið að keyra af stað vit­und­ar­vakn­ingu á meið­andi orð­ræðu sem eykur for­dóma í garð trans ein­stak­linga. Leik­ur­inn er því orð­inn barn síns tíma, árið 2013 var það enn nokkuð vin­sælt að nota trans fólk sem ein­hvers konar brand­ara­línu í kvik­mynd­um, sjón­varpi og tölvu­leikj­u­m. 

For­svars­menn Rockstar hafa sýnt fram á vilja til að koma til móts við aðdá­end­ur. Í end­ur­út­gáfu á GTA V sem kom út á nýj­ustu kyn­slóð leikja­tölva í ár, voru teknir út ýmsir hlutir sem töld­ust móðg­andi í garð trans sam­fé­lags­ins. Þar á meðal voru gang­andi veg­far­endur sem líkt­ust dragdrottn­ingum fjar­lægð­ir. 

„Þessar per­sónur fóru aldrei í taug­arnar á mér sem kynsegin ein­stak­ling­ur, af því að ég sá þær alltaf bara sem dragdrottn­ing­ar, frekar en ein­hvers konar birt­ing­ar­mynd af trans kon­um,“ skrifar einn af stjórn­endum GTA Base, aðdá­enda­rek­inn fjöl­mið­ill um allt sem teng­ist leikn­um. „Ég held frekar að það hafi verið trans­fó­bískt fólk sem ákvað að þetta ættu að vera trans­kon­ur, sem varð til þess að allt í einu voru þetta orðnar ýktar stað­al­mynd­ir.“

Miðað við þessar breyt­ingar og hvernig húmor­inn í fyrri leikjum hefur verið byggður á ýmsum stað­al­myndum og orða­gríni, lítur allt út fyrir að næsti leikur verði með allt annað and­rúms­loft en spil­arar hafa van­ist síð­ustu tutt­ugu ár.

Vanda­mál sem nær yfir alla menn­ing­una

Síð­ustu tvö ár hafa nokkur af stærstu tölvu­leikja­fyr­ir­tækjum heims verið í brennid­epli vegna slæmra vinnu­að­stæðna. Í fyrra var Act­i­vision Blizz­ard, fram­leið­andi á sumum af vin­sæl­ustu leikjum okkar tíma eins og World of Warcraft og Call of Duty, kært af Atvinnu og Hús­næð­is­mála­ráðu­neyti Kali­forn­íu-­ríkis fyrir það sem hefur verið kallað typpa­menn­ing (e. frat boy cult­ure). Svip­aða sögu er að segja um franska tölvu­leikj­aris­ann Ubis­oft, sem hefur verið á bak við heims­frægar ser­íur á borð við Assass­in’s Creed og Far Cry. Fyr­ir­tækið fékk á sig kæru í heima­land­inu fyrir svip­aðar sak­ir.

Í þessum fyr­ir­tækjum eru starfs­menn ekki bara af meiri­hluta karl­kyns, heldur eru stjórn­un­ar­stöður almennt mann­aðar af körl­um. Kven­kyns starfs­menn hafa lýst stans­lausu áreiti, bæði kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu, á vinnu­staðn­um. Í mál­sókn­inni á hendur Act­i­vision Blizz­ard var því lýst að menn skriðu eftir gólfum og undir skrif­borð kvenna í marg­vís­legum til­gangi. Konur lýstu ann­ars konar kyn­ferð­is­legu áreiti og ofbeldi í starfs­manna­hitt­ing­um. 

Auglýsing
Karlkyns stjórn­endur ýmist huns­uðu beiðnir um rann­sóknir á atvik­unum eða refsuðu karl­kyns starfs­mönnum lítið sem ekk­ert. Fundir og starfs­manna­hitt­ingar voru haldnir á nekt­ar­dans­stöðum og drykkja á vinnu­tíma var alls­ráð­andi.

Þessu til við­bótar hefur tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn verið umdeildur fyrir það sem er kallað crunch, þar sem starfs­menn vinna alla daga vik­unnar þegar það stytt­ist í útgáfu leiks. Starfs­menn hafa lýst 60 til 100 klukku­stunda vinnu­vikum með litlu sem engu fríi, margir hverjir án almenni­legs yfir­vinnu­kaups. Í mörgum til­fellum var um að ræða verk­taka, ekki fast­ráðið starfs­fólk.

Rockstar hefur verið sakað um þessa typpa­menn­ingu, ásamt því að hafa verið eitt fyrsta fyr­ir­tækið sem var ásakað um að þræla starfs­mönnum sínum út í aðdrag­anda leikja­út­gáfu.

Árið 2018 kom hópur starfs­manna fram og kvart­aði yfir ósann­gjörnum vinnu­að­stæðum og löngum vinnu­tíma í aðdrag­anda útgáfu á Red Dead Redemption 2. Í kjöl­farið voru fleiri fyr­ir­tæki ásökuð um til­neydda yfir­vinnu sem var oftar en ekki án yfir­vinnu­kaups. 

Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum hafa for­svars­menn Rockstar farið í nafla­skoðun á þessum tíma­punkti og haf­ist handa við að taka fyr­ir­tækið í gegn. 

Óþægi­legum milli­stjórn­endum hent út

Í des­em­ber 2018 lét Jer­on­imo Bar­rera, þá einn af fram­kvæmda­stjórum vöru­þró­unar Rockstar, af störfum eftir tutt­ugu ára feril hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann hafði verið einn af mik­il­væg­ustu mönnum í brúnni, yfir­séð fram­leiðslu á öllum útgefnum leikjum og meira til. Í við­tali við Vari­ety tjáði hann blaða­manni að hann væri til­bú­inn að róa á ný mið eftir langan og góðan fer­il. 

Jeronimo Barrera.

Að öllum lík­indum spil­aði meira inn í þessa ákvörðun hans að hætta. Á dög­unum og mán­uðum eftir til­kynn­ing­una fóru á flug sögu­sagnir að innan veggja Rockstar hafði Bar­rera verið eins konar harð­stjóri sem hik­aði ekki við að öskra á und­ir­menn sína og hóta fólki brott­rekstri við minnstu sak­ir.

Einnig fóru á flug sögu­sagnir um kyn­ferð­is­lega áreitni af hálfu Bar­rera. Hann átti að hafa beðið leikja­hönn­uð, sem var þá nýbyrj­að­ur, að setj­ast í kjöltu sína og nudda innra læri sitt. Starfs­mað­ur­inn, Colin Bundschu, reyndi að til­kynna atvikið til mannauðs­deildar Rockstar en ekk­ert varð úr. Hann gaf út bók um málið árið 2017, með breyttum nöfn­um.

Hluti af umbreyt­ingu Rockstar hefur því verið að kasta út stjórn­endum sem starfs­fólk hefur lýst sem óþægi­legum að vinna með, eða voru hluti af typpa­menn­ing­unni sem var ráð­andi á nokkrum skrif­stofum í land­inu.

Einnig hefur starfs­fólki verið lofað að fá frek­ari vinnu­rétt­indi, þá helst að fara úr verk­taka­vinnu yfir í launað starf. Helst hefur fyr­ir­tækið lofað að eng­inn starfs­maður verður neyddur til að vinna yfir­vinnu við fram­leiðslu leiks­ins. 

Brott­för ýmissa manna, ekki bara Bar­rera, heldur einnig eins af stofn­endum Rockstar, Dan Houser, hefur tví­mæla­laust áhrif á næstu leik­i. 

Þetta þýðir auð­vitað að lengri tími fer í fram­leiðslu­ferl­ið. Leikja­fram­leið­endur vinna oft baki brotnu í aðdrag­anda leikja­út­gáfu sökum skila­frests sem útgef­endur og fjár­festar ákveða. Hvort GTA 6 verði lengur en tvö ár í við­bót í fram­leiðslu á eftir að koma í ljós, en einnig verður áhuga­vert að sjá hvernig spil­arar taka í fyr­ir­hug­aðar breyt­ing­ar. 

Það gæti komið í ljós á sunnu­dag­inn, þann 7. ágúst, en plakötum með þeirri dag­setn­ingu var bætt við leik­inn fyrir nokkrum vikum síð­an. Á plakatinu er aug­lýst ein­hvers konar mót­or­hjóla­keppni í borg­inni Vice City. Þetta rennir stoðum undir kenn­ingar spil­ara að sögu­sviðið verði í þeirri borg, sama og í sam­nefndum leik frá 2002, byggt á borg­inni Miami í Flór­ída. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar