Mynd: EFLA Vaðlaheiðargöng Mynd: EFLA
Mynd: EFLA

Ríkið lengir í lánum Vaðlaheiðarganga um 36 ár og eignast félagið að nánast öllu leyti

Þegar ákveðið varð að gera Vaðlaheiðargang átti að vera um einkaframkvæmd að ræða. Ríkið átti að lána fyrir framkvæmdinni en fá allt sitt til baka í eingreiðslu þremur árum eftir að þau yrðu opnuð. Veggjöld áttu að standa undir framkvæmdarkostnaði og gefa átti út skuldabréf til að selja fjárfestum svo hægt yrði að borga ríkinu. Þetta gekk ekki eftir, kostnaður reyndist átta milljörðum krónum meiri, tekjur minni en lagt var upp með og áhugi fjárfesta á að að lána svo hægt yrði að borga ríkinu var enginn.

Íslenska ríkið hefur breytt fimm millj­örðum króna af skuldum Vaðla­heið­ar­ganga hf. við rík­is­sjóð í nýtt hluta­fé. Búast má við því að eftir þá breyt­ingu verði ríkið að minnsta kosti eig­andi að um 90 pró­sent af hlutafé í félag­inu, sem byggði og rekur göng á Norð­ur­landi sem eru sam­nefnd því. Auk þess hefur ríkið samið við félagið um að lengja í lánum þess til árs­ins 2057 þannig að það greiði um 200 millj­ónir króna á ári af því. Lánin voru gjald­fallin áður en sam­komu­lag um þetta náð­ist í lok júní síð­ast­lið­ins en upp­haf­legt sam­komu­lagi gerði ráð fyrir að þau yrðu greidd með einni greiðslu í maí í fyrra. Því munu lánin inn­heimt­ast 36 árum síðar en stóð til eftir að sam­komu­lagið var gert.

Alls skuld­uðu Vaðla­heið­ar­göng ehf. íslenska rík­inu 19,7 millj­arða króna í lok árs 2021. ­Stjórn­völd hafa, enn sem komið er, ekki greint frá sam­komu­lag­inu. Upp­lýs­ingar um það er hins vegar að finna í árs­reikn­ingi Vaðla­heið­ar­ganga sem birtur var í síð­asta mán­uð­i. 

Þar kemur líka fram að Vaðla­heið­ar­göng hafi tapað 884,5 millj­ónum króna á síð­asta ári, sem er 80 millj­ónum krónum meira en félagið tap­aði á árinu 2020. Þegar við bæt­ist tap upp á 592 millj­ónir króna á fyrsta heila rekstr­ar­ár­inu eftir að göngin voru opnuð 1. des­em­ber 2018 þá liggur fyrir að sam­an­lagt tap Vaðla­heið­ar­ganga á árunum 2019 til 2021 var tæp­lega 2,3 millj­arðar króna. 

Þar skiptir fjár­magns­kostn­að­ur, greiðsla á þeim lánum sem voru tekin til að gera göng­in, mestu en rekstr­ar­kostn­aður þeirra (við­hald og rekst­ur, laun starfs­manna og inn­heimtu­kostn­að­ur) er um 23 pró­sent af velt­u. 

Hver ferð kostar 1.500 krónur

Vaðla­heið­ar­göng stytta vega­lengd­ina milli Akur­eyrar og Húsa­víkur um 16 kíló­metra. Ef keyrt er á 90 km/klst. með­al­hraða stytta göngin því leið­ina um ell­efu mín­út­ur. Enn er hægt að keyra gömlu leið­ina um Vík­ur­skarð og sleppa þannig við að greiða í göng­in, en vetr­ar­færð á þeim fjalla­vegi getur verið erf­ið. Í júlí 2019 greindi DV frá því að rekstur gang­ana hefði valdið von­brigðum og að tekjur væru umtals­vert undir áætl­­un. Rekstr­­ar­­fé­lag gang­ana hefði áætlað að um 90 pró­sent af umferð um svæðið myndi fara í gegnum göngin en raunin hafi verið um 70 pró­­sent. Aðrir keyrðu áfram um Vík­­­ur­­skarð. Á árinu 2020, sem er síð­ustu birtu tölur um ferðir á svæð­inu, fór um fimmt­ungur allra sem keyrðu þar um Vík­ur­skarð frekar en göng­in. 

Verð í göngin fyrir fólks­bíla (yfir 90 pró­sent allra ferða um þau eru farin á slík­um) var lækkað árið 2020 úr 2.500 í 1.500 krónur fyrir staka ferð og afslátt­ar­kjör voru einnig ein­föld­um. Flutn­inga­bílar borga nú 2.500 til 5.200 krónur á ferð eftir stærð. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift, en það kostar 21.000 krónur á mán­uði. Auk þess er hægt að kaupa tíu stakar ferðir á 12.500 krónur eða 50 stakar ferðir á 40.000 þús­und krón­ur.

Sé keyrt í gegnum göngin án þess að vera búinn að borga fer inn­heimtu­seð­ill í heima­banka eig­anda bíls­ins ásamt inn­heimtu­gjald­i. 

Sum öku­tæki greiða ekki fyrir að keyra í gegnum göng­in. Þar er um að ræða til dæmis lög­reglu­bif­reið­ar, sjúkra­bif­reið­ar, bif­reiðar björg­un­ar­sveita og öku­tæki Vega­gerð­ar­inn­ar. Ferðir þeirra eru þó taldar með þegar umferð um göngin er reikn­uð. 

Átti að verða einka­fram­kvæmd

En spólum aðeins aft­ur. Rætt hafði verið um Vaðla­heið­ar­göng sem sam­göngu­úr­bót milli stærstu þétt­býl­is­svæða á Norð­ur­landi í ára­tugi áður en þau komust á skrið, eða allt frá árinu 1990. Á upp­gangs­tím­anum eftir ald­ar­mót var félagið Greið leið stofnað af sveit­ar­fé­lögum á svæð­inu og fjár­fest­inga­fé­lag­inu KEA. Lagt var í allskyns vinnu til að reyna að koma fram­kvæmd­inni á kopp­inn sem mögu­legri einka­fram­kvæmd, sem þyrfti þá ekki að lúta lög­málum sam­göngu­á­ætl­un­ar, sem ákveður röð þeirra sam­göngu­fram­kvæmda sem ríkið fjár­magn­ar. Með öðrum orðum væri hægt að ráð­ast fyrr í einka­fram­kvæmd, sem yrði fjár­mögnuð með veggjöld­um, en að bíða eftir því að tími gangn­anna myndi koma á sam­göngu­á­ætl­un. 

Á árunum 2009 og 2010, eftir banka­hrun, ákvað ​​ís­lenska ríkið að kanna hvort fýsi­legt væri að ráð­­ast í gerð Vaðla­heið­­­­ar­­­­ganga í einka­fram­­­­kvæmd.

Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­­­­sjóða um að koma að fjár­­­­­­­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Sjóð­irnir töldu verk­efnið ein­fald­lega ekki ganga upp fjár­hags­lega. 

Því ákvað þáver­andi rík­­­­is­­­­stjórn Sam­­­­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­­­­­­­magnað af rík­­­­is­­­­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­­­­tíma­fjár­­­­­­­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlað­andi fyrir fjár­­­­­­­festa m.a. vegna þess að fjár­­­­­­­mögn­unin átti að verða rekstr­­­­ar­­­­lega sjálf­­­­bær með inn­­­­heimtu veggjalds. 

Sér­lög sam­þykkt af minni­hluta þing­manna

Í júní 2012 sam­­­­þykkti Alþingi svo sér­lög um gerð jarð­­­­ganga undir Vaðla­heiði. Það var gert með atkvæðum minni­hluta þing­manna, 29 af 63 sögðu já. Þrettán þing­menn kusu gegn lög­un­um, 16 voru fjar­staddir og fimm sátu hjá.

Þau veittu þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, heim­ild til að fjár­magna gerð gangn­anna fyrir hönd rík­is­sjóðs. Með því var kom­ist fram­hjá lögum um rík­is­á­byrgð­ir, sem hefðu ekki heim­ilað slíkan gjörn­in. Í skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun birti árið 2015 var þetta verk­lag gagn­rýnt harð­lega. Þar stóð orð­rétt: „Rík­­is­end­­ur­­skoðun geldur var­hug við þessu verk­lag­i.“

Oddný Harðardóttir lagði fram frumvarpið sem heimilaði ríkissjóði að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.
Bára Huld Beck

Í lög­unum fólst að rík­­­­is­­­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­­­kostn­aði. Sér­­­­stakt félag var stofnað utan um fram­­­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­­­ar­­­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags með 66 pró­­sent eign­­ar­hlut hefur verið Greið leið ehf., sem er nú meðal ann­­ars í eigu Akur­eyr­­­­ar­bæj­­­­­­­ar, fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­fé­lags­ins KEA, Útgerð­­­­ar­­­­fé­lags Akur­eyr­inga (sem er í eigu Sam­herja hf.) og ann­­arra minni sveit­­ar­­fé­laga á Norð­­ur­landi. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu hefur verið íslenska rík­­ið, sem á 33 pró­­sent. Það mun nú eign­ast félagið að mestu, eftir að hafa breytt fimm millj­örðum króna í nýtt hluta­fé. Aðrir hlut­hafar munu ekki taka þátt í þeirri hluta­fjár­aukn­ingu, sam­kvæmt því sem fram kemur í síð­asta árs­reikn­ingi Greiðrar leið­ar.

Gert var ráð fyrir að fram­­­­kvæmdum yrði lokið í árs­­­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­­­ast í sept­­­­em­ber 2015. Vand­ræði vegna mik­ils vatnsleka gerðu það að verkum að göngin voru á end­­anum ekki opnuð fyrr en í des­em­ber 2018. 

Vant­aði 4,7 millj­arða króna til við­bótar

Áður en göngin voru opn­uð, nánar til­tekið í mars 2017, var greint frá því að það vant­aði umtals­vert fé til að klára gerð Vaðla­heið­­­ar­­­ganga. Þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar ákvað að ríkið myndi hækka láns­heim­ild Vaðla­heið­ar­ganga um allt að 4,7 millj­arða króna til við­bótar við þá 8,7 millj­arða króna sem ríkið skuld­batt sig upp­haf­lega til að leggja til fram­kvæmd­ar­innar svo hægt yrði að ljúka vinnu við gerð gang­anna. Aðrir hlut­haf­ar, þ.e. eig­endur Greiðrar leið­ar, lögðu ekki fram nýtt hlutafé né láns­fé. 

Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra þegar íslenska ríkið lánaði 4,7 milljarða króna til viðbótar í verkefnið.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sú rík­is­stjórn ákvað þó að láta vinna úttekt­­ar­­skýrslu um gerð Vaðla­heið­ar­ganga í ljósi þeirra við­bót­ar­fjár­út­láta. Í skýrsl­unni, sem var skilað í ágúst 2017, var kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að fram­­kvæmdin gæti ekki talist eig­in­­leg einka­fram­­kvæmd. Í raun væru hún rík­­is­fram­­kvæmd þótt upp­­haf­­lega hefði hún ekki verið kynnt sem slík til að þurfa ekki að lúta for­­gangs­röðun sam­­göng­u­á­ætl­­un­­ar. Frá því að lög um gerð gang­anna voru sett hafi íslenska ríkið borið meg­in­á­hættu af Vaðla­heið­­ar­­göngum í formi fram­­kvæmda­láns til verks­ins.

Tekjur undir áætl­unum frá byrjun

Á fyrsta heila starfs­ári Vaðla­heið­ar­ganga hf. eftir opnun gang­anna, voru tekjur félags­ins „nokkuð undir áætl­unum stjórn­enda vegna minni umferðar en áætl­aðar var auk þess sem sam­setn­ing tekna er með öðrum hætti en gert var ráð fyr­ir,“ sam­kvæmt því sem fram kemur í árs­reikn­ingi þess árs. Á árinu 2019 heim­sóttu þó yfir tvær millj­ónir ferða­manna Ísland, en von­ast hafði verið til að slíkir myndu verða mik­il­vægir í tekju­öflun gangn­anna. 

Næstu tvö árin voru lituð af kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, sem óhjá­kvæmi­lega hafði mikið og nei­kvæð áhrif á rekstur Vaðla­heið­ar­ganga. Í árs­reikn­ingi síð­asta árs segir að þau áhrif hafi „fyrst og fremst fram í sam­drætti tekna félags­ins vegna sölu á veggjaldi um Vaðla­heið­ar­göng sem lækk­uðu um 27 pró­sent á milli áranna 2019 og 2020. Tekjur vegna sölu veggjalds juk­ust svo nokkuð milli áranna 2020 og 2021 en hafa þó að krónu­tölu ekki náð þeim tekjum sem voru á árinu 2019. 

Að mati stjórn­enda félags­ins munu áhrif far­ald­urs­ins hvað varðar umferð um göngin fara minnk­andi á árinu 2022 sam­hliða dvínun far­ald­urs­ins og horft til þess að umferð hefur auk­ist umtals­vert á milli áranna 2021 og 2022. Í því sam­bandi er horft til þess að veru­leg umferð­ar­aukn­ing hefur verið á fyrstu 5 mán­uðum árs­ins 2022 sam­an­borið við árið 2021 auk þess sem spár um fjölda erlendra ferða­manna til Íslands sam­an­borið við fyrra ár gefa vís­bend­ingu um veru­lega umferð­ar­aukn­ingu vegna þess, þegar líður tekur á sum­arið og inná haust­ið.“

Skulda rík­inu tæp­lega 20 millj­arða króna

Á fjár­lögum árs­ins 2020 var rík­inu veitt heim­ild til að breyta skuldum Vaðla­heið­ar­ganga við rík­is­sjóð í nýtt hluta­fé. Í mars á því ári hófust svo við­ræður um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins til að hægt væri að tryggja rekstr­ar­hæfi þess til fram­tíð­ar. Gjald­dagi skulda Vaðla­heið­ar­ganga við rík­is­sjóð var 1. maí í fyrra. Félagið hafði skuld­bundið sig til þess að end­ur­greiða rík­is­sjóði að fullu, ásamt áföllnum vöxtum með einni greiðslu, þann dag. 

Þegar kom að honum var inn­heimtu­að­gerðum frestað í ljósi þess að enn væri verið að vinna að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu. Líkt og áður sagði námu skuld­irnar 19,7 millj­örðum króna í lok síð­asta árs. Upp­haf­lega áttu göngin að kosta 8,7 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2011, sem er í dag um 11,6 millj­arðar króna. Því skuld­uðu Vaðla­heið­ar­göng rík­is­sjóði 8,1 millj­arði krónur meira en til stóð að hann myndi lána í upp­hafi í verkið um síð­ustu ára­mót.

Bjarni Benediktsson, sem greiddi atkvæði gegn lögum sem veittu ríkinu heimild til að fjármagna göngin árið 2012, er nú fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið ákvað í sumar að breyta fimm milljörðum króna í nýtt hlutafé og lengja í lánum til 2057.
Mynd: Bára Huld Beck

Ríkið átti að fá allt sitt til baka þremur árum eftir að rekstur gangn­anna hóf­st, en for­sendur gerðu ráð fyrir að fram­kvæmda­lánið frá rík­inu yrði þá end­ur­fjár­magnað með útgáfu skulda­bréfs á mark­aði og að rekstr­ar­hagn­aður þeirra myndi standa undir greiðslu þess. 

Það skulda­bréf átt svo að greið­ast upp í síð­asta lagi árið 2045, sam­kvæmt mati á greiðslu­getu og for­sendum sem unnið var fyrir fjár­mála­ráðu­neytið í byrjun árs 2012. 

Það var hins vegar ekki gefið út neitt skulda­bréf. For­sendur fyrir því voru ekki til stað­ar, tekjur ekki nægj­an­lega miklar, kostn­aður mun meiri en lagt var upp með og áhugi fjár­festa á að kaupa slíka afurð eng­inn. 

Þess í stað hefur ríkið breytt fimm millj­örðum króna af skuld­inni í nýtt hlutafé og stað­fest hlut­verk sitt sem eini lang­tíma­lán­veit­andi, og fjár­magn­andi, Vaðla­heið­ar­ganga með því að lengja í lánum félags­ins um 36 ár, eða til 15. febr­úar 2057.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar