Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi

Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Auglýsing

Núna í sept­em­ber verða haldnar þing­kosn­ingar í Sví­þjóð þar sem rúm­lega 7,5 millj­ónir Svía geta nýtt kosn­inga­rétt sinn en einnig er kosið í sveit­ar­stjórn­ir. Helstu átaka­línur kosn­ing­anna hafa verið að mynd­ast und­an­farið og virð­ast þrenn mál­efni ætla að verða þau helstu sem tek­ist verður á um: staða heil­brigð­is- og mennta­kerf­is, hækk­andi glæpa­tíðni og síð­ast en ekki síst þjóðar­ör­ygg­is­mál í ljósi hegð­unar Rússa í Evr­ópu. 

Í síð­ustu grein var farið yfir sögu sænskra stjórn­mála á seinni hluta síð­ustu aldar með áherslu á breyt­ingar í rekstri á vel­ferð­ar­kerf­inu. Í þess­ari ann­ari grein verður sjónum beint að póli­tísku lands­lagi síð­ustu ára og flokkar hins mögu­lega „blá­brúna“ banda­lags standa nú rétt fyrir kosn­ing­ar.

„Blá­brúnt“ banda­lag til hægri?

„Vem är brun, Per Bolund?“, eða „Hver hér er brúnn, Per Bolund?“ spurði ákafur og hálf taugatrekktur Jimmie Åkes­son, for­maður Sví­þjóð­ar­demókrata (s. Sverig­edemokra­terna) ítrekað for­mann Græn­ingja (s. Milj­ö­parti­et) í sjón­varp­s­kapp­ræðum sænska rík­is­sjón­varps­ins síð­asta haust. Per Bolund hafði þá velt fyrir sér mögu­legu „blá­brúnu“ banda­lagi Sví­þjóð­ar­demókrata, Hægri­flokks­ins (s. Modera­terna) og Krist­inna demókrata (s. Krist­demokra­terna). Á síð­asta ári fóru þessir þrír flokkar að ræða saman um sam­eig­in­lega snertifleti og mögu­legt sam­starf að loknum kosn­ing­um. Þegar tals­vert yfir­veg­aðri Per Bolund gafst tæki­færi á að svara spurn­ingu Jimmie Åkes­son benti hann óljóst á teng­ingu ljós­brúna lits­ins í póli­tísku sam­hengi við ein­kenn­is­bún­inga stormsveita Nas­ista (þ. Stur­ma­bteil­ung), og þeirra þátt í að koma Adolf Hitler til valda í Þýska­landi á fjórða ára­tug síð­ust ald­ar.

Sví­þjóð­ar­demókratar eiga nefni­lega rætur að rekja til nokk­urra nýnas­ista­hreyf­inga á níunda ára­tugn­um. Skil­grein­ing og gagn­rýni Per Bolunds fólst þó ekki bara í að setja út á upp­runa flokks­ins heldur einnig stefnu hans í dag, þótt hún hafi verið sett í tölu­vert hóg­vær­ari „bún­ing“ – í fínni jakka­föt ef má að orði kom­ast.

Í Skand­in­avíu á und­an­förnum ára­tugum hafa popúl­ískar þjóð­ern­is­hreyf­ingar sótt í sig veðrið en þær beita sér þá helst fyrir ákveð­inni útlend­inga­andúð sem felst einkum í því að upp­hefja „skand­in­av­ísk gild­i“, meðal ann­ars þegar kemur að vel­ferð­ar­kerf­inu. Sví­þjóð­ar­demókra­ta­flokk­ur­inn var stofn­aður árið 1988 út frá nokkrum nýna­sískum rótum en hefur síðan þá náð að „hreinsa sig“ tölu­vert og orðið hóf­legri í stefnu sinni og hug­mynda­fræði. Nýverið var birt hvít­bók um sögu flokks­ins sem hafði lengi verið beðið eft­ir. Í henni kemur það skýrt fram sem margir með­limir flokks­ins og kjós­endur hans hafa gert lítið úr: flokk­ur­inn er með aug­ljósa sögu­lega teng­ingu við eldri nýnas­ista- og þjóð­ern­is­hreyf­ing­ar.

Sól­eyj­ar­blóm og „krútt­legur ras­is­mi“

Sví­þjóð­ar­demókra­ta­flokk­ur­inn hefur hægt og rólega farið í gegnum ímynd­ar­breyt­ingu sem hefur fyrst og fremst falist í því að gera sig aðgengi­legri og á ákveð­inn hátt „krútt­legri“. Ímynd flokks­ins hefur þannig verið ein­kennd ljósum og fal­legum litum (merki flokks­ins er ljós­blátt Sól­eyj­ar­blóm) og ein­kenn­ist nú af ákveð­inni barns­legri róm­an­tís­er­ingu á lið­inni sænskri tíð. Þá notar flokk­ur­inn mikið myndefni sem sýnir til dæmis mikið eldra fólk og Dalar­auð hús böðuð sól­skini. Þó myndu ein­hverjir telja að þess­ari nýju ímynd tak­ist ekki að fela bæði rasíska for­tíð og for­dóma­fulla und­ir­tóna flokks­ins. 

Merki Svíðþjóðardemókrata er bjart og sakleysislegt.

Það sem gerir Sví­þjóð­ar­demókrata frá­brugðna til dæmis norska Fram­fara­flokknum (n. Norsk Folk­part­i), sem er svip­aður flokkur að mörgu leyti, er að hann styður vel­ferð­ar­rík­ið, rétt eins og almenn­ingur virð­ist gera, og vill end­ur­reisa það – en með lok­uðum landa­mær­um. Sví­þjóð­ar­demókratar hafa þannig talað um hvernig rík­is­stjórnir und­an­farna ára­tugi hafa van­rækt vel­ferð­ar­kerf­ið, sér­stak­lega þegar kemur að löngum biðlistum og þjón­ustu við eldri borg­ara. Einnig hefur flokk­ur­inn talað um þá van­rækslu sem sé í mennta­kerf­inu og þá „að­skiln­að­ar­stefnu“ sem birt­ist þar með þeim afleið­ingum að eng­inn agi sé í mörgum skólum þar sem meiri hlut­inn er af erlendu bergi brot­inn. Þá vilja flokks­með­limir meina að þessi veru­leiki stuðli ásamt öðrum þáttum að því sem flokk­ur­inn kallar ,,parall­el­samäl­len“ eða hlið­stæð sam­fé­lög, þar sem önnur lög og reglur gildi.

Flokk­ur­inn vill efla vel­ferð en vill fjár­magna þá efl­ingu einna helst með nið­ur­skurði í mál­efnum er við­koma alþjóð­legri hjálp­ar­að­stoð og inn­flytj­end­um. Þar að auki vill flokk­ur­inn draga aðild lands­ins að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) til baka. Í takt við hóf­sam­ari stefnu og alþjóð­lega þróun í flótta­manna­málum varð flokk­ur­inn vin­sælli með tím­an­um. Hlaut hann 5,7% atkvæða árið 2010, 12,9% árið 2014 og nú síð­ast árið 2018 hlaut hann 17,5% atkvæða. Flokk­ur­inn hélt þá áfram að stækka og var að mæl­ast með rúm­lega 20% fylgi í skoð­ana­könn­unum fyrstu tvö árin eftir kosn­ing­ar. Í des­em­ber 2019 mæld­ist hann til dæmis með 24% fylg­i. 

En Covid-19 heims­far­ald­ur­inn, inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu og mögu­leg inn­ganga Sví­þjóðar í NATO hefur ekki beint aukið við fylgi Sví­þjóð­ar­demókrata. Frá því í byrjun árs­ins 2020 hefur flokk­ur­inn verið heldur kyrr­stæður í könn­unum og hefur stundum verið að mæl­ast með rúm­lega það sem hann fékk í kosn­ing­unum 2018. Í síð­ustu skoð­ana­könnun mæld­ist hann með 18,6% fylgi, en það sveifl­ast þó; í jan­úar mæld­ist hann til dæmis með 20,1% fylgi en í júní var fylgi hans talið vera 17,4%.

Kyrr­stætt fylgi

Jafn­framt hefur það gerst síðan kosið var árið 2018 að Hægri­flokk­ur­inn og Kristni demókra­ta­flokk­ur­inn hafa að mörgu leyti tekið upp stefnu Sví­þjóð­ar­demókrata þegar kemur að inn­flytj­enda­málum og refs­ingum við (ákveðn­um) glæp­um. Þá hefur stefna Sví­þjóð­ar­demókrata verið nán­ast eins síðan flokk­ur­inn komst fyrst inn á þing 2010. Á meðan hefur Hægri­flokk­ur­inn í raun tekið U-beygju þegar kemur að þessum mála­flokk­um. Hér er flokk­ur­inn þá að reyna að auka fylgi sitt lengra til hægri og í átt að íhalds­sam­ari öfl­um. Jafn­framt sæk­ist hann eftir því að ná aftur völdum eftir að hafa verið átta ár í stjórn­ar­and­stöðu.

Auglýsing
Gera má ráð fyrir að þessi þróun hafi að ein­hverju leyti gert fylgi Sví­þjóð­ar­demókrata kyrr­stæðra. Enn fremur er áhuga­vert að velta fyrir sér hvort þessar fylg­is­hreyf­ingar eigi eftir að fylgja svip­aðri þróun og varð í Dan­mörku, en ýmsum flokkum þar í landi tókst að auka fylgi sitt meðal ann­ars með því að taka upp ýmis stefnu­mál frá Danska þjóð­ar­flokknum (d. Dansk Fol­ke­part­i), sem jafn­framt minnk­aði tölu­vert fyrir vik­ið. Þannig tókst flokknum að færa boð­skap sinn í meg­in­straum stjórn­mál­anna en gera sjálfan sig jafn­framt minna nauð­syn­legan sam­kvæmt sínum eigin boð­skap.

Blokkir síð­ustu ára

Fyrir kosn­ing­arnar 2010 ein­kennd­ust sænsk stjórn­mál einna helst af tvennum svoköll­uðum blokk­um. Þetta voru ann­ars vegar Borg­ara­flokk­arnir (frá miðju til hægri) en þar störf­uðu saman Hægri­flokk­ur­inn, Kristnir demókrat­ar, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn (s. Liberal­erna) og Mið­flokk­ur­inn (s. Center­parti­et); og hins vegar Vinstri­blokkin (stundum kölluð Rauð­græna blokk­in), en þar störf­uðu saman Sós­í­alde­mókratar (s. Soci­alde­mokra­terna), Vinstri­flokk­ur­inn (s. Vän­ster­parti­et) og Græn­ingjar (s. Milj­ö­parti­et). 

Fyrr­nefnda blokkin er tals­vert eldri en sú síð­ari en hún var mynduð á tíunda ára­tug síð­ustu aldar en varð síðan full­mótuð upp úr alda­mót­um. Sú síð­ari tók aðeins á sig mynd fyrir kosn­ing­arnar 2010 en þá gáfu Sós­í­alde­mókratar það út að þeir myndu í fyrsta skipti í heila öld starfa innan blokk­ar.

Það sem síðan hefur gerst er að fyrir utan ramma þess­ara blokka sprettur þá fram þetta nýja póli­tíska afl í formi Sví­þjóð­ar­demókrata. Síðan þá hafa blokk­irnar átt erf­ið­ara með að starfa án þess að leita til hvor ann­arrar eða jafn­vel í fylgið sem færst hafði frá þeim. Ákveðin mál­efni sem áður þóttu fárán­leg að ræða voru allt í einu rædd af þessum nýja flokki sem fannst Sví­þjóð „ónýtt“ og vildi finna söku­dólga. Þá vilja Sví­þjóð­ar­demókratar hverfa aftur til ann­arrar tíð­ar, þegar Sví­þjóð var „sænskt“. Hvað sem það nú þýðir er erfitt að vita nákvæm­lega – en eitt er víst: það er ekki hægt að fara aftur í tím­ann (eins og er alla­vega).

Stefnu­breyt­ing Hægri­flokks­ins og óhugn­an­leg skotárá­samet

Sam­starf Hægri­flokks­ins við Sví­þjóð­ar­demókrata er komið til að vera, þó svo að for­maður flokks­ins, Ulf Kristers­son, neiti að tjá sig beint um hvað honum finn­ist um síð­ar­nefnda­flokk­inn og eðli hans. Talar hann mest um þá „sam­eig­in­legu snertifleti“ sem þeir deila. Fylgi Hægri­flokks­ins hefur verið að mæl­ast í kringum 20% síð­ustu ár en í kosn­ing­unum 2018 fékk hann 19,8% af atkvæð­um. Í síð­ustu skoð­ana­könnun mæld­ist flokk­ur­inn með 18,6% fylgi, þá jafn­stór og flokkur Sví­þjóð­ar­demókrata.

En velta má fyrir sér hvernig stendur á því að Hægri­flokk­ur­inn, sem eitt sinn stóð fyrst og fremst fyrir frjálsum mark­aði, opnum landa­mærum og alþjóða­hyggju, hefur ratað hingað í stefnu­mál­um? Svarið við þessu er tví­þætt: ann­ars vegar tap á fylgi helst til Sví­þjóð­ar­demókrata og hins vegar met­tölur í glæpa­tíðni í Sví­þjóð. 

Síð­ustu ár hefur glæpa­tíðni í Sví­þjóð auk­ist tölu­vert og er nú sú næst hæsta innan ESB. Nú á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins var til­kynnt um met­fjölda ban­vænna skotárása þar sem 18 mann­eskjur hafa týnt lífi sínu. Síð­ustu fimm ár hafa yfir 40 mann­eskjur árlega verið skotnar til bana. Flestar þess­ara skotárása eru bein­tengdar átökum milli glæpa­gengja sem virð­ast hafa greiðan aðgang að skot­vopn­um. 

Það sem er enn meira slá­andi varð­andi starf­semi þess­ara glæpa­gengja er að ríf­lega 15% með­lima þeirra eru undir 18 ára. Þá vilja lög­reglu­yf­ir­völd meina að sú tala muni aðeins aukast þar sem refsi­af­slættir fyrir 18–20 ára voru afnumdir í jan­úar á þessu ári. 

Það sam­fé­lags­vanda­mál sem þessar skotárásir eru orðnar hefur tekið stóran sess í allri póli­tískri umræðu, sér­stak­lega núna þegar líður að kosn­ing­um. Mikil óánægja hefur verið með það sem virð­ist vera aðgerða­leysi stjórn­valda að taka á þessu vanda­máli og bar þingið til að mynda fram van­traust­s­til­lögu á hendur dóm­stóla- og inn­an­rík­is­ráð­herra Morgan Johanns­son á þessu ári sem naum­lega var felld.

Ulf Kristersson og Magdalena Andersson forsætisráðherra.

Þá hefur Ulf Kristers­son talað um að Hægri­flokk­ur­inn vilji koma á þeirri stefnu­breyt­ingu að hægt verði að útvísa erlendum rík­is­borg­urum sem til Sví­þjóðar koma áður en þeir brjóti af sér ef þeir hafa ein­hverja teng­ingu við glæpa­gengi. Þá vilja Sví­þjóð­ar­demókratar gera þá stefnu­breyt­ingu að hægt verði að senda úr landi heilar fjöl­skyldur ef einn með­limur þeirra ger­ist sekur um glæp­sam­legt athæfi, þá sér­stak­lega börn. „Ef börnin fá að vera úti að kasta steinum í lög­reglu og kveikja í lög­reglu­bílum verða afleið­ing­ar,“ sagði Jimmie Åkes­son í við­tali í vor. Þar vísar hann í Páska­óreið­irnar svoköll­uðu sem urðu vegna hátt­semi hins dansk-­sænska og íslamfælna Rasmus Palu­dans sem þekktur er fyrir að brenna Kór­an­inn á hinum ýmsu stöð­um. Óeirðir urðu víða um Sví­þjóð og varð við­bún­aður lög­reglu tals­verð­ur.

Full­trúar Sví­þjóð­ar­demókrata hafa einnig lýst yfir stuðn­ingi sínum við að lög­regla beiti því sem á ensku er kallað „racial profil­ing“ þar sem not­aðir eru rasískir grein­ing­ar­staðl­ar  til að taka á glæp­sam­legu athæfi, sama hvort ein­stak­lingar séu sekir um slíkt eða ekki.

En í dag er staðan sú að allir sænskir stjórn­mála­flokkar fyrir utan einn, Vinstri­flokk­inn, vilja afnema alla refsi­af­slætti fyrir 15–17 ára ein­stak­linga, sem hingað til geta í mesta lagi verið dæmdir til fjög­urra ára vistar á sér­stökum barna- og ung­menna­deild­um. Þá hefur Magda­lena And­ers­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sós­í­alde­mókrata, nýlega heitið því að frá og með nú verði hægt að vísa fleiri glæpa­mönn­um, sem einnig eru inn­flytj­end­ur, úr landi.

Sam­fé­lags­legur aðskiln­aður og „við­kvæm svæði“

Mik­ael Dam­berg fjár­mála­ráð­herra hefur gefið það út að það sé atriði númer eitt innan raða Sós­í­alde­mókrata að taka á þeirri skipu­lögðu glæp­a­starf­semi sem eng­inn hem­ill virð­ist vera á og vilji enn fremur einnig taka á þeim „að­skiln­aði“ sem ríki á milli svæða. Þá telur hann að lyk­ill­inn í því að forða ung­mennum frá glæpa­gengjum sá að íbúar svo­kall­aðra „við­kvæmra svæða“ (s. utsatta område) finni fyrir nær­veru yfir­valda og að þar birt­ist lög og regla í formi auk­ins sýni­leika lög­reglu.

Auglýsing
Hér sést mögu­lega að ein­hverju leyti sá veru­leiki sem einka­væð­ing í mennta- og heilsu­gæslu hefur skap­að. Lík­lega eru það ekki glæp­irnir sem skapað hafa þennan veru­leika heldur eru auknir glæpir afleið­ing af auknum aðskiln­aði milli þeirra sem fleiri tæki­færi hafa í líf­inu og þeirra sem minna mega sín. 

Nú í byrjun ágústs gaf And­ers Ygeman, ráð­herra fólks­flutn­inga og sam­þætt­ingar í rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókrata það út að hann vilji end­ur­skil­greina þessi „við­kvæmu svæði“ og bæta við mæli­ein­ingum sem mið­ast við hversu margir séu ekki með Norð­ur­landa­bak­grunn. Honum finn­ist það jafn­framt ekki í lagi að svo­leiðis hverfi séu  almennt til í Sví­þjóð. Ygeman hefur þó und­ir­strikað að atvinnu­leysi og menntun skipti enn mestu máli í þessum skil­grein­ing­um. En að þessi orð­ræða komi frá ráð­herra Sós­í­alde­mókrata sýnir enn og aftur hversu mikið í Sví­þjóð hefur breyst en ummælin hafa valdið usla innan bæði Vinstri­flokks­ins og Græn­ingja.

Einnig minnir þessi nýja skil­grein­ing ráð­herr­ans á útlistun danskra yfir­valda á þeim hverfum sem meiri­hluti fólks er ekki með vest­rænan bak­grunn en nú stefna stjórn­völd á það að rífa hrein­lega þessi hverfri fyrir árið 2030. Þá hefur Jimmie Åkes­son, for­maður Sví­þjóð­ar­demókrata, rætt um að þessa leið vilji flokkur hans einnig fara í mála­flokkn­um.

Kristnir demókratar bæta við sig

Kristnir demókratar hafa einnig verið að gera sig gild­andi í því að gera strang­ari refs­ingar að helsta bar­áttu­máli. For­maður Krist­inna demókrata Ebba Busch, hefur einnig orðið æ meira áber­andi á und­an­förnum árum. Núna síð­ast í vor vakti hún umtal eftir ummæli sín eftir Páska­óreið­irn­ar. Þá velti hún fyrir sér hvers vegna aðeins lög­reglu­menn hefðu orðið fyrir áverkum en ekki sjálfir óreiða­seggirn­ir. Af hverju sænska þjóðin fengi ekki fréttir af „hund­rað særðum ísla­mist­um, hund­rað særðum glæpa­mönnum og hund­rað særðum óreiða­seggj­u­m.“

Ummælin fóru fyrir brjóstið á mörgum en lög­reglu­of­beldi er almennt sjald­séð í Sví­þjóð, þó svo að auð­vitað sé til eins og ann­ars stað­ar. En fylgi flokks Ebbu Busch hefur aðeins auk­ist síðan þá en ummælin höfðu þó ann­ars konar áhrif á frama henn­ar. Boð hennar á hina vin­sælu Elle-­tísku­há­tíð sem haldin er ár hvert var nefni­lega dregið til baka og vakti þessi ákvörðun nokkra athygli. Eftir þessa atburða­rás hefur hún síðan imprað á því að „...­fá­tækt sé ekki afsökun fyrir því að kasta steinum í lög­reglu.“

Ebba Busch og Ulf Kristers­son virð­ast ná vel saman og koma stundum fram saman í kosn­inga­bar­átt­unni. Eins og staðan er núna, ef marka má nýj­ustu ummæli þeirra beggja, er aug­ljóst að sam­eig­in­legir póli­tískir snertifletir þeirra ann­ars vegar og Jimmie Åkes­son hins vegar eru að verða fleiri og fleiri. Í síð­ustu skoð­ana­könnun mæld­ust Kristnir demókratar með 6,3% fylgi. Einnig virð­ist Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, sem lengi fylgdi Hægri­flokknum innan blokk­arpóli­tík­ur­inn­ar, ekki ætla að úti­loka rík­ís­stjórn­ar­sam­starf með Sví­þjóð­ar­demókröt­um.

Á Frjáls­lyndi flokk­ur­inn sér við­reisn­ar­von?

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hefur und­an­farið ár barist í bökkum og átt erfitt með að anda undir þing­þrösk­uld­inum en sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum sem gerðar voru núna í vor virt­ist hann ætla þurrkast út af þingi. Töldu margir að erindi flokks­ins hefði beðið hnekki, sér­stak­lega eftir sam­starfsvilja hans við Sví­þjóð­ar­demókrata – sem margir myndu eflaust halda að liggi nokkuð langt frá þeim þegar kemur að póli­tískri hug­mynda­fræði. Þó hefur flokk­ur­inn undir for­ystu Nyamko Sabuni síðan þá gefið það út að hann vilji ekki úti­loka sam­ræður við Sví­þjóð­ar­demókrata og vilji fyrst og fremst rík­is­stjórn leidda af Ulf Kristers­son. Svo virð­ist sem fleiri og fleiri flokkar við­ur­kenni að ein­hvers konar sam­starf með Sví­þjóð­ar­demókrötum sé óum­flýj­an­leg­t. 

Auglýsing
Nú í apríl sagði síðan Nyamko Sabuni af sér for­mennsku flokks­ins og við tók Johan Pehrson. Lík­lega hefur Sabuni horfst í auga við stöðu sína sem var orðin ansi tor­veld vegna lélegs almenn­ings­á­lits og klaufa­legra ummæla um að hún myndi flytja til Nor­egs ef Rússar gerðu inn­rás í Sví­þjóð. Undir for­ystu nýs for­manns hefur flokk­ur­inn smátt og smátt verið að bæta við sig í skoð­ana­könn­unum og mæld­ist nú síð­ast með 5,1% fylgi, eftir að hafa dottið niður í rúm 2% í apr­íl.

Mis­mun­andi lausnir

Hægri­flokk­ur­inn, Kristnir demókrat­ar, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og Sví­þjóð­ar­demókratar vilja allir lækka almennar bætur til að sam­þætta inn­flytj­endur inn í sænskt sam­fé­lag og koma í veg fyrir hlið­stæð sam­fé­lög og aðskiln­að. 

Þá hafa Sví­þjóð­ar­demókratar sér­stak­lega imprað á því að fólk sem sé nýkomið til Sví­þjóðar eigi ekki að geta fengið atvinnu­leys­is­bætur frá degi eitt. Á fyrri ára­tugum hefur hið sænska vel­ferð­ar­ríki einmitt verið sér­stak­lega gjaf­milt og hlý­legt við fólk sem hyggj­ast setj­ast þar að, sama úr hvaða aðstæðum það kem­ur. Þá má segja að Sví­þjóð hafi lengi vel verið eins konar „mann­úð­legt stór­veldi“ en orð­ræðan á síð­ustu árum sem og stórir straumar flótta­manna hafa leitt til strang­ari landamæra­gæslu og ákveð­innar end­ur­hugs­unar á þess­ari stefn­u. 

Á hinum enda áss­ins eru síðan Sós­í­alde­mókrat­ar, Vinstri­flokk­ur­inn og Græn­ingjar sem telja að lækkun á bótum geri ástandið aðeins verra og leiði till auk­innar fátæktar meðal við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. Þá virð­ist Mið­flokk­ur­inn, nafn­inu sam­kvæmt, vera þarna ein­hvers staðar á milli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar