Áttræður fyrir rétt út af smáaurum

Síðasta sumar þurfti áttræður Dani að mæta fyrir rétt. Stefnandinn var orkufyrirtæki sem vildi að maðurinn borgaði fyrir að segja upp samningi sem aldrei hafði verið gerður. Umboðsmaður neytenda sagði orkufyrirtækin einskis svífast.

Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Auglýsing

Kjarn­inn end­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­ir. Frétta­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­sælda og sú sem er end­­ur­birt var upp­­haf­­lega birt þann 27. júní 2021.

Þriðju­dag­inn 2. júní 2020 vakn­aði Mog­ens Niel­sen, kenn­ari á eft­ir­launum búsettur í Hol­bæk, eins og hann hafði gert á hverjum morgni í rúm 80 ár. Eitt­hvað var samt öðru­vísi, og þegar Mog­ens ætl­aði að kveikja á útvarp­inu gerð­ist ekk­ert. Það var straum­laust. Mog­ens leit út um glugg­ann og sá að í öðrum húsum log­uðu ljós. Straum­leysið var bundið við hans hús. 

Mog­ens hugs­aði með sér að þetta gæti fjanda­kornið ekki verið kór­ónu­veirunni að kenna, þótt hún væri á þessum tíma sögð eiga sök á flestu því sem fór úrskeiðis í Dan­mörku. Mog­ens ákvað að bíða ekki þess sem verða vildi en hringdi í fyr­ir­tækið Nor­lys, en þar hafði hann um nokk­urra ára skeið keypt heim­il­is­raf­magn­ið. Þar á bæ gátu menn komið straumnum á. Tók að vísu nokkra klukku­tíma en mat­ur­inn í kæli­skápnum hélst óskemmd­ur.

Afdrifa­ríkt sím­tal

Ástæða þess að straum­ur­inn var tek­inn af húsi Mog­ens Niel­sen átti sér for­sögu sem hófst með sím­tali 10. mars í 2020. Þá hringdi sölu­maður frá orku­sölu­fyr­ir­tæk­inu Vel­kommen.  Hann sagði Mog­ens Niel­sen að með því að hætta við­skiptum við Nor­lys og kaupa raf­magnið af Vel­kommen gæti hann sparað 13 – 14 hund­ruð krónur á ári, það jafn­gildir 26 til 27 þús­undum íslenskra króna.

Auglýsing
Mogens Niel­sen vildi gjarna vita eitt­hvað meira og sölu­mað­ur­inn ætl­aði að senda honum frek­ari upp­lýs­ing­ar. „En það er eitt í við­bót“ sagði sölu­mað­ur­inn og bað um reikn­ings­númer Mog­ens Niel­sen í bank­an­um. „Það var heimsku­legt að láta hann hafa núm­erið en ég ímynd­aði mér að hann þyrfti það til að láta meta við­skipta­hæfi mitt (kreditv­urder­ing) í bank­an­um.“

Vel­kom­inn í við­skipti hjá Vel­kommen

Nokkrum dögum eftir áður­nefnt sím­tal fékk Mog­ens Niel­sen skila­boð um að bank­inn hefði ekki nema gott eitt um hann að segja. Jafn­framt var hann boð­inn vel­kom­inn í við­skipta­manna­hóp Vel­kommen. ,„Við erum mjög ánægð að fá þig sem við­skipta­vin og hlökkum til að veita þér góða þjón­ustu“ stóð í póst­inum frá Vel­kommen.

Mog­ens Niel­sen fékk engar frek­ari upp­lýs­ing­ar, átti bara að merkja við að hann vildi ger­ast við­skipta­vinur Vel­kommen „sem ég gerði ekki. Ég var búinn að ákveða að vera áfram við­skipta­vinur Nor­lys. Hugs­aði með mér að þar með væri þetta mál úr sög­unn­i“. 

Óvænt skila­boð frá bank­anum

Nú leið að mán­aða­mót­um. Þá fékk Mog­ens Niel­sen, eins og venju­lega, yfir­lit þeirra reikn­inga sem þá yrðu á gjald­daga. Hann rak upp stór augu þegar hann sá að orku­kaupa­samn­ingi hans við Nor­lys hafði verið sagt upp og fram­vegis færi gegnum greiðslu­þjón­ust­una, um hver mán­aða­mót reikn­ingur frá Vel­kommen. Mog­ens Niel­sen hafði sam­stundis sam­band við Vel­kommen og sagði að hann hefði ekki sam­þykkt að kaupa þaðan raf­magn og hann myndi segja upp þessum greiðslu­þjón­ustu­samn­ingi, sem hann hefði hvort eð er aldrei stofnað til. Svörin frá Vel­kommen voru þau að umþótt­un­ar­tím­inn væri lið­inn og hann gæti ekki sagt upp samn­ingn­um. Mog­ens Niel­sen hringdi í bank­ann og lok­aði greiðslu­þjón­ust­unn­i. 

Hót­anir og straum­rof

Vel­kommen hafði þegar í stað sam­band við Mog­ens Niel­sen og báðu hann að end­ur­vekja þegar í stað greiðslu­þjón­ustu­samn­ing­inn. Það gerði Mog­ens Niel­sen ekki og þá sendi Vel­kommen ítrek­un. Þar kom fram að ef hann ekki borg­aði reikn­ing sem Vel­kommen sagði gjald­fall­inn hefði það afleið­ing­ar. Mog­ens Niel­sen vissi ekki almenni­lega hvað hann ætti til bragðs að taka en hafði síðan sam­band við Sam­tök aldr­aðra (Ældre Sagen). Þar á bæ þekktu menn vel til regln­anna og sögðu það ein­fald­lega ólög­legt að hringja í hugs­an­lega við­skipta­vini, ef slíkt hefði ekki verið sam­þykkt fyr­ir­fram. Hvað þá að gera mann sem ekki hefur und­ir­skrifað samn­ing að við­skipta­vini. Mog­ens Niel­sen hafði aftur sam­band við Vel­kommen og bað um stað­fest­ingu á að „samn­ingn­um“ um greiðslu­þjón­ust­una yrði rift. Því svar­aði Vel­kommen með að senda rukkun eftir rukkun og loks hótun um að loka fyrir raf­magn­ið. Sem var svo gert 2. júní 2020, eins og áður sagð­i. 

Ekki einn í heim­inum

Mog­ens Niel­sen varð undr­andi þegar hann komst að því að mál hans var ekki eins­dæmi. Umboðs­manni neyt­enda höfðu borist tæp­lega 300 kvart­anir vegna fyr­ir­tæk­is­ins Vel­kommen og á árunum 2012 til 2020 hafði umboðs­maður fengið rúm­lega 2200 kvart­anir vegna orku­sölu­fyr­ir­tækja. Sam­tals eru 50 slík fyr­ir­tæki í Dan­mörku en 9 fyr­ir­tæki skera sig úr hvað kvart­an­irnar varð­ar, Vel­kommen er eitt þeirra. Flest þess­ara fyr­ir­tækja hafa náð ein­hvers­konar sam­komu­lagi við ósátta við­skipta­vini í kjöl­far ábend­inga Umboðs­manns neyt­enda og Kæru­nefndar orku­mála. 

Sagður hafa tekið þátt í keppni á net­inu

Mog­ens Niel­sen lagði sitt mál fyrir Kæru­nefnd orku­mála, sem fékk þær upp­lýs­ingar frá Vel­kommen að Mog­ens Niel­sen hefði tekið þátt í smá keppni á net­inu og þannig sam­þykkt að sölu­maður mætti hafa sam­band við hann og bjóða honum í við­skipti. Mog­ens Niel­sen sagð­ist hreint ekki hafa tekið þátt í slíkri keppni. Í reglum keppn­innar stóð þar að auki að þátt­tak­endur yrðu að vera á aldr­inum 18 – 75 ára, en Mog­ens Niel­sen er átt­ræð­ur. Úrskurður Kæru­nefnd­ar­innar lá fyrir í des­em­ber 2020. Þar kom skýrt fram að aðferðir Vel­kommen væru ekki í sam­ræmi við lög og Mog­ens Niel­sen skyldi hvorki borga eitt eða neitt. Hann taldi að mál­inu væri þar með lok­ið.

Vel­kommen höfðar mál

Vel­kommen vildi ekki sætta sig við úrskurð Kæru­nefndar orku­mála. Fyr­ir­tækið stefndi Mog­ens Niel­sen og krafð­ist þess að hann borg­aði upp­sagn­ar­gjald vegna samn­ings um orku­kaup og einnig inn­heimtu­kostn­að, 1130 krónur danskar (22 þús­und íslenskar) ásamt máls­kostn­aði. Mog­ens Niel­sen flutti sjálfur mál sitt fyrir rétt­inum í Hol­bæk.

Fram­kvæmda­stjóri Vel­kommen vildi ekki ræða við blaða­menn Politi­ken í aðdrag­anda rétt­ar­hald­anna en sagði í skrif­legu svari að fyr­ir­tækið Sales­Group, sem sá um að hringja í hugs­an­lega við­skipta­vini, hefði ekki fylgt reglum sem þeim var upp­álagt að gera. Þess vegna hefði Vel­kommen sagt upp þeim sam­starfs­samn­ingi. Fram­kvæmda­stjór­inn vildi ekki svara því beint hvers vegna Vel­kommen héldi máli Mog­ens Niel­sen til streitu en tal­aði um réttaró­vissu. 

Rétt­ar­höldin hófust þriðju­dag, 29. júní 2021. Mog­ens Niel­sen hafði á end­anum betur í slagnum sínum við Vel­kommen. Dóm­ar­inn var sam­mála því að hann hefði aldrei sam­þykkt að kaupa þaðan raf­magn.

Frétta­­skýr­ingin birt­ist fyrst 27. júní 2021. Hún er nú end­­ur­birt í tengslum við hlað­varpsum­­­fjöllun um hana.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar