Tíföld verðhækkun á rafmagni – „Tímabil ódýrrar orku er liðið“

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir takmarkanir raforkumarkaðar sambandsins hafa komið bersýnilega í ljós og að grípa þurfi til neyðarinngrips til að koma böndum á hækkandi orkuverð. „Tímabil ódýrrar orku er liðið,“ segir sérfræðingur.

Ursula von der Leyen útskýrir raforkumarkarðinn á ráðstefnu í Slóveníu í gær.
Ursula von der Leyen útskýrir raforkumarkarðinn á ráðstefnu í Slóveníu í gær.
Auglýsing

„Snar­hækk­andi raf­orku­verð eru nú að afhjúpa, af ýmsum ástæð­um, tak­mark­anir á raf­orku­mark­aði okk­ar,“ sagði Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, á ráð­stefnu í Sló­veníu í gær. Hún segir mark­að­inn hafa þró­ast við „allt aðrar aðstæð­ur“ en nú eru uppi og „í allt öðrum til­gang­i“. Núver­andi kerfi hæfi ekki lengur þörfum íbúa og fyr­ir­tækja innan sam­bands­ins.

„Þess vegna erum við í fram­kvæmda­stjórn­inni að vinna að neyð­ar­inn­gripi og kerf­is­lægum umbótum á raf­orku­mark­aðn­um. Við þurfum annað mark­aðs­módel fyrir raf­magn sem sann­ar­lega virkar og færir okkur nær jafn­væg­i.“

Auglýsing

Heild­sölu­mark­aður ESB með raf­magn virkar í dag þannig að allir raf­orku­fram­leið­end­ur, allt frá þeim sem virkja vind og sól­ar­orku og til þeirra sem vinna jarð­efna­elds­neyti, kepp­ast um að bjóða orku til sölu á mark­aði í sam­ræmi við fram­leiðslu­kostnað sinn. End­ur­nýj­an­leg orka er ódýr­ust og er boðin fyrst en sú dýrasta, yfir­leitt gas, er boðin síð­ust.

En þar sem flest ESB-­ríki reiða sig enn á jarð­efna­elds­neyti til að svara allri eft­ir­spurn eftir orku, stjórn­ast verð á raf­magni af gasverð­inu. Ef gas verður dýr­ara þá verð­ur, við núver­andi mark­aðs­mód­el, raf­magnið dýr­ara. Gasið er notað til að bregð­ast við sveiflum í eft­ir­spurn enda hægt að fíra upp í gasorku­verum, þar sem raf­magn er fram­leitt, með stuttum fyr­ir­vara. Nýt­ing bæði vind- og sól­ar­orku, sem sífellt meiri áhersla er lögð á, er hins vegar aug­ljós­lega háð nátt­úr­unni og þannig er hlut­verk gass í jafn­vægi raf­orku­kerf­is­ins síst minna mik­il­vægt nú en áður.

Kerfi þetta var m.a. hannað í þeim til­gangi að gera öll orku­kaup innan sam­bands­ins gegn­særri, svo ljóst mætti vera hvers konar orku­gjafar væru nýtt­ir. Átti þetta að ein­falda umskipti yfir í græna orku sem stefnt er að í auknum mæli.

Inn­ráss Rússa í Úkra­ínu hefur afhjúpað tak­mark­anir kerf­is­ins sem orku­heils­sölu­mark­aður ESB byggir á og sífellt fleiri eru á því að gera þurfi gagn­gerar breyt­ing­ar. Stjórn­völd á Spáni, Portú­gal, Grikk­landi, Frakk­landi og Ítalíu eru meðal þeirra sem vilja „af­tengja“ verð á gasi í raf­orku­verð­inu. For­sæt­is­ráð­herra Belg­íu, Alex­ander De Croo, er orð­inn lang­eygur eftir aðgerðum yfir­stjórnar ESB og hefur hótað því að taka til eigin ráða ef ekki verður breyt­ing á og það sem fyrst. Kansl­ari Aust­ur­ríkis segir „brjál­æði“ eiga sér stað á raf­orku­mark­aði í augna­blik­inu.

Skrúfa Rússar fyrir gasið?

Verð á gasi er nú í hæstu hæðum og á rúss­neska rík­is­fyr­ir­tækið Gazprom þar stóran hlut að máli. Fyr­ir­tækið hefur stöðvað eða dregið veru­lega úr gas­flutn­ingum til nokk­urra ESB-­ríkja og talið er að flæði um gasleiðsl­una Nord Str­eam 1 sé aðeins um 20 pró­sent af því sem var fyrir nokkrum mán­uð­um. Rússar til­kynntu t.d. að þeir ætl­uðu að loka fyrir flæðið til Þýska­lands í þrjá daga – „vegna við­halds“. Ekki í fyrsta skipti und­an­farið sem sú afsökun er not­uð. Í lok síð­ustu viku var verð á einni mega­vatt­stund af gasi 339 evr­ur, um 48 þús­und krón­ur, á heil­sölu­mark­aði í ESB, sam­an­borið við 27 evr­ur, um 3.800 krón­ur, á sama tíma í fyrra. Það hefur sum sé aldrei verið dýr­ara að nota raf­magn.

Þetta er auð­sjá­an­lega gríð­ar­legt högg fyrir fyr­ir­tæki og heim­ili, ekki síst vegna þess að engar vís­bend­ingar eru um að gasverð farið að lækka. Það mun aðeins hækka. Fátækt blasir því við fólki og gjald­þrot við fyr­ir­tækjum ef ekk­ert verður að gert.

Nokkur kolaver í Þýskalandi hafa verið ræst að nýju til að stemma stigu við hækkandi raforkuverð. Mynd: EPA

Ýmis­legt hefur verið reynt til að draga úr eft­ir­spurn eftir orku, m.a. af hálfu hins opin­bera í mörgum ríkj­um. Þá hafa lönd samið um kaup á gasi og öðru jarð­efna­elds­neyti frá öðrum lönd­um, s.s. Ástr­al­íu, Suð­ur­-Afr­íku og löndum Suð­ur­-Am­er­íku til að hafa ekki öll eggin í sömu körf­unni.

En nú gengur vetur senn í garð, sá tími árs þar sem orku­notkun fer alla jafna í hæstu hæð­ir.

Allt frá uphafi inn­rásar Rússa í Úkra­ínu var ljóst að rúss­nesk stjórn­völd myndu nota gas til að draga úr mætti við­skipta­þving­ana sem vest­ur­veldin beita til að knýja á um stríðs­lok sem fyrst. Orku­verð innan ESB hækk­aði enda mjög skarpt þegar í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins lagði til þegar í mars að verð­þak yrði sett á raf­magn innan þess og að gripið yrði til frek­ari tíma­bund­inna aðgerða til að draga úr verð­hækk­un­um.

Tíföld hækkun í Þýska­landi

Síðan er liðið hálft ár, ekk­ert verð­þak hefur verið sett, og verð á raf­orku í Þýska­landi, svo dæmi sé tek­ið, hefur tífald­ast á innan við ári. Þótt Þjóð­verjum hafi tek­ist að auka hraðar við gas­birgðir sínar fyrir vet­ur­inn en ótt­ast var vofir annar ótti yfir: Að Rússar skrúfi alfarið fyrir gasið til þeirra.

Vitað var að gasið yrði skipti­myntin sem Pútín myndi reyna að nota til að draga úr áhrifum við­skipta­þving­ana vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu. Og stjórn­völd í Evr­ópu­ríkjum gerðu sér vænt­an­lega grein fyrir því að þetta gæti haft umtals­verð áhrif á raf­orku­verð innan álf­unn­ar. En flestir von­uðu að orku­krísan yrði skamm­vinn, að hægt yrði að finna nýjar leiðir en nú ótt­ast sér­fræð­ing­ar, að því er þýskir fjöl­miðlar segja, að orku­verð hald­ist hátt í nokkur ár. Ben van Beaur­den, for­stjóri Shell, sagði á ráð­stefnu í Nor­egi í gær að búast mætti við háu orku­verði „í marga vet­ur“. Hann sagði að huga ætti að skömmtun á raf­magni.

Orku­mála­ráð­herra Belg­íu, Tinne Van der Stra­eten segir að næstu fimm til tíu vetur gætu orðið „hræði­leg­ir“ ef stjórn­völd grípi ekki inn í þró­un­ina sem fyrst. Nathan Piper, orku­mála­sér­fræð­ingur hjá Investec, sagði í síð­ustu viku að „tíma­bil ódýrrar orku væri lið­ið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar