Gasskortur. Kolaskortur. Olíuskortur?

Þær óvenjulegu aðstæður hafa skapast í Evrópu, Kína og víðar að orkuþörf er umfram það sem í boði er. Keppst er um kaup á gasi og kolum – og olía á bensínstöðvum í Bretlandi hefur þurrkast upp. En hér er ekki allt sem sýnist.

Ekkert bensín! Margar bensínstöðvar í Bretlandi hafa orðið að tilkynna viðskiptavinum að þar sé ekkert meira eldsneyti að fá. Í bili.
Ekkert bensín! Margar bensínstöðvar í Bretlandi hafa orðið að tilkynna viðskiptavinum að þar sé ekkert meira eldsneyti að fá. Í bili.
Auglýsing

Ef það er eitt­hvað sem við lærðum af heims­far­aldr­inum þá varð það hversu hag­kerfi heims­ins eru sam­tvinn­uð. Brostin upp­skera á einum stað, í hvaða formi sem hún er, getur haft keðju­verk­andi áhrif í þús­unda kíló­metra fjar­lægð. Eitt strandað skip í skurði getur gert slíkt hið sama þótt áhrifin verði ekki ljós þegar í stað í hvor­ugu til­fell­inu. Þannig vilja sumir meina að skortur á gasi í Bret­landi og víðar í Evr­ópu og þar af leið­andi miklar verð­hækk­anir á því megi rekja til skorts á kolum í Asíu. Enn aðrir hafa bent á stíflu í allra handa flutn­ingum í þessu sam­bandi. Og að vöru­bíl­stjóra­skort­inn í Bret­landi megi svo aftur rekja til útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. Sem og heims­far­ald­urs­ins. En einnig lofts­lags­breyt­inga og til­rauna til við­bragða við þeim. Svo eru það þeir sem segja: Það er eng­inn orku­skort­ur. Það er ein­fald­lega verið að fram­leiða of mikið óþarfa drasl. Og sóa þar með auð­lindum jarð­ar.

Auglýsing

Lík­legt er að allir ofan­greindir þættir hafi sitt að segja og sam­verk­andi áhrif. Venju­legu fólki, sem sér hita- og raf­magns­reikn­ing­inn hækka mánuð eftir mán­uð, er hins vegar lík­lega flestu slétt sama hvað veld­ur. Það vill ein­fald­lega fá sitt gas, sitt bensín – sitt raf­magn. Og það á við­ráð­an­legu verði.

En það eru blikur á lofti og frek­ari verð­hækk­anir í kort­unum sem stjórn­völd í nokkrum Evr­ópu­ríkjum hafa orðið að bregð­ast við með nið­ur­greiðslum til neyt­enda.

Um helg­ina og á mánu­dag mynd­uð­ust langar bílaraðir við bens­ín­stöðvar víðs vegar á Bret­landseyj­um. Margar stöðv­anna önn­uðu ekki eft­ir­spurn. Bens­ínið og olían ein­fald­lega klárað­ist. Olíu­fyr­ir­tækið BP segir að elds­neyt­is­birgðir um þriðj­ungs stöðva þeirra hafi þurrkast upp. Svo alvar­legt er ástandið að stjórn­völd eru sögð hafa að minnsta kosti íhugað að setja her­inn í við­bragðs­stöðu ef til upp­þota kæmi.

En skýr­ingin á þessu til­tekna ástandi er reyndar ekki hreinn og klár elds­neyt­is­skort­ur. Heldur fyrst og fremst skortur á vinnu­afli. Talið er að um 100 þús­und vöru­bíl­stjóra vanti til að anna þeirri eft­ir­spurn sem er til staðar við stór­flutn­inga í land­inu hverju sinni. Þetta hefur ekki aðeins haft þau áhrif að bens­ín­stöðv­arnar fá ekki sitt bensín heldur einnig myndað flösku­hálsa í flutn­ingum á hvers konar neyslu­vör­um. Þeir sem mættu svo á bens­ín­stöðv­arnar um helg­ina voru margir hverjir að hamstra elds­neyti – tryggja sig til nán­ustu fram­tíðar ef ástandið skyldi halda áfram að versna.

Sam­göngu­ráð­herra Bret­lands, Grant Shapps, segir vand­ann heima­til­bú­inn og kenndi hræðslu­á­róðri vegna skorts á vöru­bíl­stjórum um. Það séu vissu­lega allt of fáir bíl­stjórar en umfjöllun fjöl­miðla hafi hins vegar ýtt undir hræðslu hjá almenn­ingi og enn meiri eft­ir­spurn eftir elds­neyti. Þannig hafi „af­hend­ing­ar­vandi“ orðið að „krís­u“.

Langar biðraðir mynduðust við bensínstöðvar í Bretlandi um helgina. Mynd: EPA

Í þess­ari til­teknu krísu er útganga Breta úr ESB, og með­fylgj­andi hömlur á frjálst flæði vinnu­afls, talin spila stóran þátt. Einnig heims­far­ald­ur­inn því margir bíl­stjórar frá öðrum lönd­um, fóru heim er far­ald­ur­inn stóð sem hæst og hafa ekki átt greiða leið til Bret­lands á ný. Þar sem vöntun á bíl­stjórum er víða í Evr­ópu eiga þeir líka auð­velt með að fá vinnu ann­ars stað­ar.

Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur m.a. brugð­ist við vand­anum með því að bjóða erlendum bíl­stjórum tíma­bundið dval­ar­leyfi sem svo aftur hefur ekki farið sér­stak­lega vel ofan í hörð­ustu stuðn­ings­menn Brex­it. Einnig hefur aukið fjár­magn verið sett í öku­kennslu svo mennta megi fleira fólk í fag­inu.

Gas, gas, gas og aftur gas

Önnur krísa er þó alvar­legri og ekki eins auð­leys­an­leg þótt hluta hennar megi reyndar einnig rekja til bíl­stjóra­hall­ær­is­ins. Hún snýst um ósýni­lega vöru sem er gríð­ar­lega mik­il­væg mörgum stærstu hag­kerfum heims. Þessi vara er jarð­gas. Á síð­ustu árum hefur áherslan á gas orðið enn meiri en áður vegna þess að mörg ríki eru að draga úr notkun kola. Notkun á gasi losar helm­ingi minna koltví­oxíð en brennsla kola. Gas átti að verða hluti af lausn­inni – ekki vanda­mál­inu.

Í Bret­landi og víðar hefur eft­ir­spurnin eftir því hins vegar vaxið hraðar en fram­boðið sam­hliða hröðum efna­hags­bata í kjöl­far far­ald­urs­ins. Og kaldir vetr­ar­mán­uð­ir, jafn­vel óvenju kald­ir, eru handan við horn­ið. Sam­keppnin um þessa auð­lind, sem er vissu­lega tak­mörkuð á móður jörð, hefur harðnað og ríki kepp­ast um að tryggja sér birgð­ir. Það hefur svo aftur leitt af sér miklar verð­hækk­an­ir.

Auglýsing

Gas­birgðir í Evr­ópu hafa lík­lega sjaldan eða aldrei verið minni en nú miðað við árs­tíma. Norð­menn hafa heitið því að afhenda meira en Rússar eru aftur á móti ekki endi­lega á þeim bux­unum og hafa jafn­vel dregið úr gas­streym­inu til Evr­ópu. Það kann aftur að eiga sér póli­tískar skýr­ing­ar. Þeir geta nú, í ljósi gas­birgða sinna, fundið til valds­ins og minnt á að Evr­ópa þurfi á þeim að halda.

Það hefur svo ekki bætt úr skák að í Bret­landi, svo dæmi sé tek­ið, hefur verið óvenju­lega lygnt í veðri í sumar. Hvers vegna skiptir það máli? Jú, það þarf vind til að hreyfa spaða vind­myll­anna sem eiga að vera hluti af lausn lofts­lags­vand­ans. Þá má einnig tína til fleiri atriði svo sem þá stað­reynd að kjarn­orku­ver Evr­ópu, sem smám saman eru að tína töl­unni, eru flest komin til ára sinna. Hættan á því að þau „slái út“ hefur auk­ist. Og vara­aflið er oft og tíðum gas.

Allt þetta og lík­lega ýmis­legt fleira hefur orðið til þess að verð á gasi í Evr­ópu hefur hækkað um allt að 500 pró­sent á aðeins einu ári.

Margir horfa nú til Rússlands sem er stór framleiðandi af gasi. Mynd: EPA

Gas er ekki ein­göngu notað til að hita heim­ili og kaffi­stofur fyr­ir­tækja. Það er raun­veru­lega líf­æðin í marg­vís­legri fram­leiðslu. Þannig hafa nokkrir fram­leið­endur áburðar álf­unni t.d. ákveðið að draga úr fram­leiðslu. Jafn­vel hætta henni. Það er ekki enda­laust hægt að hækka verðið á afurð­un­um.

Vet­ur­inn þarf ekk­ert að verða óvenju kaldur svo að þessi krísa fari að bíta. Þegar er jafn­vel farið að tala um aft­ur­hvarf til skömmt­un­ar­ára. Slíkar ráð­staf­anir eru vissu­lega ekki ofar­lega á listum stjórn­mála­mann­anna. Ekki árið 2021. Ekki beint ofan í skæða far­sótt.

Þessi gasskortur er og verður ekk­ert einka­mál Evr­ópu. Hann mun hafa afleið­ingar víðar um heim. Hann mun hafa áhrif í fátæk­ustu ríkjum jarð­ar. Jafn­vel gríð­ar­leg. „Ef vet­ur­inn verður mjög kaldur þá ótt­ast ég að við munum ekki eiga nægi­lega mikið af gasi til hús­hit­unar í Evr­ópu,“ sagði Amos Hoch­stein, orku­ráð­gjafi banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, við blaða­mann Bloomberg fyrr í sept­em­ber. Hann sagði skort­inn ekki aðeins geta haft nei­kvæð efna­hags­leg áhrif heldur „snerta líf alls almenn­ings“.

Verk­smiðjum lokað og heim­ili raf­magns­laus

Þegar vélar kín­verska hag­kerf­is­ins, þess næst stærsta í heimi, voru ræstar af fullum krafti eftir far­ald­ur­inn jókst eft­ir­spurn eftir raf­magni um 10 pró­sent frá því sem áður var – og það á örskömmum tíma. Kola­verð hækk­aði og þegar það gerð­ist reyndu fyr­ir­tæki að kaupa frekar gas. En þessi spreng­ing í orku­notkun dró dilk á eftir sér.

Í norð­austur hluta Kína hefur und­an­farið þurft að loka verk­smiðjum vegna orku­skorts og millj­ónir heim­ila hafa verið án raf­magns oft og mörgum sinn­um, í ýmist styttri eða lengri tíma í senn. „Þetta er eins og að búa í Norð­ur­-Kóreu, skrif­aði einn not­andi kín­verska sam­fé­lags­mið­ils­ins Weibo um ástand­ið.

Það er engum blöðum um það að fletta að slíkt ástand get­ur, ef það dregst á lang­inn, haft áhrif á heims­vísu. Marg­vís­legar vörur sem keyptar eru í þús­unda tonna vís á Vest­ur­löndum eru fluttar inn frá Kína. Apple og Tesla eru meðal þeirra stór­fyr­ir­tækja sem nú geta átt von á því að þurfa að bíða eftir íhlut­um.

Lækkun hefur orðið á hlutabréfamörkuðum í Kína vegna orkuskortsins. Mynd: EPA

Orku­krepp­una þar má fyrst og fremst rekja til skorts á kolum sem virð­ist, ein­hverra hluta vegna, hafa komið algjör­lega aftan að stjórn­völd­um. Vand­inn mun ekki gufa upp á næst­unni. Hann er marg­þætt­ur, teng­ist m.a. við­skipta­deilum við Ástr­ala og ýmsum töfum í fram­leiðslu og dreif­ingu sem heims­far­ald­ur­inn olli. Ótt­ast er að hann geti dreg­ist á lang­inn vegna skorts á kolum og gasi ann­ars staðar í heim­in­um.

Um 60 pró­sent af hinu kín­verska hag­kerfi eru knúin af kola­brennslu. Verð á þeim hefur nú náð hæstu hæð­um. Stjórn­völd vilja reyndar ekki meina að um neina krísu sé að ræða. Tryggt verði að Kín­verjar fái nóg raf­magn nú þegar vetur fer í hönd. Kola­vinnsla verði aukin og sömu­leiðis inn­flutn­ingur á þeim.

Von­ast eftir mildum vetri

Þeir sem versla með kol segja þetta ein­fald­ara sagt en gert. Rúss­ar, sem margir horfa nú til með bæði gas og kol, „þurfa fyrst að upp­fylla kröfur Evr­ópu, Jap­ans og Suð­ur­-Kóreu“ áður en röðin kemur að Kína, hefur Reuters eftir einum slík­um.

Hinn hraði efna­hags­bati sem orðið hefur víða í hinum vest­ræna heimi hefur komið mörgum gleði­lega á óvart. Allt er að kom­ast aftur á fulla ferð. En fram­leiðslu­keðj­urnar ryðg­uðu í far­aldr­in­um. Og standa sumar enn á sér.

Óhætt er að segja að margir liggi nú á bæn um að vet­ur­inn á norð­ur­hveli verði mild­ur. Að veð­urguð­irnir verði mis­kunn­sam­ir. En vetr­ar­hörkur síð­ustu ára, jafn­vel heims­met í slíku, gefa vissu­lega vís­bend­ingu um hvað kunni að vera í vænd­um. Hækkun olíu­verðs sem og verð­hækk­anir á gasi og kol­um, gætu hæg­lega velt af stað snjó­bolta í vetur sem erfitt yrði að stöðva.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar