Evrópulönd niðurgreiða orku í kjölfar verðhækkana á gasi

Verð á gasi til húshitunar hefur hækkað töluvert í Evrópu á síðustu mánuðum. Til þess að bregðast við þessum hækkunum hafa ríkisstjórnir Ítalíu, Spánar, Frakklands og Bretlands ákveðið að niðurgreiða orkuútgjöld heimila í stórum stíl.

Miklar frosthörkur í Evrópu í fyrravetur leiddu meðal annars til að snjóþungt var í Madríd, höfuðborg Spánar.
Miklar frosthörkur í Evrópu í fyrravetur leiddu meðal annars til að snjóþungt var í Madríd, höfuðborg Spánar.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Ítalíu sam­þykkti í vik­unni nýjan björg­un­ar­pakka sem felur í sér nið­ur­greiðslur á orku­út­gjöldum heim­ila þar í landi, sem hafa hækkað hratt á und­an­förnum miss­er­um. Umfang pakk­ans getur numið allt að 685 millj­örðum króna, en hann er einn af mörgum sem rík­is­stjórnir Evr­ópu­landa hafa ráð­ist í á und­an­förnum vikum til að bregð­ast við hækk­andi verði á gasi til hús­hit­un­ar.

Ráð­herrar ugg­andi yfir verð­hækk­unum

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist á vef Fin­ancial Times í gær hefur gasverð hækkað tölu­vert í álf­unni á síð­ustu mán­uð­um. Að hluta til megi skýra verð­hækk­un­ina með versn­andi birgða­stöðu í lönd­unum þar sem síð­asti vetur reynd­ist langur og kald­ur, en einnig hafi minni gas­út­flutn­ingur frá Rúss­landi til Vest­ur- Evr­ópu átt sinn þátt í henni.

Fin­ancial Times greinir frá því að ráð­herrar aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins muni hitt­ast í vik­unni til að ræða hvernig hið opin­bera ætti að bregð­ast við þessum verð­hækk­un­um. Ráð­herr­arnir ótt­ast að hækk­an­irnar muni draga úr væntu efna­hags­við­spyrn­unni að lokum heims­far­ald­urs­ins og aukið mót­stöðu við fyr­ir­hug­aðar lofts­lags­að­gerðir sam­bands­ins, sem gert er ráð fyrir að verði kostn­að­ar­sam­ar.

Auglýsing

Gasvinnsla aukin í Norð­ur­sjó

Í síð­ustu viku sam­þykkti rík­is­stjórn Spánar að ráð­ast gegn svoköll­uðum okur­hagn­aði orku­fyr­ir­tækj­anna þar í landi og veita orku­kaup­endum skatta­af­slátt. Söm­leiðis hefur franska rík­is­stjórnin hefur til­kynnt um 15 þús­und króna nið­ur­greiðslu á orku­reikn­ingi sex milljón lág­tekju­heim­ila þar í landi.

Helge Hauga­nes, yfir­maður orku og jarð­gass norska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Equin­or, segir í sam­tali við Fin­ancial Times að fyr­ir­tækið hafi ákveðið að bregð­ast við þess­ari verð­hækkun með auk­inni fram­leiðslu á jarð­gasi í Norð­ur­sjó. Equinor er stjórnað af norska rík­inu, en Nor­egur er næst­stærsti sölu­að­il­inn á gasi til hús­hit­unar á Evr­ópu­mark­aði, á eftir Rúss­landi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent