Evrópulönd niðurgreiða orku í kjölfar verðhækkana á gasi

Verð á gasi til húshitunar hefur hækkað töluvert í Evrópu á síðustu mánuðum. Til þess að bregðast við þessum hækkunum hafa ríkisstjórnir Ítalíu, Spánar, Frakklands og Bretlands ákveðið að niðurgreiða orkuútgjöld heimila í stórum stíl.

Miklar frosthörkur í Evrópu í fyrravetur leiddu meðal annars til að snjóþungt var í Madríd, höfuðborg Spánar.
Miklar frosthörkur í Evrópu í fyrravetur leiddu meðal annars til að snjóþungt var í Madríd, höfuðborg Spánar.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Ítalíu sam­þykkti í vik­unni nýjan björg­un­ar­pakka sem felur í sér nið­ur­greiðslur á orku­út­gjöldum heim­ila þar í landi, sem hafa hækkað hratt á und­an­förnum miss­er­um. Umfang pakk­ans getur numið allt að 685 millj­örðum króna, en hann er einn af mörgum sem rík­is­stjórnir Evr­ópu­landa hafa ráð­ist í á und­an­förnum vikum til að bregð­ast við hækk­andi verði á gasi til hús­hit­un­ar.

Ráð­herrar ugg­andi yfir verð­hækk­unum

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist á vef Fin­ancial Times í gær hefur gasverð hækkað tölu­vert í álf­unni á síð­ustu mán­uð­um. Að hluta til megi skýra verð­hækk­un­ina með versn­andi birgða­stöðu í lönd­unum þar sem síð­asti vetur reynd­ist langur og kald­ur, en einnig hafi minni gas­út­flutn­ingur frá Rúss­landi til Vest­ur- Evr­ópu átt sinn þátt í henni.

Fin­ancial Times greinir frá því að ráð­herrar aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins muni hitt­ast í vik­unni til að ræða hvernig hið opin­bera ætti að bregð­ast við þessum verð­hækk­un­um. Ráð­herr­arnir ótt­ast að hækk­an­irnar muni draga úr væntu efna­hags­við­spyrn­unni að lokum heims­far­ald­urs­ins og aukið mót­stöðu við fyr­ir­hug­aðar lofts­lags­að­gerðir sam­bands­ins, sem gert er ráð fyrir að verði kostn­að­ar­sam­ar.

Auglýsing

Gasvinnsla aukin í Norð­ur­sjó

Í síð­ustu viku sam­þykkti rík­is­stjórn Spánar að ráð­ast gegn svoköll­uðum okur­hagn­aði orku­fyr­ir­tækj­anna þar í landi og veita orku­kaup­endum skatta­af­slátt. Söm­leiðis hefur franska rík­is­stjórnin hefur til­kynnt um 15 þús­und króna nið­ur­greiðslu á orku­reikn­ingi sex milljón lág­tekju­heim­ila þar í landi.

Helge Hauga­nes, yfir­maður orku og jarð­gass norska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Equin­or, segir í sam­tali við Fin­ancial Times að fyr­ir­tækið hafi ákveðið að bregð­ast við þess­ari verð­hækkun með auk­inni fram­leiðslu á jarð­gasi í Norð­ur­sjó. Equinor er stjórnað af norska rík­inu, en Nor­egur er næst­stærsti sölu­að­il­inn á gasi til hús­hit­unar á Evr­ópu­mark­aði, á eftir Rúss­landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent