Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar

Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.

Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Auglýsing

Seðla­bank­inn hefur hleypt af stokk­unum nýrri vef­út­gáfu sem ber heitið Kalkofn­inn. Í til­kynn­ingu á vef bank­ans, nokk­urs konar kynn­ing­ar­grein rit­stjóra, segir að Kalkofn­inum sé ætlað að vera vett­vangur fyrir stuttar og aðgengi­legar greinar um verk­efni og verk­svið Seðla­bank­ans. „Hér mun sér­fræð­ingum og stjórn­endum bank­ans gef­ast tæki­færi til að fjalla um það sem efst er á baugi í starf­semi bank­ans og vekja athygli á, draga saman og skýra grein­ingar bank­ans, breyt­ingar á lög­gjöf og kröfur til eft­ir­lits­skyldra aðila,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Útgáf­unni er rit­stýrt af vara­seðla­banka­stjórum Seðla­banka Íslands en þeir eru Gunnar Jak­obs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika, Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri pen­inga­stefnu, og Unnur Gunn­ars­dótt­ir, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits. Mark­miðið með útgáfu Kalkofns­ins er að stuðla frekar að vand­aðri og upp­lýstri umræðu um mál­efna­svið Seðla­bank­ans, auka fram­boð á aðgengi­legu efni um starf­semi og verk­efni bank­ans, vekja athygli á útgáfum hans og vera vett­vangur fyrir stjórn­endur og starfs­fólk til að setja fram áhuga­vert efni sem teng­ist sér­sviði þeirra innan bank­ans.

Nú þegar búið að birta grein í Kalkofn­inum

Útgáfu­starf­semi bank­ans er nú þegar umfangs­mik­il, líkt og segir í til­kynn­ing­unni. Fjórum sinnum á ári gefur bank­inn út Pen­inga­mál þar sem gert er grein fyrir horfum í efna­hags- og pen­inga­mál­um. Fjár­mála­stöð­ug­leiki er rit sem kemur út tvisvar á ári en þar er birt yfir­lit yfir stöðu fjár­mála­kerf­is­ins. Einu sinni á ári kemur út ritið Fjár­mála­eft­ir­lit þar sem skýrt er frá því hvernig Seðla­bank­inn vinnur að þeim verk­efnum sem honum eru falin á sviði fjár­mála­eft­ir­lits. Þá eru ótalin ýmis rit, skýrslur og erindi sem bank­inn gefur út.

Auglýsing

„Kalkofn­inn, sem við und­ir­rituð höfum tekið að okkur að rit­stýra, er eðli­leg við­bót við útgáfuflóru Seðla­bank­ans en grein­unum sem hér birt­ast er ætlað að höfða til almenn­ings, atvinnu­lífs, fjöl­miðla og fræða­sam­fé­lags. Það er einnig von okkar að þetta muni hvetja starfs­fólk Seðla­bank­ans til að fjalla um áhuga­verð efni sem teng­ist sér­sviði þess og auðga þannig umræðu um efna­hags­mál og fjár­mála­mark­að­inn,“ segir í áður­nefndri til­kynn­ingu sem und­ir­rituð er af rit­stjórum Kalkofns­ins.

Nú þegar hefur fyrsta grein Kalkofns­ins litið dags­ins ljós, en hún ber heitið Sviðs­mynda­grein­ingar vegna lofts­lags­á­hættu. Hún er rituð af Sig­urði Frey Jón­atans­syni sem er sér­fræð­ingur á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­bank­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent