Orkureikningurinn mun hækka um 80 prósent – „Rýtingur í hjartað“

Reikningur fyrir rafmagn og kyndingu í Bretlandi gæti hæglega farið í allt að því milljón króna á ári að meðaltali vegna þrenginga á orkumarkaði. Stjórnvöld hafa brugðist við en þurfa að bæta verulega í til að koma í veg fyrir útbreidda fátækt.

Samtök sem berjast gegn fátækt óttast hið versta ef ríkisstjórnin grípi ekki til róttækra aðgerða.
Samtök sem berjast gegn fátækt óttast hið versta ef ríkisstjórnin grípi ekki til róttækra aðgerða.
Auglýsing

Breskir neyt­endur munu þurfa að greiða 80 pró­sent hærra verð fyrir orku frá og með októ­ber eftir ákvörðun orku­stofn­unar lands­ins, Ofgem, um að hækka verð­þak orku­fyr­ir­tækja. Meðal kostn­aður heim­ila vegna orku­kaupa á ári gæti auk­ist úr um 320 þús­und íslenskra króna í um 590 þús­und, segir í frétt Euro­news um mál­ið.

Orku­verð hefur hækkað veru­lega síð­ustu mán­uði í Bret­landi og víðar í Evr­ópu, m.a. vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Þessar hækk­anir eru meðal ann­arra þátta skýr­ingin á því að fram­færslu­kostn­aður venju­legs fólks hefur rokið upp úr öllu valdi.

Jon­athan Bre­ar­ley, fram­kvæmda­stjóri Ofgem, segir að hækk­unin eigi eftir að hafa „gríð­ar­leg“ áhrif á bresk heim­ili. Hann ótt­ast að þegar í jan­úar á næsta ári muni verðið hækka enn frek­ar.

Auglýsing

Gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi er minni en hann var áður. Sama má segja um kola­inn­flutn­ing. Þá hækk­aði olíu­verð skarpt nýverið þótt heims­mark­aðs­verðið hafi nú tekið að lækka. Mörgum kjarn­orku- og kola­verum hefur verið lokað í Evr­ópu síð­ustu ár til að stemma stigu við hækk­andi hita­stigi á jörð­inni af manna­völd­um. Þegar hafa nokkur þeirra verið ræst að nýju og útlit fyrir að rykið verði dustað af fleirum á næst­unni.

Stríðið í Úkra­ínu og þving­anir sem Pútín er beittur vegna þess eru þó ekki eina skýr­ingin á því að eft­ir­spurn eftir orku er meira en fram­boð­ið. Heims­far­ald­ur­inn sýndi okkur svart á hvítu hversu sam­fléttað hag­kerfi heims­ins er. Skortur á einum stað bítur ekki alls staðar strax en getur gert það með tíð og tíma. Flutn­ings­keðjur allar fóru úr skorðum í far­aldr­inum og t.d. var minna unnið af kolum í Kína, einum stærsta kola­fram­leið­anda ver­ald­ar.

­For­stjóri Ofgem segir brýnt að stjórn­völd komi breskum heim­il­unum til aðstoðar vegna orku­krís­unnar sem við blasi. Aðgerðum hefur þegar verið beitt í þessa veru en Bre­arley segir að stjórn­völd þurfi að gera meira. Nýr for­sæt­is­ráð­herra fái það við­fangs­efni í fang­ið.

Í frétt Euro­news segir að sér­fræð­ingar telji að árlegur orku­reikn­ingur breska heim­ila gæti hækkað í 970 þús­und krónur í jan­úar og að hann gæti farið yfir 6.000 pund, rétt tæpa millj­ón, í apr­íl.

Orku­stofn­unin varð að hækka hámarks­verð sem orku­fyr­ir­tækin mega setja á því að heims­mark­aðs­verð á gasi er í hæstu hæðum og fyr­ir­tækin verða að hafa svig­rúm til að standa undir sér.

Grein­ing Háskól­ans í York á aðsteðj­andi vanda vekur ekki mikla bjart­sýni. Því er spáð að tæp­lega 60 pró­sent Breta gætu búið við orku­skort á næsta ári þar sem þeir hafa ekki efni á orku­reikn­ingn­um.

Rýt­ingur í hjartað

„Hækkun Ofgem er eins og rýt­ingur í hjarta millj­óna fólks um allt land,“ segir Simon Francis sem fer fyrir regn­hlíf­ar­sam­tökum sem berj­ast gegn fátækt. Hann sparar sann­ar­lega ekki stóru orðin í við­brögðum sín­um. „Vegna þess­arar ákvörð­unar munu for­eldrar ekki geta gefið börnum sínum mat, heilsu veikra og aldr­aðra mun hraka, fólk með fötlun mun ekki geta nýtt nauð­syn­legan tækja­búnað og heim­ilum ýtt út í fátækt í fyrsta sinn í fleiri kyn­slóð­ir.“

Hann bendir ekki fingri aðeins að orku­stofn­un­inni heldur segir mestu ábyrgð­ina hvíla hjá rík­is­stjórn­inni. Bregð­ast verði þegar í stað við til að bjarga því sem bjargað verð­ur.

Sam­bæri­legur vandi steðjar að mörgum Evr­ópu­ríkj­um, ef ekki þeim flest­um, sem stólað hafa á jarð­efna­elds­neyti til fram­leiðslu á raf­magni og til hús­hit­un­ar. Á Spáni, í Portú­gal, Frakk­landi, Þýska­landi og Tékk­landi, svo dæmi séu tek­in, hafa stjórn­völd þegar gripið til ein­hverra aðgerða til að stemma stigu við hækk­andi orku­kostn­aði heim­ila.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent