Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni

Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.

Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Auglýsing

Klemman í orku­mál­unum er sú að eng­inn vill hafa vind­orku­ver í land­inu sínu, eng­inn vill vind­orku­ver á hafi úti, eng­inn vill nýjar vatns­afls­virkj­anir og eng­inn vill neitt, en allir vilja ódýrt raf­magn.“

Þetta sagði olíu- og orku­mála­ráð­herra Nor­egs, Terje Aas­land, við blaða­mann dag­blaðs­ins VG í gær. Fyrr um dag­inn hafði hann átt neyð­ar­fund með for­mönnum þing­flokka og full­trúum atvinnu­lífs­ins. Umræðu­efnið var við­brögð við yfir­vof­andi orku­skorti.

Því Norð­menn eru í vanda stadd­ir. Vatn í uppi­stöðu­lónum margra vatns­afls­virkj­ana er í sögu­legu lág­marki eftir óvenju mikla þurrka í sum­ar. Stjórn­völd telja þar af leið­andi að draga verði úr því raf­magni sem til stóð að selja úr landi. Þau ætla einnig að grípa til frek­ari aðgerða til að tryggja heim­ilum nægt raf­magn sem og fyr­ir­tækjum sem eru hvað við­kvæmust fyrir orku­skorti. Frek­ari útfærslu á aðgerðum er að vænta innan tveggja vikna. Sum­arið er ekki úti og enn er von­ast eftir því að lónin fyllist.

Orku­skortur blasir við í mörgum löndum Evr­ópu þar sem gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi verður að öllum lík­indum tak­mark­að­ur. Rúss­nesk yfir­völd skrúf­uðu t.d. fyrir gas til hluta álf­unnar í sumar og ótt­ast er að þau geri það aft­ur. Ef dregið verður úr útflutn­ingi raf­magns frá Nor­egi yrði það enn eitt höggið í orku­krís­unni sem við blas­ir.

Auglýsing

Nor­egur fram­leiðir mikið af raf­magni með vatns- og vinda­fls­virkj­unum og er einn helsti útflytj­andi raf­orku í Evr­ópu. Þess fyrir utan er olíu- og gas­fram­leiðsla nokkuð ríku­leg. En nú er ekki nóg til svo svala megi eft­ir­spurn á meg­in­land­inu og inn­an­lands – ef staðan breyt­ist ekki í suð­ur­hluta Nor­egs þar sem mikil þurrka­tíð hefur geis­að.

Raf­orku­verð í Nor­egi hefur verið að hækka og það sama er uppi á ten­ingnum víð­ast hvar í Evr­ópu. Til fram­tíðar er svarið við stöð­unni það að fram­leiða meiri end­ur­nýj­an­lega orku í land­inu að mati olíu- og orku­mála­ráð­herr­ans. Hann hefur áður sagt ótt­ast að á næsta ári gæti þurft að skammta raf­magn.

Tómt uppistöðulón í Agder. Skjáskot: NRK

Ef uppi­stöðu­lónin fyll­ast ekki og vatn í þeim verður minna en í með­al­ári í vetur þá er ein leiðin að sögn ráð­herr­ans sú að tak­marka útflutn­ing raf­magns. Hann segir orku­skort ekki mega verða við­var­andi vanda­mál í Nor­egi. „Við getum ekki búið við það að svipað vanda­mál skap­ist á hverju ári.“

Norsk stjórn­völd hafa sett sér það mark­mið að auka orku­út­flutn­ing um 50 pró­sent til árs­ins 2030. Til þess að svo megi verða þarf að vera til næg raf­orka, segir Aas­land. Þess vegna þurfi að byggja fleiri orku­ver, bæði ver sem nýta vatns­afl og vind­orku.

Mjög mikil and­staða er við upp­bygg­ingu vind­orku­vera í Nor­egi en slíkar virkj­anir hafa síð­ustu ár risið nokkuð víða um land­ið. Orku­mála­ráð­herr­ann segir vand­ann hins vegar vera þann að allir vilji ódýrt raf­magn en eng­inn vilji virkj­anir í sínu næsta nágrenni.

Hann hvetur landa sína til að hugsa vel mál­in. Hvort ekki hægt sé að ákveða hvar vind­orku­ver eigi heima á landi og þá hvar ekki.

Gríð­ar­legt vatn fyrir norðan

Stjórn­ar­and­staðan hefur gagn­rýnt orku­geir­ann fyrir sóun og að vand­inn hafi verið fyr­ir­sjá­an­legur af þeim sök­um. Aas­land blæs á þær ásak­anir og seg­ist gjarnan vilja hitta þann sem gat séð þennan vanda fyr­ir.

Nor­egur er ekki í Evr­ópu­sam­band­inu en má þó ekki lögum sam­kvæmt draga veru­lega úr eða stöðva útflutn­ing á orku til Evr­ópu í langan tíma. Lýsa þarf yfir neyð­ar­á­standi svo að slíkt megi gera, segir í frétt Bloomberg um mál­ið.

Uppi­stöðu­lón eru mörg hver ekki hálf­full sem er veru­leg breyt­ing frá síð­ustu tveimur ára­tug­um. Hins vegar hefur verið safnað í þau meira af vatni en svart­sýn­ustu spár yfir­valda gerðu ráð fyrir fyrr í sum­ar. Í Norð­ur­-Nor­egi er hins vegar allt annað uppi á ten­ingn­um. Þar flæðir vatn yfir barma uppi­stöðu­lón­anna. „Ég hef aldrei á mínum 25 árum í geir­anum séð slíkan mun á lón­unum í Norð­ur- og Suð­ur­-Nor­egi segir orku­mála­sér­fræð­ing­ur­inn Tor Reier Lil­leholt í sam­tali við Norska rík­is­út­varp­ið, NRK, í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent