Afleitt að innheimta bara vegtolla þar sem það virðist líklegast til að skila einhverju fé

Gylfi Magnússon skrifar um vegatolla og aðrar leiðir til að fjármagna rekstur vegakerfisins í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Hann segir að frá hagrænu sjónarhorni sé óheppilegt að vegtollar beini ökumönnum á leiðir sem væru dýrari án þeirra.

Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

„Að mínu mati er því rétt að líta ekki á þau verk­efni sem nú er staðið frammi fyrir vegna dýrra sam­göngu­fram­kvæmda og orku­skipta í sam­göngum sem vanda­mál. Þetta er ein­stakt tæki­færi til að bæta nýt­ingu, ekki bara á mann­virkjum heldur líka tíma manna, draga úr mengun og jafn­vel hvetja til holl­ara líf­ern­is. Það væri hins vegar afleitt að ætla bara að fara að inn­heimta veg­tolla þar sem það virð­ist lík­leg­ast til að skila ein­hverju fé eða miklu hefur verið til­kost­að. Það er vond nálgun á við­fangs­efn­ið.“

Þetta segir Gylfi Magn­ús­son, pró­fessor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, í grein í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar þar sem hann fjallar um hvernig eigi að kosta fram­kvæmdir og rekstur vega­kerfis lands­manna.

Hann bendir þar á að kostn­aður sam­fé­lags­ins af því að umferð fari um ný og fín jarð­göng sé ekk­ert afskap­lega mik­ill, og að minnsta kosti ekki meiri en af því að sama umferð aki hefð­bundna þjóð­vegi. Stofn­kostn­að­ur­inn sé vissu­lega miklu meiri en hann sé þegar fall­inn til og verður ekki end­ur­heimt­ur. 

Það sé eðli­lega freist­andi að nota veg­tolla til að end­ur­heimta þann stofn­kostn­að. „Það er hægt og það skilar pen­ing í rík­is­sjóð. Öku­menn sýna gjöld­unum ein­hvern skiln­ing ef mann­virkið er glæ­nýtt. En séu aðrar og hag­kvæm­ari leiðir til þess að afla nauð­syn­legs fjár í rík­is­sjóð þá á að nýta þær frek­ar.“

Þarf að horfa til áhrifa á mark­aði og þjóð­fé­lags­hópa

Gylfi segir að almennt ætti fjár­öflun rík­is­sjóðs að byggja á öðrum sjón­ar­miðum en hvað skatt­heimtu­menn kom­ist upp með. „Það ætti að horfa til áhrifa á mark­aði og ein­staka þjóð­fé­lags­hópa, kostn­aðar við inn­heimtu o.fl. Ef lagt væri í slíka vinnu fyrir fjár­öflun til vega­kerf­is­ins þá tel ég næsta víst að nið­ur­staðan yrði blanda af almennum notk­un­ar­gjöld­um, gjöldum til stýr­ingar á umferð og meng­un­ar­gjöld­um. Það gæti ekki bara skilað nægu fé í rík­is­sjóð heldur einnig bætt nýt­ingu sam­göngu­mann­virkja, dregið úr töfum án þess þó að kalla á enda­lausar nýfram­kvæmd­ir, sparað veg­far­endum tíma og pen­inga og bætt umhverf­ið.“

Auglýsing
Hann segir það ekki vafa­mál að það hefði til að mynda verið tals­vert ódýr­ara að kosta gerð og rekstur Hval­fjarð­ar­gang­anna með hefð­bundnum hætti en að fara þá leið sem farin var. „Það er miklu ódýr­ara að inn­heimta bif­reiða­gjöld og álögur á elds­neyti en veg­tolla eins og þeir voru í Hval­fjarð­ar­göng­unum eða Kefla­vík­ur­veg­inum á sínum tíma. Að auki væri hægt að meta til fjár þær tafir á umferð sem fylgdu inn­heimt­unni, þótt þær hafi oft­ast verið litl­ar. Bæði í Hval­firð­inum og á Kefla­vík­ur­veg­inum skipti litlu máli hvort það var fær leið fram hjá veg­toll­un­um.“

Dugar skammt að líta á Vík­ur­skarðið sem rík­is­leynd­ar­mál

Þetta skipti þó litlu máli í næstu til­raun til inn­heimtu veg­tolla, sem fer fram í Vaðla­heið­ar­göngum sem voru vígð í lok árs 2018. „Þar er veg­stytt­ingin miklu minni en í Hval­fjarð­ar­göng­unum og því freist­andi að aka tign­ar­legt Vík­ur­skarðið til að spara sér veg­toll­inn og sleppa við að kúldr­ast í dimmum göng­um, nema þá auð­vitað helst í ill­viðrum enda getur skarðið orðið ill- eða jafn­vel ófært að vetri.

Það er afleitt fyr­ir­komu­lag að inn­heimta veg­toll við slíkar aðstæð­ur. Raunar er Vaðla­heiði kennslu­bók­ar­dæmi um hvar ætti ekki að inn­heimta veg­tolla – nema kannski ef líka hefði verið inn­heimtur veg­tollur í Vík­ur­skarði eða því jafn­vel lok­að.“

Það dugi skammt að líta á leið­ina fram hjá veg­toll­inum í Vaðla­heið­ar­göng­unum sem rík­is­leynd­ar­mál og banna skilta­gerð­ar­fólki að minn­ast nokk­urs staðar á hana. „Þeir sem eru kunn­ugir stað­háttum vita af henni og auð­vitað líka snill­ing­arnir hjá Google maps, sem gefa öku­mönnum upp leiðir með og án veg­tolla í óþökk Vaðla­heið­ar­vega­ganga­toll­inn­heimtu­manna.“ 

Hægt að beita veg­tollum til að draga úr umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Frá hag­rænu sjón­ar­horni sé mjög óheppi­legt að veg­tollar beini öku­mönnum á leiðir sem væru dýr­ari án veg­tolls­ins. Stundum sé veg­tollum bein­línis beitt til að draga úr. „Það mætti t.d. gera á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með veg­tollum á stofn­brautir sem anna illa álagi á til­teknum tíma dags eins og Hring­braut eða Miklu­braut snemma á morgna og síð­deg­is.“ 

Slík gjald­heimta sé þó ekki galla­laus. „T.d. gæti veg­tollur á Hring­braut beint umferð inn í hjá­leiðir um íbúða­hverfi sem væri afleitt. Sömu­leiðis er allt eins víst að fyr­ir­hug­aður veg­tollur um nýja Ölf­usár­brú fyrir norðan Sel­foss mun beina umferð í veru­legum mæli yfir á gömlu brúna og þar með í gegnum bæinn. Til að koma í veg fyrir það væri þó hægt að inn­heimta veg­tolla á báðum brún­um. Það væri kannski ein­falt að útskýra fyrir hag­fræð­ingum en lík­lega erf­ið­ara að útskýra fyrir öðrum kjós­end­um. Svo mætti líka sprengja gömlu brúna í tætlur en það yrði enn erf­ið­ara að útskýra fyrir öðrum en hag­fræð­ing­um.“

Málið vel leys­an­legt og ýmsar útfærslur koma til greina

Málið sé þó vel leys­an­legt. „Sé ekki ætl­unin að nota veg­tolla til að stýra umferð er ein­fald­ast að rukka í hlut­falli við ekna vega­lengd á ári. Ýmsar útfærslur koma til greina. Ég ætla ekki að reyna að rekja þær allar hér og kosti þeirra og galla. Sú ein­faldasta er jafnt gjald á km fyrir alla. Það er nær örugg­lega ekki besta leið­in, m.a. vegna þess að bílar valda mis­mun­andi álagi á vega­kerfið eftir þyngd. Það væri hins vegar ekki flókið að raða bílum í gjald­flokka eftir þyngd. Þunga­flutn­inga­bílar myndu þá t.d. borga miklu meira fyrir hvern km en léttir fólks­bíl­ar. Gjöld á elds­neyti gætu þá verið lækkuð eitt­hvað á móti, jafn­vel fyrst og fremst orðið meng­un­ar­gjöld til að end­ur­spegla þann sam­fé­lags­lega kostnað sem fylgir bruna á elds­neyti. Það væri í raun póli­tísk ákvörðun hvernig ætti að stilla af ann­ars vegar skatt­lagn­ingu á elds­neyti og hins vegar gjöld fyrir ekinn km.“ 

Gylfi bendir á að Sig­urður Ingi Frið­leifs­son hjá Orku­stofnun hafi áætlað að hægt væri að lækka álögur rík­is­ins á elds­neyti um 79 krónur á lítr­ann ef lagt yrði á kíló­metra­gjald upp á sex krónur á kíló­metra, bæði á þá bíla sem brenna elds­neyti og aðra. „Raf­magns­bílar yrðu eftir sem áður mun ódýr­ari í akstri en elds­neyt­is­bíl­ar, þótt minna mundi muna en nú. Þótt slíkt kerfi væri ein­falt og varla miklu dýr­ara í rekstri en núver­andi gjald­heimta þá væri slæmt að nýta það ekki jafn­framt til að stýra umferð, sér­stak­lega í þétt­býli. Lík­lega væri hægt að eyða flestum umferð­ar­hnútum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með skyn­sam­legri verð­lagn­ingu. Hún gæti bæði fært umferð einka­bíla til í tíma og rúmi og búið til eðli­lega hvata til að nota aðrar sam­göngu­leiðir þar sem það er sam­fé­lags­lega hag­kvæmt. Það væri t.d. ekk­ert óskap­lega flókin við­bót við þau GPS leið­sögu­kerfi sem margir nota nú þegar að láta þau ráð­leggja fólki hvar og hvenær væri hag­kvæm­ast að ferð­ast að teknu til­liti til veg­tolla.“

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­­­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent