Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum

Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.

Kaupfélag skagfirðinga
Auglýsing

Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga hefur hagn­ast um 18,3 millj­arða króna á síð­ustu fjórum árum. Í fyrra nam hagn­aður félags­ins 5,4 millj­örðum króna sem er mesti hagn­aður þess frá upp­hafi í krónum talið. Hann bætt­ist við þriggja millj­arða króna hagnað árið 2020, 4,8 millj­arða króna hagnað árið 2019 og 5,1 millj­arða króna hagnað árið 2018. 

Und­ir­liggj­andi rekstur Kaup­fé­lags­ins hefur líka verið að batna mik­ið. Rekstr­ar­hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta var 6,1 millj­arður króna á árinu 2021 og jókst um 1,6 millj­arð króna milli ára. Hann hefur aldrei verið meiri. 

Fyrir vikið var eigið fé Kaup­fé­lags Skag­firð­inga orðið 49,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót, að með­töldu hlut­deild minni­hluta. Til sam­an­burðar var eigið fé þess 26,4 millj­arðar króna í lok árs 2015 og 15,5 millj­arðar króna í lok árs 2010. Það hefur því rúm­lega þre­fald­ast á síð­ust ell­efu árum og næstum tvö­fald­ast frá 2015. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Kaup­fé­lags­ins sem birtur var nýver­ið. 

Sam­vinnu­fé­lag með tæp­lega 1.500 félags­menn

Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga, sam­vinn­u­­fé­lag með 1.465 félags­­­menn, er risa­­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða. Þórólfur Gísla­­son, kaup­­fé­lags­­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­stjóri en hann hefur setið í því sæti frá árinu 1988. Starf­semi þess er að mestu leyti í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi. Sam­vinnu­fé­lög geta ekki greitt út arð með sama hætti og hluta­fé­lög. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga greiddi til að mynda út 80 millj­ónir króna í arð í fyrra vegna þriggja millj­arða króna hagn­aðar sem féll til árið 2020. Vegna þess­ara tak­mark­ana á arð­greiðslum vex eigið féð mikið ár frá ári sam­hliða bættri afkomu.

Þórólfur Gíslason.

Á meðal við­skipta Kaup­fé­lags­ins sem hafa vakið veru­lega athygli á und­an­förnum árum voru kaup dótt­­ur­­fé­lags­ins FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­arms Kaup­fé­lags­ins, á hlut í Brimi þann 18. ágúst 2019.

Strax í kjöl­far þeirra við­­­skipta bætti FISK Seafood við sig um tvö pró­­­sent hluta­fjár til við­­­bótar og eign­að­ist þannig alls 10,18 pró­­­sent hlut fyrir ríf­­­lega 6,6 millj­­­arða króna. 

Þann 8. sept­­­em­ber sama seldi FISK Seafood Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­vík­­­­­ur, sem nátengt er eign­­­ar­haldi Brims, þessa sömu hluti í félag­inu fyrir tæp­­­lega átta millj­­­arða króna. Hagn­að­­­ur­inn var um 1,4 millj­­­arðar króna á örfáum vik­­um.

Risa­stór leik­andi í sjáv­ar­út­vegi

Verð­mætasta bók­færða eign Kaup­fé­lags Skag­firð­inga eru afla­heim­ild­ir, en virði þeirra er bók­fært á 25,5 millj­arða króna í árs­reikn­ingi síð­asta árs. Eign­ar­hlutir í hlut­deild­ar­fé­lögum eru 12,6 millj­arða króna virði og eign­ar­hlutir í öðrum félögum voru metnir á 5,8 millj­arða króna, en heild­ar­eignir félags­ins voru bók­færðar á 79,7 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fall Kaup­fé­lags Skag­firð­inga er því 62 pró­sent. 

Auglýsing
Kaup­fé­lag Skag­­firð­inga á líka félög á borð við Esju Gæða­­fæði og Voga­bæ, auk þess sem að Kaup­­fé­lagið er umsvifa­­mikið í land­­bún­­aði. Þorri starf­­semi þess fer fram á Sauð­ár­­króki. 

Nýjasta við­bótin í eigna­safnið er Gunn­ars Majónes, sem Kaup­fé­lagið keypti í sum­ar.  ­Kaup­fé­lagið keypti einnig rekstr­ar­fé­lag Metro-ham­borg­ara­stað­anna á árinu 2021.

Sam­kvæmt síð­asta birta yfir­liti Fiski­stofu um sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, sem var birt í nóv­em­ber í fyrra, hélt FISK Seafood á 3,4 pró­­­­­­­sent heild­­­­­­­ar­kvót­ans. FISK á auk þess 32,9 pró­­­­­­­sent í Vinnslu­­­­­­­stöð­inni í Vest­­­­­­­manna­eyjum sem var með sjö pró­­­­sent heild­­­­­­­ar­afla­hlut­­­­­­­deild. Þá á Vinnslu­­­­stöðin 48 pró­­­­sent hlut í útgerð­­­­ar­­­­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­­­­manna­eyj­um, sem hélt á 1,1 pró­­­­sent af útgefnum kvóta.

FISK á til við­­­­bótar allt hlutafé í Soff­an­­­­­­­ías Cecils­­­­­­­son, en það fyr­ir­tæki hélt á um 0,17 pró­­­­­­­sent kvót­ans. Sam­tals nam heild­­­­­­­ar­kvóti þess­­­­­­­ara þriggja 11,7 pró­­sent­­um.

Skil­uðu rík­is­styrk

Það vakti umtals­verða athygli í maí 2020, skömmu eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, þegar til­kynnt var að eitt dótt­­ur­­fé­laga Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga, kjöt­­vinnslan Esja Gæða­­fæði, hefði ákveðið að end­­ur­greiða um 17 millj­­ónir króna sem það fékk í stuðn­­ing úr rík­­is­­sjóði eftir að hafa sett starfs­­fólk á hina svoköll­uðu hluta­­bóta­­leið. 

Í til­­kynn­ingu frá Kaup­­fé­lagi Skag­­firð­inga vegna þessa sagði að það myndi veita Esju sér­­staka fjár­­hags­að­­stoð til þess að gera end­­ur­greiðsl­una mög­u­­lega. „Að gefnu til­­efni skal tekið fram að kjöt­­vinnslan hefur aldrei greitt kaup­­fé­lag­inu arð. Vegna umræðu um arð­greiðslur er áréttað að Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga starfar á grund­velli laga um sam­vinn­u­­fé­lög. Af þeirri ástæðu hefur það alla tíð, eða í 130 ár, nýtt langstærstan hluta fram­­legðar starf­­sem­innar til innri upp­­­bygg­ingar í stað hefð­bund­inna arð­greiðslna hluta­­fé­laga til eig­enda sinna.“

Félagið sagð­ist enn fremur ætla að ein­beita sér að því að verja þau rúm­lega þús­und störf sem voru á þessum tíma innan sam­stæðu þess. „Með þess­­ari ákvörðun er sú stefna kaup­­fé­lags­ins und­ir­­strikuð að leita allra leiða til þess að ná því mark­miði innan sam­­stæð­unnar án sér­­tækrar aðstoðar frá íslenska rík­­inu. Þess vegna verður feng­inn rík­­is­­stuðn­­ingur á grund­velli hluta­­bót­­ar­­leiðar end­­ur­greidd­­ur.“

Borga með Morg­un­blað­inu svo RÚV leiði ekki skoð­ana­myndun

Kaup­fé­lagið hefur einnig gefið sig að fjöl­miðla­rekstri á und­an­förnum árum með fjár­fest­ingu í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs sem heldur úti Morg­un­blað­inu og tengdum miðl­um. Sem stendur eru Íslenskar sjáv­ar­af­urð­ir, dótt­ur­fé­lag Kaup­fé­lags­ins, stærsti ein­staki eig­andi Þórs­merkur með 19,5 pró­sent eign­ar­hlut. Frá 2019 hefur fjöl­miðla­sam­steyp­unni verið lagðar til alls 600 millj­ónir króna í nýtt hlutafé til að mæta við­var­andi tap­rekstri. Kaup­fé­lagið er sá aðili innan eig­enda­hóps­ins sem hefur lagt til stærstan hlut þeirra fjár­muna. 

Þegar nýju eig­end­­­­­­urnir tóku við rekstr­inum var Morg­un­­­­­­blað­ið, flagg­­­­­­skip útgáf­unn­­­­­­ar, lesið af rúm­­­­­­lega 40 pró­­­­­­sent þjóð­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Í síð­­­­­­­­­­­ustu birtu mæl­ingu Gallup á lestri prent­miðla var sá lestur kom­inn niður í 17,4 pró­­­­­­sent og hefur aldrei mælst lægri. Lestur blaðs­ins hjá 18-49 ára mælist 8,4 pró­­­­sent.

Í við­tal­i við Morg­un­­­blaðið í apríl 2019 var Þórólfur spurður um það hvað varð til þess Kaup­­fé­lagið ákvað að fjár­­­­­festa í fjöl­miðla­­­rekstri. Þar sagði hann: „Við lítum þannig á að það sé mik­il­vægt að til staðar séu vand­aðir fjöl­miðlar sem ekki eru rík­­­is­rekn­­­ir. Ríkið er fyr­ir­­­ferð­­­ar­­­mikið á þessum mark­aði sem er ekki hollt til lengd­­­ar, og í raun mjög umhugs­un­­­ar­vert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­­­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur rík­­­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­mið­ill­inn verði ríki í rík­­­is­­­kerf­inu og leiði skoð­ana­­­mynd­un. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýð­ræði, að þar eru rík­­­is­­­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­­­ferð­­­ar­­­mikl­­­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar