Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Stöðugleikaframlögin fóru ekki öll í embættismenn og alþingismenn
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Guðmundar Franklín Jónssonar um að stöðugleikaframlögin hafi öll farið í hækkun á kostnaði við rekstur embættis- og þingmanna.
Kjarninn 14. september 2021
Eru stjórnmálaflokkar eitthvað að pæla í fjölmiðlum?
Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur hríðversnað á síðustu árum, starfsfólki í geiranum hefur fækkað um næstum helming á tveimur árum og fjölmiðlafrelsi á Íslandi fyrir vikið hríðfallið.
Kjarninn 14. september 2021
Sjálfstæðisflokkur stefnir í sína verstu útkomu en Framsókn í sína bestu frá 2013
Ríkisstjórnin er nær örugglega fallin, miðað við nýjustu kosningaspá Kjarnans. Nokkrar sterkar fjögurra til fimm flokka stjórnir eru í kortunum. Þær geta verið blanda af flokkum sem hafa verulega ólíkar áherslur í sínum stefnuskrám.
Kjarninn 13. september 2021
Svona er hlutfallsleg skipting skráðra félaga í flokkunum, samkvæmt því sem Kjarninn kemst næst.
Hátt í 100 þúsund félagar á flokksskrám stjórnmálaflokkanna
Skráðir félagar í stjórnmálaflokkum á Íslandi eru hátt í 100 þúsund talsins, sem er ákaflega hátt hlutfall kjósenda í alþjóðlegum samanburði. Líklega eru þó margir skráðir í fleiri en einn flokk.
Kjarninn 13. september 2021
Lítil, meðal, stór, mjög stór
Einu sinni voru hænuegg bara hænuegg. Svolítið mismunandi að stærð, hvít eða brún. Í dag er öldin önnur: hvít egg, hamingjuegg, lífræn egg, brún egg o.s.frv. Stærðarflokkanir að minnsta kosti fjórir. Varphænur lifa ekki sældarlífi.
Kjarninn 12. september 2021
Jonas Gahr Støre og Erna Solberg í kappræðum á sjónvarpsstöðinni TV2 fyrr í vikunni.
Búist við erfiðri stjórnarmyndun í Noregi
Jonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksins, gæti fengið stjórnarmyndunarumboð í kjölfar þingkosninga þar í landi í næstu viku. Hins vegar er útlit fyrir að stjórnarmyndunin sjálf muni reynast honum erfið.
Kjarninn 11. september 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Ársreikningur Samherja Holding fyrir árið 2019 tilbúinn „innan tíðar“
Eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi segir helstu ástæðu þess að það hafi ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2019 vera að það hafi skipt um endurskoðendur. Þá hafi ferðatakmarkanir vegna COVID-19 og sumarleyfi einnig tafið fyrir.
Kjarninn 10. september 2021
Sjálfstæðisflokkurinn dalar en Vinstri græn og Píratar bæta við sig
Það hvort Flokkur fólksins nái inn á þing mun ráða miklu um hvort hægt verði að mynda ríkisstjórn eftir þeim formerkjum sem flestir flokkarnir eru að máta sig við. Sitjandi ríkisstjórn rétt hangir á einum þingmanni ef Flokkur fólksins er úti.
Kjarninn 9. september 2021
Kjósendur, flokkarnir og fólk á flótta: Hverjir vilja hvað?
Nýleg könnun um afstöðu Íslendinga til móttöku flóttamanna leiðir í ljós að nokkur munur er á því á milli kjósendahópa flokkanna hvernig Ísland eigi að haga málum varðandi móttöku fólks sem er á flótta frá heimalandi sínu. En hvað boða flokkarnir?
Kjarninn 9. september 2021
Einn stærsti útgjaldaliður flestra landsmanna um hver mánaðarmót er húsnæðislánið. Því skipta vaxtabreytingar heimilin í landinu miklu máli.
Allir stóru bankarnir búnir að hækka vexti á húsnæðislánum
Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands hefur leitt til þess að allir stóru bankarnir hafa tilkynnt um hækkun á vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Breytilegu vextirnir eru þó enn umtalsvert undir föstum vöxtum. Samt flykkjast heimilin í fasta vexti.
Kjarninn 6. september 2021
Er tími fimm flokka stjórna eða minnihlutastjórna runninn upp?
Á hinum Norðurlöndunum eru átta til tíu flokkar á þingi og hefð er fyrir myndum ríkisstjórna margra flokka eða minnihlutastjórna sem njóta verndar annarra gegn falli.
Kjarninn 6. september 2021
Örvun bólusetninga: Óvissuferð sem eykur ójöfnuð
Á annan tug Evrópuríkja eru ýmist byrjuð eða í startholunum að gefa fullbólusettum örvunarskammta þótt Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu mæli almennt gegn slíku. Ísland er í þessum hópi.
Kjarninn 5. september 2021
Félagar í glæpasamtökunum Loyal to Familia
Sögulegur dómur
Hæstiréttur Danmerkur hefur úrskurðað glæpasamtökin Loyal to Familia ólögleg. Dómsmálaráðherra Danmerkur segir dóminn marka tímamót í baráttu gegn glæpasamtökum.
Kjarninn 5. september 2021
Áróðursmyndbönd flokkanna: Hvað vilja þeir sýna kjósendum?
Íslensku stjórnmálaflokkarnir dæla nú flestir út stuttum myndböndum með skilaboðum til þeirra sem ætla sér á kjörstað 25. september. Kjarninn kafaði í auglýsingabanka Facebook og rýndi í það hverju flokkarnir eru að koma á framfæri þessa dagana.
Kjarninn 4. september 2021
Ekki bara bleikur fíll í herberginu – það er „fíla-fokking-hjörð“ út um allt
Kjarninn ræddi við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur um baráttu hennar fyrir þolendur, ofbeldi innan fótboltaheimsins, slaufunarmenningu og hvað það þýðir að vera femínisti.
Kjarninn 4. september 2021
Jón Óttar kominn með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu
Gögn sem saksóknarar í Namibíu hafa lagt fram sýna að Jón Óttar Ólafsson átti í samskiptum við einn þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir kvóta á árinu 2016 og á árinu 2019.
Kjarninn 3. september 2021
Sýn heldur áfram að tapa á meðan að Síminn greiddi út 8,5 milljarða króna til hluthafa
Tvö fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki eru skráð í Kauphöll Íslands. Annað þeirra hefur skilað tapi í átta af síðustu níu ársfjórðungum á meðan að hitt hefur hagnast um milljarða króna á sama tímabili.
Kjarninn 3. september 2021
Hvaða flokkar vilja breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, hverjir verja það og hverjum er alveg sama?
Kannanir sýna skýrt að mikill meirihluti almennings vill breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sá vilji endurspeglast ekki jafn skýrt í afstöðu stjórnmálaflokka þótt flestir þeirra hafi á stefnuskrá sinni að breyta kerfinu umtalsvert eða umbylta því.
Kjarninn 2. september 2021
Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Einarsson gagnrýndu Katrínu Jakobsdóttur fyrir árangur og stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Metnaðarleysi, tækifæri, snillingar, svipur og réttlát umskipti í loftslagsmálum
Í kappræðum um loftslagsmál á RÚV tókust stjórnmálaleiðtogar tíu flokka á um mismunandi leiðir til þess að stýra Íslandi að markmiðum í loftslagsmálum, árangurinn hingað til, markmiðin sjálf og það hverjir eigi að bera byrðarnar.
Kjarninn 31. ágúst 2021
Lýðskrum, þjóðarvilji eða eru þetta allt saman bara „fyllibyttuloforð“?
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna fengu tækifæri til að spyrja hver annan spurninga í sjónvarpsumræðum í kvöld. Spurningarnar fóru um víðan völl og svörin voru ekki alltaf í takti við það sem spurt var um.
Kjarninn 31. ágúst 2021
Engin starfhæf ríkisstjórn sýnileg
Staðan í íslenskum stjórnmálum er ekki að verða neitt minna flókin nú þegar rúmar þrjár vikur eru í kosningar. Ríkisstjórnin tapar fylgi og Sósíalistaflokkurinn heldur áfram að kroppa af öðrum félagshyggjuflokkum.
Kjarninn 31. ágúst 2021
Líkur á fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks minnka
Sú ríkisstjórn sem er líklegust til að verða mynduð eftir komandi kosningar er sú sem nú situr að völdum. Líkurnar á því að hægt verði að mynda fjögurra flokka félagshyggjustjórn hafa dregist saman undanfarnar vikur.
Kjarninn 29. ágúst 2021
Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Þekkt en þó óþekkt
Flestir kannast við Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum. Færri þekkja hinsvegar nafn höfundarins sem skrifaði sögurnar og teiknaði myndirnar. Gunilla Bergström er látin.
Kjarninn 29. ágúst 2021
Alvarlegar ásakanir um þöggun skekja KSÍ – Fum og fát í viðbrögðum sambandsins
Kjarninn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör frá KSÍ en fyrirspurnir miðilsins hafa gengið á milli upplýsingafulltrúa og stjórnenda án afgerandi svara.
Kjarninn 28. ágúst 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson flokksformaður hélt ræðu á kosningafundi flokksins í gærkvöldi.
Framsóknarflokkurinn boðar engar „töfra- eða allsherjarlausnir“ í baráttunni
Framsókn lagði fram kosningaáherslur sínar í gærkvöldi og boðar meðal annars að álögur lækki á minni fyrirtæki en hækki á þau sem skili verulegum hagnaði, að þrjú ný ráðuneyti verði stofnuð og að fleiri geti fengið hlutdeildarlán til að kaupa íbúð.
Kjarninn 27. ágúst 2021
Miðflokkurinn heldur áfram að dala en Sósíalistaflokkurinn heldur áfram að rísa
Ríkisstjórnin stendur tæpt og undir helmingur þjóðarinnar hefur í hyggju að kjósa flokkana sem að henni standa. Hin frjálslynda miðja á þingi græðir þó lítið á þeirri stöðu, að minnsta kosti enn sem komið er.
Kjarninn 26. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra í þeirri mynd sem það var.
Stór mál hjá skattrannsóknarstjóra setið föst síðan í maí og ekki færst til héraðssaksóknara
Lög sem lögðu niður embætti skattrannsóknarstjóra og gerðu það að deild innan Skattsins voru samþykkt í apríl og tóku gildi nokkrum dögum síðar. Setja þarf verklagsreglur svo hægt sé að færa rannsóknir til héraðssaksóknara. Þær hafa enn ekki verið settar.
Kjarninn 26. ágúst 2021
Skýrsla um umsvif útgerða í ótengdum rekstri sýnir ekki umsvif útgerða í ótengdum rekstri
Skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson skilaði til Alþingis í dag, átta mánuðum eftir að beiðni um gerð hennar var samþykkt, átti að fjalla um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi.
Kjarninn 25. ágúst 2021
Dagurinn hefst ekki fyrr en hann veit að fjölskyldan sé heil á húfi
Fjölskyldan hans Ali er föst í Kabúl í Afganistan og reynir hann nú allt sem hann getur til að fá hana hingað til lands. Hópur fólks mótmælti á Austurvelli í dag og krafðist þess að íslensk stjórnvöld brygðust við ástandinu og kæmu Afgönum til bjargar.
Kjarninn 23. ágúst 2021
Skammarlegt að heildarsýn vanti fyrir fötluð ungmenni – „Ömurleg og óásættanleg staða“
Þroskahjálp hefur ítrekað óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til að ræða stöðu fatlaðra ungmenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla en ekki haft erindi sem erfiði.
Kjarninn 23. ágúst 2021
Parísarsáttmálinn – tímamótasamningur en tíminn á þrotum
Kjarninn fer yfir Parísarsáttmálann, kosti hans og galla, hvernig staðan er í dag og hvernig staðan gæti orðið ef ekki er gripið til róttækra aðgerða.
Kjarninn 22. ágúst 2021
Lögreglumenn í eftirlitsferð um Pusher Street, miðstöð hassviðskipta í Kristjaníu.
Ólga og áhyggjur í Kristjaníu
Íbúar Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi og afbrotum í tengslum við sölu á fíkniefnum á svæðinu. Þeir eru hinsvegar ekki sammála um til hvaða ráða skuli gripið.
Kjarninn 22. ágúst 2021
Lögin heyra undir þann hluta atvinnuvegaráðuneytisins sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir stýrir.
Heimild til að slíta félögum sem skila ekki ársreikningum hefur aldrei verið nýtt
Þegar lögum um ársreikninga var breytt árið 2016 fékk Skatturinn heimild til að slíta félögum sem skiluðu ekki ársreikningum. Fimm árum síðar hefur heimildinni aldrei verið beitt vegna þess að ráðherra hefur ekki sett nauðsynlega reglugerð.
Kjarninn 21. ágúst 2021
Fyrirtækin sem mynda fjórðu stoðina
Ný stoð hefur myndast í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins á síðustu árum sem er ekki byggð á nýtingu takmarkaðra auðlinda, heldur hugviti starfsmanna sinna. Kjarninn tók saman helstu fyrirtækin að baki þessari stoð og tekjuvöxt þeirra á síðustu árum.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Vitni og sakborningar í Samherjamálinu voru yfirheyrð í sumar
Þeir sem eru undir í rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum mútugreiðslum, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja í tengslum við starfsemi samstæðunnar í Namibíu hafa sumir hverjir verið yfirheyrðir á síðustu vikum.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Skekkja í kosningakerfi getur ráðið úrslitum um hvaða ríkisstjórn verður mynduð
Mikill stöðugleiki hefur verið í fylgi flestra þeirra flokka sem eiga nú þegar fulltrúa á Alþingi síðustu mánuði. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa dalað en Sósíalistaflokkurinn er að bæta við sig fylgi og mælist nú með yfir sex prósent stuðning.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur keyrir enn og aftur mest – Kostnaðurinn 300 þúsund á mánuði í ár
Frá því að Ásmundur Friðriksson settist á þing 2013 og fram á mitt þetta ár hefur hann fengið 33,1 milljónir króna í greiddan aksturskostnað frá Alþingi. Þingmenn mega nú ekki rukka þingið vegna aksturs í aðdraganda kosninga.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Höfum alla þekkinguna en „það eina sem vantar er viljinn“
Formaður Ungra umhverfissinna segir að ein tegund af loftslagsafneitun sé að afneita alvarleika ástandsins og hvað við þurfum að grípa hratt til aðgerða. „Þetta er ekki eitthvað sem leysist af sjálfu sér heldur þurfum við að taka stór skref núna.“
Kjarninn 17. ágúst 2021
New York Times sýnir mikilvægi þess að lesendur borgi fyrir fréttir
Fyrir áratug var eitt virtasta fjölmiðlaveldi heims, New York Times, í vanda. Það hafði verið að reyna að finna fæturna í stafrænum veruleika með því að elta netumferð, á forsendum tæknirisa, í þeirri von að auglýsingatekjur myndu aukast.
Kjarninn 15. ágúst 2021
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Fangelsidómur, 4 krónur gerðar upptækar
Rúmenskur maður var í liðinni viku dæmdur í 14 daga fangelsi í Kaupmannahöfn. Fyrir betl. Fjórar krónur sem maðurinn hafði betlað voru gerðar upptækar. Margir danskir stjórnmálamenn segja dóminn ganga gegn úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 15. ágúst 2021
Af hverju græða íslensku bankarnir svona mikið af peningum?
Samanlagður hagnaður þeirra þriggja banka sem voru endurreistir eftir bankahrunið frá byrjun og til dagsins í dag er tæplega 706 milljarðar króna. Fyrstu árin var mikið um einskiptishagnað.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Hinum Norðurlöndunum hefur tekist að bjóða kvótaflóttafólk velkomið í heimsfaraldrinum
Enginn kvótaflóttamaður kom til Íslands í fyrra og einungis 11 af þeim 100 sem átti að bjóða velkomin í fyrra samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda eru komin. Kjarninn kannaði hvernig hinum Norðurlöndunum hefur gengið að bjóða flóttafólk velkomið á tímum veiru.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Fimmtungur tók til sín 67 prósent af allri aukningu á eigin fé vegna fasteigna á áratug
Tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auð á Íslandi frá 2010 og fram til síðustu áramóta runnu til 20 prósent ríkustu landsmanna. Aukningin á eigin fé hópsins er vanmetin þar sem virði hlutabréfa er metið á nafnvirði, ekki markaðsvirði.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Telja að stjórnsýslulög hafi verið þverbrotin með skipun Páls sem ráðuneytisstjóra
Það hefur vart farið framhjá mörgum að skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu kærði ráðningu á ráðuneytisstjóra í mennta- og menningamálaráðuneytinu til kærunefndar jafnréttismála, og vann.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Sumar skógareldanna
Gróður- og skógareldar eru skýr birtingarmynd loftslagsbreytinga en slíkir eldar hafa brunnið víða í sumar og af mikilli ákefð. Frá því í byrjun júní hafa gróðureldar losað meira magn koldíoxíðs heldur en allt árið í fyrra.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Rúmlega 60 prósent líkur á því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi meirihluta
Kjarninn birtir líkur flokka á því að koma manni inn á þing og spá um hvaða ríkisstjórnir eru líklegastar. Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Laun ráðherra á Íslandi hafa hækkað um 874 þúsund á fimm árum
Laun þingmanna hafa hækkað um 80 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 70 prósent en samt um 300 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Meira þurfi til en papparör til þess að bjarga jörðinni
Skiptar skoðanir eru á papparörum sem tekið hafa við af plaströrum á drykkjarfernum í kjölfar Evróputilskipunar sem innleidd var í júlí en með henni er lagt bann við ýmsum einnota hlutum úr plasti. Fólk skiptist í tvo hópa og er ýmist með eða á móti
Kjarninn 8. ágúst 2021
Morten Messerschmidt kemur hér fyrir rétt í Lyngby í vikunni.
Vandræðin í danska þjóðarflokknum
Það blæs ekki byrlega fyrir danska þjóðarflokkinn um þessar mundir. Fylgið hrynur og margir vilja skipta um karlinn í brúnni. Morten Messerschmidt, sem verið hefur helsta vonarstjarna flokksins, er nú fyrir rétti, ákærður fyrir svindl og misnotkun á fé.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu
Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleika á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.
Kjarninn 7. ágúst 2021