Seðlabankinn segir greiðslubyrði íbúðalána hafa að meðaltali hækkað um 160 þúsund á ári

Hækkun stýrivaxta og stóraukin verðbólga hafa haft neikvæð áhrif á greiðslubyrði heimila. Mest eru áhrifin á þau sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Seðlabankinn hefur tekið saman meðaltalsaukningu á greiðslubyrði allra íbúðalána frá 2020.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Greiðslu­byrði allra íbúða­lána hefur auk­ist að með­al­tali um 13 til 14 þús­und krónur á mán­uði frá byrjun árs 2020 og fram í ágúst 2022 hjá nýjum lán­tak­end­um, eða rúm­lega 160 þús­und krónur á ári. Hin aukna greiðslu­byrði skipt­ist afar mis­jafn­lega milli lán­tak­enda eftir því hvernig lán þeir eru með. Séu lánin verð­tryggð hefur greiðslu­byrðin auk­ist mun minna en ef þau eru óverð­tryggð en á móti leggj­ast verð­bætur á höf­uð­stól sem hækka hann umtals­vert, sér­stak­lega í mik­illi verð­bólgu eins og nú er. Sumir eru með fasta vexti sem tryggja stöð­ug­leika til þriggja eða fimm ára og fyrir þá sem festu óver­tryggðu lánin sín t.d. snemma árs 2021 þá mun það skila þeim miklum ábata í ljósi þeirra vaxta­hækk­ana sem dunið hafa yfir síð­an. Þá má nefna að mörg lán eru blönd­uð. Þ.e, hluti þeirra eru verð­tryggð, hluti óverð­tryggð, hluti mögu­lega á föstum vöxtum og hluti á breyti­legum vöxt­u­m. 

Þetta má lesa úr minn­is­blaði sem Seðla­banki Íslands vann og skil­aði til fjár­laga­nefndar i síð­ustu viku. Það byggir á grein­ingu bank­ans á 80 pró­sent af heild­ar­fjár­hæð útistand­andi íbúða­lána og 60 pró­sent af heild­ar­fjölda lán­tak­enda, sem bank­inn telur gefa nokkuð góða mynd af stöðu lán­tak­enda. Til­efni minn­is­blaðs­ins var að gera grein fyrir breyt­ingum á greiðslu­byrði fast­eigna­lána til neyt­enda. Þ.e. hvernig greiðslu­byrði fast­eigna­lána til neyt­enda hefði þró­ast sund­ur­greint eftir aldri og tekjum lán­taka eftir að Seðla­bank­inn hóf að hækka vexti í maí 2021, en síðan þá hafa stýri­vextir farið úr 0,75 í 5,75 pró­sent.

Svipuð aukn­ing hjá tekju­hærri og tekju­lægri hópnum

Í minn­is­blað­inu er lán­tak­endum skipt í tvo hópa, þá sem eru með ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, laun að frá­dregnum sköttum og öðrum gjöld­um, yfir 650 þús­und krónum á mán­uði og þá sem eru með undir þeirri upp­hæð til að spila úr mán­að­ar­lega. 

Auglýsing
Samkvæmt grein­ingu Seðla­bank­ans var með­al­greiðslu­byrði lán­taka með ráð­stöf­un­ar­tekjur undir 650 þús­und krónum á mán­uði um 127 þús­und. krónur á mán­uði í ágúst 2022. Hjá lán­tak­endum með ráð­stöf­un­ar­tekjur yfir 650 þús­und krónum á mán­uði var með­al­greiðslu­byrði um 186 þús­und krónur á mán­uði. „Hlut­fall tekju­lægri lán­taka (undir 650 þús. kr.) með greiðslu­byrði undir 200 þús. kr. á mán­uði var um 90 pró­sent en 60 pró­sent í til­felli tekju­hærri (yfir 650 þús. kr.) lán­tak­enda. Þar sem tekju­hærri hóp­ur­inn skuldar að jafn­aði meira en tekju­lægri hóp­ur­inn hefði mátt búast við því að greiðslu­byrði hans hefði auk­ist meira en tekju­lægri hóps­ins þegar vextir hækk­uð­u.“

Annað hafi hins vegar komið í ljós. Aukn­ing á greiðslu­byrði var að með­al­tali svipuð hjá báðum tekju­hóp­unum þegar hún er skoðuð frá lán­töku til ágúst 2022, eða um 13 til 14 þús­und krónur á mán­uði. Það sem helst skýrir þetta er, að sögn Seðla­bank­ans, að tekju­hærri hóp­ur­inn er lík­legri en sá tekju­lægri til að taka óverð­tryggð lán með föstum vöxt­um. „Séu slík lán tekin með jöfnum greiðslum helst greiðslu­byrðin óbreytt í krónum talið út fast­vaxta­tíma­bilið sem alla jafna er annað hvort þrjú eða fimm ár.“

Greiðslu­byrði hefur minnkað hjá sum­um, aðal­lega tekju­hærri

Sam­kvæmt gögnum Seðla­bank­ans hefur greiðslu­byrði fast­eigna­lána meira að segja minnkað hjá 20 til 25 pró­sent lán­taka á umræddu tíma­bili, í meiri mæli hjá tekju­hærri hópnum en hinum tekju­lægri. „Ástæðan fyrir þessu er helst sú, gefið að vextir hald­ist óbreytt­ir, að í til­viki láns með jöfnum afborg­unum lækkar heild­ar­greiðslu­byrðin að nafn­virði yfir líf­tíma þess ef um óverð­tryggt lán er að ræða en að raun­virði sé lánið verð­tryggt. Sumir lán­veit­endur krefj­ast þess raunar að s.k. við­bót­ar­lán séu með jöfnum afborg­un­um. Slík lán bera þyngri greiðslu­byrði til að byrja með en lán með jöfnum greiðslum en tryggja jafn­framt hrað­ari nið­ur­greiðslu láns­ins.“

Auglýsing
Seðlabankinn segir í minn­is­blað­inu að í umræðu um vaxta­hækk­anir hans hafi útreikn­ingar á áhrifum þeirra á greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána með breyti­legum vöxtum verið áber­andi og oft nefndar nokkuð háar tölur í því sam­hengi og sér­stök dæmi tekin til að sýna það. Þar er meðal ann­ars verið að vísa til umfjöll­unar í nýjasta Fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika­­­riti Seðla­­­banka Íslands þar sem kom fram að ​​um 28 pró­­­sent útistand­andi fast­­­eigna­lána væru óverð­­­tryggð og með breyt­i­­­legum vöxt­­­um. Sam­an­lögð upp­­­hæð þeirra eru á sjö­unda hund­rað millj­­­arða króna. Í rit­inu var nefnt að vegnir með­­­al­vextir nýrra íbúða­lána sem veitt voru af bönk­­­unum í júlí 2021 voru 3,7 pró­­­sent en ári síðar voru þeir komnir upp í 6,6 pró­­­sent. „Fyrir 40 millj­­­óna króna óverð­­­tryggt jafn­­­greiðslu­lán til 40 ára á breyt­i­­­legum vöxtum felur slík vaxta­hækkun í sér rúm­­­lega 77 þús­und króna hækkun á mán­að­­­ar­­­legri greiðslu­­­byrði eða sem sam­svarar tæpum 48 pró­­­sent af upp­­­haf­­­legri greiðslu­­­byrði láns­ins.“

Í minn­is­blað­inu segir að það kunni því að koma á óvart að greiðslu­byrði lán­taka hafi almennt ekki hækkað meira en raun ber vitni. „Raunar hefur greiðslu­byrði 57 pró­sent nýrra lán­taka minnkað eða vaxið um minna en 10 þús. kr. á mán­uði. Greiðslu­byrði 82 pró­sent lán­tak­enda í tekju­lægri hópnum hefur minnkað eða vaxið um minna en 30 þús. kr. á mán­uði, en hjá 77 pró­sent lán­tak­enda í tekju­hærri hópn­um. Ein af ástæð­unum fyrir þessu er að lán­takar blanda gjarnan saman lána­form­um. Þannig er algengt að tekin séu tvö til þrjú lán sem eru oft blanda af verð­tryggðum og óverð­tryggðum lánum með breyti­lega og/eða fasta vext­i.“ 

Því hafi vaxta­hækk­anir Seðla­bank­ans aðeins haft áhrif á greiðslu­byrði hluta þeirra lána sem lán­takar hafa tek­ið. 

Lendir afar mis­mun­andi á hópum

Þótt með­al­tals­hækkun á greiðslu­byrði sé 13 til 14 þús­und krónur á mán­uði eru hópar sem hafa þurft að taka sig mun hærri byrðar vegna vaxta­hækk­ana Seðla­banka Íslands, líkt og sést á mynd­inni hér að neð­an. Greiðslu­byrði hefur hækkað mest hjá þeim sem eru með óverð­tryggð lán á breyti­legum vöxt­um. Á mynd­inni má sjá að greiðslu­byrði margra af íbúða­lánum hefur hækkað um tugi þús­unda króna á mán­uði og á það við lán­tak­endur úr báðum tekju­hóp­um, þ.e. þá sem eru með ráð­stöf­un­ar­tekjur undir og yfir 650 þús­und krónum á mán­uði.

Úr minnisblaði Seðlabanka Íslands til fjárlaganefndar sem dagsett er 9. nóvember 2022.

Þá ber að nefna að skulda­staða heim­ila í hús­næði er afar mis­mun­andi. Því lægri sem lánin eru því minni áhrif hafa vaxta­hækk­anir á afborg­an­ir. Frá upp­hafi árs 2020 hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem flestir lands­menn búa, hækkað um 50 pró­sent. Þeir eru að koma inn á íbúða­mark­að­inn á þessum tíma hafa því þurft að taka mun hærri lán en áður og verða því fyrir meiri áhrifum af verð­bólgu, sem nú er 9,4 pró­sent, og háum vöxt­um, en Seðla­bank­inn hefur nú hækkað stýri­vexti níu sinnum í röð. 

Þá stytt­ist í end­­­ur­­­skoðun á vaxta­­­kjörum fjölda óverð­­­tryggðra lána sem veitt voru á föstum vöxtum til til­­­­­tek­ins tíma, en alls verða vextir á lánum upp á 340 millj­­­arða króna end­­­ur­­­skoð­aðir á árunum 2023 og 2024 og vextir á lánum upp á 250 millj­­­arða króna koma til end­­­ur­­­skoð­unar árið 2025. Þorri þeirra lána eru óverð­­­tryggð.

Óverð­­­tryggðir vextir stóru bank­anna þriggja, sem halda á 72 pró­­­sent af útistand­andi íbúð­ar­lán­um, hafa ekki verið jafn háir og þeir eru nú síðan 2015. Þess ber þó að gera að óverð­­tryggðir vextir eru enn tölu­vert undir verð­­bólgu. Raun­vextir þessa hóps lán­tak­anda eru því nei­­kvæðir og eigna­­myndun á síð­­ast­liðnu ári, þegar hús­næð­is­verð hefur hækkað um rúm­lega 22 pró­­sent á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, verið umtals­verð hjá þessum hópi þrátt fyrir að greiðslu­­byrðin hafi hækkað mik­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar