Fyrrverandi bankastjóri sýknaður af milljarða kröfu

Það var mikið í húfi hjá fyrrverandi bankastjóra Danske Bank þegar dómur í máli gegn honum var kveðinn upp sl. þriðjudag, krafan hljóðaði upp á jafngildi 47 milljarða íslenskra króna. Stefnendur sitja uppi með kostnaðinn sem samsvarar 200 milljónum króna.

Thomas Borgen var bankastjóri Danske Bank frá 2013 til 2018.
Thomas Borgen var bankastjóri Danske Bank frá 2013 til 2018.
Auglýsing

Saga Danske Bank teygir sig til árs­ins 1871. Söðla­smið­ur­inn og veð­lán­ar­inn Gott­lieb Hart­vig Abra­hams­son Gedalia var helsti hvata­mað­ur­inn að stofnun bank­ans sem fékk nafnið Den Danske Landm­ands­bank, Hypothek- & Vex­el­bank i Kjøben­havn. Í dag­legu tali kall­aður Landm­ands­banken. Síðar fékk bank­inn nafnið Den Danske Bank og árið 2000 núver­andi nafn, Danske Bank. Í rekstr­inum hafa skipst á skin og skúr­ir, erf­ið­asta tíma­bilið voru árin eftir fyrri heims­styrj­öld, þá varð rík­is­stjórnin að hlaupa undir bagga til að forða bank­anum frá þroti. Á liðnum árum og ára­tugum hafa orðið miklar svipt­ingar í banka­heim­in­um, upp­kaup og sam­ein­ing­ar.

Danske Bank er í dag annar tveggja stærstu banka Dan­merk­ur, hinn er Nor­dea. Árið 2006 keypti Danske Bank finnska bank­ann Sampo Bank, með í kaup­unum fylgdi lítið útibú í Eist­landi. Þetta litla útibú átti eftir að koma mjög við sögu í rekstri bank­ans.

Thomas Borgen

Árið 2013 var norð­mað­ur­inn Thomas Borgen ráð­inn banka­stjóri Danske Bank. Thom­as, sem er 58 ára, kom til starfa hjá Danske Bank árið 1997 og þekkti því vel til í bank­anum þegar hann tók við banka­stjóra­starf­inu. Þegar hann sett­ist í banka­stjóra­stól­inn voru erf­ið­leikar í rekstri Danske Bank og stjórn bank­ans áleit Thomas Borgen rétta mann­inn í starf­ið.

Auglýsing

Fram að ráðn­ingu hans hafði eng­inn útlend­ingur gegnt starfi banka­stjóra. Lengi hafði það orð farið af Danske Bank að innan veggja höf­uð­stöðv­anna við Kóngs­ins Nýja­torg í Kaup­manna­höfn ríkti sér­kenni­legt and­rúms­loft, þar sem ríkti ákveðin mis­skipt­ing yfir­manna og und­ir­manna. Sem dæmi um þetta hafði lengi tíðkast að æðstu stjórn­endur bank­ans borð­uðu hádeg­is­verð í svo­nefndri arin­stofu á efstu hæð bank­ans en starfs­fólkið ,,á gólf­inu“ aftur á móti í mat­stofu á ann­ari hæð. Þennan sið afnam hinn nýi banka­stjóri og hann bann­aði enn­fremur að yfir­menn­irn­ir, sem nú voru komnir nær jörðu með hádeg­is­mat­inn (orða­lag dag­blaðs­ins Bør­sen) gætu tekið frá sér­stök borð í ,,al­menn­ingn­um“. Ekki fer sögum af því hvernig þeim sem ekki fengu lengur að borða í arin­stof­unni lík­aði þessi breyt­ing en annað starfs­fólk kunni vel að meta hana. Undir stjórn Eivind Kold­ing, for­vera Thomas Borgen var stefnan sú að gera Danske Bank að alþjóð­legri pen­inga­stofnun þar sem meira væri hugsað um þá stóru en hina smáu, eins og Ole And­er­sen stjórn­ar­for­maður komst að orði „með ráðn­ingu Thomas Borgen viljum við að bank­inn þjóni öll­um, ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­u­m“. Við­skipta­vinum bank­ans hafði fækkað mikið á und­an­förnum árum en nú fjölg­aði þeim á nýjan leik og rekst­ur­inn gekk vel. Hluta­bréfin hækk­uðu nán­ast dag frá degi.

En, það var ljón í veg­in­um. Ljón sem óx og óx. Þetta ljón var áður­nefnt útibú í Eist­landi.

Ekki hlustað á við­var­anir

Meðan Thomas Borgen og Ole And­er­sen voru önnum kafnir við að koma bank­anum á réttan kúrs árin 2013 og 2014 fengu þeir ábend­ingar um að ekki væri allt með felldu varð­andi starf­semi úti­bús­ins í Eist­landi. Þar væri stundað pen­inga­þvætti fyrir rúss­neska glæpa­menn (krimin­elle russ­er­e). Í þeim hópi voru svo­nefndir ólíg­ar­k­ar, sígar­ettu­smygl­ar­ar, rúss­neskir auð­menn og fólk nátengt Vla­dimir Putin for­seta Rúss­lands. Sam­tals um tíu þús­und manns. Þessi starf­semi hefði við­geng­ist frá árinu 2007 án þess að nokkuð væri aðhafst. Loks árið 2015 var þessi þvotta­vél (orða­lag danskra fjöl­miðla) tekin úr sam­bandi.

Áður en Thomas Borgen sett­ist í banka­stjóra­stól­inn var hann yfir­maður þeirrar deildar bank­ans sem ann­að­ist alþjóð­leg við­skipti. Þar á meðal við­skiptin í úti­bú­inu í Eist­landi.

Umfjöllun í Berl­ingske

Vorið 2017 birt­ist í dag­blað­inu Berl­ingske grein þar sem fjallað var um mál­efni Danske Bank í Eist­landi, og næstu daga fylgdu fleiri greinar í kjöl­far­ið. Umfjöll­unin vakti mikla athygli og dögum saman var rúss­neska þvotta­véla­mál­ið, eins og það var kallað stærsta frétta­málið í dönskum fjöl­miðl­um. Fyrst var talið að farið hefðu í gegnum „þvotta­vél­arn­ar“ jafn­gildi 52 millj­arða danskra króna (1032 millj­arðar íslenskir) en síðar kom í ljós að upp­hæðin var marg­falt hærri eða um það bil 1500 millj­arðar danskra króna (30 þús­und millj­arðar íslenskir).

Danske Bank er enn til rannsóknar í Danmörku vegna þvottavélamálsins. Mynd: EPA

Eftir að þvotta­véla­málið komst í hámæli fékk Danske Bank lög­fræði­fyr­ir­tæki til að rann­saka málið í heild sinni. Þeirri rann­sókn lauk árið 2018. Í skýrsl­unni var ekki bent á neinn sem bæri ábyrgð á því sem gerð­ist. Thomas Borgen lét af störfum sem banka­stjóri Danske Bank haustið 2018. Hann sætti, eftir að málið kom upp, rann­sókn þeirrar deildar danska rík­is­lög­manns­ins sem fer með efna­hags­brot og alþjóð­lega glæpi á því sviði. Þeirri rann­sókn lauk árið 2021, án ákæru.

Þess má geta að Danske Bank sætir lög­reglu­rann­sókn vegna þvotta­véla­máls­ins, ekki er vitað hvenær þeirri rann­sókn lýk­ur.

Hlut­hafar stefndu

Haustið 2018 hóf belgíska ráð­gjaf­ar- og lög­fræði­stofan Dem­inor und­ir­bún­ing máls­höfð­unar á hendur Thomas Borgen fyrir hönd hlut­hafa í bank­an­um. Að baki máls­höfð­un­inni stóðu 74 fyr­ir­tæki, þar á meðal bank­ar.

Ástæða máls­höfð­un­ar­innar var tap sem hlut­hafar töldu sig hafa orðið fyrir vegna lækk­andi gengis hluta­bréfa í bank­anum eftir að þvotta­véla­málið var dregið fram í dags­ljós­ið. Upp­hæðin sem hlut­haf­arnir fóru fram á að Thomas Borgen skyldi greiða þeim nam 2,4 millj­örðum danskra króna, um það bil 47 millj­örðum íslensk­um. Stefn­endur töldu Thomas Borgen hafa van­rækt eft­ir­lits­skyldur sínar og hefði ekki brugð­ist við þegar ábend­ingar vegna úti­bús­ins í Eist­landi bár­ust bank­an­um.

Sýkn­aður í Bæj­ar­rétti

Rétt­ar­höld í mál­inu gegn Thomas Borgen stóðu yfir í átta daga, í sept­em­ber og októ­ber síð­ast­liðn­um. Máls­skjölin fylltu 6588 blað­síð­ur, auk rúm­lega 2 þús­und fylgi­skjala.

Dóm­ur­inn féll sl. þriðju­dag, 8. nóv­em­ber. Þar var Thomas Borgen sýkn­aður af ákæru stefn­enda sem jafn­framt var gert að greiða honum 10 millj­ónir danskra króna í máls­kostn­að. Málið var rekið fyrir Bæj­ar­rétt­inum í Lyng­by. Það dæmdu þrír dóm­arar sem voru ein­róma í nið­ur­stöðu sinni.

Bæjarrétturinn í Lyngby, þar sem mál Borgen var tekið fyrir. Mynd: Vefur danskra dómstóla

Í nið­ur­stöðu dóms­ins segir að í fyrsta lagi sé það ein­ungis bank­inn, ekki ein­stakir hlut­hafar sem geti höfðað mál vegna óábyrgs rekstr­ar. Í öðru lagi höfn­uðu dóm­arar því að Thomas Borgen hafi borið skylda til að verða sér úti um upp­lýs­ingar sem álíta mætti að hefði þau áhrif á hluta­bréfa­verð bank­ans að slíkt bæri að til­kynna form­lega. Í þriðja lagi hafi stefn­endur ekki sýnt fram á að skortur á upp­lýs­ingum hafi leitt til lækk­unar hluta­bréfa og í fjórða lagi ekki sýnt fram á hversu miklu hlut­hafar hafi tap­að.

Bæj­ar­réttur er lægsta dóm­stig af þremur í Dan­mörku, Lands­réttur er næsta stig fyrir ofan og loks Hæsti­rétt­ur.

Í til­kynn­ingu frá Dem­in­or, sem rak málið fyrir hönd hlut­hafa, kom fram að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort mál­inu yrði áfrýj­að.

Áfrýj­un­ar­frestur er 14 dagar frá dóms­upp­kvaðn­ingu.

Þess má að lokum geta að Danske Bank hefur lagt til hliðar 14 millj­arða danskra króna (278 millj­arða íslenska) vegna hugs­an­legra sekta og bóta í þvotta­véla­mál­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar