Interpol lýsir eftir forríku forsetadótturinni

Hún gæti verið í Portúgal, þrátt fyrir að yfirvöld hafi fryst eignir hennar, þar á meðal þakíbúðina og sveitasetrið. Svo gæti hún verið einhvers staðar allt annars staðar, konan sem var sú ríkasta í Afríku en er nú eftirlýst um allan heim.

Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Auglýsing

Alþjóða­lög­reglan Inter­pol hefur gefið út hand­töku­skipun á hendur angólska millj­arða­mær­ingnum og fyrr­ver­andi for­seta­dótt­ur­inni Isa­bel dos Santos. Sak­sókn­ari í Angóla óskaði aðstoðar Inter­pol við að hafa uppi á, hand­taka og fram­selja kon­una sem er sú rík­asta í Afr­íku en er sökuð um að hafa safnað auði sínum með glæp­sam­legum hætti.

Auglýsing

Dos Santos er sögð búa í heima­land­inu, á Bret­landseyjum og í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum til skipt­is. Þá er hún einnig oft sögð dvelja í Portú­gal. Þar­lendur fjöl­mið­ill, Lusa, greindi frá tíð­ind­unum um hand­töku­skip­un­ina síð­asta föstu­dag. Í frétt­inni kemur fram að dos Santos, sem er 49 ára göm­ul, sé eft­ir­lýst fyrir marg­vís­lega meinta glæpi, m.a. fjár­drátt og fjársvik, pen­inga­þvætti og fyrir að nota sín póli­tísku tengsl sér til fjár­hags­legs fram­drátt­ar. Hin póli­tísku tengsl eru vissu­lega til staðar því faðir henn­ar, Jose Edu­ardo dos Santos var for­seti Angóla í tæpa fjóra ára­tugi, allt frá árinu 1979 og til 2017. Hann tók virkan þátt í bar­áttu Angóla fyrir sjálf­stæði undan stjórn Portú­ga­la, fór til mennta í Sov­ét­ríkj­unum sál­ugu, var utan­rík­is­ráð­herra í fyrstu rík­is­stjórn lands­ins og varð annar for­seti hins sjálf­stæða og yfir­lýsta komm­ún­ista­rík­is. Hann lést í sum­ar, 79 ára að aldri.

Dóttir hans og auga­steinn, Isa­bel dos Santos, hefur verið ásökuð um svik og spill­ingu árum sam­an. Núver­andi stjórn­völd lands­ins ásök­uðu hana m.a. árið 2020 um að hafa fært millj­ónir banda­ríkja­doll­ara úr sjóðum rík­is­ins til fyr­ir­tækja sem hún og eig­in­maður hennar áttu stóra hluti í á meðan faðir hennar var for­seti. Þau eru einnig sökuð um að hafa kom­ist yfir hluti í þessum fyrrum rík­is­fyr­ir­tækjum með aðstoð föður síns. Meðal fyr­ir­tækj­anna sem hún er talin hafa hagn­ast á með þessum milli­færslum er olíu­ris­inn Son­an­gol. Út úr því fyr­ir­tæki er hún svo sögð hafa fært pen­inga á banka­reikn­inga í skatta­skjól­um.

Lúanda-skjölin

Dos Santos er umfjöll­un­ar­efni Lúanda-skjal­anna, sem lekið var til Sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, árið 2020 og fréttir í kjöl­farið birtar upp úr í fjöl­miðlum víða um heim. Helstu nið­ur­stöður þeirra eru að í tvo ára­tugi voru stunduð inn­herj­a­við­skipti sem gerðu Isa­bel dos Santos að rík­ustu konu Afr­íku en hið olíu- og dem­ant­sauð­uga Angóla að einu fátæk­asta ríki ver­ald­ar.

Isabel dos Santos. Mynd: EPA

Vefur meira en 400 fyr­ir­tækja og dótt­ur­fyr­ir­tækja í 41 landi tengj­ast dos Santos og eig­in­manni henn­ar, Sindika Dokolo, þar af eru 94 í skatta­skjólum á borð við Möltu, Mári­tíus og Hong Kong. Dokolo lést árið 2021 í köf­un­ar­slysi.

Margir fjár­mála­ráð­gjafar og fyr­ir­tæki á Vest­ur­löndum aðstoð­uðu við að færa til pen­inga, stofna félög og end­ur­skoða reikn­inga. Þessir aðilar veittu sumir ráð­gjöf um hvernig væri hægt að skjóta fé undan skatti á meðan aðrir þótt­ust ekki taka eftir neinu mis­jöfnu sem margt benti til að væri í gangi.

Tvö fyr­ir­tæki, PwC og Boston Consulting Group, fengu á árunum 2010-2017 greiddar 5,6 millj­ónir dala fyrir störf sín í þágu fyr­ir­tækja hjón­anna.

Skjölin sýna einnig hvernig Isa­bel dos Santos keypti banka á meðan aðrar fjár­mála­stofn­anir og trygg­inga­fé­lög neit­uðu að stunda við­skipti við hana því þeim þótti ekki ljóst hvaðan auður hennar kæmi. Að hún hafi ginnt stjórn­völd og stjórn­endur fyr­ir­tækja á Vest­ur­löndum til að setja pen­inga í verk­efni sín og þrýst á upp­bygg­ing­ar­verk­efni sem varð til þess að þús­undir fátækra Angóla­manna misstu heim­ili sín við strönd­ina.

Þá er hún sam­kvæmt skjöl­unum sögð hafa beint hund­ruðum millj­ónum doll­ara sem fengnar voru að láni eða með samn­ingum til eigin fyr­ir­tækja og tengdra aðila, m.a. með því að milli­færa 38 millj­ónir doll­ara frá rík­is­rekna olíu­fyr­ir­tæk­inu Sanan­gol inn á reikn­ing í Dubaí, aðeins nokkrum klukku­tímum eftir að for­set­inn hafði rekið hana úr starfi stjórn­ar­for­manns.

Dos Santos hefur hingað til neitað því harð­lega að hafa mis­notað sér stöðu sína sem dóttir for­set­ans í fjár­hags­legum til­gangi. Hún hefur í reynd neitað því að hafa gert nokkuð rangt.

Auglýsing

Bæði angólsk og portú­gölsk yfir­völd hafa fryst allar eigur og banka­reikn­inga dos Santos um leið og saka­mála­rann­sókn á við­skipta­háttum hennar hófst. Við­skipta­veldi hennar lið­að­ist að mestu í sundur við þetta.

Í fyrra var svo gráu bætt ofan á svart er Pand­or­u-skjölin voru birt. Sam­kvæmt þeim er dos Santos og hópur ann­ars áhrifa­fólks í Angóla sökuð um að hafa falið millj­arða doll­ara í skatta­skjól­um. Þá ákváðu banda­rísk stjórn­völd að frysta allar eignir og banka­reikn­inga dos Santos og hefja saka­mála­rann­sókn.

Portú­galar drógu landa­mærin

Angóla er á vest­ur­strönd Afr­íku og er sjö­unda stærsta land álf­unnar að flat­ar­máli. Landa­mæri þess liggja að Namib­íu, Aust­ur-­Kongó og Sam­b­íu. Líkt og í mörgum öðrum Afr­íku­löndum voru landa­mærin dregin af nýlendu­herrum, Portú­gölum í þessu til­viki, sem fyrst komu sér þar fyrir á sext­ándu öld. Innan landamær­anna lentu margar og ólíkar þjóðir og er ríkið fékk sjálf­stæði árið 1975 braust út blóðug borg­ara­styrj­öld sem varði í 27 ár. Þús­undir féllu og efna­hagur lands­ins hrundi.

Líkt og oft vill verða komu vest­ræn ríki að átök­un­um. Stjórn­ar­her MPLA-­flokks­ins, flokks föður dos Santos, naut stuðn­ings Rúss­lands og Kúbu en skæru­liða­hreyf­ing UNITA stuðn­ings Banda­ríkj­anna og Suð­ur­-Afr­íku.

Isabel dos Santos sést hér milli foreldra sinna, Jose Eduardo dos Santos og Ana Paula dos Santos, árið 2012. Mynd: EPA

Fædd í Sov­ét­ríkj­unum

Isa­bel dos Santos fædd­ist árið 1973 í Aserbaídsjan þaðan sem móðir hennar er og faðir hennar var við nám. Þá var hann skæru­liði og hátt­settur í frels­is­hreyf­ingu Angóla, MPLA. Hreyf­ingin var komm­ún­ísk að upp­lagi og dos Santos hafði verið sendur til Sov­ét­ríkj­anna til verk­fræði­náms.

Móðir hennar var skák­meist­ari og einnig verk­fræði­nemi. Tveimur árum eftir fæð­ingu Isa­bel fékk Angóla loks sjálf­stæði frá Portú­gölum og fjórum árum síð­ar, 1979, varð faðir hennar annar for­seti lands­ins og fjöl­skyldan flutti inn í for­seta­höll­ina í höf­uð­borg­inni Lúanda.

Eftir að for­eldrar hennar skildu og landið ólg­aði af átökum flutti hún ásamt móður sinni til London þar sem hún gekk í stúlkna­skóla. Hún var fram­úr­skar­andi nem­andi og lærði síðar raf­magns­verk­fræði í Kings Col­lege. Eftir útskrift vann hún í tvö ár hjá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Coopers & Lybrand sem nú heitir PwC.

Náði for­skoti í far­síma­geira

Er borg­ara­stríð­inu var að ljúka snéri hún aftur til Angóla, þá rúm­lega tví­tug, og stofn­aði flutn­inga­fyr­ir­tæki. Það leiddi hana svo út í fjar­skipti, nánar til­tekið í hinn nýtil­komna far­síma­geira. Þar reynd­ist hún hafa veðjað á réttan hest.

Við lok tíunda ára­tug­ar­ins fengu hún og við­skipta­fé­lagar hennar fjar­skipta­leyfi fyrir far­síma í almennu útboði. Dos Santos hefur alla tíð neitað því að hafa kom­ist að þeim kjöt­kötlum vegna klíku­skap­ar.

Á næstu árum óx við­skipta­veldi hennar hratt og allan tím­ann harð­neit­aði hún því að hafa notið for­skots, beint eða óbeint, vegna föður síns. Í vörnum sínum síð­ustu ár hefur hún alfarið hafnað því að hafa gert nokkuð rangt og minnt á að hún hafi efn­ast með vinnu­semi. Þannig hafi hún til dæmis stofnað Uni­tel í skrif­stofu­holu fyrir ofan síma­búð sem hún rak og vel­gengni stór­mark­aða hennar hafi verið vegna þess að þar var að finna „besta fisk­borð lands­ins“.

Auglýsing

Safn­aði auði í tvo ára­tugi

Er dos Santos var að hefja við­skipta­feril sinn, m.a. með kaupum á bar sem átti eftir að verða einn sá vin­sæl­asti á vest­ur­strönd Afr­íku, var Angóla að sigla út úr gríð­ar­legum efna­hags­þreng­ingum og inn í vel­sæld vegna hækk­andi olíu­verðs á heims­vísu. Það reynd­ist henni per­sónu­lega happa­drjúgt en lítið af olíu­auð­inum skil­aði sér hins vegar til almennra borg­ara lands­ins.

Auð sinn hefur hún kom­ist yfir á síð­ustu tveimur ára­tugum og það tíma­bil í sögu Angóla hefur verið róstu­samt með ein­dæm­um. Borg­ara­styrj­öld­inni lauk, það fjar­aði undan hinu arð­sama olíu­æv­in­týri, og faðir hennar José Edu­ardo dos Santos, einn þaul­setn­asti for­seti Afr­íku fyrr og síð­ar, neydd­ist til að segja af sér.

Á þessum árum hafði hópur Angóla­manna efn­ast veru­lega þó lang­sam­lega mest for­seta­dóttirin Isa­bel dos Santos. Eignir hennar voru sam­kvæmt For­bes metnar á 2,2 millj­arða Banda­ríkja­dala árið 2020, yfir 280 millj­arða íslenskra króna. Á sama tíma þurfti hins vegar meiri­hluti almenn­ings í Angóla að lifa af tveimur doll­ur­um, um 250 krón­um, á dag.

Inn­viðir í molum

Inn­viðir Angóla eru enn bág­bornir þrátt fyrir að efna­hag­ur­inn hafi rétt úr kútnum eftir borg­ara­styrj­öld­ina og greiður aðgangur að lánum til upp­bygg­ing­ar, m.a. frá Kína, hafi verið fyrir hendi. Vegir eru slæmir og raf­orku­kerfið ófull­nægj­andi.

Á meðan dos Santos hélt miklar veislur fyrir fólk úr hinni nýju milli­stétt, þar sem engu var til spar­að, bjó mik­ill meiri­hluti Angóla­manna við sára fátækt, mat­ar­skort, vondan húsa­kost og tak­mark­aðan og oft nær engan aðgang að hreinu vatni.

Isabel dos Santos er fædd í Sovétríkjunum árið 1973. Hvar hún er nú niðurkomin er enn á huldu. Mynd: EPA

Snekkj­ur, lúxus­í­búðir og lista­verka­safn

Dos Santos og eig­in­mað­ur­inn Dokolo reyndu ekk­ert að fela sinn rán­dýra lífs­stíl – frekar má segja að þau hafi flaggað hon­um. Dokolo safn­aði til dæmis sport­bílum og hann birti myndir af risa­snekkju þeirra, Hay­ken, á sam­fé­lags­miðl­um. Lúx­uslífið tók á sig ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Þau áttu þak­íbúð í portú­gal­skri borg og sveita­setur við strönd­ina. Þá eru þau talin hafa átt að minnsta kosti þrjár fast­eignir í London til við­bótar við lúxus­í­búð í Monte Car­lo.

Dokolo safn­aði líka lista­verkum og er tal­inn hafa átt heims­ins stærsta safn afrískra verka. Þá átti hann einnig verk eftir Andy War­hol og fleiri þekkta lista­menn. Hann fædd­ist líkt og eig­in­konan með silf­ur­skeið í munni. Faðir hans var mik­ill við­skipta­jöfur í Kins­hasa í Aust­ur-­Kongó en sjálfur ólst hann aðal­lega upp í Belgíu og Frakk­landi.

„Faðir Isa­bel dos Santos, José Edu­ar­do, lagði grunn­inn að gríð­ar­legum auð­æfum hennar með því að fá henni stjórn yfir miklum nátt­úru­auð­lindum Angóla á meðan millj­ónir landa hennar bjuggu við sult,“ sagði í sam­an­tekt blaða­mannateym­is­ins sem afhjúpaði spill­ing­una með Lúanda-skjöl­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar