Öfgar í veðri orðnar nánast daglegt brauð á Indlandi

Þrumuveður, úrhellisrigningar, aurskriður, flóð, kuldaköst, hitabylgjur, hvirfilbyljir, þurrkar, sandstormar, stórhríð. Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa veðuröfgar átt sér stað á Indlandi allt að því daglega.

Flóð hafa verið tíð víða á Indlandi í ár.
Flóð hafa verið tíð víða á Indlandi í ár.
Auglýsing

Á nán­ast hverjum degi fyrstu níu mán­uði árs­ins hafa öfga­full veður geisað á Ind­landi. Við erum að tala um hita­bylgj­ur, kulda­köst, hvirf­il­bylji, þrumu- og eld­inga­veð­ur, úrhelli, flóð og aur­skrið­ur.

Umhverf­is- og vís­inda­stofnun Ind­lands (CSE) segir í nýút­gef­inni skýrslu sinni að öfgar í veðri hafi átt sér stað 241 dag af fyrstu 273 dögum árs­ins. Á 88 pró­sentum tíma­bils­ins. Stofn­unin segir enn­fremur að vegna þess­ara öfga hafi 2.755 manns týnt lífi, 1,8 millj­ónir hekt­ara rækt­ar­lands orðið fyrir tjóni, um 415 þús­und hús eyði­lagst og tæp­lega 70 þús­und dýr sem ræktuð eru til mann­eldis fall­ið.

Auglýsing

Sér­fræð­inga­hópur milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) skil­greinir veð­ur­öfgar sem atburði sem ger­ast oftar eða á öðrum stöðum og á öðrum tímum en að með­al­tali síð­ustu ára­tugi.

Skýrslan sýnir það sem vís­inda­menn svo sem vissu. Að Ind­verjar eru meðal þeirra jarð­ar­búa sem helst eru farnir að finna fyrir ham­förum vegna lofts­lags­breyt­inga.

„Þetta er til merkis um lofts­lags­breyt­ing­ar. Þetta snýst ekki um einn atburð heldur aukna tíðni margra atburða – að þær veð­ur­öfgar sem við áður sáum einu sinni á hund­rað árum hafa orðið tíð­ari og verða einu sinni á fimm ára fresti eða oft­ar,“ segir Sunita Nara­in, for­stjóri CSE.

Snjókoma varð í Kasmír-héraði 22. október. Tveimur dögum fyrr hafði verið úrhellisrigning. Mynd: EPA

Og öfgarnar hafa vissu­lega komið harka­lega niður á efna­hag Ind­lands. Talið er að í fyrra, þegar gríð­ar­legir hitar hrjáðu Ind­verja, hafi um 5,4 pró­sent af lands­fram­leiðsl­unni tap­ast.

Einn mæli­kvarði sem bent hefur verið á eru vinnu­stund­ir. Þær voru 167 millj­örðum færri árið 2021, 39 pró­sent­um, en að með­al­tali tíu árin þar á und­an.

Sendi­nefnd Ind­verja á lofts­lags­ráð­stefn­unni (COP27) sem nú stendur yfir í Egypta­landi, hafa vakið athygli á þessu og vilja m.a. tryggja að ekki verði gengið of nærri jarð­efna­elds­neyt­is­vinnslu í land­inu sem skapar gríð­ar­lega mörg störf í landi sem er að reyna að brjót­ast út úr fátækt. Stjórn­völd hafa sett sér mark­mið um að draga úr fram­leiðslu og notkun jarð­efna­elds­neytis á sama tíma og byggt verðir verða upp frek­ari inn­viðir fyrir vinnslu og notkun end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa.

Auglýsing

Ind­verjar hafa sett sér metn­að­ar­full og að því er talið er raun­hæf lofts­lags­mark­mið. Þannig hafa stjórn­völd ein­sett sér að ná kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2070. Þá er stefnt að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 45 pró­sent fyrir árið 2030. Á næstu átta árum er enn­fremur stefnt að því að orka frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum verði um 50 pró­sent af allri fram­leiðslu fyrir lok ára­tug­ar­ins.

Sér­fræð­ingar benda á að aukin tíðni og ákefð veð­ur­öfga muni halda áfram að aukast með hækk­andi hita­stigi á jörð­inni. Öfgar í veðri eru farnar að bitna á efna­hag Ind­lands og munu halda áfram að gera það í auknum mæli. Þar sem öfgarnar virð­ast vera að skella á af fullum þunga þessi miss­erin er ekki hægt að bíða eftir að aðgerðir til að vinna gegn hlýnun lofts­lags skili árangri. Ind­verjar verði að hafa ítar­legar áætl­anir um hvernig eigi að aðlag­ast breyttu veð­ur­fari. Til þess verk­efnis þurfa þeir stuðn­ing alþjóða sam­fé­lags­ins.

Um 80 pró­sent Ind­verja búa á svæðum sem eru við­kvæm fyrir öfgum í veðri, s.s. fyrir flóðum eða hita­bylgj­um.

Þróuð hafa verið við­vör­un­ar­kerfi, kerfi sem vara fólk við flóða­hættu og felli­bylj­um, en þau ná ekki enn til allra. Svo er mis­jafnt hvort að fólk hafi yfir höfuð burði til að bregð­ast við slíkum við­vör­un­um. Leita skjóls. Flýja tíma­bund­ið.

Sér­fræð­ingar segja að afleið­ingar öfga­veð­urs á Ind­landi í ár eigi enn eftir að koma fram. Bæði sé um áhrif til styttri og lengri tíma að ræða. „Eftir því sem fleiri gögn koma fram í dags­ljósið þá sjáum við að lofts­lags­breyt­ingar eru að eiga sér sífellt hraðar stað og öfga­fullir veð­ur­at­burðir að ger­ast hver ofan í ann­an,“ segir Roxy Mathew Koll, lofts­lags­sér­fræð­ingur við Hita­belt­is­stofn­un­ina á Ind­landi. „Þetta er að ger­ast hraðar en við áttum von á.“

Hún segir Suð­ur­-Asíu vera „tákn­mynd“ lofts­lags­breyt­inga og að í þeim heims­hluta sjá­ist skýr merki um tíð­ari hita­bylgj­ur, flóð, þurrka og felli­bylji. Allt þetta hafi svo áhrif á orku­ör­yggi, aðgang að hreinu vatni og mat­væl­um.

Auglýsing

Aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum er rán­dýrt fyr­ir­bæri. Efna­meiri þjóðir hétu því á COP15, lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 2009, að fjár­magna slíkt, hétu gríð­ar­legum upp­hæðum í þessi þörfu verk­efni hjá fátæk­ari lönd­um. Löndum sem bera minnsta ábyrgð á lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum en bera hit­ann og þung­ann af afleið­ing­un­um.

Stjórn­völd á Ind­landi vilja að ríku löndin standi við þessi lof­orð sem ekki hafa verið efnd, tveimur árum eftir þann frest sem þau fengu. Þau hafa enda lagt áherslu á það á COP27 að þessar bætur fáist – og það sem fyrst.

Nýja skýrslan um veð­ur­öfgar árs­ins sýni svart á hvítu hversu brýnt sé að bregð­ast við. Ekki seinna en strax.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar