Bankar greiddu 5,3 milljarða í bankaskatt á sama tíma og hagnaður var um 80 milljarðar

Lækkun bankaskatts árið 2020 hefur skert tekjur ríkissjóðs gríðarlega á sama tíma og hagnaður banka hefur stóraukist. Vaxtamunur hefur samhliða orðið meiri. Ef lækkunin yrði dregin til baka myndu tekjur ríkissjóðs aukast um 9,4 milljarða króna.

Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Auglýsing

Alls greiddu fimm fjár­mála­fyr­ir­tæki hinn svo­kall­aða banka­skatt vegna árs­ins 2021, en hann leggst á slík sem skulda yfir 50 millj­arða króna í lok hvers árs. Kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki, greiða þorra hans.

Alls var álagður banka­skattur 5,3 millj­arðar króna, sem er 552 millj­ónum krónum meira en var inn­heimt í hann vegna árs­ins 2020. Hann skil­aði því 11,5 pró­sent meiri tekj­u­m. 

Þetta kemur fram í til­­kynn­ingu vegna álagn­ingu opin­berra gjalda á lög­­að­ila vegna rekstr­­ar­ár­s­ins 2021 sem birt var fyrir helg­i. 

Á milli áranna 2019 og 2020 dróg­ust tekjur vegna banka­skatts­ins saman um 56,2 pró­sent, eða um 6,1 millj­arð króna. Sú lækkun kom til vegna þess að rík­­is­­stjórnin ákvað að lækka banka­skatt­inn vorið 2020, úr 0,376 í 0,145 pró­­sent á heild­­ar­skuldir greið­enda, og kynnti þá lækkun sem við­bragð við efna­hags­­legum áhrifum kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins. Vegna þessa kom lækk­unin öll til fram­­kvæmda á árinu 2020 í stað þess að verða í skrefum á fjórum árum, líkt og fyrri áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. 

Hækkun skatts­ins á ný myndi skila 9,4 millj­örðum í við­bót

Í byrjun nóv­em­ber greindi Kjarn­inn frá minn­is­­blaði sem skrif­­stofa skatta­­mála fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins vann að beiðni efna­hags- og við­­skipta­­nefndar og var skilað til hennar 17. októ­ber síð­­ast­lið­inn. 

Þar kom fram að ef banka­skatt­­ur­inn svo­­kall­aði yrði hækk­­aður aftur úr 0,145 í 0,376 pró­­sent af heild­­ar­skuldum þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­­arða króna myndi það auka tekjur rík­­is­­sjóðs af inn­­heimtu skatts­ins úr 5,9 í 15,3 millj­­arða króna á næsta ári. Þar munar 9,4 millj­­örðum króna. 

Auglýsing
Í minn­is­blað­inu sagði að skatt­­byrði vegna banka­skatts­ins legg­ist ekki að öllu leyti á banka, heldur líka á við­­skipta­vini þeirra. Þannig leiði auknar álögur á banka til þess að vaxta­munur auk­ist. 

Þróun vaxta­munar – mis­­mun­­ar­ins á því sem bankar borga fyrir að fá fjár­­­magn að lán og því sem þeir rukka heim­ili og fyr­ir­tæki fyrir að lána þeim fjár­­­magn – hefur þó ekki verið þannig síðan að banka­skatt­­ur­inn var lækk­­að­­ur. Þvert á móti lækk­­aði vaxta­munur frá 2016 og fram yfir þann tíma. Í fyrra var hann 2,3 til 2,8 pró­­sent. Á fyrstu níu mán­uðum yfir­­stand­andi árs var hann 2,8 til 3,2 pró­­sent. Vaxta­munur íslensku bank­anna er miklu meiri en banka af sam­bæri­legri stærð á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Vegna þessa hafa hreinar vaxta­­tekjur bank­anna auk­ist gríð­­ar­­lega á milli ára, og farið úr 77,3 millj­­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021 í 94,2 millj­­arða króna á sama tíma­bili í ár. Það er aukn­ing upp á 16,9 millj­­arða króna, eða 22 pró­­sent.

Sam­hliða því að ákveðið var að lækka banka­skatt­inn var sveiflu­­jöfn­un­­ar­­auki á eigið fé banka afnumin tíma­bundið og stýri­vextir lækk­­aðir niður í 0,75 pró­­sent, sem hratt af stað mik­illi aukn­ingu á virði eigna sem bankar sýsla með og fjár­­­magna, sér­­stak­­lega hluta­bréfa og íbúða. Breyt­ing­una má glöggt sjá í upp­gjörum bank­anna síðan að þetta var ákveð­ið. 

Eftir að hafa tapað sam­tals 7,2 millj­­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 end­uðu stóru bank­­arnir þrír með sam­eig­in­­legan hagnað upp á 29,8 millj­­arða króna á öllu því ári. Á árinu 2021 höl­uðu þeir inn 81,2 millj­­örðum króna í hagn­að, eða 170 pró­sent meira en árið áður. Sam­an­lagður hagn­aður þeirra á fyrstu níu mán­uðum yfir­stand­andi árs var 50,2 millj­­arðar króna. 

Tugir millj­arða greiddir út til hlut­hafa

Stóru bank­arnir hafa verið dug­legir við að skila þessum aukna hagn­aði til hlut­hafa sinna. Bæði Arion banki og Íslands­­­­­banki, sem báðir eru skráðir á mark­að, hafa það sem yfir­­­lýst mark­mið að gera það, í gegnum arð­greiðslur og end­­­ur­­­kaup á bréf­­­um. 

Arion banki, eini stóri bank­inn sem er ekki að neinu leyti í opin­berri eigu, hefur verið allra banka dug­­­leg­astur í þess­­­ari veg­­­ferð. Alls greiddi bank­inn út arð eða keypti eigin bréf af hlut­höfum fyrir 31,5 millj­­­­arða króna ​á síð­­­­asta ári. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2022 hefur Arion banki skilað 28,9 millj­­­örðum króna til hlut­hafa sinna í gegnum arð­greiðslur og end­­­ur­­­kaup á bréf­­­um. Því hefur Arion banki greitt yfir 60 millj­­­arða króna út til hlut­hafa sinna á tveimur árum. Bank­inn hefur þegar boðað áform um að greiða enn meira út til þeirra í fyr­ir­­­sjá­an­­­legri fram­­­tíð þannig að útgreiðsl­­­urnar nálgist 90 millj­­­arða króna. 

Auglýsing
Íslands­­­banki greiddi hlut­höfum sínum 11,9 millj­­­­arða króna í arð vegna síð­­asta árs. Auk þess kom fram fyrr á þessu ári að stjórn bank­ans stefni að því að greiða út 40 millj­­­­arða króna í umfram eigið fé fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið sam­­þykkt end­­ur­­kaupa áætlun fyrir 15 millj­­arða króna í ár. 

Banka­ráð Lands­­­­bank­ans sam­­þykkti á aðal­­fundi í mars að greiða 14,4 millj­­­­arðar króna í arð vegna árs­ins 2021. Banka­ráð sam­­þykkti auk þess fyrr í ár að greiða út sér­­staka arð­greiðslu upp á 6,1 millj­­arð króna. Arð­greiðslur Lands­­bank­ans fara nær allar í rík­­is­­sjóð. 

Lengi verið stefna stjórn­ar­innar að lækka banka­skatt

Það var búið að vera lengi á stefnu­skrá rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks að lækka banka­skatt­inn sem hafði skilað rík­­is­­sjóði miklum tekjum í kjöl­far banka­hruns­ins, fyrst með að leggj­­ast af krafti á þrotabú föllnu bank­anna og síðan með því að leggj­­ast á starf­andi íslenska við­­skipta­­banka.

­Sam­tök fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja höfðu árum saman kvartað tölu­vert undan banka­skatt­in­um, sagt að hann dragi úr sam­keppn­is­hæfni íslenska banka­­­kerf­is­ins og leiði til verri kjara fyrir almenn­ing. 

Frum­varp um að lækka banka­skatt­inn í skrefum var lagt fram 2018 og sam­­kvæmt því átti það ferli að eiga sér stað milli 2020 og 2023. Í lok þess tíma­bils átti skatt­­ur­inn að verða 0,145 pró­­sent. 

Í júní 2019 var ákveðið að fresta þessum áformum um eitt ár og að lækkun skatts­ins myndi hefj­­ast 2021 en yrði komin að öllu leyti til fram­­kvæmda á árinu 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­­­­­lega vegna gjald­­­­­þrots WOW air og loðn­­­­u­brests. 

Síðla árs 2019 var frum­varp um að lækka banka­skatt í þrepum svo sam­­þykkt. Sam­­kvæmt því átti að lækka skatt­inn niður í 0,145 pró­­sent í þremur áföngum á árunum 2021 til 2024. 

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði meðal ann­­ars í aðdrag­anda þess í stöð­u­­upp­­­færslu á Twitter að skatt­­ur­inn þyrfti að fara. Það væri grund­vall­­­ar­at­riði að íslenskir bankar myndu búa við eðli­­­leg og sam­keppn­is­hæf skil­yrði til að sinna við­­­skipta­vinum sín­­­um. 

Þar hlekkj­aði Bjarni í frétt Frétta­­­­blaðs­ins­ sem birst hafði sama dag þar sem kom fram að ef ­sér­­­­stakur banka­skattur yrði afnumin með öllu myndi sölu­and­virðið sem rík­­­­is­­­­sjóður gæti vænst að fá fyrir hlutafé í Íslands­­­­­­­banka og Lands­­­­banka, yrðu þeir seldir að fullu, hækka um 70 millj­­­­arða króna.

Í grein­­ar­­gerð frum­varps­ins sagði að með því yrði komið til móts við gagn­rýni hags­muna­­sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja á fjár­­hæð banka­skatts­ins „í því skyni að liðka fyrir lækkun útlána­vaxta og hækkun inn­­­eign­­ar­­vaxta til hags­­bóta fyrir almenn­ing.“

Í kjöl­far kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins var lækk­­­un­inni, líkt og áður sagði, svo flýtt og gjald­hlut­­­fallið var fært  niður í 0,145 pró­­­sent vegna skulda í árs­­­lok 2020.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar