Vill allt að 14 milljarða króna inn í LSR á fjáraukalögum svo ekki þurfi að skerða lífeyri

Ríkið samdi við opinbera starfsmenn fyrir sex árum um breytt fyrirkomulag lífeyrismála. Forsendur samkomulagsins hafa breyst vegna þess að um tvö þúsund manns bættust við sem þiggjendur úr lífeyrisaukasjóði og fólk fór almennt að lifa lengur.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur farið þess á leit við fjár­laga­nefnd, fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að sú breyt­ing verði gerð á frum­varpi til fjár­auka­laga við aðra umræðu þess að fjár­heim­ildir verði hækk­aðar um allt að 14 millj­arða króna. Þessir fjár­munir eiga að renna í svo­kall­aðan líf­eyr­is­auka­sjóð innan A-deildar Lif­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LS­R). Fáist ekki fram­lag úr rík­is­sjóði verða rétt­indi sjóðs­fé­laga lækk­uð. 

Í bréfi sem ráðu­neytið sendi fjár­laga­nefnd segir að verið sé að ljúka mati á end­an­legri fjár­þörf í þessu máli og mögu­legt sé að það þurfi ekki að nýta alla heim­ild­ina. 

Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­auka­laga­frum­varpi þarf þegar að sækja næstum 75 millj­arða króna við­bót­ar­heim­ildir til að láta árið 2022 ganga upp í rík­is­rekstri. Þar munar lang­­mestu um 37 millj­­arða króna vegna end­­ur­­met­innar þarfar um vaxta­­gjöld rík­­is­­sjóðs, sem eru til­­komin vegna áhrifa verð­­bólgu á verð­­tryggðar skuldir rík­­is­­sjóðs. 

Auglýsing
Þá eru óskað eftir 16,6 millj­­arða króna við­­bót­­ar­heim­ildum vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins, að upp­i­­­stöðu vegna auk­ins rekstr­­ar­­kostn­aðar heil­brigð­is­­stofn­ana sem taka til sín 15 af þeim millj­­örðum króna. Þá þarf að leggja tæp­­lega 1,8 millj­­arð króna til í umfram­út­­­gjöld vegna end­­ur­greiðslna vegna kvik­­mynda­­gerð­­ar.

Bara við­bót­ar­heim­ild­irnar vegna greiðslna í líf­eyr­is­auka­sjóð LSR hækka útgjöld rík­is­sjóðs á fjár­auka­lögum um tæp 19 pró­sent. 

Samið um breytt fyr­ir­komu­lag 2016

Málið er flókið og á sér nokk­urra ára aðdrag­anda. Þann 19. sept­em­ber 2016 náð­ist sam­komu­lag milli opin­berra launa­greið­enda við BSRB, BHM og Kenn­ara­sam­band Íslands, heild­ar­sam­tök opin­berra starfs­manna, um breytt fyr­ir­komu­lag lif­eyr­is­mála. Einn liður í því sam­komu­lagi var að fella niður baká­byrgð rík­is­sjóðs á A-deild LSR, sem er langstærsta deildin innan líf­eyr­is­sjóðs­ins. Á móti voru fram­reikn­aðar skuld­bind­ingar metnar og sjóðnum tryggt fram­lag til að jafna áfallna stöðu deild­ar­inn­ar, sem var nei­kvæð. Alls var um að ræða tíu millj­arða króna sem greiddir voru inn í deild­ina. 

Frá undirritun samkomulagsins í september 2016. Mynd: Stjórnarráðið

Sam­hliða var stofn­aður svo­kall­aður líf­eyr­is­auka­sjóður innan A-deild­ar­inn­ar. Hann var fjár­magn­aður með 106,8 millj­arðar króna fram­lagi úr rík­is­sjóði. Það fram­lag end­ur­spegl­aði trygg­inga­fræði­legt mat á verð­mætti rétt­inda sem þurfti að greiða úr sjóðnum á þeim tíma sem sam­komu­lagið var gert. Auk þess voru 8,4 millj­arðar króna settir í sér­stakan vara­sjóð til að mæta mögu­legum kostn­aði vegna frá­vika frá þeim trygg­inga­fræði­legu for­send­um. 

Ógjörn­ingur að velta kostn­að­inum á almenna sjóðs­fé­laga

Í frum­varp­inu sem varð að lögum var hópi sem greiddi ekki iðgjald til LSR á tíma­bil­inu júní 2016 til júní 2017 tryggður réttur á greiðslum úr líf­eyr­is­auka­sjóðnum ef þeir myndu hefja á ný greiðslur til sjóðs­ins eigi síðar en tólf mán­uðum eftir gild­is­töku lag­anna, eða til loka maí 2018. 

Í ljós hefur komið að alls um 1.100 manns nýttu sér þessa leið á ofan­greindu tíma­bili, og hófu aftur að greiða til LSR til að fá þessar greiðsl­ur. Enn liggur ekki fyrir hversu margir til við­bótar bætt­ust við frá jún­í­byrjun 2017 og fram til loka maí 2018 en talið er að það séu svipað marg­ir. Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um mál­ið, sem skilað var inn til fjár­laga­nefndar í síð­ustu viku, segir að trygg­inga­stærð­fræð­ingur LSR meti við­bót­ar­kostnað líf­eyr­is­auka­sjóðs­ins á bil­inu tíu til 14 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Í  minn­is­blað­inu seg­ir: „Að mati fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins er ógern­ingur að rétt­læta að kostn­aði vegna þessa van­mats verði velt yfir á almenna sjóð­fé­laga í LSR með því að skerða rétt­indi þeirra, sem er það sem van­matið óhjá­kvæmi­lega felur í sér fyrr eða síð­ar. Er því lagt til að í við­ræðum við heild­ar­sam­tök opin­berra starfs­manna verði tekið fram af hálfu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis að auknum skuld­bind­ingum vegna fjölg­unar umfram áður gefnar for­sendur [...] verði mögu­lega mætt með sér­stakri fjár­mögnun úr rík­is­sjóði. Sú afstaða sé hins vegar háð því að sam­komu­lag náist um aðra þætt­i.“

Lengri lífaldur gjör­breytir stöð­unni

Ofan á þetta hafa for­sendur varð­andi lífslíkur breyst mik­ið. Jöfn ávinnsla líf­eyr­is­rétt­inda var upp­haf­lega stillt af miðað við lífslíkur á árunum fyrir 1996 þannig að 15,5 pró­sent iðgjald myndi standa undir jöfnum rétt­ind­um. Síðan hafa lífslíkur ein­fald­lega breyst umtals­vert til hins betra. 

Það þýðir á manna­máli að sjóðs­fé­lagar eru að lifa lengur og fá greitt úr líf­eyr­is­sjóði í fleiri ár en áður var reiknað með að þeir myndu fá slíkar greiðsl­ur. Við það skap­ast gat. 

Þessar breyt­ingar hafa enda haft mikil áhrif á skuld­bind­ingar A-deildar LSR síð­ustu þrjú ár og nemur hækkun heild­ar­skuld­bind­inga sjóðs­ins vegna lengri lífald­urs alls 162,7 millj­örðum króna.

Fyrir vikið er heild­ar­staða A-deild­ar­innar nei­kvæð, alls um 40 millj­arða króna í lok árs 2021. Það þýðir að 40 millj­arða króna vantar í sjóð­inn til að hann geti staðið við allar gerðar skuld­bind­ingar sínar eins og þær eru reikn­aðar út. Vert er að taka fram að LSR er stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. LSR átti hreina eign upp á 1.347 millj­arða króna í lok síð­asta árs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar