Fylgið hrunið og formaðurinn í réttarsalnum

Þessa dagana standa yfir réttarhöld í máli formanns Danska þjóðarflokksins vegna svindls og misnoktunar á fjármunum. Fyrir rúmu ári var formaðurinn fundinn sekur í sama máli en sá dómur var ógiltur vegna ummæla á Facebook, sem dómarinn tók undir.

Kristian Thulesen Dahl og Pia Kjaersgaard hafa bæði gegnt formennsku í Danska þjóðarflokknum.
Kristian Thulesen Dahl og Pia Kjaersgaard hafa bæði gegnt formennsku í Danska þjóðarflokknum.
Auglýsing

Í 27 ára sögu Danska þjóð­ar­flokks­ins, DF, hafa skipst á skin og skúr­ir. Stofn­end­urnir voru fjórir þing­menn sem verið höfðu í Fram­fara­flokki Mog­ens Glistr­up, en þar hafði allt logað í ill­deil­um. Pia Kjærs­gaard var í for­ystu fyrir hópnum sem klauf sig úr Fram­fara­flokknum og hún varð fyrsti for­maður DF og gegndi því emb­ætti til árs­ins 2012. Flokk­ur­inn bauð fyrst fram árið 1998 og fékk þá 13 þing­menn. Eftir þing­kosn­ing­arnar 2001 var DF orð­inn þriðji stærsti flokkur lands­ins með 22 þing­menn. Í kosn­ing­unum 2007 jók flokk­ur­inn enn fylgi sitt, fékk þá 25 þing­menn. Tap­aði svo 3 árið 2011. Árið 2012 tók Krist­ian Thulesen Dahl við for­mennsk­unni og fylgi flokks­ins tók kipp. Í kosn­ing­unum 2015 fékk DF 37 þing­menn og var þá næst stærsti flokkur lands­ins. Stjórn undir for­ystu Helle Thorn­ing- Schmidt leið­toga jafn­að­ar­manna féll í kosn­ing­un­um.

Sögðu flokk­inn ekki til­bú­inn

Margir bjugg­ust við að í ljósi þessa góða árang­urs myndi DF taka þátt í rík­is­stjórn undir for­ystu Ven­stre og Lars Løkke Rasmus­sen. Löng hefð er fyrir minni­hluta­stjórnum í Dan­mörku og eftir kosn­ing­arnar 2015 höfðu Ven­stre og yfir­lýstir stuðn­ings­flokkar ein­ungis 53 þing­sæti. Með þátt­töku DF hefði stjórnin og stuðn­ings­flokkar fengið 90 þing­sæti, eins sætis meiri­hluta á þing­inu, en þar sitja 179. For­ysta DF taldi flokk­inn ekki til­bú­inn til stjórn­ar­setu og þar að auki hefði flokk­ur­inn meiri áhrif utan stjórnar en inn­an, gæti með öðrum orðum ráðið því sem hann vildi „úr aft­ur­sæt­in­u“. Stjórn­mála­skýrendur töldu þessa afstöðu geta komið flokknum í koll. „Snúa kjós­endur ekki á end­anum baki við flokki sem skortir metn­að, eða vill axla ábyrgð, nema úr áður­nefndu aft­ur­sæt­i“. Sem kom á dag­inn í kosn­ing­unum 2019.

Auglýsing

Reið­ar­slag

Úrslit kosn­ing­anna 5. júní 2019 voru sann­kallað reið­ar­slag fyrir DF. Flokk­ur­inn tap­aði 21 þing­manni af þeim 37 sem flokk­ur­inn fékk 2015, og hafði nú 16. Stjórn­mála­skýrendur töldu áður­nefnda afstöðu til stjórn­ar­setu og harða stefnu flokks­ins í mál­efnum inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda skýra fylgis­tap­ið. Pia Kjærs­gaard, fyrr­ver­andi for­mað­ur, hafði sömu­leiðis talað í niðr­andi tóni um umhverf­is­sinna, kall­aði þá lofts­lags­flón, klimatoss­er. Farið var að hitna undir for­mann­in­um, Krist­ian Thulesen Dahl og raddir um nauð­syn þess að skipta um leið­toga urðu hávær­ar. Einkum talað um einn mann, Morten Mess­erschmidt.

Morten Messerschmidt

Rétt­ar­höldin 2021

Eins og getið var um í upp­hafi þessa pistils eru rétt­ar­höldin sem nú standa yfir end­ur­tekn­ing á rétt­ar­höldum sem fram fóru á síð­asta ári (2021). Þá var Morten Mess­erschmidt fund­inn sekur um svindl og mis­notkun fjár úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins en hann sat á Evr­ópu­þing­inu frá 2009 til 2019. Um það mál var fjallað ítar­lega í pistli hér í Kjarn­anum í ágúst 2021 og hluti hans nú end­ur­birtur hér, skáletr­að­ur.

Við kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins árið 2009 fékk Morten Mess­erschmidt 284 þús­und atkvæði, aðeins einu sinni hafði fram­bjóð­andi fengið fleiri atkvæði. Í Evr­ópu­þings­kosn­ing­unum 2014 bætti hann um betur og fékk 466 þús­und atkvæði. Morten Mess­erschmidt hefur alla tíð verið mjög gagn­rýn­inn á Evr­ópu­sam­bandið og margoft talað fyrir því að það verði leyst upp. Fyrir þing­kosn­ing­arnar í Dan­mörku árið 2019 hafði Morten Mess­erschmidt ákveðið að söðla um, hætta á Evr­ópu­þing­inu og bjóða sig fram fyrir DF á Norður Sjá­landi. Hann hlaut mjög góða kosn­ingu og varð jafn­framt vara­for­maður DF.

Meld og Feld

Árið 2015 varð Morten Mess­erschmidt for­maður félags­ins Meld. Meld (sem ekki starfar leng­ur) var félag þing­manna flokka sem full­trúa áttu á Evr­ópu­þing­inu, flokka sem voru gagn­rýnir á störf og til­veru Evr­ópu­sam­bands­ins. Feld var sjóður tengdur Meld og sá um að úthluta styrkjum til verk­efna. Meld og Feld nutu styrkja frá Evr­ópu­sam­band­inu en styrk­ina mátti ein­ungis nota til verk­efna sem tengd­ust ESB, en ekki til verk­efna tengdum ein­stökum flokk­um, til dæmis í heima­landi við­kom­andi flokks. Ekki til kosn­inga­und­ir­bún­ings eða sam­koma á vegum ein­stakra flokka.

Rikke Karls­son og reikn­ing­arnir

Í októ­ber 2015 sagði Rikke Karls­son þing­maður á Evr­ópu­þing­inu sig úr DF. Hún hafði árang­urs­laust óskað eftir því við Morten Mess­erschmidt að fá afhent yfir­lit reikn­inga Meld sem hún átti sæti í. Hún sak­aði Morten Mess­erschmidt um að hafa óhreint mjöl í poka­horn­inu úr því hann vildi ekki afhenda umrædda reikn­inga. Morten Mess­erschmidt gerði lítið úr þessu og hædd­ist að Rikke Karls­son

Í nóv­em­ber 2015 ákvað Evr­ópu­sam­bandið að Meld og Feld skyldu leyst upp og þau skyldu jafn­framt end­ur­greiða pen­inga sem not­aðir hefðu verið til að greiða árlegt sum­ar­ferða­lag DF um Dan­mörku.

Í við­tali við danska fjöl­miðla í maí 2016 neit­aði Morten Mess­erschmidt að hafa mis­farið með fé úr sjóðum ESB og sagð­ist vera fórn­ar­lamb ofsókna and­stæð­inga sinna.

Þremur dögum eftir áður­nefnt við­tal ákvað for­sætis­nefnd Evr­ópu­þings­ins að Meld og Feld (sjóðir þeirra höfðu verið fryst­ir) skyldu end­ur­greiða jafn­gildi 60 millj­óna íslenskra króna sem hefði verið varið til verk­efna sem ekki sam­ræmd­ust regl­um, t.d. kosn­inga­bar­áttu. 1. ágúst 2016 greindi Ekstra­bla­det frá því að Rikke Karls­son, ásamt Jørn Dohrman hefðu verið kosin í stjórn í Meld og Feld, þótt þau væru ekki á staðnum og und­ir­skriftir þeirra á papp­írum frá fund­inum væru fals­að­ar. Sama dag kærði Rikke Karls­son Morten Mess­erschmidt til lög­reglu fyrir skjala­fals.

Rann­sókn­ar­skýrslan

Í sept­em­ber árið 2019 skil­aði eft­ir­lits­stofn­unin OLAF (starfar á vegum fram­kvæmda­stjórnar ESB) skýrslu sinni um Meld og Feld. Í skýrsl­unni kemur fram að fé Meld og Feld hafi verið notað með ólög­legum hætti, upp­hæðin næmi að minnsta kosti jafn­gildi 86 millj­ónum íslenskra króna. Þessi skýrsla leiddi til þess að lög­reglu og ákæru­valdi í heima­löndum þeirra félaga sem áttu aðild að Meld og Feld var falin áfram­hald­andi rann­sókn. Í Dan­mörku leiddi sú rann­sókn til ákæru á hendur Morten Mess­erschmidt. Danska þingið hafði þá sam­þykkt að svipta hann þing­helgi.

6 mán­aða fang­elsi

Bæjarrétturinn í Lyngby, þar sem fyrri réttarhöldin fóru fram.

Þann 1. ágúst í fyrra dæmdi bæj­ar­réttur í Lyngby (neðsta dóm­stig af þrem­ur) Morten Mess­erschmidt í sex mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi. Morten Mess­erschmidt áfrýj­aði en krafð­ist þess jafn­framt að dóm­ur­inn yrði ógiltur vegna ummæla sem dóm­ar­inn í mál­inu hafði „lækað“ á Face­book og Morten Mess­erschmidt taldi sýna óvild í sinn garð. Eystri- Lands­réttur ógilti fyrri nið­ur­stöðu og málið skyldi end­ur­flutt, fyrir bæj­ar­rétti á Frið­riks­bergi.

For­maður og algjört fylg­is­hrun

Morten Mess­erschmidt var kjör­inn for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins 23. jan­úar sl. Mikil óein­ing hefur ríkt innan flokks­ins og fjöl­margir, þar á meðal fyrr­ver­andi for­maður og for­maður þing­flokks­ins, hafa sagt skilið við flokk­inn. Sumir þeirra gengu til liðs við flokk Inger Støjberg, Dan­marks­demokra­ter­ne.

Þing­kosn­ingar fóru fram í Dan­mörku 1. nóv­em­ber sl. Kann­anir höfðu bent til að DF undir for­ystu Morten Mess­erschmidt hlyti slæma útreið. Jafn­vel talið að svo gæti farið að flokk­ur­inn þurrk­að­ist út, fengi engan þing­mann kjör­inn. Sam­kvæmt dönsku kosn­inga­lög­unum verða flokkar að fá minnst tvö pró­sent atkvæða til að ná inn en fyr­ir­komu­lagið er þannig að nái flokkur þessum tveimur pró­sentum fær hann fjóra þing­menn. Í kosn­ing­unum 1. nóv­em­ber fékk DF fimm þing­menn og er algjör­lega áhrifa­laus í þing­inu. Meðal fimm­menn­ing­anna sem náðu kjöri eru for­mað­ur­inn Morten Mess­erschmidt og Pia Kjærs­gaard stofn­andi flokks­ins.

Rétt­ar­höldin end­ur­tekin

Bæjarrétturinn í Frederiksberg, þar sem réttarhöldin yfir Messerschmidt fara nú fram.

Þegar ljóst var að Morten Mess­erschmidt hafði verið kjör­inn á þing í nýaf­stöðnum kosn­ingum þurfti danska þingið að taka afstöðu til spurn­ing­ar­innar um þing­helgi. Þingið sam­þykkti að afnema þing­helg­ina og rétt­ar­höldin hófust sl. fimmtu­dag, 24. nóv­em­ber. Þótt um eins­konar end­ur­tekn­ingu á rétt­ar­höld­unum á síð­asta ári sé að ræða er málið allt flutt frá grunni og Morten Mess­erschmidt sagði við upp­haf rétt­ar­hald­anna að nú kæmi ýmis­legt nýtt fram sem styddi sinn mál­stað. Sem sé að pen­ing­arnir umdeildu hefðu verið nýttir í ráð­stefnu á vegum Evr­ópu­þings­ins en ekki til að standa straum af sum­ar­þingi DF. Gert er ráð fyrir að dómur falli fyrir jól.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar