Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar

Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.

Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Auglýsing

Útgjöld rík­is­sjóðs munu hækka um 50,6 millj­arða króna frá því sem gert var ráð í fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þegar það var lagt fram í sept­em­ber. Því er ljóst að útgjöld rík­is­sjóðs munu rjúfa 1.300 millj­arða króna múr­inn. 

Hin auknu útgjöld skipt­ast niður á nokkra mis­mun­andi mála­flokka. Athygli vekur að mála­flokk­ur­inn nýsköp­un, rann­sóknir og þekk­ing­ar­greinar þarf að fá 5,5 millj­arða króna til við­bótar við þá 14,4 millj­arða króna sem reiknað var með að láta renna til hans í fjár­laga­frum­varp­inu í sept­em­ber. Það er aukn­ing um 38,2 pró­sent á fram­lögum til þess mála­flokks. 

Stóra ástæðan er sú að sú að end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi kalla á fjóra millj­arða króna umfram þann rúm­lega 1,7 millj­arð króna sem ætl­aður var í þær í sept­em­ber. Fram­lög til mála­flokks­ins verða því rúm­lega þrisvar sinnum meiri en rík­is­stjórnin reikn­aði með fyrir rúmum tveimur mán­uðum síð­an. 

Sá kostn­aður kemur til við­bótar við það fjár­magn sem þarf að sækja á fjár­auka­lögum til að greiða til kvik­mynda­fram­leið­enda, aðal­lega erlendra, fyrir að vinna verk­efnin sín á Íslandi. Kjarn­inn greindi frá því fyrr í nóv­em­ber að það þurfi að sækja tæp­lega 1,8 millj­arð króna þar til við­bótar við þann tæp­lega 1,5 millj­arð króna sem gert var ráð fyrir að eyða af opin­beru fé í end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar í ár á gild­andi fjár­lög­um. Kostn­aður vegna end­ur­greiðsln­anna er því rúm­lega tvö­faldur það sem hann var áætl­aður í ár og verður sam­an­lagt, að óbreyttu, um 5,7 millj­arðar króna á næsta ári. 

Auglýsing
Ástæða þessa er ákvörðun stjórn­­­valda að hækka end­­ur­greiðslu vegna fram­­leiðslu­­kostn­aðar kvik­­mynda­fram­­leið­enda úr 25 í 35 pró­­sent fyrir stærri verk­efni. Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti frum­varp Lilju D. Alfreðs­dótt­­ur, menn­ing­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, um málið í maí og það var afgreitt sem lög frá Alþingi um miðjan júní. Innan kvik­­mynda­­geirans er almennt talið að fram­lagn­ingu frum­varps­ins hafi verið flýtt til að tryggja að fram­­leiðsla á fjórðu þátta­röð True Det­ect­ive færi fram hér á landi, en umfang þess er metið á níu til tíu millj­­arða króna. Ef efri mörk þess bils verður nið­ur­staðan munu 3,5 millj­arðar króna af þeim 5,7 millj­örðum sem rík­is­sjóður telur sig þurfa að greiða í end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á næsta ári renna til banda­ríska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins HBO. 

Styrkir vegna rann­sókna og þró­unar aukast líka

Þá þarf að sækja 1,3 millj­arð króna til við­bótar við það sem áður var áætlað vegna upp­færslu á áætlun um styrki til fyr­ir­tækja vegna rann­sókna og þró­un­ar. 

Nýsköp­un­­ar­verk­efni sem hlotið hafa ­stað­­fest­ingu frá Rannís eiga rétt á sér­­­stökum skatt­frá­drætti vegna rann­­sókna og þró­un­­ar. Með opin­berum stuðn­­ingi er átt við skatt­frá­­drátt og styrki frá opin­berum aðil­um, sam­an­lagt. Njóti verk­efnið opin­berra styrkja hafa þeir áhrif á fjár­­hæð skatt­frá­­dráttar sem fæst end­­ur­greidd­­ur. End­­­­ur­greiðslu­hlut­­­­fallið er 35 pró­­­­sent í til­­­­viki lít­illa og með­­­­al­stórra fyr­ir­tækja, en 25 pró­­­­sent í til­­­­viki stórra fyr­ir­tækja. Há­­­mark skatta­frá­­­­dráttar er 385 millj­­­­ónir króna hjá litlum og með­­­­al­stórum fyr­ir­tækjum og 275 millj­­­­ónir króna hjá stórum fyr­ir­tækj­u­m.

Í fjár­­­laga­frum­varpi næsta árs var gengið út frá því að end­­­ur­greiðslu vegna rann­­­sóknar og þró­unar yrði 11,8 millj­­­arðar króna, en hún verður þá vænt­an­lega 13,1 millj­arður króna. Sam­­kvæmt frum­varpi sem Bjarni Bene­dikts­­son hefur lagt fram og dreift var á þingi fyrr í þessum mán­uði, á ekki að gera end­­ur­greiðsl­­urnar var­an­­legar heldur fram­­lengja þær út árið 2025. Þar segir að búast megi við því að kostn­aður rík­­is­­sjóðs verði 14,5 millj­­arðar króna árið 2024 og 15,3 millj­­arðar króna árið 2025.

Stuðn­­ings­­kerfi við nýsköp­un­­ar­­fyr­ir­tæki er til skoð­unar og úttektar af Efna­hags- og fram­fara­­stofn­un­inni (OECD) og er nið­­ur­­stöðu hennar að vænta á árinu 2023.

Fimm millj­arða aukn­ing vegna flótta­fólks

Þá er lagt til að fram­lög til félags-, hús­næð­is- og trygg­inga­mála hækki um 3,7 millj­arða króna en þar af fari 1,1 millj­arðar króna til að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna öryrkja í 200 þús­und krónur á mán­uði.

Alls er gert ráð fyrir að hækkun vegna ýmissa verk­efna sem tengj­ast fjölgun flótta­fólks og umsækj­endum um alþjóð­lega vernd, ásamt stuðn­ingi við Úkra­ínu, nemi um fimm millj­arða króna, en sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi var reiknað með rúm­lega 1,3 millj­örðum króna í mála­flokk­inn. Því er um gríð­ar­lega aukn­ingu að ræða. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson fer með málefni flóttafólks í ríkisstjórninni. Mynd: Bára Huld Beck

Hún kemur til við­bótar við þá 1,4 millj­arð króna sem þarf að sækja á fjár­auka­lögum í ár til að mæta ýmsum útgjöldum sem tengj­­ast fjölgun umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd, flótta­­fólks og mál­efnum Úkra­ínu. Til við­­bótar við þá upp­­hæð er gert ráð fyrir að ráð­stafa 3,2 millj­­örðum króna úr almennum vara­­sjóði vegna fjölgun flótta­­fólks og umsókna um alþjóð­­lega vernd. Heild­­ar­aukn­ing það sem af er árs­ins nemur því um 4,6 millj­­örðum króna, en á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins sóttu alls 3.467 um vernd hér­­­lend­­is. Það eru rúm­­lega þrisvar sinnum fleiri en hafa áður sótt um vernd á Íslandi innan heils árs. Lang­flest­ir, eða 58 pró­­sent allra umsækj­enda, koma frá Úkra­ínu eftir boð íslenskra stjórn­­­valda þar um. Þá eru 22 pró­­sent umsækj­enda frá Venes­ú­ela, sem koma hingað á grund­velli ákvörð­unar stjórn­­­valda þar um frá árinu 2018. Því koma átta af hverjum tíu umsækj­endum um vernd frá þessum tveimur lönd­­um. 

Stærstur hlut­inn í heil­brigð­is­mál

Ekki kemur mikið á óvart að stærstur hluti við­bót­ar­út­gjalda sem bæt­ast við fjár­laga­frum­varpið milli umræðna á að rata í heil­brigð­is­mál, eða 12,2 millj­arðar króna til við­bótar við það sem þegar ratar þang­að. Þar af fara 4,3 millj­arðar króna í Land­spít­al­ann, Sjúkra­húsið á Akur­eyri og heilsu­gæsl­una.

Í umsögnum Land­spít­al­ans um fjár­laga­frum­varpið kom skýrt fram að honum vant­aði millj­arða króna í rekstur sinn umfram þá 85 millj­arða króna sem þegar var búið að heita til rekst­urs hans á þessu ári í frum­varp­inu. Þar kom raunar fram að spít­al­inn glímdi við und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vanda og að hann þyrfti að skerða þjón­ustu sína ef hann fengi ekki meira fjár­magn á næsta ári. Við­bót­ar­fram­lag til Land­spít­al­ans, Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri og heilsu­gæsl­unnar er því áætlað um 7,5 pró­sent hærra en það sem ætlað er til end­ur­greiðslu vegna kvik­mynda­gerð­ar.

Hálfur millj­arður til að takast á við skipu­lagða glæp­a­starf­semi

Lög­reglan fær 900 millj­ónir króna aukin fram­lög til að ná mark­miðum um við­bragðs­tíma, máls­með­ferð­ar­harða og örygg­is­stig og hálfan millj­arð króna hækkun „í aðgerðir gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­sem­i.“

Millj­arður króna fer í til­lögu um stuðn­ing við kaup bíla­leiga á hrein­orku­bílum og 550 millj­ónir króna af mál­efna­sviði umhverf­is­mála verður flutt til að styrkja Orku­sjóð tíma­bundið í tengslu við aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og 150 millj­ónir króna tíma­bundið til þriggja ára í jarð­hita­leit­ar­á­tak.

Þá er lagt til að styrkja Land­helg­is­gæsl­una með 600 millj­óna króna hækk­un, meðal ann­ars vegna auk­ins elds­neytis­kostn­að­ar, end­ur­nýj­unar bún­aðar og leigu nýs flug­skýl­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar