Mynd: Golli tveirmenn.jpeg mynd Golli
Róbert Wessman og Halldór Kristmannsson höfðu starfað náið saman í 18 ár áður en slettist upp á milli þeirra. Hér sjást þeir saman árið 2004 þegar nafni Pharmaco var breytt í Actavis.
Mynd: Golli

Stríðinu í Alvogen lokið með sátt nokkrum dögum áður en það rataði fyrir dóm

Alvogen mun greiða ótilgreinda upphæð til Halldórs Kristmannssonar vegna áunninna launa og ógreiddra kaupauka, auk útlags lögmannskostnaðar. Á móti lýsir Halldór meðal annars yfir að hann uni traustsyfirlýsingu gagnvart Róberti Wessman og samþykkir að fjármagna ekki frekar útgáfu bókar sem Reynir Traustason hefur unnið að um Róbert.

Í jan­úar 2021 sendi Hall­dór Krist­manns­son, sem verið hafði einn nán­asti sam­starfs­maður Róberts Wessman for­stjóra syst­ur­fyr­ir­tækj­anna Alvogen og Alvot­ech, bréf til stjórnar Alvogen þar sem hann setti fram allskyns ásak­anir um starfs­hætti for­stjór­ans. Erlend lög­manns­stofa, White & Case, var fengin til að fara yfir kvart­­­anir Hall­­­dórs og íslenska lög­­­­­manns­­­stofan Lex veitti ráð­­­gjöf. Rann­­­sóknin stóð yfir í átta vikur og sam­­kvæmt yfir­­lýs­ingu sem Alvogen sendi frá sér í mars 2021 var nið­­ur­­staðan sú að efni kvart­anna ætti sér enga stoð. „Ekk­ert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wessman séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­­­­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Viku síð­ar, 29. mars, sendi Hall­dór frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann opin­ber­aði inni­hald bréfs­ins sem hann sendi til stjórnar Alvogen og Alvot­ech í jan­úar 2021. Sam­hliða því sagð­ist hann vera að stiga fram sem upp­ljóstr­ari í skiln­ingi laga sem höfðu tekið gildi í upp­hafi árs 2021 og skömmu síðar opn­aði hann sér­staka vef­síðu með upp­lýs­ingum um upp­ljóstr­anir sín­ar. 

Lífsláts­hót­anir og meint mis­notkun fjöl­miðla

Í yfir­lýs­ing­unni kom meðal ann­ars fram að Róbert hefði meðal ann­ars hótað að drepa Mark Keat­ly, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Act­a­vis, í smá­skila­boðum og hótað að vinna fjöl­skyldu hans og Claudio Albrecht, fyrr­ver­andi for­stjóra Act­a­vis, skaða. Róbert hefur geng­ist við því að hafa sent skila­boðin og sagst hafa beðist afsök­unar á að hafa sent þau. 

Í yfir­lýs­ingu Hall­dórs var því einnig haldið fram að Róbert hefði beitt sig óeðli­legum þrýst­ingi til að koma höggi á óvild­ar­menn Róberts, sem hann bar þungum sök­um. Orð­rétt sagði í yfir­lýs­ing­unni: „Ég taldi fulla ástæðu til þess að setja fót­inn niður og tjáði Róbert ítrek­að, að ég myndi ekki beita mér fyrir því að koma höggi á umrædda aðila í fjöl­miðlum og vega bein­línis að æru og mann­orði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma útgef­andi Mann­lífs, sem Róbert fjár­magn­aði og átti, en þar mynd­að­ist til að mynda mik­ill ágrein­ingur um rit­stjórn­ar­stefnu og sjálf­stæði. Úr þessu skap­að­ist vax­andi ósætti okkar á milli, sem gerði það að verkum að ég steig nauð­beygður til hliðar tíma­bund­ið, og upp­lýsti stjórnir fyr­ir­tækj­anna um mála­vext­i.  Ég vil standa vörð um ákveðin sið­ferð­is­leg gildi, og lét því ekki hagga mér í þessum mál­u­m.“

Vert er að taka fram að fjöl­mið­ill­inn Mann­líf hefur síðan skipt um eig­endur og er nú í eigu Sól­túns, sem er að öllu leyti í eigu Reynis Trausta­son­ar, rit­stjóra Mann­lífs. 

Samið skömmu fyrir aðal­með­ferð

Í apríl 2021 stefndi Alvogen Hall­dóri. Í stefn­unni var honum gefið að hafa framið alvar­legt trún­að­ar­brot í starfi meðal ann­ars með því að hafa fundað með Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, fjár­festi og aðal­eig­anda Novator, í nóv­em­ber 2020. Björgólfur Thor og Róbert Wessman hafa átt í miklum erjum árum sam­an, eða allt frá því að sam­starfi þeirra í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Act­a­vis lauk síð­sum­ars 2008. Deil­urnar hafa meðal ann­ars hafa endað fyrir dóm­stólum og birst í vilja beggja til að setja umtals­vert fé í fjöl­miðla­rekstur á Íslandi sem virt­ist ekki vera gert á rekstr­ar­legum for­send­um.

Í stefnu Alvogen sagði með hátt­erni sínu hefði Hall­dór fyr­ir­gert rétti sínum til að njóta sér­stakrar verndar sem upp­ljóstr­ari sam­kvæmt íslenskum lög­um. 

Með sátt­inni sem til­kynnt var um í gær liggur því fyrir að ekki mun reyna á lög um vernd upp­ljóstr­ara fyrir íslenskum dóm­stólum í fyrsta sinn, en Hall­dór hafði skil­greint stöðu sína sem slík­ur. 

Lögin tóku, líkt og áður sagði, gildi í byrjun árs í fyrra. Þau kveða á um vernd til handa starfs­mönnum sem upp­lýsa um lög­brot eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­anda síns. Sú vernd felur í sér að miðlun upp­lýs­inga telst ekki brot á þagn­ar- og trún­að­ar­skyldu, sem starfs­mað­ur­inn væri ann­ars bund­inn af, sé hann skil­greindur sem upp­ljóstr­ari sam­kvæmt lög­un­um. 

Aðal­með­ferð í máli Alvogen gegn Hall­dóri átti, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, að fara fram á föstu­dag í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Af því varð ekki. Í gær var greint frá því að sátt hefði náðst milli deilu­að­ila.

Hin end­an­lega sátt, sem hafði verið marga mán­uði í bígerð, var því ekki opin­beruð fyrr en nokkrum dögum áður en aðal­með­ferðin átti að hefj­ast. Und­ir­bún­ingur fyrir þá aðal­með­ferð var lagt kom­inn og búið var að gera lista yfir þau vitni sem átti að kalla fyrir í henni. Þar var meðal ann­ars um að ræða ein­stak­linga sem áttu að geta stað­fest þær ásak­anir sem Hall­dór hafði sett fram.

Greina ekki frá upp­hæð­inni

Sam­komu­lagið um sátt sem opin­berað var í gær er gert milli Hall­dórs og Alvogen í Banda­ríkj­un­um. Í yfir­lýs­ingu frá Alvogen sem send var á fjöl­miðla vegna þessa sagði: „Í jan­úar 2021 sendi Hall­dór Krist­manns­son bréf til stjórnar Alvogen, sem inni­hélt fjölda ásak­ana um starfs­hætti Róberts Wessm­an. Að lok­inni óháðri rann­sókn sér­fræð­inga, stefndi Alvogen Hall­dóri fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og átti mál­flutn­ingur að fara fram á haust­mán­uð­um. Aðilar hafa náð sáttum í mál­inu og mun Alvogen falla frá mál­sókn­inni. Hall­dór mun loka heima­síðu sinni og hefur lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu upp­ljóstr­ara í neinni lög­sögu. Jafn­framt hefur hann lýst því yfir að hann uni þeirri nið­ur­stöðu stjórnar að lýsa yfir trausti til Róberts í kjöl­far rann­sókn­ar­inn­ar.“

Tals­maður fjár­fest­inga­fé­lags­ins Flóka Invest, sem Róbert Wessman stýr­ir, sagð­ist ekki geta greint frá hversu háa upp­hæð Hall­dór hafi fengið greidda. 

Hall­dór segir í sam­tali við Kjarn­ann það vera hluta af sam­komu­lag­inu við Alvogen að hann greini ekki frá þeirri upp­hæð sem Alvogen greiðir honum vegna sátt­ar­inn­ar. Í henni felst að Hall­dór fær greidd upp­sagn­ar­frest og áunna kaupauka frá fyr­ir­tæk­inu, auk þess sem það greiðir útlagðan lög­manns­kostnað hans. Sá kostn­aður hefur verið umtals­verður en auk lög­manns sem vann fyrir Hall­dór hér á Íslandi naut hann lið­sinnis lög­manns­stof­unnar Quinn Emanuel Urquhart & Sulli­van, sem sendu meðal ann­ars lög­fræði­bréf til stjórna Alvogen og Alvot­ech, og gættu hags­muna Hall­dórs í Banda­ríkj­un­um. 

Þegar málið rataði í íslenska fjöl­miðla í lok mars í fyrra sendi Róbert Wessman frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sagði það aug­ljóst af bréfa­send­ingum banda­rísku lög­manns­stof­unnar að ásak­anir Hall­dórs hefðu verið „gerðar í fjár­hags­legum til­gangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa hon­um.“

Fjár­magnar ekki lengur bók­ina um Róbert

Á meðan að á deilum Hall­dórs við Alvogen og Róbert stóðu yfir var mikið fjallað um málið á frétta­vefnum Mann­lif.is, sem rit­stýrt er af Reyni Trausta­syni eins aðal­eig­anda vefs­ins. Róbert kærði Reyni nokkrum sinnum til Siða­nefndar Blaða­manna­fé­lags Íslands vegna þeirrar umfjöll­unar og nú liggja þegar fyrir fjórir úrskurðir nefnd­ar­inn­ar, sem fallið hafa í ár, þar sem Reynir telst hafa brotið alvar­lega gegn siða­reglum félags­ins. 

Í maí komst Siða­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu, í tveimur úrskurð­um, að með því að þiggja fjár­muni frá Hall­dóri, vegna bóka­skrifa um Róbert, hafi Reynir orðið van­hæfur til að fjalla um mál­efni Róberts með þeim hætti sem gert var. Í úrskurð­unum kom fram að Róbert teldi að Hall­dór hefði greitt, í gegnum félag sitt Skrúð­ás, rúm­lega 30 millj­ónir króna á árinu 2021 til Mann­lífs fyrir texta­smíð og aðstoð við texta­smíð. Sú hátt­semi gekk, að mati siða­nefnd­ar, í ber­högg við 5. grein siða­reglna sem segir að blaða­menn eigi að var­ast hags­muna­á­rekstra. Brotin töld­ust alvar­leg.

Í sept­em­ber komst siða­nefndin svo að því í tveimur málum til við­bótar að Reynir hefði gerst áfram sekur um alvar­leg brot gegn 5. grein siða­reglna vegna skrifa um Róbert, í ljósi þess að Reynir hefði þegið fjár­muni frá Hall­dóri vegna bóka­skrifa um Róbert. Aftur sem áður töld­ust brotin alvar­leg. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn hefur aflað sér er það hluti af sátt­inni sem náðst hefur milli Alvogen og Hall­dórs Krist­manns­sonar að hann komi ekki frekar að gerð umræddrar bókar og veiti ekki frek­ari fjár­hags­stuðn­ing vegna vinnu við hana. 

Í árs­reikn­ingi Skrúðás kemur fram að rekstr­ar­fjöld félags­ins á árinu 2021 hafi verið 42 millj­ónir króna, eða um 33 millj­ónum krónum hærri en árið áður. Í árs­reikn­ingi Sól­ar­túns, eig­anda Mann­lífs, kemur fram að tekjur þess félags hafi verið 82,4 millj­ónir króna á síð­asta ári. Sól­ar­tún var eitt þeirra 25 einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem fékk rekstr­ar­stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna síð­asta árs. Alls námu greiðslur til félags­ins úr rík­is­sjóði 10,5 millj­ónum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar