Sólblóm víkja fyrir sólarsellum – sólarorkuver eru ekki án umhverfisáhrifa

Evrópuríki vilja ekki rússneska gasið og hafa sett sér háleit markmið að draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis. Horft er til vind- og sólarorku og síðarnefndi orkugjafinn er í gríðarlegri sókn í álfunni.

Sólarsellur taka mikið pláss. Líftími þeirra er um 20-25 ár.
Sólarsellur taka mikið pláss. Líftími þeirra er um 20-25 ár.
Auglýsing

Breiður af sól­ar­sellum eru að verða sífellt algeng­ari sjón víða í Evr­ópu. Kalla mætti þetta sól­vanga, svona til jafns við „vind­orku­garða“ eða „vind­orku­lundi“ líkt og fyr­ir­tæki í þeirri orku­starf­semi gera gjarn­an. Sól­vang­arnir eru í að margra áliti tákn um nýja tíma, um fram­fara­skref í átt að grænni fram­tíð. Í nýlegri könnun Evr­ópska fjár­fest­ing­ar­bank­ans kom í ljós að mik­ill meiri­hluti fólks (80 pró­sent) sem býr í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins seg­ist finna fyrir lofts­lags­breyt­ingum á eigin skinni í sínu dag­lega lífi. Sumar öfga í veðri er enda að baki, þar sem hita­bylgjur og þurrkar hafa herjað á mörg ríki.

Auglýsing

Frá maí og til ágúst­loka í ár var 12 pró­sent alls raf­magns innan ESB fram­leitt með sól­ar­orku. Það er algjört met og mun hafa sparað ríkj­unum tæpa 30 millj­arða evra í kaup á gasi. Gasi sem Rússar fram­leiða einna mest af og sem Evr­ópa notar einna mest af. Þessa stöðu hafa rúss­nesk stjórn­völd nýtt sér til að forð­ast alls­herjar við­skipta­bann í kjöl­far inn­rásar sinnar í Úkra­ínu í byrjun árs.

Mjög mis­jafnt er hins vegar milli ríkja Evr­ópu hversu mikil orka var unnin úr sól­inni í sum­ar. Hlut­fallið var hæst í Hollandi (23 pró­sent), Þýska­landi (19 pró­sent) og í sól­skins­rík­inu Spáni (17 pró­sent). Grikkir bera hins vegar höfuð og herðar yfir ESB-löndin þegar kemur að því að nota end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og í sumar náðu þeir því mark­miði að fram­leiða allt sitt raf­magn úr slíkum orku­upp­sprettum – þótt það hafi aðeins verið staðan í fimm klukku­stund­ir. Pól­verjar eiga hins vegar metið í mestri aukn­ingu á virkjun sól­ar­orku en nýt­ing hennar hefur 26-fald­ast frá árinu 2018. Finn­land og Ung­verja­land eru á svip­aðri braut.

Stór­huga áform

Og þetta er engin til­viljun því ef ná á því mark­miði að halda hlýnun jarðar frá upp­hafi iðn­bylt­ingar undir 1,5 gráðum er reiknað með að nífalda þurfi sól­ar­orku­fram­leiðslu í Evr­ópu til árs­ins 2035, að mati evr­ópsku hug­veit­unnar Ember.

Evr­ópu­þingið og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa sett sér þau mark­mið að 45 pró­sent af orku­fram­leiðsl­unni komi frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum fyrir árið 2050. En sum aðild­ar­ríkin segja úti­lokað að ná því og vilja að mark­miðin verði lækkuð í 40 pró­sent. Og til að þessi mark­mið náist þarf mikla sól­ar­orku og mikla vind­orku.

Sólarorkuver í Ástralíu. Mynd: EPA

Flestir líta svo á að það sé af hinu góða að auka við sól­ar­ork­una. Flestir íbúar ESB eru til dæmis áfram um að fleiri sól­vangar verði settir upp til að stemma stigu við nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­breyt­inga. Einn þeirra, svo dæmi sé tek­ið, hefur þegar verið reistur í 2.500 metra hæð í Ölp­unum í Sviss. Þeir geta verið nán­ast alls staðar þar sem sólin skín.

En vill fólk hafa þá alls stað­ar?

Nei, og stjórn­mála­menn eru vissu­lega ekki á einu máli þar um. Rishi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, sagði m.a. fyrir nokkru að hann vildi ekki sjá „stóra hluta okkar besta land­bún­að­ar­lands tap­ast undir sól­vanga“.

Á það hefur hins vegar verið bent að eins og staðan er í dag þekja þeir um 0,1 pró­sent Bret­landseyja – mun minna land en golf­vell­ir, svona sem dæmi.

Auglýsing

Á meg­in­landi Evr­ópu er sól­ar­orku­ver að finna á marg­vís­legum stöð­um. Vissu­lega á gömlum land­bún­að­ar­svæð­um, en líka hátt uppi í fjöllum við miðl­un­ar­lón og á ónýttu landi með­fram lestar­teinum og veg­um. Sem og auð­vitað víð­ar.

Ein ástæða þess að nýt­ing sól­ar­orku er á allra vörum þessi miss­erin er sú að sól­ar­sellur eru orðnar mun ódýr­ari en þær voru fyrir um ára­tug. Svokölluð „ljós­spennu­að­ferð“ (e. Photovolta­ics) við föngun sól­ar­orkunnar er líka eins og fyrr segir mögu­leg mjög víða. Meira að segja inni í miðri Sví­þjóð.

Gíga­vatts-löndin

Sam­bandið Sol­ar­Power Europe, sem í eiga sæti full­trúar ESB-­ríkja, hefur ákveðna skil­grein­ingu þegar kemur að stór­fram­leið­endum raf­magns úr sól­ar­orku. Löndin sem mest virkja þá orku eru kölluð „gíga­vatts-lönd­in“ og er þar átt við þau sem eru með sól­ar­orku­ver sem sam­an­lagt eru að minnsta kosti 1 gíga­vatt að afli eða á pari við afl eins kjarnakljúfs. Með 1 GW er hægt að fram­leiða raf­magn fyrir um 300 þús­und heim­ili, segir í grein Euro­news um mál­ið.

Þýska­land, Hol­land og Spánn eru komin þang­að. Þau eru líka stór og geta fengið góð til­boð í stóra sól­vanga. Dan­mörk er einnig á lista yfir „gíga­vatts-lönd­in“ og Ítal­ía, Sví­þjóð og Belgía eru í þann veg­inn að ná þeim mörk­um.

Sól­vangar hafa ýmsa kosti. Það er fljót­legt að setja þá upp þegar til­skilin leyfi eru kom­in. Þeir vinna vel með vind­orku­verum og vatns­afls­verum en fram­leiðsla í öllum þessum orku­verum sveifl­ast með veðri og vind­um. Og birtu.

Stærsta fljótandi sólarorkuver heims er á uppistöðulóni í Portúgal.  Mynd: EPA

Þeir eiga ekki heima alls staðar að mati almenn­ings og stjórn­valda en hvert ríki ESB setur sínar reglur um hvar orku­vinnsla á að vera. Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur hins vegar hvatt aðilda­ríkin til að vinna að skipu­lagi vegna sól­ar­orku­vera, að skoða og ákveða hvar hægt er að koma þeim fyr­ir.

En sól­ar­orku­ver eru ekki án umhverf­is­á­hrifa. Þau taka mikið pláss. Af þeim er sjón­meng­un, þau gjör­bylta ásýnd lands, og geta haft áhrif á líf­fræði­lega fjöl­breytni sem er einn lyk­il­þáttur í því að vernda vist­kerfi heims­ins og þar með lofts­lag­ið. Því er svo mik­il­vægt að vandað sé til verka þegar þeim eru valdir stað­ir.

Sól­ar­sellur geta veitt skjól

Sunak hefur áhyggjur af land­bún­að­ar­landi en margir sér­fræð­ingar í sól­ar­orku­verum vilja meina að sól­ar­sellur á rækt­ar­landi geti jafn­vel stutt við vöxt og við­gang plantna. Þær geti til dæmis gefið plöntum skjól fyrir brenn­andi sól­inni í hita­bylgj­um.

Til­raunir með þetta eru þegar hafn­ar, m.a. í Þýska­landi og Frakk­landi. Sol­ar­Power Europe segja rann­sóknir sýna að líf­fræði­leg fjöl­breytni geti við ákveðnar aðstæður auk­ist með því að setja niður sól­ar­sell­ur.

Einnig er hægt að nota sól­ar­sellur sem hljóð­man­ir, þ.e. að segja: Koma þeim fyrir í nágrenni umferð­ar­þungra vega. Þetta hefur m.a. verið gert í Hollandi og Sviss. Þessar svoköll­uðu „sól­ar­orku-hrað­braut­ir“, sem vinna á skipu­lega að á næstu árum, gætu orðið um 55 GW að afli.

Bláir sól­vangar

Í Rúm­en­íu, Pól­landi og Búlgaríu hefur sól­ar­orku­verum verið komið fyrir í aflögðum kola­nám­um.

Þá hafa Portú­galir gert til­raunir með að koma upp „bláum sól­vöng­um“, fljót­andi sól­ar­orku­verum á vatni. Stærst slíka vera í heimi hefur verið reist í Alqueva-­uppi­stöðu­lón­inu.

En sól­ar­orku­ver hafa ekki aðeins áhrif á ásýnd lands og land­notk­un. Í hverri ein­ustu sól­ar­sellu er að finna sjald­gæf jarð­efni, málma og ann­að, sem í fyrsta lagi eru einmitt sjald­gæf en í öðru lagi í ein­hverjum til­vikum unnin úr jörðu í ríkjum á borð við Aust­ur-­Kongó þar sem mann­rétt­inda­brot eru framin á starfs­mönnum í námu­vinnslu. Og þessi námu­vinnsla skilur eftir sig spor. Til hennar eru not­aðar vélar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti. Flytja þarf efnin frá upp­runa­stað með skipum eða flug­vélum sem nota jarð­efna­elds­neyti.

Sólarorkuhleðslustöð í Þýskalandi. Mynd: EPA

Þetta kolefn­is­fót­spor sól­ar­sella fer eðli máls­ins sam­kvæmt eftir því hvar þær eru fram­leiddar og hversu mikið jarð­efna­elds­neyti þarf til fram­leiðsl­unn­ar. Sem dæmi þá voru 64 pró­sent allrar raf­orku í Kína fram­leidd með kolum árið 2020. Og meira en 60 pró­sent allra sól­ar­sella sem fram­leiddar eru koma einmitt frá því landi. Það er því ljóst að kol eru í stórum stíl notuð til fram­leiðslu á sól­ar­sell­um.

Efnin geta svo verið meng­andi. Sól­ar­sellur eru flókin fyr­ir­bæri. Það þarf jú mjög sér­staka tækni við að vinna raf­orku úr sól­ar­ljósi. Í þeim er því að finna marg­vís­leg efni, sum hættu­leg mönnum og öðrum dýrum eða vist­kerfum í heild. Má þar nefna efna­sam­setn­ingar á borð við kop­ar­sel­eníð (copper sel­enide), þung­málm­inn kadmíum telluríð (Cadium Telluride) og brenni­steins­sýru.

Að síð­ustu þá eru fáar góðar leiðir til að end­ur­vinna þau efni sem notuð eru í sól­ar­sell­um. Þær enda því, að minnsta kosti sem komið er, flestar sem land­fyll­ing­ar. Sem er auð­vitað ekki sjálf­bært og taka þarf með í reikn­ing­inn þegar talað er um slík orku­ver sem „um­hverf­is­væn“ og „græn“.

Auglýsing

Sól­ar­orka er vissu­lega end­ur­nýj­an­leg. En öflun hennar gengur á aðrar auð­lind­ir, auð­lindir sem sumar eru af skornum skammti og ekki eru end­ur­unnar – end­ur­nýttar – nema að mjög litlu leyti. Metn­að­ar­full áform hafa verið viðruð til að breyta þessu.

Það sem hins vegar er oft bent á er að vinnsla kola, olíu og gass er líka meng­andi. Til hennar eru einnig notuð hættu­leg efni og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda við bruna þeirra eru svo auð­vitað gríð­ar­leg.

Þannig að í þessum sam­an­burði hafa sól­ar­sellur vinn­ing­inn. Og sé nýt­ing þeirra góð og þær not­aðar eins lengi og mögu­legt er, er ávinn­ing­ur­inn mik­ill.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar