Sólarrafhlöður enda langoftast í landfyllingum

Það er komið að endalokunum. Og spurning hvað taki þá við. Beint í landfyllingar með þær, segja sumir. Á öskuhaugana, segja aðrir. En hvaða gagn er eiginlega af endurnýjanlegri orku ef mengandi tækjum til að afla hennar er hent?

Sólarrafhlöður hylja þak á byggingu í New York.
Sólarrafhlöður hylja þak á byggingu í New York.
Auglýsing

Árið 2006 hófst átak í Kali­forn­íu-­ríki sem mið­aði að því að hvetja fólk til að koma sér upp sól­ar­raf­hlöðum á hús­þökum sín­um. Ákveðnar íviln­anir fylgdu þessu átaki og margir slógu til enda til mik­ils að vinna að lækka raf­magns­reikn­ing­inn og leggja sitt af mörkum til að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is.

En nú, tæpum tveimur ára­tugum síð­ar, er komið að skulda­dög­um. Hvernig á að farga þessum 1,3 milljón sól­ar­raf­hlöðum sem eru farnar að daprast? Það var alltaf fyr­ir­séð að skipta þyrfti þeim út eftir um tutt­ugu ár eða svo en að engin umhverf­is­væn förg­un­ar­leið og ekk­ert plan um end­ur­vinnslu myndi ekki liggja fyrir að öllum þeim tíma liðnum hefur komið á óvart.

Auglýsing

Í frétta­skýr­ingu LA Times kemur fram að margar sól­ar­sell­urnar hafi nú þegar endað í land­fyll­ing­um. Þar leka eit­ur­efni úr þeim út í jarð­veg­inn og grunn­vatn enda sól­ar­raf­hlöð­ur, líkt og mót­orar vind­mylla, sam­an­settar af alls konar efn­um, oft fágætum jarð­efn­um, sem eru ekki stöðug og jafn­vel hættu­leg.

Stað­reyndin er sú að það er dýrt að end­ur­vinna sól­ar­raf­hlöður svo vel sé. Tíma­frekt og dýrt. Þess vegna er talið, að því er sér­fræð­ingar er LA Times ræðir við segja, að aðeins ein af hverjum tíu slíkum raf­hlöðum séu end­ur­unn­ar. Teknar í sund­ur. Álið flokkað í einn kassa. Sjald­gæf jarð­efni í ann­an.

Bílfarmur af nýjum sólarrafhlöðum. Mynd: EPA

Sú staða sem nú er komin upp í Kali­forn­íu, því ríki Banda­ríkj­anna sem mest notar af sól­ar­orku og því ríki sem fór fyrst af stað í almenna nýt­ingu henn­ar, hefur vakið upp margar spurn­ingar um þann sprengi­kraft sem kom­inn er í umræð­una um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa – græna gullið. Hver á að borga fyrir förgun á rík­is­styrkt­um, meng­andi sól­ar­raf­hlöð­um? Og hvað á eig­in­lega að gera við tugi vöru­bíls­farma af þeim? Vant­aði ekki eitt­hvað í hina fögru fram­tíð­ar­sýn sem farið var af stað með á sínum tíma og hefur aðeins eflst síð­ustu miss­eri?

Því Kali­fornía er auð­vitað aðeins eitt ríki. Eitt ríki í einu landi. Í heimi þar sem stefnt er að því að nýta sól­ar- og vind­orku í miklum mæli. „Þessi iðn­aður á að heita grænn,“ segir Sam Vand­er­hoof, sér­fræð­ingur í nýt­ingu sól­ar­orku, við LA Times. „En í raun og veru snýst þetta allt um pen­inga.“

Sól­ar­orku­átakið í Kali­forníu skil­aði þeim mark­miðum sem til var ætl­ast. Sól­ar­sellur ruku út sem aldrei fyrr og hlutur sól­ar­orku í raf­orku­fram­leiðslu jókst umtals­vert. Um 15 pró­sent alls raf­magns sem fram­leitt er í rík­inu í dag kemur frá sól­ar­orku.

Auglýsing

En það gleymd­ist ein stór breyta í jöfn­unni. Hvernig farga ætti raf­hlöð­unum er þær hefðu gegnt sínu hlut­verki. Og nú þegar komið er að því að skipta þeim mörgum út blasir upp­safn­aður vandi við stjórn­völdum og fram­leið­endum raf­hlað­anna.

Serasu Duran, aðstoð­ar­pró­fessor við Haska­y­ne-há­skóla í Kana­da, segir að þetta sýni hvernig fari þegar öll áherslan er lögð á að fara í leið­angra með nýja tækni án þess að hugsa hann til enda. Hann skrif­aði grein í Harvard Business Review nýverið þar sem hann vakti athygli á því að orku­iðn­að­ur­inn, fyr­ir­tækin sem fram­leiða raf­hlöð­urnar og þau sem setja þær upp og tengja, sé engan veg­inn und­ir­bú­inn fyrir það sem koma skal.

Sólarrafhlöður á þökum húsa í úthverfi í Los Angeles í Kaliforníu.

Um 140 þús­und sól­ar­raf­hlöður eru settar upp á hverjum degi í Banda­ríkj­unum um þessar mund­ir. Spár gera ráð fyrir að nýt­ing sól­ar­orku eigi eftir að fjór­fald­ast til árs­ins 2030.

Það eru vissu­lega fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum sem taka að sér end­ur­vinnslu og förgun eit­ur­efna úr sól­ar­sell­um. Það stærsta, We Recycle Sol­ar, hefur und­an­farið tekið við tölu­verðu magni af slíkum raf­hlöðum frá Kali­forn­íu. En til að farga þeim eru þeim ekið í flutn­inga­bílum til Arizona. Það er þó ekki þannig að fyr­ir­tækið vilji ekki hafa starf­semi sína í Kali­forn­íu. Það eru lög og reglur rík­is­ins sem hindra það, reglur sem setja þröngan ramma um úrvinnslu eit­ur­efna.

Sólarorkan er óþrjótandi auðlind. Endurnýjanleg. En tæknin sem við notum til að fanga hana er ekki græn. Mynd: EPA

Svo er það ekki ókeypis að taka raf­hlöð­urnar í sund­ur. Til þess þarf ýmsan búnað og sér­þjálfað starfs­fólk. Til að flokka allt sem í þeim er í sund­ur, t.d. kís­il, þarf mik­inn hita og þrýst­ing. Ávinn­ing­ur­inn er svo ekki sér­stak­lega mik­ill. For­stjóri We Recycle Solar segir að efni sem selj­ist á um 2-4 doll­ara fáist úr hverri sól­ar­raf­hlöðu sem er end­urunn­inn. 280-550 krón­ur. Það er ein­fald­lega ekki arð­bært að gera það. Því þarf ein­hver að borga fyrir förg­un­ina. Eins og staðan er kostar um 20-30 doll­ara að farga hverri raf­hlöðu. Það kostar hins vegar aðeins 1-2 doll­ara að setja hana í land­fyll­ingu.

Og það er þar sem flestar sól­ar­raf­hlöður enda núna að sögn þeirra sér­fræð­inga sem LA Times ræðir við í umfjöllun sinni. Eng­inn veit þó með vissu hvað verður um þær nákvæm­lega. Ekk­ert kerfi er til staðar til að skrá hvað verður um hin meng­andi tæki sem notuð eru til að fanga hina end­ur­nýj­an­legu orku, sól­ar­ljós.

Ítar­lega umfjöllun LA Times má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent